Þjóðviljinn - 05.02.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR Urslit 1. deild: Arsenal-Coventry...............2-1 Aston Villa-lpswich............2-1 Everton-Watford................4-0 Leicester-Chelsea..............1-1 LutonTown-Tottenham............2-2 Manch. Utd-W.B.A...............2-0 Norwich-Nottm. Forest..........0-1 Q.P.R.-Southampton.............0-4 Sheff.Wed.-Liverpool...........1-1 Sunderland-Stoke City..........1-0 West Ham-Newcastle.............1-1 2. delld: Cardiff-Middlesborough.........2-1 Carlisle-Oxford................0-1 Cr.Palace-Manch.City...........1-2 Fulham-Brighton................2-0 Grimsby-Sheff.United...........0-2 Huddersfield-Birmingham........0-1 NottsCounty-Shrewsbury.........1-3 Oldham-Leeds...................1-1 Portsmouth-Charlton............0-1 Wimbledon-Blackburn............1-1 Wolves-Barnsley................0-1 3. delld Bolton-Doncaster...............3-1 Bournemouth-Bristol R..........1-0 Bradford City-Orient...........4-1 Brentford-Cambridge............2-0 BristolCity-Walsall............1-2 Burnley-Rotherham..............7-0 Gillingham-Swansea.............1-1 Lincoln-DerbyCounty............0-0 Millwall-Newport...............2-0 PrestonN.E.-Plymouth...........1-2 Reading-Hull City..............4-2 York City-Wigan................2-0 4. deild Colchester-Norlhampton.........4-1 Crewe-Hartlepool...............2-0 Exeter-Southend................2-1 Halifax-Scunthorpe.............1-2 Stockport-Wrexham..............2-2 Chester-Blackpool..............0-0 Chesterfield-Bury..............0-1 Darlington-Aldershot...........1-1 Peterborough-Torquay...........1-0 PortVale-Hereford..............3-1 Rochdale-Tranmere..............2-1 Swindon-Mansfield..............1-0 Staðan 1. deild: Everton 25 16 4 5 57-29 52 Tottenh 25 14 6 5 51-27 48 Man. Utd 25 13 5 7 48-30 44 Arsenal 25 13 4 8 46-32 43 Southmpt... 26 12 7 7 34-29 43 Sheff.Wed. 25 11 9 5 40-25 42 Liverpool . .. 25 10 9 6 34-23 39 Nott. For 24 12 3 9 37-34 39 Chelsea 25 9 10 6 41-30 37 Norwich 26 10 6 10 31-35 36 W.B.A 26 10 5 11 37-38 35 Aston Villa.. 25 9 7 9 36-39 34 West Ham .. 24 8 8 8 31-35 32 Q.P.R 26 7 10 9 32-43 31 Leicester. .. 25 8 6 11 43-46 30 Watford 24 7 8 9 45-46 29 Sunderland 25 8 5 12 29-36 29 Newcastle.. 25 7 8 10 38-50 29 Coventry.... 26 7 4 15 27-47 25 Ipswich 24 5 7 12 22-35 22 Luton 24 5 7 12 29-45 22 Stoke 25 2 6 17 17-53 12 2 deild: Oxford 22 15 4 3 52-18 49 Blackburn... 25 14 7 4 48-24 49 Man. City.... 26 14 7 5 42-21 49 Birmingham 24 15 4 5 34-21 49 Portsmouth 25 11 9 5 39-33 42 Leeds 25 12 5 8 46-30 41 Barnsley 23 10 9 4 26-15 39 Fulham 25 12 3 10 45-44 39 Shrewsbury 25 10 8 7 46-37 38 Grimsby 25 11 4 10 47-42 37 Huddersf.... 25 11 4 10 33-36 37 Brighton 24 10 6 8 24-19 36 Wimbledon 25 9 5 11 43-52 32 Sheff.Utd.... 26 6 10 10 39-42 28 Carlisle 24 8 4 12 24-35 28 Charlton 25 7 6 12 32-37 27 Oldham 24 7 5 12 26-44 26 Middlesboro 25 6 6 13 28-40 24 Cr. Palace.. 23 5 8 10 28-36 23 Wolves 26 6 5 15 30-52 23 NottsC 26 4 5 17 22-52 17 Cardiff 24 4 4 16 27-52 16 3. delld: Bradford C 26 17 5 4 44-21 56 Gillingham 25 14 4 7 46-39 46 HullCity 25 12 9 4 41-27 45 Bournemth 28 13 6 9 31-22 45 4. deild: Bury 26 16 5 5 43-23 53 Chesterfld 26 14 8 4 42-25 50 Blackpool 26 14 7 5 41-24 49 Hereford 25 14 6 5 40-20 48 Markahæstir í 1. deild: Kerry Dixon, Chelsea............16 Gary Lineker, Leicester.........16 Graeme Sharp, Everton...........15 Garry Thompson, WBA.............15 Mark Falco, Tottenham...........14 Gordon Strachan, Man.Utd........14 Imre Varadi, Sheff. Wed.........14 Enskar getraunir: 3 stig: nr. 4, 5, 9,11,19, 21,29, 37, 46 og 49. 2 stig: nr. 30, 35, 50, 54 og 55. 1 'h stig: nr. 7,8,13,14,16,17,18,20, 22, 27, 32, 36, 42, 45, 47, 52 og 53. Enska knattspyrnan Tvöfalt hjá Everton? Fjögurra stigaforskot á Spurs Fjögur mörk ál9 mínútum Brian Stein var skeinuhættur Totten- hamvörninni og hann skoraði fyrra mark Luton. Mynd: E.ÓI. Gordon Strachan skoraði tvö góð mörk fyrir Man. Utd. gegn WBA og tryggði liðinu 2-0 sigur. Þeir eru farnir að ræða um það, ensku spekingarnir, hvort Everton feti í fótspor Tottenham og Arsenal og verði þriðja liðið á þessari öld til að sigra tvöfalt í ensku knattspyrnunni - verða enskur meistari og bikarmeistari sama árið. Líkurnar á því aukast eftir því sem á líður - Everton virðist eiga greiða leið í 8-liða úr- slit bikarsins og á laugardaginn náði félagið fjögurra stiga forystu í 1. deild - malaði Watford 4-0 á Meðan Tottenham rétt náði jafn- tefli í Luton. Mörkin fjögur á Goodison Park komu á 19 mínútna kafla í seinni hálfleik. Fram að því hafði Watford verið síst lakari aðilinn í leiknum og Jimmy Gilligan, Lut- her Blissett og John Bames ógn- uðu sterkri vörn Everton hvað eftir annað. En á 56. mín. sáu 45 þúsund áhorfendur Paul Bracew- ell snúa skemmtilega á varnar- mann Watford og gefa á bak- vörðinn Gary Stevens - hann skaut, og af andstæðingi hrökk knötturinn í netið, 1-0. Isinn var brotinn og Stevens skoraði fljót- lega aftur eftir góða sókn. Brac- ewell gaf síðan á Kevin Sheedy sem skoraði þriðja markið og Trevor Steven skoraði,4-0,á 75. mín. og haltraði síðan meiddur af leikvelli. Sjöundi sigur Everton í röð í deild og bikar. Hálfleikarnir í sjónvarpsviður- eign Luton og Tottenham vom eins og svart og hvítt. Sá fyrri lé- legur, sá seinni fjörugur, sér í lagi síðustu 5 mínúturnar sem voru ótrúlegar. Brian Stein kom Luton yfir á 50. mín. eftir send- ingu frá Emenka Nwajiobi en fimm mínútum fyrir leikslok jafn- aði Mark Falco fyrir Spurs. Nwa- jiobi skoraði glæsilegt mark þeg- ar tvær mínútur voru eftir, 2-1, og sigur Luton blasti við - uns Gra- eme Roberts bjargaði stigi í höfn hjá Spurs þegar venjulegum leiktíma var lokið. Baráttugleði einkenndi leik Manchester United gegn WBA og með slíku framhaldi gæti liðið veitt Everton og Tottenham keppni um meistaratitilinn, þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Gordon „Þessi leikur mun skera úr um hvort við séum nógu góður til að berjast um efstu sætin“, sagði Howard Wilkinson, stjóri Sheff. Wed., fyrir leikinn við Liverpool á Hillsborough. Strákarnir hans stóðust prófið og vom nálægt sigri frammi fyrir 49 þúsund á- horfendum. Andy Blair tók hornspyrnu á 58. mín., Lee Chapman „flikkaði“ boltanum á Brian Marwood sem kom Sheff. Wed. yfir. Denis Law, sá gamal- frægi skoski landsliðsmaður, var við hlið þular BBC og sagði þegar örfáar mínútur vom eftir að leiknum væri ekki lokið, Liver- pool væri aldrei búið að tapa fyrr en flautað væri af. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar Mark Lawrenson skoraði jöfnunar- mark Liverpool á 86. mín., fyrsta mark hans í vetur. „Gaman þegar spádómarnir rætast hjá manni“, sagði Law! Don Howe, framkvæmdastjóri Arsenal, ákvað eftir tapið lyrir York í bikarnum að setja stjörn- urnar Tony Woodcock og Charl- ie Nicholas útúr liðinu, Nicholas sem varamann. í staðinn fengu Raphael Meade og Ian Allinson tækifæri gegn Coventry - og nýttu það til fullnustu, þeir gerðu mörk Arsenal í 2-1 sigrinum. „Þeir verðskulduðu að fá tæki- færi - áhangendur Arsenal krefj- ast þess að leikmenn liðsins gefi 100 prósent í hvern leik og því valdi ég þá í staðinn fyrir Woo- dcock og Nicholas. Markið hjá Meade þar sem hann kastaði sér fram og skallaði í netið sýnir einn af hans hæfileikum, hann er óhemju hugaður leikmaður“, sagði Howe kampakátur eftir leikinn. Strachan gerði bæði mörkin í 2-0 sigrinum, það fyrra þegar hann komst í gegnum vörn WBA eftir snjalla hælsendingu frá Norman Whiteside á 7. mín. og það seinna á 42. mín. eftir undirbúning Marks Hughes og Johns Gid- mans. Derek Statham bjargaði á marklínu WBA og Paul Barron markvörður liðsins kom í veg fyrir stærra tap með frábærri markvörslu. Þegar Southampton sótti QPR heim á Loftus Road fyrir stuttu í Mjólkurbikarnum hrósaði QPR stórsigri, 4-0. Nú snerist dæmið við, Southampton vann 0-4 á gervigrasinu. Joe Jordan skoraði í fyrri hálfleik og þeir David Armstrong, Danny Wallace og Steve Moran í þeim seinni. Sout- hampton situr því á ný í fimmta sæti. Leicester hélt knattspyrnusýn- ingu í fyrri hálfleiknum gegn Chelsea en hefndist fyrir að skora aðeins einú sinni - Gary Lineker var þar á ferð eftir hornspyrnu Ians Banks. David Speedie jafn- aði úr vítaspyrnu fyrir Chelsea á lokamínútu fyrri hálfleiks og eftir að Lineker hafði klúðrað dauða- færi á 47. mín. réð Chelsea^gangi leiksins það sem eftir var. Urslit- in 1-1. Gordon Cowans skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa í 18 mánuði þegar Villa sigraði Ipswich 2-1. Colin Gibson skoraði síðara mark Villa sem er ósigrað á heimavelli síðan í sept- ember. Peter Davenport var hetja Nottm. Forest í Norwich - hann skoraði sigurmarkið, 0-1, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. David Hodgson færði Sunder- land sinn fyrsta sigur síðan 15. desember með því að skora eina markið í leiknum gegn Stoke. Alan Hudson hjá Stoke var rek- inn af leikvelli fyrir munnsöfnuð og ekkert nema 2. deildin bíður botnliðsins. Paul Allen kom West Ham yfir gegn Newcastle og allt stefndi í fyrsta heimsigur liðsins á árinu - uns Chris Waddle jafnaði fyrir Newcastle. Oxford aftur á toppinn Oxford lék sinn fyrsta deilda- leik síðan 1. janúar og með sigri í honum, 0-1 í Carlisle, er liðið á toppi 2. deildar á ný - efst fjög- urra liða sem öll hafa 49 stig. Ke- vin Brock skoraði markið á 42. mín. eftir að Brian McDermott hafði splundrað vörn Carlisle með snilldarsendingu. Enn vinnur Man. City - hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu 15 leikjunum. Andy Gray kom þó Cr. Palace yfir með hjólhesta- spyurnu sem hinn frægi alnafni hans hjá Everton hefði verið ánægðir með, en David Phillips og Clive Wilson tryggðu City sigur, 1-2. David Geddis skoraði snemma leiks fyrir Birmingham í Hudd- ersfield og úrslitin 0-1. Blackburn náði ekki að sigra og missti því toppsætið. Jim Quinn kom þó lið- inu yfir í London gegn Wimble- don en Alan Cork jafnaði, 1-1. Gamli bombarinn Peter Lorimer kom Leeds til hjálpar í Oldham - skoraði jöfnunarmark liðsins, 1- 1, úr vítaspymu þegar skammt var til leiksloka. Þó Wimbledon ynni Nottingham Forest í bikarkeppninni í síðustu viku hafði það ekki teljandi áhrif á aðsóknina á leikinn yið Black- burn, innan við 4 þúsund mættu. Aðra sögu er að segja frá York sem vann hinn frækna sigur á Arsenal í bikarnum um síðustu helgi. Þar urðu tafir á leik liðsins gegn Wigan í 3. deildinni á laugardaginn - og ástæðurnar óvenjulegar - áhorfendaskarinn, rúm 10 þúsund, þurfti tíma og pláss til að koma sér fyrir! -VS 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.