Þjóðviljinn - 22.01.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Page 3
ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR Handbolti - karlar FH álygnumsjo Blikarnir yfirspilaðir í leik lélegra varna FH-ingar áttu ekki erfitt með að sigra Breiðablik í 1. deildar- leik liðanna í Kópavogi. Yflr- burðirnir voru miklir og lauk leiknum 27:36. Björn Jónsson skoraði fyrst fyrir Blikana og var jafnt uppí 3:3, en þá fóru FH-ingar í gang og juku bilið jafnt og þétt. í hálfleik var staðan orðin 11:22 og um miðjan síðari hálfleik var staðan og allir aðalmenn FH-inga teknir útaf. Þá fóru Blikar að saxa á forskotið og minnkuðu muninn í 9 mörk áður en flautað var til leiksloka, 27:36. Þetta var leikur lélegra varna. FH-ingarnir hugsuðu of mikið um sóknina og það bitnaði á vörninni. En FH-sóknin var ein- faldlega of sterk fyrir Blikana, auk þess sem FH-ingar skoruðu nær tíu mörk úr hraðaupphlaup- um í fyrri hálfleik. Blikarnir höfðu lítið að gera í hendur Gaflaranna, og vantaði mikið í leik þeirra. Bestur Blika var Kristján Halldórsson. Þá átti Björn Jónsson ágætan leik en FH-ingar höfðu góðar gætur á honum allan leikinn. Þorgils Óttar var bestur FH- inga og þá vakti athygli góð frammistaða Óskars Þórs Ár- mannssonar undir lok leiksins. Mðrk UBK: Björn 6 (3), Kristján 5 (2), Aðal- steinn 4, Alexander Þórisson og Kristján Þór Gunnarsson 3, Einar Magnússon, Jón Þ. Jónsson og Þórður Davíðsson 2. Mörk FH: Kristján Arason 8 (4), Jón Erling 6, Þorgils Ó. 5, Hans Guðmunds og Óskar Þór 4, Guðjón Guðmunds 3, Guðjón Árna- son, Valgarður Valgarðsson og Sigþór Jó- hannesson 2. Dómarar voru Rögnvaldur Rögnvaldsson og Gunnar Kjart- ansson og virtust þeir stundum bera fullmikla virðingu fyrir skoðunum FH-inga. - gsm Handbolti - karlar Þórarar sprungu Markmenn vörðu vel, - Sigmar skoraði Torfi Magnússon og RagnarTorfason í baráttu undir ÍR körfunni. Mynd: EOI. Karfa-úrvalsdeild Svona á ekki að spila körfu Valur vann ÍR eftir hlé ÍR sótti ekki gull í greipar Valsmanna er liðin mættust í Seljaskólanum á sunnudaginn. Þeir voru að vísu mun betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni snerist dæmið við. Valsmenn voru mun ákveðnari en lið IR heillum horflð. í leikslok munaði 22 stigum á liðunum, 91:69 eftir að ÍR-ingar höfðu verið sex stigum yfír í hálfleik og að öllum líkindum þurfa ÍR-ingar að heyja baráttu við ÍS um það hvort liðið heldur sér uppi. ÍR var mun sterkara liðið í fyrri háifleik en tókst þó aldrei að hrista Val af sér. í hléi var staðan 41:35 og ÍR-ingar á áhorfendabekkjunum voru full bjartsýnir. Von þeirra hrundi síðan til grunna fljótlega í seinni hálf- leik en þá var aðeins eitt lið á vellinum. Valsmenn kom- ust í 78:54 en slökuðu síðan á undir lokin. Lokatölur 91:69. Tómas Holton og Kristján Ágústsson voru aðalmáttar- stólpar Valsliðsins. Þá átti Einar Ólafsson ágæta spretti. Hjá ÍR stóð Ragnar Torfason uppúr, aðrir leikmenn nokkuð frá sínu besta. Seinni hálfleikur hjá liðinu var einfalt kennsludæmi um það hvernig ekki á að spila körfubolta, mikið um misheppnaðar sendingar og hittni léleg enda var útkoma þeirra í seinni hálfleik afar slök, aðeins 28 stig skoruð. Stlg Vals: Tómas 23, Kristján 17, Jón Steingrímsson og Leifur Gústafs- son 10, Einar Ólafsson 8, Jóhannes Magnússon 7, Torfi Magnússon og Siguröur Bjarnason 6, Páll Arnar 5, Björn Zoéga 4. Stig (R: Ragnar 20, Gylfi Þorkelsson 11, Hreinn Þorkelsson 9, Karl Guðlaugsson 8, Björn Steffensen, Vignir Hilmarsson, Jóhannes Sveins- son og Hjörtur Oddsson 4, Bragi Reynisson 3, Kristinn Jörundsson 2. - Frosti Haukar aðrir 4 stiga sigur gegn KR Línur Úrvalsdeildarinnar skýrðust nokkuð á föstu- dagskvöldið er Haukar sigruðu KR-inga í mikium bar- áttuleik í Hagaskólanum, 73:69. Með sigrinum festu Haukarnir sig betur í öðru sæti deildarinnar en KR og Valur halda áfram baráttu sín á milli um þriðja sætið. Fyrri hálfleikurinn var mjög sveiflukenndur, Haukar náðu fljótlega forystunni, 8:2 og síðar 18:11. KR breytti stöðunni í 26:20 sér í hag. Sex stiga forysta þeirra hélst síðan fram að síðustu mínútum hálfleiksins er Haukarnir röðuðu inn tíu stigum án svars og hálfleikstölur því þeim í hag, 42:38. Ivar Webester atkvæðamesti maður Hauka í leiknum sankaði að sér fjórum villum í fyrri hálfleik og á áttundu mínútu þess síðari þurfti hann að yfirgefa völlinn með fimm villur. Þrátt fyrir þetta mótlæti tókst Haukum að halda naumri forystu sinni alveg til enda, lokatölur 73:69. Pálmar Sigurðsson var nokkur yfirburðamaður í Haukaliðinu. ívar Webster var drjúgur í fyrri hálfleik, skoraði þá 18 stig og lék vél í vörninni. KR liðið var mjög jafnt. Guðni Guðnason var bestur þeirra í fyrri hálfleiknum en auk hans voru þeir Birgir Mikaelsen og Matthias Einarsson góðir. Barátta liðsins var góð mest allan leikinn en nokkrir leikmenn léku undir getu. Stlg Hauka: (var W. 22, Pálmar 19, Henning Henningsson 8, Ólafur Rafnsson og Eyþór Árnason 6, Ivar Ásgrímsson, Hálfdán Markússon og Sveinn Sigurbergsson 4, Reynir Kristjánsson 2. Stlg KR: Guðni 20, Birgir M. 16, Ólafur Guðmundsson 12, Matthías Einarsson 10, Þorsteinn Gunnarsson 7, Jón Sigurðsson 6. Dómgæslan var nokkuð gloppótt, hinn enski Bob Ilieffe stóð sig ágætlega en Kristinn Albertsson var alltof villuglaður. Fimm leikmenn fengu að sjá fimm villur áður en leikurinn var úti og margar þeirra „umdeildar". - Frosti Karfa-1. d. karla Fögnuðu tvisvar Keflvíkingar unnu Grindvík- inga á föstudagskvöldið í 1. deild karla, 94:71. Leikurinn var jafn frammí seinni hálfleik þegar stað- an var 43:41, en þá gerðu heima- menn útum leikinn með 18 stig- um á fimm mínútum. Guðjón skoraði 32 stig og Jón Kr. 30 fýrir Keflavík, Eyjólfur 32 stig og Hjálmar 16 fyrir Grindavík. Keflvíkingar fögnuðu, og í búningsklefunum fögnuðu þeir aftur þegar þær fréttir bárust að enn einir Suðurnesjamennirnir hefðu komið þeim til aðstoðar og lagt Framara í Sandgerði, Reyn- ir-Fram 60:53. - m Karfa - konur KR efst KR-liðið er eitt efst í 1. deild kvennakörfu eftir þá leiki helgar- innar sem úrslit hafa hafst úr. KR-ingar sigruðu keppinautana úr Haukum á laugardaginn með 52 stigum gegn 31, í hléi var stað- an 25-15. ÍR-ingar unnu tvo væna sigra um helgina, þær unnu Njarðvík- inga á föstudagskvöldið 26-21, og á sunnudag lögðu ÍR-ingar stú- denta með 42 stigum gegn 38. Verðskuldaður sigur í báðum leikjunum. ÍR-stúIkur gætu enn blandað sér í toppbaráttuna.en með sig- rinum yfir Haukum er þó allt útlit fýrir að bikarinn sé kominn hálfa leið á Kaplaskjólsveginn. Staðan í úrvalsdeild körfunnar: Njarðvík 13 12 1 1180- 962 24 Haukar.. Valur. KR.... ÍR.... (S.... .14 11 1165-1063 22 1146-1085 14 1137-1091 1052-1186 Stigahæstlr: Valurlngimundarson, Njarðvík....320 (varWebster, Haukum...........293 PálmarSigurðsson, Haukum......290 Guðni Guðnason, KR............259 Guðmundur Jóhannsson, ÍS......242 BirgirMikaelsson, KR..........214 Árni Guðmundsson, (S..........211 Tómas Holton, Val.............210 Ólafur Guðmundsson, KR........202 Kristján Ágústsson, Val.......201 Gylfi Þorkelsson, (R..........186 Hilmar Þorkelsson, ÍR.........185 í 1. deild karla: Keflavík... 12 10 2 1066-806 20 Fram.......11 8 3 866-661 16 ReynirS....13 7 6 926-945 14 ÞórA....... 8 4 4 614-630 8 Grindavík.... 9 2 7 611-712 4 Laugdælir... 9 0 9 437-766 0 f 1. deild kvenna: KR...... Haukar.. (R...... (S...... Njarðvík ...10 8 ...10 7 ...11 6 ...10 4 ... 9 0 m m 481-383 400-385 386-395 439-382 232-403 16 14 12 8 0' Handbolti - karlar Víkingur vann Prótt Betri markvarsla og þéttari vörn skóp öðru fremur sigur Víkings á Þrótti er liðin mættust í 1. deild hand- boltans f gærkvöldi. Eftir að skot- heppni fyrrri hálfleiks lauk með þriggja marka sigri Víkings, 17-14, náði Þróttur að minnka muninn niður f 20-19. Víkingsliðið hristi þá upp úr erminni sex mörk án svars og eftir það varð leikurinn einungis formsatriði. Lokatölur 29-21. Þorbergur Aðalsteinsson var fris- kastur útispilara en þeir Karl Þráins- son og Hilmar Sigurgíslason átti einn- ig góðan dag. Kristján Sigmundsson varði vel í seinni hálfleik. Hjá Þrótti bar mest á Sverri Sverr- issyni og þeir Konráð Jónsson og Páll Ólafsson átu þokkalegan leik. Mörk Vlkings: Þorbergur 9, Steinar Birgiss. 5, Karl, Hilmar og Viggó Sig. 4, GuomundurGuðm. 2, Einar Jóhanness. 1. Mörk Þróttar: Sverrir 7, Páll og Konráö 4, Lárus Lár. 3, Gísli Ósk. 2, Birgir Sig. 1. -Frosti Eftir nokkuð jafnan fyrri hálf- leik í leik Stjörnunnar og Þórs í 1. deil í Digranesi var allur vindur úr Eyjamönnum og Stjarnan vann léttan sigur, 28-19. í hálfleik var staðan 13-11. Þetta var nán- ast endurtekning á leik Þórs við Þrótt í síðustu viku. Leikurinn byrjaði í jafnvægi og á góðri markvörsiu hjá báðum liðum. Þór náði að komast yfir 3-5, og fimmta markið gerði Sig- mar Þröstur markvörður, sendi boltann þvert yfir völlinn og Brynjar Kvaran hafði farið of langt út. Á næstu tíu mínútum breyttu Stjörnumenn stöðunni í 9-6 og í hálfleik var staðan 13-11. í síðari hálfleik var aldrei spurning hvar sigurinn mundi lenda. Staðan breyttist úr 14-12 í 23-14. Þegar tíu mínútur voru eftir slökuðu Stjörnumenn á og leikurinn var í jafnvægi það sem eftir var, endaði 28-19. Það var fátt sem gladdi augað í þessum leik utan markvarslan hjá Brynjari sem varði 18 skot, þaraf 2 víti, og hjá Sigmari Þresti sem varði 16 skot, þaraf 3 víti. Þórarar hjálpuðu Stjömunni að sigra, til dæmis fóru 9 sending- ar þeirra forgörðum, annaðhvort beint í hendur andstæðinganna eða beint útaf. Þetta nýttu Stjörnumenn sér að sjálfsögðu. Bestu menn Stjörnunnar vom Brynjar og Magnús Teitsson. Einnig átti Hermundur Sigmund- son góðan leik. Leikur Þórs var oft óagaður og ráðleysislegur. Þó komu ágætis- punktar inná milli. Bestur Þórara var Sigmar Þröstur. Þá átti Elías Bjamhéðinsson mjög góðan leik í sókninni. Liðið líður mikið fyrir að Gylfi Birgisson er meiddur og getur ekki leikið. Mörk Stjörnunnar: Guðm. Þórðarson 8 (2), Magnús 6, Eyjólfur 5, Hermundur 4, Hannes Leifs 3, Sigurjón Guðmundsson 2. Mörk Þórs: Elías 7, Páll Scheving 3 (11), Steinar 3, Óskar Freyr 2, Herbert, Sigbjörn, Böðvar, Sigmar Þröstur 1. -gsm Knattspyrna Páll dugði ekki Tý Siglfirðingar, Grótta, Selfoss og Haukar uppí 1. deild í innan húsboltanum England Um helgina var önnur og fjórða deild karla í innanhússknatt- spyrnu útkljáð í Laugardaishöll og mikið sparkað. í hvorri deild var keppt í fjórum riðlum og unnu sigurvegarar í riðlunum sig upp um deild, en neðstu liðin í 2. deild féllu í þriðju. Grótta, Sel- foss, Haukar og KS leika í 1. deild að ári. Úrslit: 2. deild. f A-riðli 2. deitdarinnar komst Grótta upp á fullu húsi stiga en Njarð- vík féll niður í þá þriðju. Ánnars urðu úrslitin þessi: Léttir-Austri.......................3-5 Njarðvík-Grótta.....................1-6 Austri-Grótta.......................3-5 Lóttir-Njarðvík.....................3-3 Njarðvik-Austri.....................5-6 Grótta-Léttir.......................5-3 f B-riðlinum var keppnin mjög tví- sýn og aðeins tveimur leikjum í riðlin- um Iyktaði með meira en eins marks sigri. Selfyssingar, sem unnu alla leiki sína með einu marki, komust upp í 1. deild. Týr féll. Leiftur-Bolungarvík.................4-5 Týr-Selfoss.........................4-5 Bolungarvík-Seifoss.................5-6 Leiftur-Týr.........................5-2 Týr-Bolungarvík.....................6-4 Selfoss-Leiftur.....................3-2 f C-riðlinum stóð baráttan á milli Hauka og ÍR, Grindavík setti síðan strik í reikninginn í síðasta leiknum með sigri á ÍR og Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar. Grindavik-Afturelding...............4-4 Haukar-(R...........................2-2 Afturelding-lR......................2-7 Grindavík-Haukar....................4-8 Haukar-Afturelding..................6-5 IR-Grindavík........................6-7 í D-riðlinum var KS óumdeilanleg- ur sigurvegari. Eftir mikið basl í fyrsta leik sínum gegn Ármanni, þar sem þeir voru undir lengst af, voru þeir illstöðvandi og unnu hin lið rið- ilsins stórt. Þróttur N.-Árroðinn.................6-0 KS-Ármann...........................4-4 Árroðinn-Ármann.....................4-3 ÞrótturN.-KS........................2-7 KS-Árroðinn.........................8-2 Ármann-Þróttur......................5-5 Það urðu því Grótta, Selfoss, Haukar og KS sem komust upp í 1. deildina en Árroðinn, Afturelding og Njarðvík féllu niður í 3. deild. 4. deild Uppúr 4. í 3. komust Vorboðinn, Hafnir, Víkverjar og Leiknir. f A- riðlinum varð Vorboðinn nokkuð ör- uggur sigurvegari en keppnin um að forðast fall var öllu tvísýnni. Baráttan stóð á milli Geislans og Eyfellings og tókst Geislanum að halda sér uppi á betri markatölu. Geislinn-Vorboðinn....................4-9 Eyfellingur-Stokkseyri...............2-8 Vorboðinn-Stokkseyri..................6-4 Geislinn-Eyfellingur..................7-7 Eyfellingur-Vorboðinn.................4-9 Stokkseyri-Geislinn...................7-3 f B-riðli voru Hafnir í nokkrum sér- flokki, unnu alla sína leiki létt. Hafnir-Mýrdælingur....................9-2 Sindri-Efling.........................3-7 Mýrdælingur-Efling....................4-5 Hafnir-Sindri.........................7-3 Sindri-Mýrdælingur....................7-2 Efling-Hafnir.........................5-9 í C-riðlinum voru Víkverjar nokkr- um gæðaflokkum ofar en önnur lið og markatala þeirra úr riðlinum var sér- lega glæsileg, 35-9. Hvöt-Ösp.........................14-2 Víkverji-Hveragerði................9-3 Ösp-Hverageroi....................4-9 Hvöt-Víkverji....................4-10 Víkverji-Ösp......................16-2 Hveragerði-Hvöt...................6-8 í D-riðlinum sem var jafnasti riðill deildarinnar náðu leiknismenn sigri þrátt fyrir tvö jafntefli en Vaskur sem aðeins tapaði einum leik varð neðst í riðlinum. H.S.S-Vaskur......................7-7 Þór Þ-Leiknir R...................5-5 Vaskur-LeiknirR....................4-4 H.S.S.-ÞórÞ.......................6-2 ÞórÞ.-Vaskur......................9-6 LeiknirR-H.S.S....................7-4 -Frosti Mjólkur- dráttur Fyrir helgi drógu enskir saman undanúrslitalið í mjólkurbikarn- um. Veðrið þar hefur þær afleið- ingar að enn eru í keppni sjö lið og ekkert vitað hvenær úr greiðist, en uppúr hattinum kom þetta: Norwich gegn Ipswich eða QPR, Chelsea eða Sheffield Wednes- day gegn Watford eða Sunder- land. Hart barist á Valslínunni: Jóhanna Pálsdóttir I markinu, Laufey Sigurðardóttir með boltann fyrir Akranes. Vamarmenn Vals frá vinstri: Katrín Friðriksdóttir, Erna Lúðvíksdóttir, Helga Lúðvíksdóttir. Mynd: E.ÓI. Sund Atta Islandsmet Eðvarð heim með silfur og brons Fótbolti Bautamot KA heldur hið árlega Bauta- mót sitt í íþróttahöllinni á Akur- eyri helgina 9.-10. febrúar. Hei- milt er að senda fleiri en eitt lið frá hverju félagi á mótið. Þátt- tökugjald er 2000 krónur á lið. Þátttöku á að tilkynna fyrir mán- aðamót til Stefáns Gunnlaugs- sonar (h. 21717, v. 21818) eða Indriða Jóhannssonar (h. 21913, v. 23400), Akureyri. íslensku keppendurnir á Gold- en Cup-sundmótinu í Strassbourg stóðu sig með mikill prýði. Eð- varð Þ. Eðvarðsson vann tvisvar verðlaun, silfur og brons, og þau Ragnheiður Runólfsdóttir settu alls átta íslandsmet á mótinu. Nokkur þeirra voru skammlíf, bætt á mótinu sjálfu. Af sjónar- hóli sagnfræðinnar ber þar hæst íslandsmet Eðvarðs í 200 m fjór- sundi, - fyrra metið átti forn- kappinn Guðmundur Gíslason og var það sett 1972. Kominn tími til. Þriðji keppandinn, Ragnar Guðmundsson, var aftar í me- rinni, en þó skammt frá úrslitum í „gullna kflómetranum“. Ragnar varð 22. af 28 í undan- riðlum í 400 m fjórsundi á 5.09,26, 24. af 40 í 200 m skrið- sundi á persónulegu meti, 2.04,71, og 10. af 20, tveimursæt- um frá úrslitum, í 1000 m skrið- sundi („gullna kílómetranum“). Ragnheiður keppti fyrst í undanriðlum í 200 m baksundi og bætti þar eigið íslandsmet um tæpar 3 sekúndur, 2.35,48. í undanriðlum í 200 m fjórsundi varð hún 8., synti á nýju meti, 2.32,03. Fyrra metið átti Þórunn Alfreðsdóttir (2.32,50). í undan- riðlum í 100 m baksundi lenti Ragnheiður í 7. sæti á 1.19,01. Hún komst í úrslit í tveimur greinum af þremur. í 100 m bringusundi varð hún aftur 7. á 1.18,75 og í 200 m fjórsundi 8., en bætti íslandsmet sitt úr undan- riðlum: 2.31,76. Eðvarð Þ. Eðvarðsson keppti í þremur greinum, náði silfri og bronsi og setti íslandsmet í öllum þremur. í undankeppni í 200 m baksundi varð hann fyrstur á metinu 2.11,99, átti sjálfur fyrra met, 2.10,63. Hannvarðsjöundií undanriðli í 200 m fjórsundi á ís- landsmetinu 2.18,86, og sló þar met Guðmundar Gíslasonar frá '12 (2.19,00) og fyrstu í undan- riðlum í 100 m baksundi á enn einu meti, 1.01,07,áttisjálfur hið fyrra (1.01,67). í úrslitasundinu í 200 m bak- sundi háði Eðvarð tvísýna keppni við Frakkann Franck Horter, Frakkinn vann á 2.09,60, en Eð- varð fékk silfrið og bætti met sitt frá undankeppninni: 2.10,63. Tuttugu mínútum síðar kom að úrslitum í 200 m fjórsundi,en þar varð Eðvarð langt frá meti sínu daginn áður og varð 7. á 2.21,42. Hann náði hinsvegar bronsinu í 100 m baksundi á 1.00,62 og bætti enn eigið met frá deginum áður. Baksundið vanst á 1.00,26 og annað sætið fékkst fyrir 1.00,42: hörkukeppni. Átta Islandsmet, eitt silfur og eitt brons: frægðarför til Frans undir stjórn þjálfarans Hafþórs B. Guðmundssonar. Þetta var sterkt mót. Þátttakendur voru um 250 frá 22 þjóðum, þaraf margir Ólympíufarar. Keppt var í 50 m laug sem hér fyrirfinnst ekki, en íslensku keppendumir höfðu ráðrúm til æfinga á mótsstað daga fyrir keppnina. _ m Badminton Sigursælir tannlæknar Hængur Þorsteinsson tann- læknir og Þorsteinn Páll Hængs- son sigruðu í fyrirtækja- og stofn- anakepnni Badmintonsambands- ins sem fram fór á sunnudaginn. Kepp er í tvíliðaleik. í úrslita- leiknum unnu þeir Hængur og Þorsteinn lið frá annarri tann- læknastofu, Friðleif Stefánsson og Víði Bragason. 53 fyrirtæki tóku þátt og hefur keppnin aldrei verið svo fjöl- menn. Skartgripaverslunin Jón & Óskar gaf öll verðlaun. Borðtennis Keppa í Danmörku 3. deild Evrópumóts hér í febrúar Páll Pálmason kann fleira fyrir sér en að verja mark. Hér sést hann skora eitt með liði sínu Tý á móti Leiftri. En Týr tapaði leiknum og féll 13. deild. Mynd: E.ÓI. Tíu manna hópur úr landslið- inu í borðtcnnis fer í byrjun fe- brúar til Danmerkur og keppir þar við landslið Dana og þarlend félagslið. Þessi ferð er liður í undirbúningi fyrir 3. deild Evr- ópukeppninnar í borðtennis sem verður útkljáð hér á landi 15.-17. febrúar. Sten Kyst Hansen hinn danski landsliðsþjálfari hefur valið eftir- talda til keppni á Evrópumótinu: Jóhannes Hauksson KR, Ragn- hiidi Sigurðardóttur UMSB, Sig- rúnu Bjarnadóttur UMSB, Stef- án Konráðsson Stjörnunni, Tóm- as Guðjónsson KR og Tómas Sölvason KR. Heimsmeistaramótið í borð- tennis verður haldið í Gautaborg 28. mars til 7. apríl nk. og fara væntanlega héðan 2 konur og 3-4 karlar en enn er ekki ákveðið hverjir. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Þriðjudagur 22. janúar 1985 Þriðjudagur 22. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 Handbolti - konur Eitt mark í hléi Óbreytt staða eftir stórsigra efstu liða. Víkingur vann KR naumlega Efstu lið í 1. deild kvenna f hand- boltanum áttu ekki í erfiðleikum upp- við mörk andstæðinganna nú um helgina. Rótburst í þremur leikjum, Framarinn Guðríður Guðjónsdóttir skoraði 17 mörk gegn Vestmannaey- ingum og sýnist liðið geta sparað sér umtalsverðan ferðakostnað með því að senda hana eina sér útá land, - sama markatala dugði Vfkingum til sigurs á KR. Skagastúlkum tókst að forða sér frá hinni algeru niðurlæg- ingu f handbolta með því að troða inn einu marki rétt fyrir leikhlé gegn Val, staðan 17:1! Fyrir norðan tapaði Þór fyrir FH, 22:45. í hálfleik var staðan 12:20. Helstu skorarar Þórs: Þórunn S. 7, Inga Huld 7, Þórdís 5. FH: Margrét Th. 11, Kristjana 8, Sirrý 8, Kristín Péturs 7, Arndís 4. í Eyjum urðu heimamcnn engin fyrirstaða toppliði Fram, töpuðu 15:38 (7:18). Markahæstar há Fram: Guðríður 17 (7), Erla Rafns 10, Guð- rún Gunnaras 5. Hjá ÍBV: Anna Dóra 4 (2), Eyrún 3. Víkingar mörðu sigur yfir KR í Seljaskóla, 17:16 í jöfnum en ekki jafn góðum leik. í hálfleik var staðan 10:9. Markahæst Víkinga: Inga Lára 9 (5). KR-inga: Karólína 6 (5), Jó- hanna 4. Alger einstefna á Akranesmarkið þegar Valsarar buðu til kennslu- stundar: 36:7, og 17:1 íhálfleik. Flest mörk Vals: Kristín Arnþórsd. 9, Guðrún Kristjáns 7, Erla L. 6, Magn- ea 5, Soffía 4. í A: Ragna, Þórgunnur, Sigurlín 2, Karítas 1. Staðan f 1. deild kvenna eftir leiki helgarinnar: Fram 9 9 0 0 288:134 18 Valur 9 8 0 1 207:138 16 FH 9 7 0 2 258:132 14 Vtkingur 8 4 0 4 130:153 8 KR 8 2 1 5 138:168 5 Þór, Ak 8 1 1 6 122:212 3 Akranes 8 1 0 7 106:229 2 (BV 9 0 2 7 131:214 2 HrG/JR/m Blak Hressir frá Norðfirði Þróttur, Neskaupstað heldur áfram frægðarferli sínum í blaki. Norðfirðingamir unnu tvo flokka af fimm í hraðmóti Blaksam- bandsins (yngri flokkar), og urðu aðrir í einum flokkinum enn. Úrslit: 1. flokkur pilta: 1. Þróttur N, 2. HK, 3. Þróttur R. 3. flokkur pilta: 1. Þróttur N, 2. Þróttur R.-l, 3. Þróttur R-2, 4. Stjarnan. 4. flokkur pilta: 1. Stjarnan, 2. HK. 2. flokkur stúlkna: 1. HK-1,2. Þróttur N, 3. HK-2, 4. Fram. 3. flokkur stúlkna: 1. HK-1,2. HK-2. Mótið fór fram í desember. Getraunir Tveir með tólf í 21. leikviku Getrauna komu fram tveir seðlar með 12 réttum og var vinningur fyrir hvora röð 204.825 krónur. 38 seðlar höfðu 11 rétta, vinningur 4.620 á seðil Vinningsröðin er birt með úrslit- um og stöðu í enska boltanum á næstu síðu, en draga varð um flesta leikina. J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.