Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 7
IÞROTTIR
L „___________o.
var stofnað árið 1950 og 1957 hóf-
ust handknattleiksæfingar, ein-
göngu hjá kvenfólki. Handknatt-
leiksdeild var stofnuð 1962 og
kvennalið félagsins var mest
áberandi lengi vel. Karlalið lék í
2. deild 1962 og 1963 en hætti
þátttöku eftir það vegna þjálfara-
skorts. Þráðurinn var tekinn upp
að nýju í 2. deild veturinn 1969-
70. Sjö ár lék félagið þá í 2. deild,
var nálægt 1. deildarsæti 1973-74
en féll síðan í 3. deild 1975-76. Þá
tók 2. flokkur félagsins gersam-
lega við, lék í 3. deild og varð
bikarmeistari 2. flokks og enn eru
í liðinu sex leikmenn úr honum.
Dvölin í 3. deild varð fjögur ár en
1979-80 vann Breiðablik 3.
deildina örugglega. Veturinn
eftir átti liðið alla möguleika á 1.
deildarsæti en reynsluleysi felldi
það á endasprettinum. Breiða-
blik varð í 3. sæti 2. deildar þann
vetur, sem og 1981-82 og 1982-
83, en sl. vetur vann liðið sér 1.
deildarsæti í fyrsta skipti, undir
stjórn Bogdans Kowalczycks.
Aðstöðuleysi hefur löngum
verið handknattleiksfólki í Kópa-
vogi fjötur um fót - æft í litlum
sölum og heimaleikir verið háðir í
nágrannabyggðum. Sl. vetur
varð gjörbylting í þeim efnum
með tilkomu nýja íþróttahússins,
Digraness.
Enginn leikmaður frá Breiða-
bliki hefur leikið með A-landsliði
íslands en nokkrir hafa spilað
með unglingalandsliðum.
Bjöm Jónsson.
„Hætt við menn-
ingarsjokki“
„Þctta fyrsta keppnistímabil
Breiðabliks í 1. deild leggst vel í
okkur og við erum bjartsýnir.
Raunhæft markmið er að halda
sér í deildinni og það hyggjumst
við gera með góðu móti. Hvert
sæti ofan við fallsæti verður þó að
teljast sigur,“ sagði Björn Jóns-
son fyrirliði nýliða Breiðabliks i
samtali við Þjóðviljann.
„Ef okkur tekst að halda sæti
okkar í vetur, er ekki spurning
um að Breiðablik á eftir fleiri ár í
1. deild. Við erum með ungt lið,
hóp sem hefur verið saman í ein
fimm ár, allt síðan við vorum í 3.i
deild og lékum þá allir í 2. flokki.
Við erum hræddastir við
reynsluleysið. Enginn okkar hef-
ur reynslu úr 1. deildinni sem
heitið getur og það er hætt við
hálfgerðu „menningarsjokki“
þegar við komum útí slaginn. Við
vitum ekki hvar við stöndum og
það verður mikil spenna því fylgj-
andi að mæta stóru félögunum.
Hana verðum við að standast,"
sagði Björn Jónsson.
-VS
Leikmenn Breiðabliks í 1. deild keppnistímabilið 1984-85:
Markverðir:
Eggert Guðmundsaon - 27 ára - 5 leikir m/UBK (108 m/Víkingi).
Guðmundur Hrafnkeisson - 19 óra - 5 leikir m/UBK (60 m/Fylki) -
6 U21-landsleikir, 5 U-landslelkir.
Hallur Magnússon - 22 óra - nýliðl (20 leikir m/Víkingi) -
1 U-landslelkur.
Haraldur Árnason - 22 óra - nýliði.
Aðrir leikmenn:
Aðalsteinn Jónsson - 22 óra - 88 leiklr m/UBK - 2 U 21 - landslelkir,
4 U-landsleikir.
Alexander Þórisson - 24 óra - 53 leikir m/UBK.
Andrés Bridde - 30 óra - 21 leikur m/UBK (120 m/Fram/Þór V).
Björgvin Elíasson - 21 órs - 5 lelkir m/UBK (90 m/Stjörnunni).
Björn Jónsson - 23 óra - 120 ieikir m/UBK.
Brynjar Björnsson - 25 óra - 174 lelkir m/UBK.
Elnar Magnússon 22 ára - 5 lelklr m/UBK (80 m/Víkingi) -
4 U-landslelklr.
Ingi Arason - 25 óra - nýliðl.
Konróð Konróðsson - 23 óra - 22 leiklr m/UBK.
Kristjón Þ. Gunnarsson - 26 óra - 167 leiklr m/UBK (26m/HK/Val).
Kristjón S. Halldórsson - 25 óra - 167 leiklr m/UBK.
Magnús Magnússon - 21 órs - 32 leikir m/UBK.
Ólafur Björnsson - 26 óra - 161 lelkur m/UBK.
Ragnar Sverrisson - 25 óra - 47 leikir m/UBK.
Stefón Magnússon - 25 óra - 53 leiklr m/UBK.
Þórður Davíðsson - 22 óra - 66 lelklr m/UBK.
Það er ekki annað hægt að
segja en að Breiðablik verðskuldi
fyllilega að fá að reyna sig í 1.
deildarkeppninni. Kópavogsliðið
vann sér rétt til að leika þar sl. vor
en hafði þrjú ár þar á undan hafn-
að í 3. sæti 2. deildar - og i eitt
skiptið þurfti liðið aðeins að sigra
Ármenninga sem voru fallnir S 3.
deild til að komast upp - en tap-
aði!
Undir stjórn Bogdans Kow-
alczycks lá 1. deildarsætið í loft-
inu hjá Breiðabliki allan sl. vetur.
Blikamir voru þó lengi framan af
í þriðja sæti, á eftir Fram og Þór
Ve. en tókst að komast í annað
sætið á endaspretti forkeppninn-
ar. í úrslitakeppninni var síðan 1.
deildarsætið í lítilli hættu og var
komið í höfn nokkru áður en
henni lauk.
Breiðablik hefur aldrei áður
leikið í 1. deild og hefur fáa leik-
menn innan sinna vébanda sem
hafa reynslu þaðan. fireiddin er
ekki mikil hjá liðinu og hætt er
við að það komi til með að heyja
erfíða baráttu fyrir lífi sínu í
deildinni. Þrjár öflugar skyttur
gætu hrellt varnir og markverði
andstæðinganna í vetur, bræð-
urnir Björn og Aðalsteinn Jóns-
synir og Kristján Gunnarsson.
Markvörðurinn úr 20 ára lands-
liðinu, Guðmundur Hrafnkels-
son, er mjög efnilegur og gæti
fleytt liðinu yfir erfiða hjalla og
Eggert Guðmundsson er einnig
frambærilegur markvörður sem
hefur reynslu úr 1. deild. Andrés
Bridde, sá gamalreyndi Framari,
gæti komið inní liðið og styrkt
það þegar líða fer á veturinn.
Kópavogur hefur einungis tví-
vegis átt liðí 1. deild og það var
HK í bæði skiptin. Þá var hið
glæsilega íþróttahús, Digranes,
ekki risið og heimaleikirnir
leiknir í öðrum bæjarfélögum,
þannig að í vetur er í fyrsta skipti
leikinn 1. deildarhandbolti í Kóp-
avogi. Ef vel yrði stutt við bak
Blikanna í heimaleikjum þeirra
gætu þeir hæglega hirt stig í
Digranesinu í vetur og þó illa hafi
gengið í fyrsta leik er of snemmt
að spá þeim falli strax. En hvern-
ig sem fer að lokum, þá var
Breiðablik svo sannarlega búið
að vinna fyrir því að fá að kynnast
1. deildinni af eigin raun.
- VS
Björn
Þorsteinn
„Víkingur
eða
FH“
„Ég þori ekki að gera uppá
milli Víkings og FH, mikið ræðst
af því hvernig þessi lið byrja
keppnistímabilið,“ sagði Þor-
steinn Jóhannesson, þjálfari
Breiðabliks. Annars lítur hans
spá þannig út:
1-2. Víkingur
1-2. FH
3. KR
4. Stjarnan
5. Valur
6. Þór Ve.
7. Þróttur.
Þorsteinn Jóhannesson.
BREIÐABUK
Kópavogi
Þrlöjudagur 13. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15