Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 2
IÞROTTIR |U| CT STJÖRNU IVI C I MÁLNING Fullnægir fyllstu kröfum sem geröar eru til góörar plastmálningar. ÞEKUR OG HOLUFYLLIR SÉRSTAKLEGA VEL. Við framleiðum nú einnig: Stjörnu-hraunmálningu,úti-met akrylbundna útimálningu, sem hefur frábæra viöloðun og veðrunareiginleika. Verslið þar sem varan er góð og verðið er hagstætt Öll okkar málning á heildsöluverði. 5TJÖRNU ★ LITIR ffc MÁLNINGARVERKSMIOJA SIGUROUR JÓNSSON, forstjóri HJALLAHRAUNI 13SIMI 54922 HEIMASlMI 51794 r nano Höfum mikiö úrvalaf vefnaöar- vörum Allarsmá vörur til saumaskapar Einnig mikiö af tölum Liíttu við ef þú átt leið hjá Ath. Barnahorn \erslunin NANO ' Hamraborg 10 — Sími 45910 Elf þér er kalt, getur þú sjálfum þér um kennt! STHrLONGS ullar-nœrfötin halda á þór hita. STIL-LOIMGS ullarnœrfötin eru hlý og þaagileg. Sterk dökkblá á lit og fást á alia fjölskylduna. ULiBÍtl Ánanaustum Sími 28855 Körfubolti/ Úrvalsdeild Ekkert augna- konfekt KR sterkara á endaspretti og vann 73-71 KR hafði betur í viðureign sinni við ÍR er liðin áttust við í Hagaskóla á sunnudagskvöldið. I leikslok skildu 2 stig Iiðin að, 73- 71 eftir að ÍR hafði haft yfir í bálfleik 37-35. Leikurinn var mjög fast leikinn af báðum liðum og varð aldrei neitt mikil skemmtun fyrir augað. KR-ingar voru oftar fyrri til að skora en yfirleitt var sáralí- till stigamunur á liðunum. ÍR-ingar náðu 10 stiga forystu fljótlega í síðari hálfleik, 47-37. KR náði að snúa við blaðinu og skora 21 stig á móti einu stigi frá ÍR, staðan þá 58-48. ÍR náði að vinna upp það forskot er u.þ.b. tvær mínútur voru til leiksloka en KR var sterkara á endasprettin- um og sigraði 73-71. Sem fyrr sagði var þessi leikur ekkert augnakonfekt, bæði liðin spiluðu „maður á mann“ vörn og sóknarleikurinn því hægari en ella. Samheldni virðist vera aðal KR liðsins og þrátt fyrir lítinn meðalaldur virðist liðið alltaf ná að leika skynsamlega á erfiðum augnablikum. Þorsteinn Gunn- arsson og Guðni Guðnason áttu mjög góðan leik og voru bestu menn liðsins. Birgir Mikaelsson var nokkuð mistækur í byrjun en náði sér síðan vel á strik. Gylfí Þorkelsson, hinn nýji íþróttafréttamaður NT, skorar fyrir ÍR gegn KR án þess að Birgir Mikaelsson komi vörnum við. Mynd: -eik. KörfuboltilÚrvalsdeild Tveir kaflar Vals Valur betra liðið af tveimur lélegum og vann 109-75 Ragnar Torfason var yfir- burðamaður í ÍR liðinu, hann skoraði 25 stig auk þess sem hann var mjög grimmur í fráköstunum. Bræðumir Gylfi og Hreinn Þor- kelssynir áttu góða spretti en voru nokkuð frá sínu besta eins og reyndar flestir af félögum þeirra. Liðið hefur farið illa af stað í vetur, aðeins unnið einn leik af fjórum og á því aðeins eftir leik við botnlið ÍS í fyrstu um- ferð. Stig KR: Guöni 20, Birglr 18, Þorsteinn 16, Mattías Einarsson 7, Kristján Rafnsson 5, Astþór Ingason 3, Ólafur Guðmundsson 2 og Ömar Scheving 2. Stlg IR: Ragnar 25, Gylfi 14, Kristinn Jörundsson 10, Hreinn 8, Benedikt Ing- þórsson 4, Bjöm Steffensen 4, Hjörtur Oddsson 2, Bragi Reynisson 2 og Jón Jörundsson 2. -Fro8tl Það var rislítill leikur sem bar fyrir augu þeirra fáu áhorfenda sem lögðu leið sína í Seljaskólann I fyrrakvöld. Valur sigraði ÍS í lélegum leik, 109-75. Fyrri hálfleikur byrjaði á klúðri á báða bóga, staðan 5-8 eftir fjórar mínútur en síðan tóku Valsmenn smá sprett og komust í 16-8. Munurinn var þrjú til níu stig allan hálfleikinn, Valsmenn alltaf yfir en náðu ekki að hrista Stúdenta af sér, aðallega vegna þokkalegrar varnar ÍS og lélegrar vamar Vals. Staðan 42-35 í hálf- leik. Síðari hálfleikur virtist ætla að verða enn verri,þvílík vom mis- tökin hjá báðum liðum í byrjun. Ámi skoraði fyrir ÍS, 42-37, en við það startaði Valsliðið og áður en Stúdentar áttuðu sig var stað- an orðin 61-37. Þennan mun gat ÍS ekki unnið upp, minnst mun- aði 17 stigum en leikurinn endaði síðan 109-75. Bæði liðin vom léleg og unnu Valsmenn sigur á tveimur þokka- legum köflum. í fyrri hálfleik er þeir gerðu 11 stig í röð og í þeim síðari er þeir gerðu 19 í röð. Þess- um köflum náðu þeir með góðri pressu sem setti Stúdenta útaf laginu og vom það oftast mistök Stúdenta en ekki gæði Vals sem gerðu útslagið. Hjá Val vom Tómas Holton, Jón Steingrímsson og Leifur Gústafsson sprækir og einnig Kristinn Albertsson og Páll Am- ar þegar þeir vom inná. Ámi Guðmundsson var skástur hjá ÍS. Valdimar gerði tólf stig í fyrri hálfleik með fallegum skotum en hvarf svo í seinni hálfleik. Guð- mundur Jóhannsson átti góðan kafla en var of hikandi á milli. Jón Birgir Indriðason átti góðar þriggja stiga skottilraunir sem minntu á gamla daga. Stlg Vals: Jón 30, Tómas 17, Leifur 13, Torfi Magnússon 10, Páll 10, Kristján Á- gústsson 11, Kristinn 6, Magnús Ás- mundsson 4, Bjöm Zoega 4 og Jóhannes Magnússon 4. Stlg (S: Ámi 21, Guðmundur 18, Vald- imar Guölaugsson 12, Ragnar Bjartmarz 10, Jón Birgir 5, Ágúst Jóhannesson 4, Karl Ólafsson 2, Pórir Þórisson 2, Sveinn Ólafsson 1. Dómarar vom Jón Otti og Sig- urður Valur og áttu náðugt kvöld. -gsm 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.