Þjóðviljinn - 06.11.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 06.11.1984, Page 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Priðjudaour 6. nóvember 1984 217. tölublað 49. áraangur MðDVIUINN Fatlaðir Skólinn starfar ekki! Skóli fatlaðra hefur ekki starf- að í vetur. í fyrra voru 2 nám- skeið í gangi sem miðuðu að því að undirbúa fólk undir þátttöku í atvinnulífinu. 9 manns sem þá voru í skólanum hafa sótt um framhaldsnámskeið og 15 sóttu um byrjendanámskeið þegar aug- lýst var í haust. Rauði krossinn hefur séð um skóla fatlaðra. „Þetta var tilraun í fyrra og gekk hún ljómandi vel“, sagði Jón Ásgeirsson framkvæmda- stjóri Rauða krossins við Þjóð- viljann. „Við fengum inni hjá Iðnskólanum endurgjaldslaust og kennarar tóku ekkert fyrir vinnu sína. Sumir nemendanna eru nú komnir út í atvinnulífið og aðrir í framhaldsnám þrátt fyrir erfiðleikana við að stunda svona nám. Við kenndum á tölvur, bók- færslu, stærðfræði og margt fleira. Við viljum gjarnan halda þessu áfram en viljum frekar fara okkur hægt og gera þetta almennilega og þess vegna erum við ekki byrj- uð enn þrátt fyrir að 24 nemendur sóttu um þegar við auglýstum í haust.“ Jón Ásgeirsson sagði skóiann ágætt verkefni fyrir Rauða kross- inn, sem hefur verið helsti styrktaraðili skólans og séð um framkvæmd hans. Ekki hefur verið sótt um fjárveitingu frá hinu opinbera til að reka skólann. -jp Hjalti Gunnarsson skipstjóri frá Reyðarfirði, er einn af þingfulltrúum á 43. Fiskiþingi. í gær þegar þingið var sett átti Hjalti 70 ára afmæli og var honum færð þessi blómakarfa á þinginu í tilefni dagsins.(Ljósm.-Atli) Launadeildin Svarar ekki í símann Útborgun launa til ríkisstarfs- manna hefur dregist á langinn eftir mánaðamótin eins og fram hefur komið í fréttum og er fólk orðið harla óþolinmótt að bíða eftir þeim eins og gefur að skilja. Maður einn hafði sambandi við Þjóðviljann í gær og sagðist hafa hringt stöðugt í tvo tíma í launa- deildina fyrir konu sína en alltaf hafi verið á tali. Gafst hann að lokum upp og hringdi í 05 til að spyrja hvort ekki væri allt í lagi með símann í launadeildinni. Þar fékk hann þau svör að síminn væri í lagi en svo virtist sem tólið væri ekki á. Launadeildin hefur því að öllum líkindum gefist upp á að svara óþreyjufullu launa- fólki í síma. -GFr, Jón Magnússon skipstjóri Lélegum fiski hent í stómm stíl Ástœðanfyrir því aðfiskgœði jukust á síðustu vetrarvertíð Enn fafntefli í Moskvu Tuttugustu og annarri einvígis- skák þeirra Karpovs og Kaspar- ovs lauk með jafntefli í gær eftir 20 leiki, og mun þetta vera það 13. í röð. Kasparov sem hafði hvítt beitti nú Catalan byrjun í annað skipti í einvíginu og hefur greinilega fengið sig fullsaddan af drottningarindverskri vörn heimsmeistarans. í áttunda leik breytti Kasparov út af fyrrnefndri skák. Þetta virtist koma Karpov í opna skjöldu því að strax í tíunda leik hugsaði hann sig um í 30 mín- útur þrátt fyrir að staðan væri honum vel kunnug. Hann tefldi framhaldið af öryggi og þó staða hans væri þröng svarf hann broddinn úr sókn áskorandans með fyrrgreindum afleiðingum. Svo virðist sem Kasparov hafi endanlega ákveðið að þreyta andstæðing sinn án þess að taka hina minnstu áhættu sem leitt gæti til taps. Það er ljóst að með einu tapi enn yrði staða hans harla vonlítil. Næsta skák verður ekki tefld fyrr en á föstudag þar eð sovét- menn halda miðvikudaginn 7. nóv. hátíðiegan í tilefni byltingar- innar 1917. Hvítt: Kasparov. Svart: Karp- ov. Catalan byrjun: l.d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 O-o 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 a6 8. a4 Bd7 9. Dxc4 Bc6 10. Bg5 a5 11. Rc3 Ra6 12. Hacl Dd6 13. Re5 Bxg2 14. Kxg2 c6 15. Bxf6 gxf6 16. Rf3 Hfd8 17. Hfdl Db4 18. Da2 Hd7 19. e3 Had8 20. Ha2 og hér var samið um jafntefli. r * Iræðu Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegsráðherra á Fiski- þingi í gær kom fram að fiskgæði á síðustu vetrarvertíð hefðu verið betri en árið á undan og þakkaði ráðherra það kvótakerfínu. Jón Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður frá Patreksfirði lagði spurningar fyrir ráðherra og þar á meðal hvað hann hefði fyrir sér í þessu máli. Sagði Jón að sannleikurinn væri sá að framan af vetrarvertíð meðan afli var góður hefðu sjómenn hent lakari aflanum. Það væri skýringin á því að gæðamat var betra. Enda væri staðreyndin sú að gæðamat var ekki betra síðari hluta vertíðar, enda dró þá úr afla og menn hirtu allt sem veiddist, sagði Jón Magnússon. Þá sagði Jón að ráðherra væri búinn að lýsa því yfir í ræðu sinni að kvótakerfið yrði notað áfram. Samt væri það mál aðal mál Fiski- þings. Þetta taldi Jón móðgun við þingið. Halldór Ásgrímsson sagði í svari sínu að það væri Alþingis að ákveða stjórnun fiskveiða og það hefði enn ekki tekið sína ákvörð- un. Þá sagðist Halldór ekki trúa því uppá sjómenn að þeir hefðu hent fiski í stórum stfl. í þessu sambandi er rétt að geta frétta um þetta mál í Þjóðviljan- um frá sl. vetri þar sem það var haft eftir mörgum sjómönnum að lakasta netafiskinum væri hent fyrir borð, til þess að skerða ekki kvóta bátanna með 2. eða 3ja flokks fiski. -4S.dór Fréttir Ekki heil bm Fréttaritari Ritzau mótmœlir rangsnúningi á fréttaskeytum til Norðurlanda Þetta er tómt kjaftæði og ekki heil brú í þessu hjá honum: sagði Magnús Guðmundsson, fréttaritari Ritzau-fréttastofunn- ar dönsku um útvarpsfrásögn af Loðnan Afurðir hækka erlendis í gær var verðlagsráð sjáv- arútvegsins kallað saman til að ræða kaupauka til loðnu- sjómanna. Ástæðan er sú, að verð á loðnuafurðum erlendis hefur upp á síðkastið hækkað til muna. En til að hægt væri að láta loðnusjómenn njóta hækkaðs verðs er nauðsynlegt að verðlagsráðið fjalli um það. sinum fréttaskeytum hans til Norður- landa í verkfalli BSRB. Gissur Pétursson flutti í síðustu viku pistil frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum útvarpsins og fjall- aði þarumfréttirfrá íslandií verk- fallinu. Gissur sigði Ritzau- fréttastofuna meðal annars hafa flutt þau tíðindi frá íslandi að valdarán væri yfirvofandi og kennarar hygðust hernema út- varpið til að senda þaðan áróður yfir þjóðina. Magnús sagði að í fréttaskeyt- um sínum í upphafi verkfalls hefði hann fjallað um það ástand sem skapaðist eftir að fjölmiðlar lömuðust allir í verkfallsátökun- um. Hann hefði sagt að ísland hefði á skammri stund breyst úr upplýstu samfélagi í samfélag kjaftasögunnar („ryktesam- fund“) og nefndi tvær furðusögur sem honum hefðu borist til eyrna: valdaránssöguna og sögu í kjölfar kennaramótmæla við fjármálaráðuneyti um að þeir hygðust taka útvarpið. „Ég leyfi mér að fullyrða að allar mínar fréttir eru híutlægar óháðar" sagði Magnús við Þjóð- viljann í gær, og sagði fréttaflutn- ing útvarpsins koma sér mjög illa - og skerða álit sitt og traust sem blaðamanns. Peter Scháfer er ritstjóri er- lendra frétta hjá Ritzau, og sagði hann við Þjóðviljann í gær að fréttastofan hefði þegar beðið um fréttapistil Gissurar skriflegan. Hann sagði að fréttaþjónusta Magnúsar væri að sínu áliti góð, traust og yfirgripsmikil, og hvergi bæri á óhlutlægni né æsistfl. -m ASÍ - VSÍ Samningar í nánd Það er verið að vinna í sérsamning- um, mest við ríkisfyrirtækin, sagði Guðmundur J. Guðmundsson í viðtali við Þjóðvfljann í gærkvöldi og kvaðst ekki vi(ja fúUyrða að það yrði samið í nótt Samkvæmt heimildum Þjóðviljans mun samstaða fyrir því að samrings- tímabilið nái fram að áramótum 1985- 86, en þó verði hægt að segja samn- ingunum upp 1. september. Prósentuhækkanir sem samið verður um em taldar liggja nálægt þeim sem fólust í BSRB samningun- um, en em þó öðm vísi. Þannig er mun meira af hækkununum fólgið í flokkatilfærslum. Ákvæði um kaupmátt verða tæp- ast betri en þau sem samdist um í BSRB samningunum og munu tals- menn VSÍ mjög ákveðnir í að hleypa ASÍ samböndunum ekki út með betri kaupmáttartryggingu. ,J3etta er eins og að renna í steinvegg", sagði einn af samninga- nefitdarmönnum ASÍ við Þjóðvilj- ann. -OS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.