Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Húsavík Atvinnulífið hrynur Verður Kolbeinsey ÞH10 seldfrá Húsavík á uppboði? Mikill kvíði meðal bœjarbúa Ljóst er að skuttogarinn Kol- beinsey ÞH 10 frá Húsavík fer á uppboð. Greiðslufrestur út- gerðarfélagsins Höfða h.f. á tæp- um 200 miljónum króna rann út sl. mánudag og þessi skuld verður ekki greidd, það er einfaidlega ekki hægt að greiða hana. Skuld þessi er tilkomin vegna gengis- hækkunar dollarans, en veitt var 5 miljón doliara ián til smíði skipsins á Akureyri 1981. Utgerð- arfélagið hefur alltaf staðið í skUum með hin lögboðnu 20% af skiptaverðmæti afla. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Húsavík verði Kolbeinsey ÞH seld burt frá Húsavík á nauðung- aruppboði? Svörin voru öll á eina leið þegar spurt var á Húsavík: Hrun atvinnulífsins á staðnum, fólksflótti og stórfelld lækkun á fasteignaverði. Á síðasta ári aflaði Kolbeinsey PH 3200 lestir af bolfiski, sem er 40% af þvi hráefni sem barst til Fiskiðjusamlagsins, en það er eina frystihúsið á staðnum með 200 til 250 manns í vinnu í öllum greinum fiskvinnslunnar. Verði skipið selt burtu munu strax missa vinnuna 100 til 150 manns, sjómenn og landverkafólk. Talið er að á bak við hvert starf í fram- leiðslu séu 2,5 störf í þjónustu, sem aftur þýðir að á milli 300-400 manns mun að lokum missa vinn- una. Þegar þess er gætt að alls eru íbúar Húsavíkur 2500 er hér ekki um neitt smámál að ræða fyrir kaupstaðinn. Talið er að tekjumissir bæjar- búa sem af þessu hlytist gæti orð- ið 130 til 150 miljónir króna á ári, eða sem jafngildir einu togara- verði. Þá er ótalin sú röskun sem yrði á högum bæjarbúa, svo sem íækkað fasteignaverð, fólksflótti úr bænum í leit að atvinnu og fleira. Þjóðviljinn var á ferð um Húsavík um síðustu helgi og spurði nokkra aðila um þetta mál og fara svörin eftir hér á síðunni. -S.dór Kristján Ásgeirsson framkv.stj. Höfða hf. Þessu fylgir mikil óvissa Jósef Matthíasson og Elísabet Sigurðardóttir Jósef Matthíasson og Elísabet Sigurðardóttir Þá fer illa fyrir mörgum Greiðslufresturinn rennur út mánudaginn 4. mars og það eru rétt tæpar 200 miijónir króna, sem við eigum að greiða, vegna gengishækkunar dollarans frá því við tókum 5 miljón dollara lán 1981. Þessar 200 miljónir get- um við að sjálfsögðu ekki greitt og því verður skipið sjálfsagt að fara á uppboð og það verður án efa slegið Fiskveiðasjóði. Þar með þyrfti Fiskveiðasjóður að fá um 260 miljónir fyrir skipið, sem að sjálfsögðu aldrei fæst. Sam- kvæmt tillögu ráðherra á sjóður- inn að finna út viðmiðunarverð og selja skipið á því og að heima- menn hafi forgang þegar sú sala á sér stað, þ.e. að þeir gangi inní að jöfnu. Alt er þó í óvissu um fram- kvæmdina á tiimælum ráðherra og þannig stendur þetta mál nú, sagði Kristján Asgeirsson útgerð- arstjóri Höfða h.f. sem gerir Kol- beinsey út. Kristján sagði að allt frá því Kolbeinsey kom til Húsavíkur á miðju ári 1981 hafi skipið aflað vel og rekstur þess gengið mjög Kristján Ásgeirsson Selfoss ~nr rauna- strætó í þessum mánuði verður gerð tilraun með innanbæjarstrætó á Selfossi. Það er foreldra- og kennarafélag Barnaskólans sem stendur fyrir framtakinu í sam- vinnu við Séleyfisbifreðar Sel- foss. Farnar verða fjórar ferðir á dag um bæinn eftir tveimur leiðum. I morgunsárið, á hádegi og síðdeg- is. Þessi tilraunaakstur mun standa út þennan mánuð. Far- gj aldið er 5 kr. fyrir börn og 15 kr. fyrir fullorðna. - >g- vel. Hinar lögboðnu greiðslur í vexti og afborganir, sem eru 20% af skiptaverðmæti afla hefðu ævinlega verið greiddar. Skulda- söfnunin sem átt hefði sér stað væri eingöngu afleiðing af gengis- hækkun dollarans. Allir stjórnmálaflokkarnir sem aðild eiga að bæjarstjórn Húsa- víkur eru sammála um að halda skipinu. í því augnamiði var skipuð nefnd sem í eiga sæti efstu menn bæjarstjórnarlistanna og hefur hún unnið og vinnur enn að lausn málsins. Enda er það eðli- legt að bæjarstjórnin hafi for- göngu í málinu, sagði Kristján, vegna þess að missir skipsins snertir alla bæjarbúa. Til þess að gera sér grein fyrir því hve mikilsvert málið væri fyrir Húsvíkinga nefndi Kristján að út- flutningsverðmæti þess afla sem Kolbeinsey kom með að landi á síðasta ári væri um það bil 130 miljónir króna. Laun til sjó- manna og þess fólks er unnið hefði aflann í landi væri um 52 miljónir. Þessa upphæð mætti svo margfalda með 2,2 þegar hún veltist út í bæjarlífið. Allir gætu séð hvaða áhrif það hefði fyrir bæjarlífið að missa útsvar af þess- ari upphæð. Óhætt væri að áætla að tekjumissir bæjarins yrði um það bil helmingur ef Húsvíkingar misstu skipið. Því myndi einnig fylgja fólksflótti úr bænum í kjölfar þess atvinnuleysis sem verður ef skipið fer. Hér er því um svo stórt mál að ræða, að menn þora varla að hugsa þá hugsun til enda hvað verður ef okkur tekst ekki að halda skipinu, sagði Kristján Ás- geirsson. -S.dór að hefur áður komið fram í fréttum að þetta yfirlit yfir þingfréttir Sjónvarpsins sem ég vann að beiðni útvarpsstjóra ber ekki að skoða sem þá úttekt sem Ingibjörg Hafstað fór fram á, sagði Páll Magnússon fréttamað- ur þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á ummælum Ingibjargar sem birtust hér í blaðinu í gær. - Þetta yfirlit er listi yfir þær fréttir sem sagðar voru af þingi á umræddum tíma, þar sem til- greint er hvaða mál var fjallað um, sagt hverjir voru nefndir með nafni og hve löng fréttin var í flutningi. Það var svo um það tal- að að ef útvarpsráð tæki ákvörð- un um að gerð yrði nánari úttekt á fréttaflutningi Sjónvarpsins Verði Kolbeinsey seld burtu frá Húsavík fer illa fyrir mörg- um. Eg er hræddur um að margir hér í nýja hverfinu muni þá missa húsin sín. Ef svo illa fer, þá sé ég enga aðra leið en fara héðan burt í atvinnuleit, hér á Húsavík yrði yrði hún falin manni utan stofn- unarinnar, enda fáránlegt að ég geri úttekt á sjálfum mér. Þess vegna skil ég ekki hvað Ingibjörg á við með tali sínu um hroka. í öðru lagi er störfum Alþingis svo háttað að langflest mál eru lögð fram í upphafi þings en þessi tími sem yfirlitið nær til eru þing- lok í fyrra, þegar umræðan sner- ist mest um fjárlagagatið, og byrjun nóvember í haust, mánuði eftir að þing kom saman. Það er því eðlilegur fréttaflutningur að fjalla um þau mál sem eru í deiglunni hverju sinni. Loks hef ég ekki farið fram á neina afsökunarbeiðni frá Ingi- björgu. í bókun hennar segir ber- um orðum að þingfréttaritari þá enga vinnu að fá, sagði Jósef Matthíasson rúmlega tvítugur háseti á Kolbeinsey, sem ásamt konu sinni, Elísabetu Sigurðar- dóttur, er nýbúinn að byggja sér hús og að sjálfsögðu með allt í skuldum. Sjónvarpsins hafi margbrotið lög í umfjöllun sinni um störf þings- ins. Ég tel mig hafa beitt almennu faglegu fréttamati í mínum störf- um og svo fæ ég að heyra það frá einum yfirmanni mínum að með því hafi ég brotið lög. Það sem ég er að leita eftir er úrskurður um það hvort svo sé og þá frá þeim sem telur sig þess bæran að kveða upp slíkan úrskurð. Ég vil ekki sitja undir þessu, sagði Páll. Inga Jóna Þórðardóttir for- maður útvarpsráðs sagði að til hefði staðið að ræða yfirlit Páis á fundi ráðsins sl. föstudag en af því gat ekki orðið og er þess að vænta að málið verði aftur á dag- skrá næsta föstudag. Þau sögðu að þeim hefði tekist að standa í skilum með því að Jósef var á skipinu 310 af 355 út- haldsdögum þess í fyrra og hún vinnurutan heimilis. Málin stæðu þannig hjá þeim að ekkert mætti útaf bera í atvinnumálunum, boginn væri spenntur til hins ítr- asta. Og þannig er ástatt með fleiri hér í hverfinu, sjáðu þessi 3 hús hér fyrir ofan okkur. Það fólk sem á þau, á allt sitt undir því að Kolbeinsey verði áfram gerð héð- an út. Ef ekki, þá blasir íbúða- missir við þeim eins og okkur og mörgum fleirum, sagði Jósef. Hann sagði að málið hefði að sjálfsögðu hvergi verið meira rætt en um borð í Kolbeinsey. Mjög margir um borð segjast munu flytja burt frá Húsavík ef skipið verður selt héðan. Og ég er nærri viss um að við missum skipið, sagði Jósef, og þeir eru margir hér á Húsavík sem nú bíða milli vonar og ótta um framhald málsins. Ef skipið verður selt og menn ætla að flytjast burtu, hver er þá til að kaupa húsin þeirra? Enginn, þau verða bæði verð- lítil og sjálfsagt óseljanleg, segja þau hjónin. Þeim bar einnig sam- an um að þessi óvissa gerði þeim ókleift að gera einhverjar fjár- hagslegar ráðstafanir. Maður þorir engu í því sambandi eins og málin standa nú, sagði Elísabet. -S.dór Kœrumál Yfirlit, ekki úttekt Páll Magnússon fréttamaður: Fáránlegt að ég geri út- tekt á sjálfum mér. Vil fá úr því skorið hvort ég hafi brotið lög - ÞH Miðvikudagur 6. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.