Þjóðviljinn - 05.02.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 05.02.1985, Page 3
 Körfubolti Körfubolti IR-ingar ólíkir sjálfum sér! Sigruðu KR 105-103 eftir framlengdan leik með varaliðið inná Leikir ÍR í úrvalsdeildinni hafa verið mjög spennandi að undanfornu, og leikur þeirra við KR í Höliinni á sunnudagskvöldið var engin undantekn- ing þar á. Að loknum venjulegum leiktíma var jafnt 96:96 og því framlengt. IR-ingar náðu þá að vinna sigur, þrátt fyrir að hafa misst 5 menn útaf. Leiknum lauk 105:103. í hálfleik var staðan 53:58 fyrir KR. ÍR liðið var ólíkt sjálfu sér í byrjun þ.e.a.s. það byrjaði vel, og komst í 10:2. ÍR-ingar héldu foryst- unni 2-6 stig, þar til 2 mín. voru til hálfleiks og staðan 51:48. Þá kom góður kafli hjá KR sem breytti stöðunni í 53:58 í leikhléi. ÍR-ingar sýndu vígtennurnar í seinni hálfleik og eftir 10 mín. var staðan orðin 82:70. Þá verða þáttaskil. Gylfi Porkelsson varð að yfirgefa leikinn vegna meiðsla á andliti og stuttu síðar fékk Hjörtur Oddsson sína 5. villu, og var þá ekki að sökum að spyrja, KR-ingar söxuðu á forskotið og komust yfir þegar 2 mín. voru eftir. Karl Guðlaugsson jafnaði 91:91 með 3ja stiga skoti og kom ÍR svo yfir 96:94 þegar 25 sek. voru eftir með öðru 3ja stiga skoti. KR-ingar náðu þó að jafna og var það besti maður þeirra, Birgir Mikaelsson, með 2 vítaskotum á síð- ustu sekúndunni. Karl byrjaði framlenginguna með 3ja stiga körfu og Bragi Reynisson bætti 2 stigum við, og kominn 5 stiga munur 101:96. Það var of mikið þó að ÍR hafi misst Hrein Þorkelsson, Björn Steffensen og Ragnar Torfason útaf til viðbótar við hina 2. Hittu KR-ingar ekki úr 3 vítaskotum á síðustu mínútum og síðan misstu þeir boltann í sókn þegar 15 sek. voru eftir. KR hafði því möguleika á að vinna, en það hefði ekki verið sanngjarnt því ÍR átti sigurinn sannarlega skilinn. ÍR-liðið átti góðan leik með Gylfa í fararbroddi meðan hans naut við. Aðrir áttu allir góðan leik, m.a. Vignir Hilmarsson sem sýndi styrk sinn í framlengingunni en hann skoraði 4 stig. Tveir menn stóðu uppúr í KR, þeir Birgir og Guðni Guðnason. Aðrir ná^i ekki að rífa sig upp. Stig ÍR: Gylfi 27, Hreinn 18, Karl 14, Björn 12, Hjörturog Ragnar 11, Vignir 8 og Bragi 4. Stlg KR: Birgir 40, Guöni 25,'Ástþór Ingason 13, Por- steinn Gunnarsson og Birgir Jóhannsson 8, Jón Sigurðs- son 6 og Matthías Einarsson 3. Dómarar voru Rob Iliffe oe Kristinn Albertsson og stóðu þeir sig vel. _ gsm Staoan t urvalsdeildinni í körfuknatt- leik eftir leiki helgarinnar: Njarðvík.16 14 2 1448:1223 28 Haukar......16 12 Valur.......16 9 Kr..........16 7 Ir..........16 4 IS..........16 2 1345:1224 24 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðvík.383 PálmarSigurðsson, Haukum......346 IvarWebster, Haukum...........314 Guðni Guðnason, KR............303 Guðmundur Jóhannsson, IS......288 ísak Tómasson býr sig undir að skjóta á körfu Valsmanna - Jón Steingrímsson gerir sitt besta til að hindra hann. Valur vann Njarðvík öðru sinni í vetur og eru það einu tapleikir meistaranna til þessa. Mynd - eik. Frakklandsmótið Er þetta hægt? Engin skömm að tapa fyrir Tékkum... Evrópuknattspyrnan Anderlecht missir Excelsior í fallhœttu — Barcelona vinnur sög Anderlecht mátti sætta sig við jafntefli gegn fall- baráttuliði Lierse, 1:1, í belgísku 1. deildinni um helgina. Við þetta vann Waregem á um eitt stig - sigraði Kortrijk 2:0 á útivelli. Anderlecht er með 33 stig og er enn ósigrað en Waregem kemur næst með 28 stig og FC Liege hefur 26 stig. CS Brúgge, lið Sævars Jónssonar, vann Lokeren 3:1. Öll efstu liðin í Hollandi unnu sína leiki. Feyeno- ord vann Breda 3:1 á útivelli, Ajax vann Maast- richt 3:1 á útivelli og PSV Eindhoven vann Go Ahead 3:1 heima. Ajax og PSV hafa 28 stig hvort en Feyenoord 24 en PSV hefur leikið einum leik fleira en hin tvö. Excelsior, lið Heimis Karlssonar, steinlá fyrir nágrönnum sínum í Rotterdam, 4:0, og er komið í mikla fallhættu - hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu 9 leikjunum. Barcelona vann Osasuna 2:1 á útivelli á Spáni og úr þessu getur bara Atletico Madrid ógnað Venab- les, Archibald og félögum. Atletico vann Murcia 1:0 og er með 29 stig úr 22 leikjum en Barcelona hefur 38 stig úr 23 leikjum. Bordeaux náði þriggja stiga forystu í Frakklandi - vann 3:0 sigur á Brest á meðan Nantes gerði 1:1 jafntefli við Bastia á Korsíku. Bordeaux hefur því 37 stig gegn 34 hjá Nantes en Auxerre er í þriðja sæti með 30 stig. - VS Að tapa fyrir Tékkum er langt frá því að vera nokkur skömm fyrir íslenska landsiiðið í hand- knattleik. En að tapa 16 -17 eftir að hafa fengið aukakast 7 sekúnd- um fyrir leikslok í stöðunni 16 - 16 er í meira lagi gremjulegt - það á nánast ekki að vera hægt. Is- lenska liðið var innan við hárs- breidd frá jafntefli eða sigri á Tékkum - sigur hefði þýtt efsta sætið í mótinu og með jafntefli hefði liðið alltént verið það eina Körfubolti Blikar unnu Reyni Blikar inn í sendingu, brunuðu upp og Kristján Oddsson skoraði 3 stig. Úrslitin voru þar með ráðin, en leiknum lauk 91:86 og Breiðablik komið í 8 liða úrslit. Stigahæstir voru: Breiðablik: Hannes30, Kristján Odds 29 og Kristján Rafnsson 14. Reynir: Jón Sveinsson 23 og Sigurður Guð- mundsson 20. Fyrir 10 dögum léku KR-ingar við Snæ- fell í bikarkeppninni. KR vann þar léttan sigur, skoruðu 121 stig gegn aðeins 58 stig- um Hólmara. - gsm Annarar deildar lið Breiðabliks sló í t 1. deildar lið Reynis, Sandgerði úr bikar- keppni KKÍ, s.l. föstudag. Leikur liðanna sem fór fram í Kópavogi var nokkuð* skemmtilegur. Reynir hafði yfirhöndina, 35:41 í hálfleik, en snemma í síðari hálfleik náðu Blikar að jafna og komast yfir. Héldu þeir forystunni þar til 9 sek. voru eftir, en þá jafnaði Sturla Örlygsson úr vítaskotum 76:76, og þurfti því framlengingu. Staðan var 86:84 í framlengingunni og Reynismenn með knöttinn - þá komust til að taka stig af Tékkunum sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 10 stig úr 5 leikjum. Þetta var hnífjöfn viðureign á sunnudaginn og munurinn var aldrei meiri en tvö mörk. Tékkar komust í 0 - 2, 5 - 7 og 14 - 16, íslandí 5-4, 9-8, 10-9og 11- 10, en annars var jafnt eða Tékk- ar marki yfir. Staðan var 9 - 9 í hálfleik og hasarinn í lokinn var ótrúlegur. Þegar staðan var 14 - 15 fékk ísland tvö færi til að jafna, Alfreð Gfslason skaut í stöng og Kristján Arason lét Bar- da verja frá sér úr hraðaupp- hlaupi. í stöðunni 15 - 16 klúðr- aði íslenska liðið tveimur hraða- upphlaupum en síðan jafnaði Þorgils Öttar, 16 - 16. Þá varði Einar Þorvarðaeson glæsilega og Tékkinn Novak var rekinn af leikvelli. Sigur blasti við íslenska liðinu - 7 sek. fyrir leikslok fékk það aukakast. Kristján reyndi að gefa inní vítateig Tékka á Pál Ól- afsson, hann náði ekki boltanum sem fór til Barda markvarðar - hann gerði sér lítið fyrir og sendi hann þvert yfir völlinn, yfir Einar Þorvarðarson sem stóð of fram- arlega og í netið. Tékkar höfðu sigrað, 16 - 17! Góður leikur hjá báðum, sérstaklega varnarleikur- inn. Páll Ólafsson skoraði 5 mörk, Kristján Arason 4, Alfreð Gísla- son 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2 og Þorbjörn Jensson 1. Á laugardagskvöldið vann ís- land auðveldan sigur á b-liði Frakka, 28 - 19, eftir að hafa komist í 8 - 3 og leitt 14 - 10 í hálfleik. Kristján Arason skoraði síðasta mark leiksins á glæsilegan hátt, beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Páll Ólafsson og Kristján Arason skoruðu 8 mörk hvor, Valdimar Grímsson 5, Jakob Sigurðsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 3 og Alfreð Gísla- son 1. Tékkar sigruðu því með fullu húsi stiga, fengu 10 stig. íslands náði öðru sæti með 6 stig þegar Ungverjar sigruðu Frakka 23 -18 í síðasta leiknum. Ungverjar urðu þriðju með 6 stig og Frakkar fjórðu, einnig með 6 stig. ísrael fékk -2 stig og b-lið Frakklands tapaði öllum sínum leikjum. -VS Valsmenn á uppleið Alltaf yfir gegn Njarðvíkingum og sigurinn öruggur þrátt fyrir 103-101 í lokin Valsmenn, sem hafa verið á uppleið í úr- valsdeildinni undanfarið, náðu að leggja Njarðvíkinga að velli í góðum leik á sunnu- dagskvöldið. Valsmenn sigruðu með 103 stig- um gegn 101. Sigurinn var öruggari en töl- urnar gefa til kynna þar sem Njarðvíkingar gerðu 6 síðustu stig leiksins á síðustu 30 sek- úndunum. Staðan var 55:45 í hálfleik. Valsmenn, drifnir áfram af stórleik Krist- jáns Ágústssonar, náðu forystu og um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 33:16. Sunnan- menn tóku sig þá á í vörninni og minnkuðu muninn í 49:43, en góður kafli Vals undir lok hálfleiksins tryggði þeim 10 stiga mun í hlé, 55:45. Valsmenn héldu 10:15 stiga forskoti þar til um miðjan hálfleikinn að Njarðvíkingar minnkuðu hanní 6stig75:69. Valur jók mun- inn aftur í 14 stig, en þá komu 10 stig í röð frá Njarðvíkingum og staðan 93:89 og 3 mín. eftir. Þá kom Kristján inná aftur hjá Val eftir hvfld og þegar 30 sek, voru eftir var staðan 103:95. Eftir það komust Valsmenn ekki í sókn, en Njarvíkingar skoruðu úr vítum og tóku fráköst sem skiluðu 6 stigum á þessari hálfu mínútu. Kristján Ágústsson var besti maður vallar- ins í þessum leik, en aðrir Valsmenn voru einnig góðir. Liðið hefur vaxið mikið að und- anförnu, og þessi sigur mjög sanngjarn. Njarðvíkingar voru daufir í vörninni á köflum, en hittu þokkalega. Styrkur þeirra er ekki síst í breiddinni, en nánast virðist sama hvaða menn eru inná, allir eru það jafnir að styrkleika. Það væri því ekki réttlátt að taka einstaka menn fram yfir aðra í þessum leik. Stig Vals: Kristján 38, Torfi Magnússon 15, Leifur Gúst- afsson 14, Páll Arnar 9, Jón Steingrímsson 8, Einar Ólafs- son 9, Jóhannes Magnússon 6 og Siguröur Bjarnason 4. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 30, Isak Tómasson 20, Ellert Magnússon 14, Hreiðar Hreiðarsson 13, Gunnar Þorvarðarson 9, Teitur Örlygsson 7, Jónas Jóhannesson og Helgi Rafnsson 4. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti og Rob Iliffe og eiga þeir heiður skilinn fyrir góða frammi- stöðu. -gsm 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN V. -Þýskaland Uerdingen stöðvaði sigurgönguna Fyrsta tap Bremen í fjóra mánuði. Alltaf gaman að skora, segir Atli. Stuttgart endurheimtir leikgleðina. Bayern með fimmframmi og opna vörn. Stórbrotin markvarsla hjá Immel og Franke. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans I V.-Þýskalandi Lárus Guðmundsson og fé- lagar í Bayer Uerdingen halda sínu striki í Bundesligunni í knatt- spyrnu. Á laugardaginn stöðvuðu þeir sigurgöngu Werner Bremen sem ekki hafði tapað leik síðan 29. september - sigruðu 3:1 í Uer- dingen og sýndu frábæran leik. Wolfgang Scháfer var lélegasti maður vallarsins þegar Uerding- en tapaði 1:0 í Bremen í fyrstu umferðinni. Nú var hann hins vegar útnefndur maður dagsins eftir að hafa gert öll þrjú mörk Uerdingen. Mark númer tvö kom eftir að Burdenski markvörður Bremen hafði náð að flækjast fyrir þrumuskoti Lárusar sem fór í fætur hans og til Schafers. Bruno Pezzey minnkaði muninn í 2:1 áður en Scháfer gerði þriðja markið. Lárus var veikur, með magakveisu daginn áður, en lék samt ágætlega og fékk 3 í einkunn hjá Kicker. „Ég er ánægður með leik okkar og það er alltaf gaman að skora. Vonandi heldur það áfram. Á góðum degi stendur ekkert lið í vegi fyrir okkur“, sagði Atli Eð- valdsson eftir að Dússeldorf hafði sigrað Leverkusen 3:2. Dússeldorf var mikið betra en mörkin komu á síðustu 25 mínút- unum. Waas fyrst fyrir Leverkus- en en Thiele tvívegis fyrir Dúss- eldorf og síðan skoraði Atli, 3:1, með glæsilegum skalla eftir fal- lega sókn og langa og nákvæma sendingu frá Bommer. Götz svar- aði mínútu síðar og lokastaðan 3:2. Atli fékk 4 í einkunn. Úrslit urðu annars þessi í fyrstu umferð ársins: Uerdingen-Bremen..................3:1 Köln-Braunschweig.................1:0 Dusseldorf-Leverkusen.............3:2 Mannheim-Karlsruher...............3:0 Stuttgart-Kaiserslautem...........5:0 Bayern M.-Bielefeld...............3:3 Frankfurt-Bochum................. 1:1 Schalke-M.GIadbach................4:1 Hamburger-Dortmund................4:2 brotin tilþrif en voru þó í taplið- um. Immel hjá Dortmund sá til þess að lið hans tapaði 4:2 í stað 9:2 í Hamborg og Franke í marki Braunschweig hélt tapi liðs síns í 1:0 í stað 10:0. Von Heesen skoraði þrennu fyrir Hamborger og í Köln gerði Littbarski eina markið. Þar var Franke í slíkum ham að hann varði sex sinnum frá Lehnhoff og fjórum sinnum frá öðrum, maður gegn manni! Efstu og neðstu lið Bundeslig- unnar eru þessi: BayernM 18 11 4 3 42:24 26 Köln .18 11 2 5 43:33 24 Bremen .18 8 7 3 52:31 23 Uerdingen .18 10 3 5 37:22 23 M.GIadbach .18 8 5 5 47:34 21 Hamburger .18 7 7 4 34:29 21 Bochum .18 6 8 4 28:25 20 Stuttgart .18 8 3 7 48:28 19 léku mjög vel í seinni hálf- leiknum hjá KR, sem og Fríða í markinu. Mörk Vals: Erna 7, Guðrún 3, Harpa Sigurðardóttir 3, Kristín Arnþórsdóttir 3, Katrín Fredrik- sen 2 og Soffía Hreinsdóttir 1. Mörk KR: Karolína 7, Sigur- björg 7, Jóhanna Ásmundsdóttir 4, Snjólaug Benjamínsdóttir 1 og Nellý Pálsdóttir 1. Fram vann yfirburðasigur gegn Þór á Akureyri á föstudagskvöld- ið, 35-18. Staðan var 18-7 í hálf- leik. Guðríður Guðjónsdórrir skoraði 15 mörk fyrir Fram og hefur þá gert 28 í síðustu tveimur leikjunum. Erla Rafnsdóttir skoraði 9, Sigrún Blomsterberg 7, Þóra Gunnarsdóttir 2, Oddný Karlsruher......18 3 6 9 25:50 12 Dortmund........17 5 1 11 22:37 11 Bielefeld.......17 1 9 7 19:38 11 Braunschweig....18 4 2 1 2 22:44 10 Fullt af frábærum leikjum um helgina en áhorfendur stóðu sig illa og aðsóknin var með lélegra móti. Sigursteinsdóttir 1 og Guðrún Gunnarsdóttir 1. Mörk Þórs: Þórunn Sigurðar- dóttir 5, Inga Huld Pálsdóttir 4, Þórdís Sigurðardóttir 4, Hanna Rún Jóhannsdóttir 3 og Sigurlaug Jónsdóttir 2. FH fór einnig létt með sína mótherja, ÍBV, í Eyjum. Úrslit urðu 38-13 eftir 21-6 í hálfleik. Mörk FH: Kristjana Aradóttir 7, Margrét Theodórsdóttir 6, Anna 5, Kristín Pétursd 4, Sigurborg Eyjólfsdóttir 4, Arndís Aradóttir 4, Hildur Harðardóttir 3, María 2, Heiða 2 og Inga 1. Mörk ÍBV: Anna 5, Eyrún 3, Ragna 1, Unnur 1, Andrea 1, Vil- borg 1 og Ólöf 1. -HrG/K&H/VS Handbolti Leikmenn Stuttgart virðast loksins hafa endurheimt leikgleð- ina sem þeir týndu eftir að hafa orðið meistarar í fyrravor og nú burstuðu þeir Kaiserslautern, 5:0. Alger yfirspilun, og sigurinn byggðist á frábærri vörn og heilsteyptum leik. Fyrst kom sjálfsmark, þá skoraði Allgöwer, síðan besti maður vallarins, Olic- her, tvö og Reichert j>erði fimmta markið eftir hlé. Ásgeir Sigur- vinsson lék ekki með vegna meiðsla. Bayern Múnchen lék með 5 menn frammi gegn botnliði Biel- efeld og það kostaði liðið stig í 3:3 jafntefli. Vörnin var galopin og það nýtti Finninn Rautienen sér, lagði upp 2 marka Bielefeld og kom síðan liðinu í 2:3. Augen- thaler, Lerby og Höness skoruðu fyrir Bayern. Bielefeld fyrst til að skora 3 mörk í Múnchen í þrjú ár. Tveir markverðir sýndu stór- Katrín Naumt gegn KR —Gúrrí með 15 — Stórsigur FH Valsstúlkurnar voru rétt búnar að tapa dýrmætu stigi gegn KR í 1. deild kvcnna á sunnudaginn. Þegar 18 sekúndur voru eftir sveif Katrín Fredriksen innúr hægra horninu og tryggði Val nauman sigur, 21-20. Valur var yfir allan tímann ,11- 7 í hálfleik og komst í 14-9. Sigur- inn virtist ekki í hættu, uns Karo- lína Jónsdóttir og Sigurbjörg Sig- þórsdóttir fóru að raða mörkum í gegnum hripleka Valsvörnina. Karolína jafnaði, 20-20, tæpri mínútu fyrir leikslok en Katrín bjargaði stigunum fyrir Val. Erna Lúðvíksdóttir var lang- best í liði Vals en á óvart kom hve Guðrún Kristjánsdóttir var lítið notuð. Karolína og Sigurbjörg Heilsugæsla Vantar lækna á þrjá staði Það er erfitt að fá lækni til starfa á heilsugæslustövarnar á Þingeyri, Hólmavík og Þórshöfn. Ástæðan er bæði einangrun stað- anna og kjaramál, sagði Ingimar Sigurðsson hjá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðaneytinu varðandi niðurfellingu á héraðs- skyldu lækna. Á þessum þremur stöðum er lítill íbúafjöldi og það er ekkert launungarmál að með núverandi I kerfi býður fámennið ekki upp á | sömu tekjumöguleika og á stærri | stöðum. I dag eru þó allar heilsu- i gæslustöðvar á landinú mannað- ar læknum þó ekki séu allir fast- ráðnir. Mun verða kostað kapps um að leysa vandamál þeirra í stöðva sem erfitt hefur reynst að manna á annan hátt eftir að hér- aðsskylda lækna var felld niður sem skilyrði fyrir takmörkuðu læknaleyfi. -aró J Egilsstaðakauptún Nýr sveitarstjóri Hlutkesti réði úrslitum Frá Magnúsi Magnússyni, Eg- ilsstaðakauptúni: Á fundi hreppsnefndar Egilss- taðahrepps sl. sunnudag var ráð- inn nýr sveitarstjóri til hrepps- nefndarinnar, en umsóknarfrest- ur um starfið rann út á gamlárs- dag. Ellefu umsóknir bárust. Nýráðinn sveitarstjóri er úr Mosfellssveit, Sigurður R. Símonarson að nafni. Var hann samþykktur með hlutkesti á móti Helga Halldórssyni, yfirkennara við Egilsstaðaksóla. Við átkvæð- agreiðsluna fékk hvor þeirra 3 atkv. en einn sat hjá. Sigurður R. Símonarson er fæddur 8. apríl 1942. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1962 og kenn- araprófi úr stúdentadeild Kenn- araskóla fslands 1968. Árið 1975 réðist hann að æfinga- og tilraun- adeild Kennaraháskóla íslands þar sem hann starfar nú sem æf- ingakennari. Kvæntur er Sigurður R. Símonarson Jóhönnu Jóhanns- dóttur fóstru og eiga þau þrjú börn. - mm/mhg Fuglafóður Fuglarnir í vellystingum Meðan ekki eru jarð- bönn halda snjótitt- lingar sig í birkitrjám utan byggða. Skógar- þrestir í fjörunum. Starinn heimsœkir baklóðirnar „Maðurinn er ekki beinlínis að bjarga náttúrnni með því að gefa FRÉTTIR fuglafóður, en fólk hefur gaman af þessu og ég held að þetta sé allt í lagi, þótt það skipti í raun og veru ekki sköpum“, sagði Ævar Pet- ersen fuglafræðingur. Ævar var spurður um hvort nú væri ástæða til að gefa fuglum fóður. Sagði hann að hægt væri að hæna starana að bakgörðum með gjöfum en snjótittlingar komi ekki í bæina nema í jarð- bönnum. Starar eru alætur en snjótittlingar eru fræætur eru t.d. á birkinu. Skógarþrestir eru fræ- ætur og borða ýmislegt úr dýrar- íkinu. Fara t.d. niður ífjöru og ná sér í maðka þar. „Það er vel hugs- anlegt að matargjafir mannsins hafi orðið til þess að tegundir eins og skógarþrösturinn haldist við hér álandi yfir veturinn. Hann er farfugl og mundi e.t.v. fara til annarra landa ef ekki væri fóður fyrir hann hér.“ - jp Tóbakið Fer heim í frí- mínútum til að reykja Samkvæmt upplýsingum, sem Tóbaksvarnanefnd hefur afiað sér frá öllum landshlutum er framgangur laganna um tak- markanir á rcykingum næstum alger. Fréttir hafa t.d. borist af al- mennum stjórnmálafundi á ísa- firði nú nýlega, þar sem enginn maður reykti. í barnaskóla nokkrum á Vestfjörðum reykir einn maður. í stað þess að reykja í skólanum fer hann heim til þess í frímínútunum. Bæjarstarfsmenn á Akureyri hafa sérstakt reyk- ingaherbergi uppi á 4. hæð húss- ins. Starfsfólk í bönkum, póst- húsum og öðrum afgreiðslustofn- unum segir að yfirleitt þurfi það ekki að benda viðskiptavinum á reykingabannið. Einhver við- skiptamaður sé oftast fyrri til þess. Á veitingahúsum hafa veitingamenn sérstök, reyklaus svæði. Yfirleitt biðja reykinga- menn um leyfi til að reykja séu þeir að reka einhver erindi þar, sem reykingar eru ekki greinilega bannaðar. - mhg Flugleiðir Farþegum fjölgaði um nær 100 þús. Félagið flutti 659 þús- und farþega í áæt- lunarflugi á liðnu ári þar af rúm 200 þús. innanlands. Samkvæmt bráðabirgðatölum um farþegaflutninga Flugleiða á síðasta ári, flutti félagið samtals 659 þúsund farþega í áætlunar- flugi það ár. Fjölgun frá árinu 1983 nemur tæpiega 100 þúsund farþegum. fstórum dráttum, skiptist þessi fjöldi eftir leiðum á þann hátt, að í Norður-Atlantshafsflugi voru farþegar 248 þúsund og hafði fjölgað um 20% frá fyrra ári. Á Evrópuleiðum voru fluttir 195 þúsund farþegar og er þar um að ræða 26.7% fjölgun. í innan- landsflugi voru farþegar 216 þús- und talsins og hafði fjölgað um 7.3% frá árinu áður. Á síðasta ári fluttu vélar Flug- leiða samtals 10.315 tonn af frakt og pósti og er þar um að ræða nokkra aukningu frá fyrra ári. Það sem af er þessu ári hafa verið miklar annir hjá Flugleiðum. Frá áramótum til 26. janúar, flutti fé- lagið samtals nær 39 þúsund farþ- ega í áætlunarflugi sem er 28.7% aukning frá sama tíma í fyrra. Húsavík Mokveiði af úthafsrækju Togarinn Júlíus Haf- stein kom með 30 tonn eftir 6 daga veiðiferð Mikil vinna er nú við rækju- vinnslu á Húsavík og það svo að varla hefst undan. Togaranum Júlíusi Hafstein hefur gengið fá- dæma vel á úthafstækjuveiðum í haust og vetur. í vikunni kom hann til hafnar með 30 tonn af rækju eftir aðeins 6 daga veiði- ferð. Aflaverðmæti þessara 30 tonna uppúr sjó er um 750 þúsund krón- ur. Að sögn Hermanns Larsen hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur reikna þeir með 20% nýtingu og taldi hann að útflutningsverð- mæti aflans yrði þá um 150 þús- und krónur. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.