Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Sjómannasamningarnir Víða mikil óánægja 70-80% á móti í Vestmannaeyjum. Skiptar skoðanir á Snœfellsnesi. Eyfirðingar fresta ekki verkfalli. Austfirðingar fella samninginn ínœr öllumplássunum Ljóst er að sjómannasamning- arnir hafa hlotið mjög mis- jafnar móttökur á fundum sjó- mannafélaganna um land allt og víða í stærstu verstöðvum er talið vist að mikill meirihluti sjómanna hafi greitt atkvæði gegn samning- unum. Forystumenn sjómanna telja töluverðar líkur á því að samningarnir hafí verið felldir og verkfall sjómanna skelli á að nýju þegar í dag þegar búið verður að telja upp úr kössunum. í Vestmannaeyjum greiddu um 230 sjómenn atkvæði um nýju samningana og sagði Elías Björnsson formaður sjómanna- félagsins Jötuns í gær, að líklega hefðu 70-80% fundarmanna ver- ið á móti samningunum. „Það var mikill hiti í mönnum og stór meirihluti greinilega á móti“. Á Suðurnesjum samþykktu öll sjómannafélögin utan Grinda- víkur að aflétta ekki verkfalli fyrr en þeir bátar er þjófstörtuðu væru búnir að taka upp net sín og komnir að Iandi. Baldur Matt- híasson í Sandgerði sagði að mikil reiði væri í sjómönnum þar, en óvíst að segja til um hvernig kosningin fór. í Hafnarfírði greiddu 50 sjó- menn atkvæði og var mikill meiri- hluti þeirra á móti samningunum. í Reykjavík voru um 60 á fundi sjómannafélagsins og að sögn Guðmundar Hallvarðssonar kom fram mikil óánægja, einkum um útgöngu yfirmanna og kostnaðar- hlutdeildina. Einnig hefðu togar- asjómenn verið óánægðir, en þeir fengu minnst út úr samningun- um. Á Akranesi var yfirgnæfandi hluti fundarmanna á móti samn- ingunum að sögn Guðmundar M. Jónssonar formanns sjómanna- deildar verkalýðsfélagsins. „Ég hef aldrei staðið frammi fyrir öðr- um eins fundi.“ sagði Guðmund- ur. Sjómenn á Snæfellsnesi virtust flestir gera sig ánægða með samn- inginn, en að sögn forystumanna félaganna hefur verið rhjög góð veiði í Breiðafirði og menn vildu komast sem fyrst á sjó. Á Hellis- sandi var hins vegar mikil óá- nægja og greinilegur meirihluti á móti. í Olafsvík og í Stykkishólmi voru menn frekar ánægðir, en skiptist í tvö horn í Grundarfirði. „Það var ekki gott hljóð í mönnum hér,“ sagði Guðjón Jónsson formaður Sjómannafé- lags Eyjafjarðar, en þar greiddu um 100 manns atkvæði. Félagið frestaði ekki verkfalli og sömu sögu er að segja frá félagsfundum á Olafsfirði, Siglufírði og Sauðár- króki. Á Austurlandi er talið sérstak- lega hjá hverju félagi og voru samningarnir felldir á Vopna- firði, á Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvtk, en samþykktir á Reyðarfirði og á Stöðvarfirði. Sigfinnur Karlsson formaður Alþýðusambands Austurlands sagði í gær að enginn frestur yrði gefinn. „Fyrst búið er að fella samningana, þá ætlum við að fá eitthvað út úr því. Enginn árang- ur varð af fundi með útgerðar- mönnum á Austfjörðum vegna sérkjara". Á Höfn í Hornafirði voru menn einnig óánægðir með samninginn og sagðist Sigurður Örn Hannes- son, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls, telja víst að mikill meiri- hluti félagsmanna hefði greitt at- kvæði gegn samningunum. -*g- 'TORGIÐ: Það hillir undir Skýrsluvéla og deildarinnar! sameiningu Hreinsunar- Kennarar Steingrímur tekur á móti framhaldsskólakennurunum Heimi Pálssyni (íslenska, MH) og Kristjáni Thorlacius, formanni HÍK (danska, saga, Fjölbraut Ármúla): málið er í höndum annarra ráðherra... Mynd: -eik. Fundur í dag F ramhaldsskólakennarar halda fund með samninganefnd rflrisins í dag og er að sögn Krist- jáns Thorlaciusar formanns HÍK ætlunin að reyna að fá frekari skýringar á skriflegum yfirlýsing- um nefndarinnar um sérstöðu kennara. Einnig verða rædd áhrif skýrslu endurmatsnefndar á samningaviðræður kennaranna. í gær gengu fulltrúar kennara á fund forsætisráðherra og fræddu hann um kjör sín. „Við áttum við hann notalegt spjall," sagði Kristján Thorlacius, og sagðist Steingrímur munu reyna að beita sér einsog hann gæti, - málið væri að vísu í höndum annarra ráð- herra. -m Miðstjórn ASÍ Virðisaukaskattur eykur skattbyrði launafólks Upptaka virðisaukaskatts í stað söluskatts myndi spara atvinnu- rekendum tvo miljarða. Einkaneysla myndi hœkka um 3 prósent. Lánskjaravísitala um 4.5 prósent. Byggingarkostnaður um 8 prósent M eð því að taka upp virðis- aukaskatt í stað söluskatts munu atvinnurekendur spara nærri tvo miljarða króna. Til að standa straum af þeim tekjumissi sem rflrissjóður yrði fyrir af þess- um sökum þyrfti álagningarpró- senta að hækka úr 23,5 prósent- um i 29 prósent til að ná sömu Og-þú-líka-Brútus Oþolandi athafnaleysi Samband ungra Framsóknarmanna: Þingflokkar stjórnarliðsins bera höfuðá- byrgðina Þetta athafnaleysi er óþolandi - athafnir verða að koma í stað orða. Þingflokkar stjórnarliðsins bera höfuðábyrgð á þeirri töf sem orðið hefur, segir m.a. í harð- orðri ályktun frá miðstjórn Sam- bands ungra Framsóknarmanna sem fjölmiðlum hefur borist. Ein- ungis slík stefnubreyting ríkis- stjórnarinnar getur orðið ,/or- senda þess að rflrisstjórnin öðlist traust almennings á nýjan leik“. í ályktuninni sem ber heitið „Athafnir í stað orða“ (Hjá Verslunarráðinu var heitið á leiftursóknarstfefnunni nánast hið sama), segir m.a., að áherslu þurfi að Ieggja á að „laða til þátt- töku í íslensku atvinnulífi erlenda aðilja". En „í allan vetur hefur þjóðin beðið með eftirvæntingu eftir ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar til nýsköpunar atvinnulífs- ins. Enn hefur ekkert gerst, en því fleiri yfirlýsingar gefnar um væntanlegar aðgerðir". _^g tekjum af sömu vöru og þjónustu. Þessar upplýsingar koma fram í umsögn miðstjórnar ASÍ, sem samþykkt var fyrir skömmu um frumvarp til laga um virðis- aukaskatt. í umsögninni segir meðal ann- ars: „Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að skattprósentan í virð- isaukaskattkerfi verði hærri en er í núverandi söluskattskerfi, held- ur verði sparnaði atvinnurekenda mætt með því að fella niður þær undanþágur sem eru varðandi söluskatt af ýmsum nauðsynjum. í þessu sambandi vegur þyngst hækkun matvæla um 18.9 prósent að mati þeirra sem sömdu greinargerðina með frumvarp- inu. Þá er orka til húshitunar und- anþegin söluskatti í dag og mundi húshitun því hækka sem skatt- prósetnunni nemur. Byggingar- kostnaður er að hálfu leyti und- anþeginn söluskatti í dag en sam- kvæmt frumvarpinu yrði greiddur virðisaukaskattur af íbúðabyggingum og byggingar- kostnaður þeirra mundi því hækka um nálægt 8 prósent en samtímis myndi kostnaður við at- vinnuhúsnæði lækka“. í umsögninni er talið að verð- lag einkaneyslu muni hækka að minnsta kosti um 3 prósent og lánskjaravísitalan um 4 og hálft prósent við breytinguna. Miðstjórn ASÍ er því andvíg frumvarpinu, þar sem það felur í sér verulega tilfærslu á skattbyrði frá fyrirtækjum til neytenda, og telur „brýnna úrlausnarefni að herða innheimtu söluskatts og tryggja betri skattskil almennt". (Nánar verður greint frá þessu síðar). -ÖS ■ 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Meindýr Tölvuvædd rottugildra fra Japan Rottur valda skemmdum á tölvum í Japan með því að pissa á þœr og éta leiðslur Rottur eru fjórði mesti skaðvaldur tölva í Japan á eftir vatni, bruna og eldingum. Þær laðast að suðinu í tölvunum og hafa svo þann leiða sið að éta rafleiðslur í tölvunum og pissa á þær. Japanskir tölvusérfræðingar hafa hins vegar skotið rottuplágunni ref fyrir rass með því að búa til tölvuvædda rottugildru. Gildran gefur frá sér suðhljóð, sem rottunum finnst jafnvel enn ómótstæðilegra en suðið í tölvunum. Þegar rotta laðast svo að suðinu og kemur upp að gildrunni fer af stað tölvustýrð loftsuga sem sýgur rottumar upp í gildruna. Þvínæst er dælt á hana koltvísýringi svo veslings rottan hverfur á örskammri stund yfir í annan heim, Tölvugildran pakkar svo hinum jarðnesku leifum nagdýrsins á sjálf- virkan hátt inní snyrtilegar umbúðir sem eru jafnframt sótthreinsaðar. Leifum rottunnar er þvínæst spýtt út úr gildrunni og morguninn eftir kemur svo starfsfólkið og fleygir innpakkaðri rottunni útí tunnu! -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.