Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.01.1985, Blaðsíða 21
RUVAK Akureyrablöðin: „Utvaip Akureyrí mun veita okkur aðhald“ Eins og fram hefur komið er reiknað með að útvarp Akureyri muni hafa nokkrar tekjur af auglýsingum. Þar sem auglýsing- ar útvarpsins munu, eðli málsins samkvæmt höfða til íbúa á Eyja- Ijarðarsvæðinu eingöngu, væri ekki ólíklegt að þær hefðu ein- hver áhrif á tekjumöguleika þeirra fjölmiðla sem út koma á Akureyri að staðaldri. íslending- ur kemur út vikulega og Dagur þrisvar í viku. Þjóðviljinn spurði Tómas Inga Olrich, ritstjóra íslendings, hvort hann hefði áhyggjur af þeirri samkeppni, sem útvarp Akureyri myndi hugsanlega veita blöðun- um? - Já, auðvitað ég get ekki neit- að því, vissar áhyggjur hef ég. Við eigum þegar í hörðu stríði við sjónvarpsdágskrár, og auglýsing- ablöð, sem geta selt auglýsingar á miklu lægra verði en við. Ég hef hins vegar ekkert á móti auglýs- ingum í útvarpinu, sem vissulega skapar okkur samkeppni, sem við verðum að takast á við. Ég held að útvarpið muni hafa áhrif á fréttaflutning blaðanna, þau minni þurfa að breyta um vinnu- brögð, leggja meiri áherslu á úr- Aðsetur RUVAK á Akureyri vinnslu frétta, og ýtarlegri um- fjöllun, þar sem útvarpið mun á degi hverjum flytja stuttar fréttir af atburðum, sem eru að gerast. Jóhann Karl Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Dags: Við höfum ekki áhyggjur af samkeppninni við útvarpið. Ég tel, að þær auglýsingar, sem útvarpið birtir, verði fyrst og fremst viðbót við auglýsingar blaðanna, eins og mér skilst að reynslan sé af rás tvö. Þeir sem hingað til hafa aug- lýst í ríkisútvarpinu, fyrir hlust- endur á svæðinu, munu væntan- lega flytja sínar auglýsingar í staðbundna útvarpið. Mér er nær að halda að útvarpið komi til með að snerta sjónvarpsdagskrárnar fremur en okkur. Gísli Sigurgeirsson ritstjórnar- fulltrúi á Degi taldi að útvarpið myndi veita blöðunum visst að- hald og gera kröfur til þess að þau stæðu sig enn betur en áður. hágé. Akureyraútvarpið Hvað segja bæjarfulltmamir? Staðbundið útvarp mun að öllum líkindum hefjast frá Akur- eyri, hinn fyrsta mars næstkomandi. Stefnt er að því að útvarpa tvisvar á dag, hálftíma í senn. Reiknað er með að tilraun- in standi í þrjá mánuði til að byrja með. Skýrt hefur verið frá því, að efni útvarpsins muni fyrst og fremst verða ýmsar upplýsingar, sem koma íbúum svæðisins að gagni, fréttir, upplýsingar um flug, færð á vegum o.fl. þ.h. Þá má reikna með auglýsingum að því er Jónas Jónasson, yfirmaður útvarpsins á Akureyri, greindi frá í fréttum nú fyrir skömmu. Ekki er enn vitað hversu víða Útvarp Akureyri muni heyrast, en að sögn kunnugra mun heyrast í því alllangt utan Akureyrar, að verulegu leyti austan fjarðarins og hugsanlega allt til Dalvíkur að vestan. Þetta myndi þýða að hlustendahópurinn yrði á bilinu fimmtán til tuttugu þúsund manns. Ekki var annað að heyra á þeim sem Þjóðviljinn hafði sam- band við nyrðra en að þeim þætti fengur að hinu nýja útvarpi. Flest bendir því til þess að því verði vel tekið af hlustendum. Þjóðviljinn hafði samband við nokkra bæjarfulltrúa á Akureyri og spurði þá tveggja spurninga: Hvaða efni vilt þú helst heyra í Útvarp Akureyri? Viltu láta útvarpa frá bæj- arstjórnarfundum? hágé. Valgeröur Bjarnadóttir Kvennaframboöi Ég vil heyra staðbundnar frétt- ir, t.d. af atburðum í menningar- lífi og öðru því sem er að gerast á svæðinu. Mér sýnist ekkert mæla gegn auglýsingum, frá fyrirtækj- um opinberum aðilum og fleirum, og miklu þægilegra fyrir fólk, að geta opnað fyrir stað- bundnar auglýsingar, í stað þess að þurfa að hlusta á allan lestur- inn í því útvarpinu sem nær til allra landsmanna. Músíkin á hins vegar að vera á rás eitt og tvö að mínu viti. Það kemur vel til greina að út- varpa frá bæjarstjórnarfundum og ágætt að bæjarfulltrúar geti átt það á hættu að rödd þeirra heyrist skyndilega í útvarpinu. Menn myndu þá kannski vandað mál- flutning sinn betur. Freyr Ófeigsson Alþýðuflokki Útvarp Akureyri á að flytja staðbundnar fréttir; fréttir af at- burðum sem eru að gerast á svæð- inu, margvíslegar tilkynningar og auglýsingar. Það skemmtiefni, sem ég vil heyra í útvarpi, og kæmi héðan finnst mér eðlilegast að flutt sé í ríkisútvarpinu fyrir alla landsmenn. Ég tel ekki rétt að útvarpa frá bæjarstjórnarfundum, nema þá í sérstökum undantekningartilfell- um. Bæjarstjórnarfundirnar og umræður þar gefa hvort eð er ekki nema takmarkaða mynd af því sem fram fer í bæjarstjórn- inni. Hið raunverulega starf fer fram annarsstaðar, þ.e.a.s. í nefndum og ráðum bæjarstjórn- arinnar. Útvarp Akureyri á að mínu viti að vera upplýsingaútvarp fyrst og fremst. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki Ég vil heyra fréttir um það sem er að gerast á svæðinu m.a. sveitarstjórnarfréttir og þá ekki bara frá bæjarstjórn Akureyrar, heldur líka öðrum sveitarstjórn- um. Égmyndi viljaheyra tilkynn- ingar um ýmsa atburði sem til standa t.d. í menningarlífi og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir íbúana. Auglýsingar ætti í fyrsta áfanga að takmarka við þjónustuauglýsingar, þar sem ég tel hættu á erfiðri samkeppni fyrir blöðin, sem myndu missa spón úr sínum aski. Ég tel nú ekki skynsamlegt að útvarpa frá bæjarstjórnarfund- um, nema í undantekningartil- vikum, þegar stærri mál eru á dagskrá. Ef útvarpa ætti frá slík- um fundum þá væri eðlilegt að útvarpa líka frá fundum annarra sveitarstjórna en Akureyrar, þegar tilefni gefast. Útvarpið á að vera nokkurs konar nýtt héraðs- fréttablað. Jón Sigurðarson Framsóknarflokki Ég vil heyra fréttir sem varða okkur sérstaklega t.d. af atvinnu- málum, og ekki síður menning- armálum. Já vel á minnst, ýmsir fjölmiðlar syðra mættu vel átta sig á hve menningarlífið er hér fjölskrúðugt. Ég hef ekkert á móti auglýsingum í skynsamlegu magni auðvitað. Eg myndi fagna útvarpi frá bæjarstjórnarfundum, vegna þess að ég tel að bæjarstjórnin hafi lengi liðið fyrir fréttaskort, sem meðal annars veldur því, að fólki er ekki nógu vel ljóst hversu vel það er unnið. Sigríður Stefánsdóttir Alþýðubandalagi Útvarpið á að segja frá því sem um er að vera á sviði menningar og lista, og eins ef eitthvað sér- stakt er á seyði í bæjarmálum, gefa upplýsingar um veður og færð til dæmis. Það á yfir höfuð að skýra frá og kynna mannlíf við fjörðinn. Auglýsingar eru í lagi, en á þær verður að setja hámark. Ég held að það væri fróðlegt fyrir fólk að hlusta á umræður frá bæjarstjórnarfundum þegar merkileg mál eru á dagskrá, en hins vegar óþarfi að útvarpa frá öllum fundum bæjarstjórnar. Fimmtudagur 17. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.