Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 06.09.1984, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR Forest á flugi! Trevor Christie skoraðiþrennufyrir Nottm. For. sem vann Aston Villa 5-0 á útivelli og er efst í 1. deild úr leik 4. deild Enska knattspyrnan Reynir fyrstur að yinna Leikni Sigurmark Ármanns sex sekúndum fyrir leikslok Dundee United sló Celtic útúr skoska deildabikarnum, sem nú heitir reyndar Skolbikarinn, í gærkvöldi. Dundee United vann 2-1 eftir framlengdan leik og er komið í undanúrslit. Önnur lið þar eru Hearts sem vann Dundee 0-1, Rangers sem vann Cowden- beath 1-3 og Meadowbank sem sigraði St. Johnstone 2-1. Reynir frá Árskógsströnd vann óvæntan sigur á Leikni, 1-3, er félögin mættust á Fáskrúðsfirði í úrslitakeppni 4. deildarinnar í knattspyrnu. Leiknir hefði með sigri sama og tryggt sér 3. deildar- sæti en Reynismenn börðust af krafti og flugu með 3 stig norður. Þeir komust í 0-2 eftir aðeins 15 mfnútur, Örn Viðar Arnarson var þar að verki í bæði skiptin. Helgi Ingason lagaði stöðuna fyrir Leikni fljótlega eftir hlé en um miðjan síðari háfleik náðu norðanmenn skyndisókn sem Björn Friðþjófsson skoraði úr, 1- 3. Leiknir var fyrir leikinn eina liðið í allri deildarkeppninni sem ekki hafði tapað leik í sumar. Staðan í NA-riðli: LeiknirF...............3 2 0 1 9-4 6 Tjörnes................2 10 15-63 ReynirÁr...............3 1 0 2 4-8 3 Ármann vann Létti 2-1 á Kapl- Golf Góður árangur Islenska unglingalandsliðið í golfi náði góðum árangri í Evr- ópumóti unglinga sem fram fór í Dublin um síðustu helgi. Piltun- um tókst að komast í B-riðiI og höfnuðu að lokum í 12. sæti eftir töp gegn Sviss og Hollandi í þeirri keppni. akrikavelli í Hafnarfirði, en naumt var það. Andrés Krist- jánsson skoraði fyrir Létti strax á 7. mín. og þannig stóð uns 4 mín. voru til leiksloka. Þá jafnaði Ósk- ar Þorsteinsson fyrir Ármann og sex sekúndum fyrir leikslok skoraði hann aftur og tryggði Ár- manni sigur. Léttismenn voru á leið með boltann framá miðjuna þegar flautað var til leiksloka. Staðan í SV-riðli: Armenn.............3 2 1 0 4- 2 7 (R.................2 10 19-33 Léttlr.............3 0 1 2 2-10 1 Á laugardag mætast Reynir Á- Tjömes og Léttir-ÍR. -VS Argentínsk- ur sigur Argentína sigraði Belgiu 2-0 í landsleik í knattspyrnu sem háð- ur var í Brússel í gærkvöldi. Að- eins 8 þúsund áhorfendur sáu Trobbiani og Ruggeri skora fyrir gestina í fvrri hálfleik. Bæði lið tefldu fram hálfgerðum tilrauna- liðum, eru að leita að rétta mann- skapnum fyrir undankeppni HM. Að argentískum sið var Ruggeri rekinn af leikvelli á lokamínútun- -VS um. Frjálsar HSK sigursælast á unglingamótinu Unglingarnir úr HSK voru sig- ursælir á Unglingameistaramóti Islands í frjálsum íþróttum sem fram fór um síðustu helgi á Laugardalsvellinum. HSK átti alls sigurvegara í 21 grein, UMSK vann 10 greinar, FH 9, UMSE 3, UMFK 2, HHF 2, USAH, Ár- mann, USVH og HVÍ eina grein hvert. Jón B. Guðmundsson, HSK varð stigahæstur í flokki drengjt 17-18 ára, bróðir hans Ólafur sveinaflokki, 15-16 ára, Finnboj Gylfason, FH, í piltaflokki, 13-1 ára, Súsanna Helgadóttir, FH, stúlknaflokki, 15-18 ára, ogFríð Þórðardóttir, UMSK, í telpm flokki, 13-14 ára. Finnbogi sigi aði í fjórum greinum í piltaflokl og sama afrek vann Svanhildu Kristjónsdóttir, UMSK, stúlknaflokki. Brian Clough er manna séðast- ur í leikmannaviðskiptum. Þessi frægi framkvæmdastjóri Notting- ham Forest seildist í sumar yflr til nágrannanna, Notts County, og keypti markaskorarann Trevor Christie. Piltur launaði heldur betur fyrir sig í gærkvöldi, skoraði þrjú mörk er Forest gjörsigraði Aston Villa á útivelli, 5-0, og kom liðinu þar með fyrir á toppi 1. deildar ensku knatt- spyrnunnar. Staðan var bara 0-1 í hálfleik, Ian Bowyer skoraði, en Christie tók við í síðari hálfleik. Á 60. og 68. mín. gerði hann tvö mörk, staðan 0-3, Steve Hodge laumaði einu inná milli áður en Christie innsiglaði stórsigurinn, 0-5, tveimur mín. fyrir leikslok. Úrslit í 1. deild í gærkvöldi: Aston Villa-Nottm.For............0-5 Manch.Unlted-Chelsea............1-1 Norwlch-W.B.A.................2-1 Lelcester-Watford.............1-1 Manchester United, með allar sínar stjörnur, varð að sætta sig við fjórða jafnteflið í jafnmörgum leikjum þegar nýlið- ar Chelsea komu í heimsókn á Old Trafford í gærkvöldi. Jesper Olsen, Daninn snjalli, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man.Utd. eftir 15 mínútna leik. Chelsea sótti mjög í sig veðrið þegar á leið og á 51. mínútu jafnaði Mickey „apagríma“ Thomas, 1-1. Staðan í 1. deild eftir leikina í gærkvöldi: Nottm.For 4 3 0 1 4 3 0 1 11-4 9 8-5 9 4 2 2 0 9-5 6 4 2 1 1 9-5 7 4 2 1 1 7-6 7 West Ham 4 2 1 1 6-6 7 W.B.A 4 2 0 2 8-6 6 Sheff.Wed 4 2 0 2 7-6 6 Sunderland 4 2 0 2 5-5 6 AstonVilla 4 2 0 2 4-9 6 V. Pýskaland Bæjarar unnu í Stuttgart Ásgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart máttu sætta sig við ósigur á heimavelli, 1-3, gegn Ba- yern Múnchen í gærkvöldi. Með sigrinum hefur Bayern náð þriggja stiga forystu í vestur- þýsku „Bundesligunni“ í knatt- spyrnu, hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína. í fyrri hálfleik skoruðu tveir varnarmanna Bayern, Hans Pflugler og Bernhard Durnber- ger, og staðan því 0-2 í hléi. Stutt- gart sótti sig mjög í síðari hálfleik og minnkað muninn. Þar var hinn reyndi Hermann Olicher að verki. Ekki tókst meisturunum að jafna, framherjinn nýi hjá Ba- yern, Roland Wohlfarth, sem keyptur var frá Duisburg í sumar, skoraði, 1-3, ogtryggði Bæjurum sætan sigur. Bayern er þá með 6 stig eftir þrjá leiki en næst koma Frank- furt, Mönchengladbach, Boch- um, Karlsruher, Hamburger, Köln og Kaiserslautern, öll með þrjú stig eftir tvo leiki. Leikurinn í gærkvöldi tilheyrði sjöttu um- ferð og átti að fara fram 29. sept- ember en var flýtt. _VS Celtic Karl Þórðarson Karl í stað Lámsar Tony Knapp landsliðseinvald- ur valdi í gær Karl Þórðarson frá Akranesi í 16 manna hópinn fyrir leikinn við Wales næsta miðviku- dag. Karl kemur í stað Lárusar Guðmundssonar sem er meiddur og getur ekki leikið. Þar með er landsliðið enn reynslumeira, Karl á 16 landsleiki að baki en Lárus 13, og hóf feril sinn með landsliðinu í fyrri stjórnartíð Knapps, árið 1975. -VS Q.P.R 3 1 4 1 2 2 0 1 5-3 5 3-3 5 Norwlch 4 1 2 1 6-7 5 Ipswich 4 0 4 0 3-3 4 Manch.Utd 4 0 4 0 3-3 4 Coventry 4 1 1 2 3-4 4 Everton 4 1 1 2 4-7 4 Luton 4 1 1 2 4-7 4 4 0 3 1 6-7 3 3 1 0 2 3-6 3 4 0 2 2 5-8 2 Southampton 4 0 i 3 4-8 1 -vs Roland Wohlfarth skoraði þriðja mark Bayern í gærkvöldi. Fram og Valur íkvöld Næstsíðasta umferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu hefst i kvöid á Laugardalsvellin- um. Þar mætast Reykjavíkurfé- lögin Fram og Valur og hefst viðureignin kl. 18.30. Mikið er í húfi fyrir bæði lið. Fram er í þriðja neðsta sæti með 18 stig og gæti nánast bjargað sér frá falli með sigri. Valsmenn keppa við Keflvíkinga um annað sætið og þar með rétt til að leika í UEFA-bikamum næsta haust og sigur í kvöld er Völsurum nauðsynlegur í þeirri baráttu. í 2. deild leika Njarðvík og FH kl. 18.30 í Njarðvík. Þetta er síð- asta hálmstrá Njarðvíkinga, þeir verða að sigra í þessum leik til að eiga möguleika á að fyglja FH- ingum uppí 1. deildina. Firmakeppni KR-inga Húi árlega flrmakeppni KR í knatt- spyrnu utanhúss verður haldin helg- ina 15.-16. september og 22. sept. Skráning liða stendur nú yfir en þátt- töku skal tilkynna í síðasta lagi þriðjudaginn 11. september. Helstu mótsreglur eru þær að í hverju liði mega mest vera sjö leik- menn og 4 skiptimenn. Innáskipting- ar eru frjálsar. Til að vera löglegir þurfa leikmenn að hafa unnið tvær vikur hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun á síðustu tveimur mánuðum. Athygli er vakin á því að fjöldi liða í keppninni er takmarkaður. Fram- kvæmdastjóri Knattspyrnudeildar KR veitir annars allar nánari upplýs- ingar, á skrifstofunni í KR-heimilinu (s. 27181). Trevor Christie skoraði fyrstu mörk s(n fyrir Forest í gærkvöldi. Bogdan þjálfar bæði Stjórn HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að Bogdan Kow- alczyck geti þjálfað 1. deildarlið Víkings samhliða starfl sínu sem landsliðsþjálfari. Ársþing HSÍ hafði samþykkt að landsliðsþjálf- ari mætti ekki þjálfa 1. deildarlið tm s(jórn HSÍ byggir ákvörðun sfna á því að sambandið hafði ráðið Bogdan sem landsliðsþjálf- ara fyrir þingið. Bogdan Kowalczyck. Fimmtudagur 6. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.