Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 1
Landsliðið Hvað gerir Knapp? Atli ekki með og Pétur meiddur Gunnar og Guðmundur í byrjunarliði? Eins og við höfum áður sagt frá hefur Jóhannes Eðvaldsson verið ráðinn1 þjálfari 1. deildarliðs Þróttar í knattspymu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning á laugardaginn og þá tók Atli þessa mynd af honum og Omari Siggeirssyni, formanni knattspymudeildar Þróttar. Velkominn í íslenska knattspyrnu á ný, Búbbi._____________________________ Evrópuknattspyrnan Nú er ijóst að Atli Eðvaldsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Wales í undan- keppni HM í knattspyrnu í Car- diff annað kvöld. Fortuna Diiss- eldorf á við mikil meiðslavand- ræði að stríða og getur ekki misst bann. Þá meiddist Pétur Péturs- son um helgina og ekki Ijóst hvort hann geti leikið með. Það vantar einnig Ásgeir Sig- urvinsson og Janus Guðlaugsson og því þarf að stokka upp miðj- una hjá íslenska liðinu. Tony Knapp lætur vafalaust Amór Guðjohnsen og Ragnar Mar- geirsson leika þar og sennilega Guðmund Þorbjörnsson. Fjórði miðjumaður gæti þá orðið Gunn- ar Gíslason - þá aftastur af þeim fjóram. Sigurður Grétarsson og Pétur Pétursson verða sjálfsagt frammi en ef Pétur getur ekki leikið er ekki ólíklegt að Guð- mundur Steinsson fái sitt fyrsta tækifæri með „alvörulandsliði“. Vömin verður vafalítið óbreytt, Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson, Magnús Bergs og Ámi Sveinsson, og Bjami Sig- urðsson í markinu fyrir aftan þá. Spumingin er hver tekur við fyrirliðastöðunni af Ásgeiri en Átli átti að fá hana. Ámi Sveins- son er leikreyndastur í liðinu og Uklegast að hann eða Sævar Jóns- son verði fyrir valinu. Fjarvera sterkra leikmanna gerir Tony Knapp erfitt fyrir en vonandi hitt- ir hann á farsælustu uppstilling- una. - VS Pétur og Heimir meiddust Forysta Anderlecht minnkar um eitt stig „Enska veikin“ herjar á Hollendinga Anderlecht, lið Arnórs Guð- johnsens, gerði markalaust jafn- tefli við FC Brugge á útivelli i belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu á sunnudaginn og við það minnkaði forysta liðsins um eitt stig. Sævar Jónsson og félagar í CS Brúgge töpuðu sínum þriðja leik í röð, 3:0 gegn Seraing. Anderlecht hefur 22 stig en FC Liege, sem burstaði Kortrjjk 7:0 og hefur komið mjög á óvart, er með 18 stig, sem og Waregem. Pétur Pétursson og Heimir Karlsson meiddust báðir í leikjum sínum í Hollandi. Pétur þegar Feyenoord gerði 2:2 jafn- tefli við Groningen og Heimir í 1:0 ósigri Excelsior gegn Twente. Ajax gerði aðeins jafntefli við Zwolle, 1:1, og geysileg ólæti Júdó bmtust út eftir leikinn. Fjöldi manns var handtekinn og nú ótt- ast Hollendingar að „enska veikin“ fari að herja á þá. Ájax er með 20 stig, PSV Eindhoven sem gerði jafntefli við Fortuna Sitt- ard, 1:1, er með 19 stig og Feyen- oord er þriðja með 16 stig. Ex- celsior hefur tapað þremur leikjum í röð og er dottið niður í sjötta neðsta sæti. Inter Milano burstaði Juventus 4:0 í stórleiknum á Ítalíu og skoraði Karl-Heinz Rummen- igge tvö glæsimörk í Ieiknum. Torino vann AC Milano 2:0 og skoraði Brasilíumaðurinn Junior annað markið. Verona vann Cremonese 2:0 á útivelli og hefur enn ekki tapað leik, er efst eftir átta umferðir með 14 stig. Torino hefur 12 stig, Sampdoria 11 og Milanoliðin tvö 10 stig. Toppliðin í Austur-Þýska- landi, Dynamo Dresden og Dy- namo Berlin, skildu jöfn, 2:2, og hefur Dresden tveggja stiga for- ystu. - VS V.Þýskaland Siggi með níu Hrikalegt tap hjá Bergkamen Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V-Þýskalandi. Sigurður Sveinsson skoraði 9 mörk, þrjú úr vítaköstum, þegar Lemgo beið lægri hlut gegn Hutten- berg, 24:25, i Bundesligunni í hand- knattleik um helgina. Sigurður var besti maður liðsins að vanda. Vöm Lemgo var mjög léleg en sóknin góð. Huttenberg leiddi 8:13 í hólfleik. Sig- urður er nú markahæsti leikmaður Bundesligunnar. Atli Hilmarsson lék ekki með Bergkamen, hefur verið meiddur eða veikur, þegar liðið fékk hroðalegan skell á heimavelli gegn Dusseldorf, 13:27. Essen og Huttenberg eru nú efst í deildinni með 10 stig eftir 6 leiki. Grosswallstadt hefur 9 stig úr 6 leikjum og Kiel 8 stig úr 5 leikjum. Á botninum sitja Bergkamen, Lemgo og Messenheim með stig hvert, Ber- gkamen eftir 5 leiki en hin eftir 6 leiki. Áfall Hateley úr leik Halldór kom á óvart Haustmót Júdósambandsins fór fram f íþróttahúsi Kennarahá- skólans á laugardaginn og var keppt í þremur þyngdarflokkum, undir 71 kg, undir 86 kg. og yfir 86 kg. Karl Erlingsson sigraði í létt- asta flokknum, Halldór Haf- steinsson varð annar og Guð- mundur Sævarsson þriðji. Hall- dór kom geysilega á óvart og veitti Karli harða keppni um sig- urinn. Allir þrír eru úr Ármanni. Magnús Hauksson, UMFK, vann félaga sinn, Ómar Sigurðs- son, á „ippon“ í úrslitaviðureign miðflokksins. Rögnvaldur Guð- mundsson, Gerplu, varð þriðji. Bjami Friðriksson, Ármanni, vann í þyngsta flokknum, sigraði Kolbein Gíslason, Ármanni með 5 stigum og Sigurð Hauksson, UMFK, með 3 stigum. Kolbeinn vann Sigurð á „ippon“ og varð annar. _ vs Enska landsliðið í knattspymu hef- ur orðið fyrir miklu áfalli, nýja stjarnan Mark Hateley, markahæsti leikmaður ítölsku X. deildarinnar, meiddist á hné með AC Milano á sunnudaginn og getur ekki leikið gegn Tyrkjum f Istanbúl annað kvöld. Leikurinn er liður f undankeppni HM. Hateley verður skorínn upp á flmmtudag og verður frá f einar sex vikur. Missir Engiands er því meiri þar sem annar hávaxinn miðherji, Paul Mariner, getur ekki heldur leikið vegna meiðsla. En Bobby Robson landsliðseinvaldur var fyrirhyggju- samur - hann tók Peter Withe, hinn kröftuga 33 ára miðherja frá Aston Villa, með sér til Istanbúl og hann verður í byrjunarliðinu. Varnarmenn Tyrkja eru frekar lágvaxnir og því nauðsynlegt fyrir Englendinga að stilla upp stórum miðherja. Enska b-landsliðið leikur við Nýja- Sjáland í kvöld en andfætlingamir eru á keppnisferðalagi um England. Meðal leikmanna enska liðsins f þeim leik verða Graham Roberts, Gary Mabbutt, Alvin Martin og Luther Biissett. - VS Mark Hateley, sú upprennandi stjama Englendinga, verður fjarri góðu gamni gegn hinni lágvöxnu vöm Tyrkja. SSakt hjá piltunum íslenska piltalandsliðið f hand- knattleik náði sér aldrei á strík eftir skellinn gegn Svfum á föstudagskvöld- ið. Því tókst þó að sigra Norðmenn 21:20 á laugardaginn en tapaði síðan fyrír Finnum 26:22. Á sunnudag lék liðið við Danina sem það vann með flmm mörkum í V-Þýskalandi fyrír stuttu og tapaði, 24:18. ísland hafnaði því í fjórða sæti á Norðuríandamótinu sem fram fór í Danmörku. Gylfi Birg- isson skoraði flest mörk gegn Norð- mönnum, átta, Jakob Sigurðsson gegn Finnum, sjö, og Karl Þráinsson gegn Dönum, sjö. - VS Valur-UMFN Valur og Njarðvík, tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik sl. vetur, mætast í Seljaskól- anum f kvöld kl. 20. RÉTTINGAVERKSTÆÐI — BÍLALEIGA Framkvæmum allar boddýviðgerðir * á bílum. VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ. Leigjum einnig út sparneytnar Fiat Uno bifreiðar. GÓÐUR AFSLÁTTUR AF LENGRI LEIGU. HÚDDIÐ sf. SKemmuvegi 32 L - Sími 77112

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.