Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Páfinn Jóhannes Páll páfi kemur til Caracas. Hann óttast klofning í kirkjunni - sumir segja að páfinn sjálfur só eins og klofinn í herðar niður. Enn ferðast páfinn Enn hefur herra páfinn lagt land undir fót og enn heldur hann til Rómönsku Ameríku þar sem gífurlega stór hluti kaþólskra manna er búsettur, svo stór reyndar að segja mætti að í þeirri álfu verði framtíð kirkjunnar ráðin. Og hann fer víða og heldur 45 ræður á tæpum tveim vikum. Og menn leggja eyrun við og spyrja: Hvað ætli að hann segi í þetta skipti um frelsunarguð- fræðina? Það hefur komið fram hvað eftir annað að Jóhannes Páll páfi, áður Woytila kardináli, hefur haft áhyggjur af vaxandi róttækni meðal kaþólskra manna og klerka í þriðja heiminum. Og hann kvað sterkt upp úr um þess- ar áhyggjur í fyrra þegar hann fékk þá stofnun í Vatíkaninu, sem fer með vandamál trúar- kenningar, til að gefa út plagg þar sem frelsunarguðfræðin er for- dæmd og varað við því, að frá henni liggi of greiðar brautir til marxískra byltingaráforma. Misnotkun orðsins? Og páfi heldur áfram á svipuð- um nótum. Á fundi með biskup- um í Venezúela varaði hann þá við því að láta smitast af „ormi“ frelsunarguðfræðinnar - en Ven- ezúela er eitt af þeim löndum þar sem sá straumur í kirkjunni hefur reyndar ekki náð miklum styrk- leika. Spænska blaðið E1 Pais segir, að á þessum fundi (sem var iokaður) hafi páfi meðal annars sagt sem svo: „Margir eru þeir sem misnota það erindi sem þeir hafa fengið frá kirkjunni og boða eigin kenn- ingar sínar í stað sannleika Krists.... Margir eru þeir sem af- baka fagnaðarerindið og gjöra það að tæki fyrir hugmyndafræði og pólitíska herstjórnarlist í við- leitni til að höndla jarðneska tál- frelsun, sem er hvorki mönnum né kirkju til sannra gæða“. Yfirlýsingar um samstöðu hann gengur svo langt í tortryggni sinni á frelsunarguðfræði, að hafna til að mynda því grasrótar- starfi meðal fátæklinga sem henni tengjast, þá á hann tvennt á hættu. Að kirkjan klofni endan- lega í kirkju hinna ríku og hinna fátæku og að hinir fátæku taki sinn Krist með sér í byltinguna en hafni áhrifavaldi háklerka. Hann á þá um leið á hættu að standa uppi með kirkju, sem hefur um aldir verið samsek kúgun og ranglæti með því að þegja yfir framferði hinna gráðugu yfir- stétta álfunnar eða jafnvel með því að breiða sinn rauða serk yfir ódæði hinna litskrúðugu einræð- isherra álfunnar eins og líka hefur hent. Um þetta segir einn frels- unarguðfræðingur, sóknarprest- ur í fátækri sveit í Brasilíu: „Kirkjan á fólkinu í Brasilíu skuld að gjalda. Um aldir var stundað þrælahald í landinu án þess að kirkjan brýndi sína raust til mótmæla. Og það er ekki fyrr en á sjöunda áratug þessarar aldar, að kirkjan fór að víkja frá því að styðja valdhafana eða láta óréttlæti og kúgun á þorra fólks sem vind um eyrun þjóta“. Ef menn á hinn bóginn gerðu ráð fyrir þeim möguleika, að páfi tæki eindregið undir kröfugerð frelsunarguðfræðinga og hefði t.d. ekkert á móti beinum pólit- ískum afskiptum þeirra, þá ætti hann von á klofningi frá hægri, auk þess sem hann ætti erfitt með að sjá fyrir hvað yrði af kaþólskri kenningu í stórpólitískum svipt- ingum sem skekja mundu álfuna til grunna. í þverstœðunni miðri Páfinn stendur mitt í þeirri þverstæðu sem fylgt hefur kirkj- unni jafnlengi og menn hafa reynt að svara því hvað þau um- mæli þýddu, að gjalda beri keisaranum það sem keisarans er og hvernig eigi að samræma þá „friðsamlegu sambúð" við ríkis- vald, yfirleitt heldur illt, en flestir lesa í þessi orð körfu um réttlæti og mannlegan virðuleik snauðra, sem víða má finna í kristilegum boðskap. Menn vita, að lengi vel hefur verið treyst á góðgjörða- starfsemi, viðleitni hinna ríku til að gefa fyrir sálu sinni, sömu- leiðis hefur þjáðum þessa heims verið vísað á hinn næsta. En þessi ráð sýnast duga miklu síður á okkar dögum en lengst af áður. Og í einn farveg renna þá saman sá gamli boðskapur: sýn mér trú þína af verkunum - og svo freistingar róttækra stjórnmálahreyfinga, sem draga fram skýrt þann eld óréttlætis sem á fólkinu brennur og segja: Lýður bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur. Áhrifavald páfans Hinn pólitíski vandi kirkjunn- ar er langsamlega stærstur í ísuöur-Ameríku. En í rauninni er hann eðlisskyldur mörgum öðr- um vanda kirkju og páfa. Það er til dæmis sagt sem svo, að páfi vilji að kirkjan í ættlandi hans, Póllandi, sé virk í stjórnmálum, þótt hann vilji ekki að prestar vasist í stjórnmálum í Suður- Ameríku. Þetta er ekki alveg rétt: einnig í Póllandi mun páfi mæla með vissum mannréttind- um - og einnig þar mun hann vara við því að kirkjan gangi fram fyrir skjöldu í að efna til einskonar uppreisnar gegn ríkisvaldinu. Annar vandi sem Vatíkanið vas- ast í er síður tengdur beinum pól- itískum spurningum - en tengist sem þær við eilífðarvanda hinnar hátimbruðu kirkju: hvert er áhrifavald páfa yfir guðs þjóð ka- þólskri? Hve strangur á hann að vera við óstýriláta klerka og nunnur í Bandaríkjunum eða á Niðurlöndum sem andmæla strangri stefnu páfa í getnaðar- varnarmálum, fóstureyðingar- málum og að enn sem fyrr mega karlar einir taka prestvígslu? Og hvað á hann að segja um þau sérstæðu frávik frá kaþólsk- um sið og boðum, sem upp koma meðal tiltölulega nýskírðs fólks í Afríku? Kirkjan kaþólska hefur um aldur átt í viðureign við óvini sem komu að utan ef svo mætti segja - við efahyggju, guðsafneitun, ver- aldarhyggju, við aðrar kirkjur og trúarbrögð, við guðlaust ríkis- vald. Sumir af þessum andstæð- ingum eru að sönnu að verki enn. En það sérstæða við stöðu ka- þólsku kirkjunnar í dag er kann- ski einmitt þetta: páfastóli og aga hans er ögrað af fólki sem sjálft telur sig vera sanna kaþólikka. Og hvergi kemur sá hnútur fram með jafn skýrum hætti og í deilunum um frelsunarguðfræð- ina í Rómönsku Ameríku. ÁB og frelsunarguðfrœðin Hvernig á að halda upp á Sigurdaginn? Vandrœði Vesturveldanna og deilur í Vestur-Þýskalandi Kohl talar yfir Slesíuþjóðverjum Rauði herinn kominn til Berlínar í maí 1945: sigurhátíð, minningarhátíð, íhugunardagur? En um leið og slíkar fréttir ber- ast er það einnig ljóst að páfi vill ekki hætta sér of langt í ófriði við hin róttækari öfl innan kirkjunn- ar. Hann ítrekar það sem fram kom á frægu Vatíkanþingi um að kirkjan beri hag fátæklinga sér- staklega fyrir brjósti. Hann hefur farið viðurkenningarorðum um það starf, sem er í flestu runnið undan rifjum þeirra sem helst hafa stutt frelsunarguðfræðina: starf grasrótarhreyfinga þar sem prestar hafa forgöngu um að styrkja fátækt fólk til sjálfsbjarg- ar og til að leita réttinda sinna gegn landeigendum og öðru ágjörnu yfirvaldi. Hann hefur farið fordæmingarorðum um efnahagslega og pólitíska kúgun í álfunni. En mörgum finnst að yf- irlýsingar páfa um samstöðu hans með alþýðu séu svo almennt orð- aðar að þær geti ekki vakið neina sérstalra hrifningu. Blaðið NewSweek hefur það eftir séra Juan Vives sem er oddviti stofn- unar í Venezúela sem fæst við mannréttindamál að „Páfi kemur á krepputíma og bisnessfurstar og pólitíkusar landsins nota hann eins og Alka-Seltzer“. Og tals- maður bænafélags í fátækrahverfi í Caracas segir um yfirlýsingar páfa: „Hinir ríku munu ekki skilja erindi hans, því sagan sýnir að það gera þeir aldrei“. í vanda Vissulega er páfinn í vanda. Ef Nú líður senn að því að haldið verður upp á uppgjöf Hitlers- Þýskalands fyrirfjörutíu árum, en það gerðist þann áttunda maí 1945. Sovétríkin efna til mikilla sigurhátíða eins og vonlegt er og minna á það, að þau hafi lagt fram mestan skerf til sigurs yfir Hitler. Vest- urveldin eru hinsvegar í mikl- um vandræðum um það hvað gera skuli. Til dæmis var engu líkara en að stjórn Margaret Thatcher vildi alls ekki efna til neinna hátíða- halda - meðal annars til að þurfa ekki að rifja það upp, að einu sinni voru þeir samherjar Churc- hill og Stalín! En mestu ræður þó um afstöðu bæði Breta, Frakka og Bandaríkjamanna, að Vestur- Þýskaland er sessunautur þeirra í Nató og því eru þessir sigurvegar- ar ófúsir að gera eitthvað það sem gæti vakið upp gremju meðal Þjóðverja. Reynt verður að leggja hátíðahöld upp ekki sem sigurhátíð heldur verður lögð áhersla á frið í Evrópu í fjörutíu ár. Vesturþýska stjórnin hefur ákveðið að áttundi maí skuli þess minnst að Þýskaland var „frelsað undan villimennsku". Þessi for- múla hefur vakið upp óánægju á flestum stöðum. Vogel, formað- ur Sósíaldemókrata, vill að efnt sé til reglulegra hátíðahalda (ekki „íhugunardags“ eins og Kohl segir) því að „þögn á þessum degi táknar siðferðilegt gjaldþrot". Græningjar ganga lengra og með minningarhátíð í Auschwitz- fangabúðunum leggja þeir áherslu á að menn eigi að taka sér stöðu með fórnarlömbum nas- ismans. Frá hægri gagnrýna menn svo Kohl fyrir að tala um „frels- un“ landsins - það sé engin frels- un að landinu er skipt í tvennt segja þessir menn. Verra er þó, að Kohl kanslari hefur að undanförnu brosað nokkuð til samtaka Þjóðverja sem áður bjuggu (eða foreldrar þeirra) í Austur-Prússlandi, nú- verandi vesturhéruðum Póllands og Súdetahéruðum Tékkósló- vakíu. Þessi samtök hafa alltaf haft það efst á dagskrá hjá sér að þessi lönd verði að endurheimta, og í raun og veru vita allir að það verður ekki gert nema með stríði. Stríði sem mundi þýða heimsstyrjöld. Það þykir því ills viti þegar Kohl kanslari ætlar nú að halda ræðu innan skamms yfir um 150 þúsund manna stórfundi Slesíuþjóðverja, sem verður haldinn undir yfirskriftinni „Sles- ía er framtíð okkar í Evrópu frjálsra þjóða“. Pólverjar eru æfir eins og nærri má geta, og Sovétmenn fá nú drjúga ástæðu til að gagnrýna Bonnstjórnina fyrir það að hún sé höll undir „hefndarsinna“. áb tók saman. 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.