Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 14
AIÞYDUBANDAIAGID Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir. Lyfsöluleyfi Laugarnesapóteks í Reykjavík er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilaö að neyta ákvæða 11.gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala (húseignin Kirkju- teigur 21). Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Lyfsöluleyfi Lyfjabúðar Breiðholts (Breiðholtshverfi I og II) í Reykjavík er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11.gr. laga um lyfjadreifingu, varðandi hafnar byggingafram- kvæmdir nýrrar lyfjabúðar að Álfabakka 12. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Lyfsöluleyfi Hveragerðisumdæmis (Ölfus Apótek) er auglýst laust til umsóknar. Dánarbúi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. ágúst 1985. Umsóknir um ofangreind lyfsöluleyfi sendist heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl 1985. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. mars 1985. Svæöisstjórn óskar að ráða sálfræðing, félagsráðgjafa eða starfsmann með hliðstæða menntun til starfa á skrifstofu svæðisstjórnar í fullt starf. Verksvið: M.a. fagleg ráðgjöf og meðferð á þeim sambýlum og skammtímavistun sem Svæðisstjórn annars rekstur á. Fagleg ráðgjöf og leiðbeiningar við aðrar stofnanir fyrir fatl- aða á svæðinu (Skv. 11. gr. laga um málefni fatlaðra). Úrvinnsla umsókna varðandi fjárhagslega aðstoð við fram- færendur fatlaðra (Skv. 10. gr. laga um málefni fatlaðra). Almenn ráðgjöf við fatlaða og/eða aðra aðstandendur þeirra á Reykjanessvæði. Starfa að skipulagsverkefnum á vegum Svæðisstjórnar. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum skulu sendar Svæðisstjórn. Umsóknarfrestur er til 31. mars 1985. Stuðningsfjölskyldur Svæðisstjóm óskar að komast í samband við fjölskyldur sem gætu veitt fötluðum og aðstandendum þeirra stuðning. Stuðningur getur verið með ýmsu móti, allt frá því að að- stoða fatlaða til þess að nýta sér almenn tilboð í þjóðfélaginu og til þess að taka fatlaða einstaklinga inn á heimili sín til lengri tíma. Óskað er eftir annars vegar fjölskyldum búsettum á Suður- nesjum og hins vegar fjölskyldum búsettum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Æskilegt er að viðkomandi fjölskyldur hafi á einhvern hátt haft kynni af fötluðum. Greiðslur samkvæmt kjarasamningi BSRB. Nánari upplýsingargefurframkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 651056 kl. 9 - 12 virka daga. SVÆÐISSTJÓRN REYKJANESSVÆÐIS LYNGÁS 11 210 GARÐABÆ P.O. BOX 132 All/^l VQIMfi um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty AAUV3L- I OIINVa International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býöur fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boönir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviöi læknisfræði eöa skyldra greina (biomedical sci- ence). Hver styrkur er veittur til 6 mánaöa eða 1 árs á skólaárinu 1986-87. Til þess aö eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráöi við stofnun þá í Bandaríkj- unum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upþlýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild Landsspítalans, (s. 29000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. júlí nk. Menntamálaráðuneytið 27. febrúar 1985. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. Rússneski harmónikkuleikarinn Viateslav Semionof. Tónlist Rússneskur nikkari Hingað til lands er nú kom- inn rússneskurharmoniku- leikari til tónleikahalds. Hann heitir Viateslav Semion- of og hefur í mörg ár verið einn fremsti listamaður heims á sínu sviði. Síðan hann lauk námi frá Moskvu hefur hann farið víða um heim og haldið tónleika en nú starfar hann við tónlistarhá- skólann í Rostov. Tónleikar Semionofs verða í Norræna hús- inu annað kvöld, fimmtudag, kl. 20 og verður efnisskráin fjöl- breytt. Hingað til lands kemur Semionof fyrir milligöngu Tón- skóla Emils Adólfssonar. - ÞH Leikarar Mótmœla svikum Á aðalfundi Félags íslenskra leikara, 25. febrúar 1985, var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Félags íslenskra leikara, 25. febrúar 1985, mót- mælir harðlega því tilræði við ís- lenska kvikmyndagerð að svíkja kvikmyndasjóð um það fé sem honum ber lögum samkvæmt. Kvikmyndagerðarmenn, sem hafa Iagt aleigu sína að veði til að auðga íslenskt menningarlíf með innlendri kvikmyndagerð, eiga betra skilið en þá ömurlegu af- greiðslu sem þessi unga listgrein hlaut á Alþingi við gerð fjárlaga. Fundurinn skorar á yfirvöld menningarmála að beita sér af alefli fyrir því að staðið verði við þau fyrirheit um aukinn stuðning við kvikmyndagerð sem gefin voru með nýsamþykktum lögum um kvikmyndasjóð.“ (F réttatilky nning) Spói Ó þýsku Komin er út á þýsku barnasagan SPÓI efíir Ólaf Jóhann Sigurðsson í þýðingu Owe Gustafs, en Heinz Ro- dewald hefur gert myndskreytingar við bókina. Þessi saga af spóanum sem taldi sig vitrari og ættgöfgari öðr- um fuglum kemur út í flokki bamabóka sem út em gefnar í smáu broti í Þýska alþýðulýð- veldinu og heita einu nafni Die kleinen Trompetenbúcher. Eru þær bækur þegar orðnar um 170. Owe Gustafs hefur þýtt fleiri bækur Ólafs Jóhanns á þýsku. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kvennastefna 9. og 10. mars Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastefnu í Ölfus- borgum 9. og 10. mars. Dagskrá: 1. Atvinnu- og kjaramál 2. Staða heimavinnandi fólks 3. Baráttuleiðir kvenna 4. Störf kvenna í AB - Kvennafylkingin - Fundaröð í vor. (Sjá nánar um dagskrána í Þjóðviljanum 27. febrúar). Kvennastefnan er opin öllum konum í Alþýðubandalaginu og öðr- um stuðningskonum flokksins. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrifstofu flokksins Hverfisgötu 105( sími 17500) sem allra fyrst. Þær sem hafa ( huga að taka börn með eru beðnar að taka það fram við þátttökutilkynningar. Nánari upplýsingar um kostnað o.fl. á skrifstofunni. Alþýðubandalagið Atvinnumálaráðstefna á Hvammstanga Ráðstefna um atvinnumál á Hvammstanga og V-Húnavatnssýslu verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga nk. laugardag 9. mars og hefst kl. 14.00 Jón Bjamason skólastjóri á Hólum ræðir um framtíðarmöguleika i landbúnaði og úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þórður Skúlason sveitastjóri ræðir um atvinnumál í sýslunni. Ragnar Arnalds alþingismaður ræðir um byggðaþróun og eflingu atvinnulífs. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið Jón ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Aðalfundur ÆF Reykjavík verður haldinn laugardaginn 9. mars nk. Fundurinn hefst kl. 10.00 fyrir hádegi og er ætlunin að Ijúka venju- legum aðalfundarstörfum þá fyrir hádegið, meðtaka og ræða skýrslu fráfarandi stjómar og kjósa nýja. - skipulagsmál ÆFR - fjármál/fjáröflun - útgáfumal - fræðsluefni og námskeið - léttmeti (ferðalög, skemmtikvöld...) Bráðnauðsynlegt er, að sem flestir mæti á þennan fund. Skólafólk Æskulýðsfylkingarfólk í öllum skólum. Skólamálahópur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að hitt- ast nk. fimmtudag 7. mars kl. 20.00. Tengiliðar í öllum skólum látið endilega sjá ykkur. Umræðurefnið: Pólitík í skólum og skólamál almennt. Skólamálahópurinn Ungir sósíalistar Rabbfundur um alþjóðamál Ungir sósíalistar á Norðurlandaráðsþingi (frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð) koma og segja frá samtökum sínum og alþjóðastarfi þeirra. Staður og stund: Hverfisgata 105 fimmtudaginn 7. mars kl. 20.00. Utanríkismálanefnd ÆF Æskulýðsfylkingin Skólafólk Æskulýðsfylkingarfólk úr öllum skólum! Skólamálahóþur Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að hittast á fimmtudaginn (7.3.) klukkan átta. Tengiliðar í skólum, látið endilega sjá ykkur. Umræðuefni: Pólitík í skólum - almenn skólamál. Nefndin Stjórnarfundur Fundur verður í stjórn ÆFR í dag miðvikudaginn 6. mars kl. 18.00. Fundarefni: Aðalfundurinn 9. mars nk. Mikilvægt að aðalmenn og varamenn mæti. Áhugafólk velkomið. ÆFR Veistu að? Nú förum við í gang með leiklistarnámskeið. Það verður hopp og hí og hörkupúl. Leiðbeinandi verður Margrét Óskarsdóttir. Nánari uþþlýsingar um tilhögun verður í blað- inu næstu daga. Þeir sem hafa áhuga á hressi- legu starfi láti skrá sig á flokksskrifstofunni, s. 17500. Hressar Margrét

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.