Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 14
Vinnuferð til Kúbu sumarið 1985 Mánuður í nýjum heimi. Lagt af stað héðan 28. júní og komið aftur 29. júlí. Áætlaður kostnaður 35.000.-. Umsóknarfrestur er til 10. mars. Umsóknir sendist Vináttufélagi íslands og Kúbu, pósth. 318, 121 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 20798. V.Í.K. Árshátíð Vináttufélags íslands og Kúbu verður að Hverfisgötu 105, efstu hæð, laugardaginn 23. feb. n.k. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Allar veitingar. Húsið opnað kl. 21. Aðgangseyrir kr. 500 með mat og kr. 200 án matar. V.Í.K. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-85002: 19 kV Aflrofaskápar. Opnunardagur: Miðvikudagur 10. apríl 1985, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitu ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. febrúar 1985 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 15. febrúar 1985 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Auglýsið í Þjóðviljanum / ötsDor Ób skans Miklir dýrðardagar eru nú á ís- landi, amk. hér í Reykjavík og nágrenni. Við vöknum upp á morgnana við sólskin og hlýindi ellegar þá milt regn sem minnir helst á maí eða júlí. ísland kemur okkur sífellt á óvart. Það er óút- reiknanlegt. A sunnudag var glampandi sól og hæg svöl gola. Við hjónin fór- um ásamt dætrum mínum tveimur, Védísi og Úlfhildi, suður á Alftanes til að njóta góða veðursins. Flestir hafa sennilega haldið í austurátt þennan dag, upp til Bláfjalla eða austur á Þingvöll en oft er leitað langt yfir skammt. Við ákváðum að skoða Skansinn sem er merkileg forn- leif í landi forsetasetursins á Bessastöðum. í nágrenni Reykjavíkur er fjöldi merkra sögustaða og margt forvitnilegt að sjá en það er eins og fólk átti sig ekki á því. Það þarf að fara eitthvað lengra. Við lögðum bflnum handan forsetasetursins en þar var forseta fáninn á hárri stöng til merkis um að Vigdís væri heima. Og svo héldum við ótrauð yfir þúfur, tún og mýrar. Ekki var nokkra sálu að sjá og við vorum ein í heimin- um. Handan við Bessastaðatjörn grillti í hól eða þústir. Það er Skansinn. Bessastaðatjörn var lögð ísi og við gengum varlega út á hann. ísinn virtist traustur og brátt fór- um við að renna okkur fótskriðu með gleðisköllum og ærslum. Úlfhildur, sem er bara 6 ára, sett- ist á hækjur sér og lét okkur Vé- dísi draga sig á fleygiferð eftir ísn- um. Okkur bar fljótt yfir og áður en varði vorum við komin á hinn merkilega Skans og settumst undir húsveggi kotsins sem þar var og létum sólina verma okkur. Skansinn er gamalt virki sem danskir valdsmenn létu hlaða eftir Tyrkjaránið 1627. Þar voru svo settar fallbyssur sem nú eru löngu týndar. Enn munu þó vera til gamlar fallbyssukúlur af Skansinum. Seinna var svo reist lítið kotbýli við Skansinn og bar það nafn hans. Þar bjó sjálfur Óli skans og Vala konan hans. I minningu þeirra heiðurshjóna sungum við hástöfum Óla skans. A bakaleiðinni, þegar við vor- um á leið yfir ísinn, kvað skyndi- lega við hófatak. Við litum við og sáum fagra sjón. Heill flokkur reiðmanna spretti úr spori eftir garði sem á sínum tíma var gerð- ur til að loka Bessastaðatjörn frá Seylunni svo að sjór rynni ekki inn í hana. Gæðingana bar við himin frá okkur séð og fótaburð- ur þeirra var nettur svo að okkur varð orða vant af hrifningu. Hestamennirnir leiddu svo hest- ana varlega niður á ísinn og sprettu úr spori á svellinu. Dundi í ísnum við hófatakið. Þeir stað- næmdust hjá okkur og sögðust vera að undirbúa sig undir þorr- ablót þá um kvöldið. Hrossin voru sveitt og fjörglampar í augum þeirra. Fólkið var rjótt og ánægt. Svo dönsuðum við á svellinu og hestarnir dönsuðu líka og landið og við urðum eitt. -Guðjón ALÞÝÐUBANDAiAGK) Kvennafyíkingin auglýsir Konur! Mætum í morgunkaffi! Alltaf heitt á könnunni í Flokksmiðstöð AB að Hverfisgötu 105 á laugardagsmorgnum frá kl. 11 -14. Hittumst og spjöllum saman um það sem okkur liggur á hjarta. Miðstöð Kvennafylkingar AB Kvennafylking AB Konur, Konur Fundur í Kvennafylkingu Alþýöubandalagsins áfimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Rannveig Traustadóttir heldur áfram að fjalla um hugmyndafræði kvennafylkinga. Fjöl- mennum Miðstöð Kvennafylkingar AB Rannveig AB Snæfellsnesi sunnan heida Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar kl. 21.00 að Hrossholti í Eyjahreppi. Dagskrá: 1) Bréf kjördæmisráðs AB um atvinnumál. 2) Bjarnfríður Leósdóttir kemur á fundinn og spjallar um verkalýðsmál. Heitt á könnunni. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórnin. Bæjarmálaráð Akranesi Fundurmánudaginn 18. febrúarkl. 20.00. Dagskrá: Fjárhagsáætl- un 1985. Kaffi á könnunni. Stjórnin Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin í Húsi aldraðra á Akureyri laugardaginn 23. febrúar næstkomandi. ★ Hátíðin hefst kl. 20.00 stundvíslega með borðhaldi. ★ Vönduð skemmtiskrá verður auglýst síðar í Þjóðviljanum og/eða Norðurlandi. ★ Að loknu borðhaldi verður stiginn dans við undirleik Sig- urðar Sigurðssonar og félaga. Væntanlegir þátttakendur í hátíðahöldum þessum eru vin- samlegast beðnir að láta skrá sig sem fyrst hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í síma 21264. Alþýðubandalagið Akureyri Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði nk. sunnudag 17. febrúar kl. 20.30. Fundurinn verður í Lárusarhúsi. Rætt um drög að fjárhagsáætlun Akureyrar. Mikilvægt að allir mæti. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Skákmót Nú mæta allir jafnt ungir sem gamlir á febrúarskákmót Æskulýðs- fylkingarinnar. Teflt verður þriðjudaginn 19. febrúarað Hverfisgötu 105, 3. hæð. Hefst taflið kl. 20.30. Kaffi og kökur á boðstólum. Takið tafl og klukku með ef tök eru á. Sósíalíski skókklúbburinn. Þorlákshafnarbúar Almennur fundur um kjaramál og réttindi fisk- verkunarfólks verður haldinn í Félagsheimilinu Þorlákshöfn sunnudaginn 17. febrúar kl. 15.00. Framsögumenn verða þær Bjarnfríður Leósdóttir ný- kjörinn formaður verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalags- ins og Margrét Frímannsdóttir varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins. Þær munu auk þess svara fyrirspurnum. Stjórnin Margrét 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.