Þjóðviljinn - 05.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1985, Blaðsíða 1
Kristján Arason^sJlÉ - markahæstur og annar besti útleikmaðurinn, Skíði Hess er byrjuð! Svisslendingar safna gulli Erika Hess frá Sviss tók i gær upp þráðinn þar sem hún hætti síðast á heimsmeistaramótinu í Austurríki fyrir þremur árum. Þá varð hún þrefaidur heimsmeistari og á HM í Borm- eo á Italíu í gær tryggði hún sér sigur i tvíkeppni, bruni/svigi, með því að sigra glæsilega í svig- inu. Hún hafði orðið 16. í brun- inu sl. fimmtudag en vann það upp með frábærum árangri í gær. Sylvia Eder, 19 ára stúlka frá Austurríki varð önnur og Tarnara McKinney frá Banda- ríkjunum þriðja. Svisslendingar hafa því feng- ið öll fjögur gullin sem keppt hefur verið um á mótinu til þessa. Michela Figini fékk sitt annað gull með sigri í bruni kvena á laugardag og Pirmin Zurbriggen sigraði í bruni karla á sunnudag. Ekki nóg með það, Ariane Ehrat frá Sviss varð önnur í bruni kvenna og Peter Miiller frá Sviss annar í bruni karla! - VS V. Þýskaland Janus bitinn! Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Janus Guðlaugsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, varð fyrir þeirri sérstöku lífsreynslu að vera bitinn af hundi öryggisvarðar rétt fyrir leik Fortuna Köln gegn Hessen Kassel í Kassel á laugar- daginn. Læknir Fortuna bannaði Janusi að leika með af þessum sökum, hundurinn beit hann í lærið, en Janus telur að þetta muni ekki eiga sér nein eftirköst. Hann varð þó að sleppa æfingu í gær. Janus hefur kært eiganda hundsins en skylda er að hund- arnir séu múlbundnir. Þá hefur Fortuna kært leikinn, sem Hess- en vann 2-1, og vinnur sennilega þá kæru. Þetta er stórfrétt í blöð- um hér í landi og V.Þjóðverjar líta mjög alvarlegum augum að svona nokkuð skuli geta gerst. Körfubolti Njarðvík-Haukar Tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, Njarðvík og Haukar, drógust saman þegar dregið var tii 8-liða úrslitanna í bikarkeppni KKÍ f gær. Njarðvíkingar hafa mjög gott tak á Haukunum og hafa sigrað í öllum níu úrvalsdeildarleikjum félag- anna frá því í fyrrahaust. Þessi lið drógust saman: Valur-KR.a Mörg verðlaun Kristján Arason stóð uppi sem markahæsti leikmaður Tournoi de France handknattleiksmóts- ins. Hann gerði 37 mörk í leikjun- um fimm, eða rúm 7 að meðaltali í leik. Kristján var í mótslok kjör- inn annar besti útileikmaður mótsins, á eftir Ungverjanum Ko- vacs. Páll Ólafsson var kjörinn þriðji besti leikmaðurinn og Ein- ar Þorvarðarson annar besti markvörðurinn, á eftir Tékkan- um Barda. Loks var íslenska liðið kjörið það prúðasta á mótinu - sannarlega glæsilegur árangur þegar upp er staðið, en íslands, hafnaði eins og kunnugt er í öðru sæti á þessu sterka móti. - VS Þorbjörn Jensson „Æfa aðferðir gegn maður-á-mann“ Bogdan með góðar hugmyndir. Frakkaleikurinn betri en Tékkaleikurinn - markið ótrúlegt, segir Þorbjörn. IBK-Breiðablik Fram-KR.b Njarðvík-Haukar í bikarkeppni kvenna leika saman í undanúrslitunum ÍR-Haukar og Njarðvík-ÍS. Leikjum bikarkeppn- innar, í karla og kvennaflokki, skal vera lokið fyrir næstu mánaðamót. -VS „Við eigum verðugt verkefni framundan, og það er að æfa leikaðferðir sem duga gegn maður-á-mann vörn sem mikið var beitt gegn okkur í Frakklandi og er verða mjög algeng. Við höf- um orðið góð tök á leikkerfum gegn eðlilegum vörnum en ekki þessu, en Bogdan þjálfari er með góðar hugmyndir í þessu sam- bandi sem þarf að taka fyrir og leggja mikla áherslu á nú á næst- unni. Júgóslavar munu örugglega beita þessari varnaraðferð gegn okkur í næstu viku,“ sagði Þor- björn Jensson fyrirliði landsliðs- ins í handknattleik í samtali við Þjóðviljann við komuna frá Frakklandi í gær. „Annað sætið á Tournoi de France er að mínu áliti góður ár- angur. Við töldum okkur örugga með að ná 3. sæti fyrirfram en í lokin vorum við skammt frá efsta sæti. Við hefðum þurft að sigra Tékka með tveimur mörkum í lokakleiknum til þess. Toppurinn hjá okkur var í fyrsta leiknum, gegn Ungverjum. Það var sætur sigur því þeir hafa ávallt verið okkur sérstaklega erfiðir. Menn gerðu sér ekki háar hugmyndir um árangur í þeim leik en voru ákveðnir í að selja sig dýrt. Síðan finnst mér leikurinn við a-lið Frakka hafa verið næst- besti ieikurinn, betri en við Tékka. Frakkaleikurinn bauð uppá meiri og betri handbolta og gat þróast á hvom veginn sem var. Hann var jafn þar til í lokin að við misstum tökin á honum en það hefði allt eins getað kömið fyrir Frakkana og okkur. Tékka- leikurinn var baráttuleikur en gæðin ekki mikil. Þar vomm við hræðilega óheppnir - þetta mark hjá markverðinum Barda í lokin er ótrúlegt - hann kastaði boltan- um í blindni yfir völlinn og hafði heppnina með sér. Einar Þor- varðarson markvörður reiknaði með að boltinn færi yfir markið, eins og við hinir, og hætti að bakka en þá dettur boltinn undir þverslána og í netið. Við vorum hreinlega lamaðir af undmn. Þetta breytti engu, við áttum ekki möguleika á að skora 2 mörk þarna í lokin. Ég er ánægður með þessa ferð - þetta er mjög góður hópur og góður andi ríkjandi í honum, allir vilja fóma sér fyrir þau verkefni sem við blasa“, sagði Þorbjörn Jensson. Ólympíumeistarar Júgóslava koma hingað til lands í næstu viku og ieika hér þrjá landsleiki, á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Sagt er frá leikjunum við Tékka og Frakkland-b á bls. 10- 11. - VS Getraunir I 23. leikviku Getrauna kom fram 3 seðlar með 12 réttui leikjum og var vinningur fyr hverja röð kr. 159,655. Með 1 rétta reyndust vera 118 raðir ( var vinningur fyrir hverja röð k 1.739. Páll Ólafsson - þriðji besti útleikmaðurinn. Einar Þorvarðarson - annar besti markvörð- urinn. Landsliðið i - 5 1 J UMSJÓN: VÍÐIR SIGURÐSSON Þriðjudagur 5. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.