Þjóðviljinn - 06.09.1984, Page 24
Hengilssvœðið
Von á öðrum skjálfta
Tiltölulega áhyggjulitlir vegnaþess hve skjálftinn var vestarlega, segir Ragnar Stefánsson.
Ekki undanfari Suðurlandsskjálfta.
Olfusbúar og íbúar víða á Suð-
urlandi og jafnvel á höfuð-
borgarsvæðinu hrukku upp við
snarpan jarðskjálftakipp 16 mín-
útum fyrir kl. níu i gærmorgun.
Kippurinn átti sér upptök vestan-
vert í Henglinum og mældist sá
stærsti 3.9 stig á Richterkvarða
en honum fylgdu nokkrir smærri
kippir.
„Það er ekki ólíklegt að það
komi annar bráðlega sem slagar
upp í þennan. Miðað við reynsl-
una þá getur það ekki talist ólík-
legt“, sagði Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur í gær.
Hann sagði að menn settu skjálft-
ann í gærmorgun óneitanlega í
samband við Suðurlandsskjálfta
sem von hefur verið á um árabil.
„Við erum tiltölulega áhyggjulitl-
ir út af þessum skjálfta í morgun
því hann er svo vestarlega og við
sjáum enga ástæðu til að taka
hann sérstaklega sem einhvern
undanfara Suðurlandsskjálfta“.
Töluverð skjálftavirkni hefur
verið á Hengilssvæðinu í gegnum
árin og síðast komu þar stórir
skjálftar árið 1977, ívið stærri
skjálftar en skjálftinn í gærmorg-
un. Stóri skjálftinn árið 1968 sem
margir Sunnlendingar muna vel
eftir átti upptök sín hins vegar
mun norðar eða uppundir Þing-
vallavatni.
-íg-
Kísiliðjan
Banná
Tekurgildi
þarnœstaföstudag
Við erum búnir að boða yfir-
vinnubann hér í Kísiliðjunni frá
og með föstudeginum í næstu
viku. Komist enginn skriður á
samninga fyrir þann tíma sé
ekki annað en það
gUdi.
Þetta sagði Ágúst Hilmarsson,
járniðnaðarmaður, og formaður
fímm manna samninganefndar
starfsmanna Kísiliðjunnar við
Mývatn, við Þjóðviljann í gær.
Starfsmenn Kísiliðjunnar hafa
lagt fram kröfur um 33 prósent
kauphækkanir, sem skiptist
þannig áð þeir vilja 13 prósent
þann 1. september, 1Ö prósent
þann 1. desember og loks 10
prósent þann 1. mars.
„Við höfum kynnt forstjóra
Kísiliðjunnar kröfur okkar á
þeim eina samningafundi sem
hefur verið haldinn, og á
fimmtudaginn í næstu viku verð-
ur svo næsti fundur þar sem kröf-
um okkar verður væntanlega
svarað. Þá munum við taka
ákvörðun um hvort yfirvinnu-
bannið tekur gildi eða ekki.“
-ÖS
oumanns
ásýningu
r
| I
Góð staða
íslenska
prentiðnaðarins
Hvorki meira né minna en rúm-
lega 80 íslendingar frá prent-
iðnaðarfyrirtækjum cru nú
staddir á alþjóðlegu prentiðnað-
arsýningunni Ipek sem er haldin i
Birmingham á Englandi um þess-
ar mundir. Sjaldan hafa jafn
margir íslendingar sótt sýning-
una, sem ætti að bera vott um
mjög góða stöðu prentiðnaðarins
um þessar mundir.
Grétar G. Nikulásson, fram-
kvæmdastjóri Féiags íslenska
prentiðnaðarins, staðfesti við
Þjóðviljann í gær að um 80 manns
væru á sýningunni. Til marks um
veldi íslenskra prentiðnaðarfyrir-
tækja má nefna að Korpus, sem
er tiltölulega lítið fyrirtæki sendir
fimm menn á sýninguna (tíu, séu
makar taldir með) og prentsmiðj-
an Oddi mun senda 10 manns.
Ekki náðist f neinn hjá Odda til
að staðfesta þessa tölu, af skiljan-
legum orsökum, - flestir forráða-
manna eru erlendis! -ÖS
Sigrún Þótursdóttir verðlaunahafi á Ólympíuleikum fatlaðra í sumar vígði nýju sundlaugina i heimabyggð sinni, Seltjarnarnesi. Mynd - eik.
Seltjarnarnes
Utisundlaug með öllu
Góð aðstaða fyrir fatlaða og gjörbreyft aðstaða
fyrir sundkennslu á Nesinu.l
Sundlaug var vígð á Seltjarnar-
nesi við hátíðlega athöfn í
gær. Laugin er útisundlaug 25 m
löng og 12,5 m breið. Dýpst er
hún 1,7 m en grynnst 90 cm.
Barnalaugin er 6x12 m og er hægt
að synda á miHi lauganna. Tveir
heitir pottar eru við laugina
ásamt útiklefum, sturtum og
áhorfendapöllum. Inni er bún-
ingsaðstaða, þjálfaraaðstaða og í
vetur verður komið upp gufu-
baði. Sigrún Pétursdóttir sem
fékk silfurverðlaun fyrir sund á
Ólympiuleikum fatlaðra í sumar
vígði laugina. í nýju sundlauginni
er betri aðstaða fyrir fatlaða en á
öðrum sundstöðum landsmanna.
„Hér er mjög góð aðstaða fyrir
fatíaða“, sagði Sigrún Péturs-
dóttir, sem býr á Seltjarrtarnesi,
við Þjóðviljann í gær. „Hér eru
engir þröskuldar, en sér klefar og
salemi fyrir fatlaða og alls staðar
skábrautir fyrir hjólastólaj".
Sigurgeir Sigurðsson ;;bæjar-
stjóri sagði Þjóðviljanum !að enn
væri ekki hægt að segja um end-
anlegan kostnað við laugina því
eftir er að framreikna kostnaðar-
'verð. Sagði hann gjörbreytta að-
stöðu fyrir sundkennslu skóla-
bama af nesinu í framtíðinni því
hingað til hefur þurft að leita upp
í Mosfellssveit með kennsluna.
-JP
Bókagerðarmenn
Stefnir í verkfall
Deilu hlaðamanna og útgefanda
einnig vísað til sáttasemjara.
Líklegtað blöðinstöðvist
Eg get því miður ekki séð annað
en það stefni í verkfali núna
strax uppúr helginni. Prentsmiðj-
ueigendur hafa ekki komið með
neitt gagntilboð við kröfum okk-
ar. Þeir hafa ekki einu sinni viðr-
að óformlega mögulegar lausnir á
deilunni.
Þetta sagði Magnús E. Sigurðs-
son, formaður Félags bókagerð-
armanna við Þjóðviljann í gær.
En í fyrradag var haldinn stuttur,
gersamlega árangurslaus fundur
og annar er boðaður í dag.
í dag verður einnig haldinn
fyrsti fundur sáttasemjara með
blaðamönnum og útgefendum,
en þeir síðarnefndu vísuðu
deilunni til sáttasemjara, eftir tvo
árangurslausa fundi. Lítið miðar í
deilunni.
Þess má geta að bókagerðar-
menn munu halda félagsfund á
sunnudag til að ákveða endan-
lega hvort af verkfallinu ýerður,
eða hvort staða samnirtgavið-
ræðna gefi tilefni til freqtunar.
Verði af verkfallinu munu dag-
blöðin stöðvast.
-ÖS
Skákþingið
Jóhann
efstur
Karl Þorsteins gaf skák sína
gegn Jóhanni Hjartarsyni eftir 40
leiki í gærkvöldi, en skákin var
mjög spennandi og einkenndist
af miklu tímahraki. Eftir 3 um-
ferðir á Skákþingi íslands er Jó-
hann því efstur með 2 og hálfan
vinning.
Helgi og Guðmundur sömdu
um jafntefli eftir 18 leiki, Ágúst
Sindri lék af sér manni og tapaði
fyrir Hilmari Karlssyni, Dan
Hanson vann Lárus Jóhannesson
en skák þeirra Jóns L. og Björg-
vins var frestað.
Skákir þeirra Margeirs og
Hauks, Halldórs Grétars og Sæv-
ars fóru í bið og verða tefldar á
föstudag. -H.
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
UðÐVIUINN
Fimmtudagur 6. september 1984 201. tölublað 49. árgangur