Þjóðviljinn - 17.01.1985, Síða 11

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Síða 11
BILAR Nýjung Betra bensín - minna ventlabank Nýtt efni eykur oktantölu bensíns Það er enginn nýr sannleikur að það bensín sem boðið er til sölu hériendis er af lökustu gerð hvað gæði snertir þótt halda mætti annað eftir verð- inu að dæma. Það sem sker úr um gæði bensíns er oktantala þess, en hún samsvarar hlut- falli oktans á móti heptani í bensíninu og gefur til kynna þjappþol þess og hæfni til að brenna jafnt í sprengihreyfli. Eftir því sem oktantalan er hærri er þjöppuþolið meira og því síður hætta á ventlabanki og glamri í vélinni. Það er einmitt ventlabank og annað skrölt sem kvelur margan bifreiðareigandann hérlendis sem er engin furða þar sem okt- antala bensíns sem selt er hér er einungis um 92-93 en bílvélarnar, einkum í ítölskum og sænskum bílum, eru gerðar til að brenna bensíni með mun hærri oktan- tölu. Varahlutaverslunin Vagnhjól- ið á Vagnhöfða hefur nýlega tekið til sölu undraefni frá Amer- íku sem notað er til að hækka oktantölu bensíns. Efnið sem- heitir +104 er nýtt á markaðnum og á að sögn framleiðanda að geta hækkað oktantöiu bensíns um 4-7 stig. Benedikt Eyjólfsson í Vagnhjólinu sagði að þeir sem hefðu prófað efnið hér heima létu mjög vel af árangrinum, en hann hefði sent bensínsýni héðan til at- hugunar erlendis til að fá nák- væmlega gefið upp hve mikið væri hægt að auka oktantöluna í því. Efninu er blandað saman við bensín við áfyllingu, 1/2 itr. í hverja 100 lítra en hver brúsi með 1/2 ltr kostar 280 kr.. En það er ekki aðeins fyrir bensín sem nýtt bætiefni er kom- ið á markaðinn, heldur líka fyrir díselolíu. Það er mikið notað í Bandaríkjunum þar sem það dregur mjög úr útblást- ursmengun fyrir utan að auka cetantölu díselolíunnar og bæta vélaganginn. Díselbætiefnið er bæði drýgra og ódýrara en bensínefnið en 1/2 ltr. brúsi sem dugir í 400 lítra af dieselolíu kostar 130 kr.. Sagði Benedikt að nokkrir leigubif- reiðastjórar hefðu notað þetta efni nú um nokkurn tíma og létu vel af árangrinum því fyrir utan minna ventlaglamur og reyk batnaði kaldstartið til muna. - lg. KRAFTUR ÖRYCCI - ENDINC 215 90HÖI67KW) ÞYNOD: 18.061 KG SKÓFLUR: 430 L ■ 930 L 235 195HÖI145KW) ÞYNCD: 40.500 KG SKÓFLUR: 1150L- 2100L 215 SA - 90 HÖ (67 KW) 245 325 HÖ (242 KW) ÞYNGD: 20.800 KG ÞYNCD: 62.500 KG SKÓFLUR: 430 L ■ 930 L SKÓFLUR:1910 L - 2870 L iBorgarsprautun hf. & BILAMALUN FUNAHÖFÐA 8 UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN S 68 59 30 — POSTHOLF 4264 124 REYKJAVIK Gerum Önnumst réttingavinnu #<• « og allar bílasprautanir T05T ásamt bílaskreytingum. jjjjjQ^ iw ! • J L Borgarsprautun hf. BILAMALUN FUNAHOFÐA 8 UWOÐS- OG HCILDVERSIUN « 68 59 30 124 REYKJAVIK FUNAHOFDI —*• FUNAHOFDI —» • ■ @> 1 SBF (#T1 Sænskir bremsuborðar í vörubíla og m.a. Volvo 7-10-12, framhj. kr. 1.790,-, aftur- hj. kr. 2.110,-, búkkahj. kr. 1.480,-. Scania 110- 141 framhj. kr. 1.525,-, afturhj. kr. 2. búkkahj. kr. 1.525,-. TANGARHÖFÐA 4 sími 91-686619 Verslun með varahluti í vörubíla og vagna LÚKAS verkstæöið Síöumúla 3-5 Sími 81320

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.