Þjóðviljinn - 06.03.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 06.03.1985, Page 4
LEIÐARI Ragnhildur og kennaradeilan Þaö hefur verið býsna fróölegt að fylgjast meö tvöfaldri afstööu Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráðherra, í kennaradeilunni sem nú stendur yfir. Með annarri tungunni keppist hún við að lýsa því yfir við kennara að auðvitað skilji hún málstað þeirra og hafi samúð með þeim. Hina tunguna notar hún hins vegar til að fordæma launabaráttu þeirra í fjölmiðlum, og ásakar þá um ábyrgðarleysi fyrir að „skilja nem- endur eftir í reiðileysi". Nú hefur þessi undarlega tvíbenta afstaða ráðherrans komið í Ijós með enn gleggri hætti. Fyrir helgina lýsti hún því yfir án nokkurs fyrir- vara, að tekið yrði „tillit til sérstöðu kennara". Um helgina kom svo fram álit svokallaðrar endurmatsnefndar, sem hefur unnið að endur- mati á kennarastarfinu. Frá því er skemmst að segja, að í álitinu er greint frá því að kennarar hafi dregist aftur úr hvað varðar launakjör, og auk þess bent á ýmislegt sem kennarar reiða af höndum án þess að metið sé til launa. Á mánu- daginn kom svo fram tilboð frá samninganefnd ríkisins til Bandalags háskólamanna: þar var lagt til 5 prósent launahækkun yfir línuna - án þess að nokkurt tillit væri tekið til „sérstöðu kennara“ Orð Ragnhildar um „tillit“ til kennara eru því greinilega einskis virði. Hún segir eitt í daa og annað á morgun. A meðan að æðsti yfirmaður skólamála á landinu horfir þannig aðgerðarlaus á fram- haldsskólana lamast, þá vofir yfir að námsvetur þúsunda ungmenna um allt land eyðileggist að meira eða minna leyti. Hvað finnst þeim fjöl- mörgu foreldrum og kennurum sem hingað til hafa stutt Ragnhildi og flokk hennar, um frammistöðu beggja í kennaradeilunni? Staðreyndin er því miður sú, að frumkvæði Ragnhildar Helgadóttur í menntamálum hefur einungis beinst að því að hnika skólastarfinu aftur á bak. Um það votta mýmörg dæmi: • Á síðasta ári kom hún í kring 2.5 prósent niðurskurði á kennslukostnaði í grunn- skólum og framhaldsskólum. • Á síðasta ári beitti hún sér fyrir 4 prósent „sparnaði“ í rekstri grunnskóla. • Hún skar niður endurmenntunarnámskeið Kennaraháskólans að verulegu leyti í sumum greinum. • Hún skar niður prófanefnd, sem sá um sam- ræmdu prófin. • Hún rak alla námsstjórana á síðasta ári og Það hefur tæpast farið fram hjá neinum að formaður Alþýðuflokksins leggur ofuráherslu á að biðla til hins hefðbundna fylgis Sjálfstæðis- flokksins. í því skyni hefur hann meðal annars tekið upp þá sérstæðu tækni að í öllum efnum sem varða utanríkismál límir hann sig einsog frímerki aftan á bakhluta Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur einna best fram í því að hann hefur - andstætt fyrri stefnu Alþýðuflokksins - lýst sig andvígan hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Af þessu tilefni er rétt að minna á, að allir réði síðan einungis þá, sem voru að hennar eigin höfði. Þróunarstarfið sem unnið var á þeirra vegum hefur síðan minnkað verulega, meðal annars vegna breytinga á störfum þeirra sem Ragnhildur kom í kring. • Hún batt enda á mjög merkilegt þróunarstarf í samfélagsfræði sem naut alþjóðlegrar at- hygli og stöðvaði starfsemi Wolfgangs Edel- stein, víðskunns sérfræðings í skólamálum, sem hafði unnið um 15 ára skeið að uppbygg- ingu samfélagsfræðikennslu hér á landi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Ragnhildur Helgadóttir hefur lamað þann vaxtarbrodd sem var að finna í íslenskum skólamálum. Aðgerðarleysi hennar í kennaradeilunni sem nú stendur yfir er því í stíl við fyrri afrek ráðherr- ans. jafnaðarmannaflokkar hinna Norðurlandanna eru hliðhollir því að Norðurlöndin verði lýst kjarnorkuvopnalaus svæði. Sinnaskipti Alþýðuflokksins eru auðvitað stór- pólitísk tíðindi og Jón Baldvin hlaut enda fyrir verðskuldaða rassskellingu frá Anker Jörgen- sen oddvita danskra Jafnaðarmanna, sem kvaðst lítt fýsa að hitta hinn íslenska kollega sinn. Þetta sýnir auðvitað það eitt að Jón Baldvin er á hraðri leið með Alþýðuflokkinn frá hinni hefð- bundnu jafnaðarstefnu og stefnir bersýnilega rakleiðis í náðarsæng íhaldsins. ÖS Ferðalag Alþýðufloklcsins KLIPPT OG SKORHE) Nú er að líða árið sem ríkisstjórnin rændi af nemendum. (Sbr. árin sem engispretturnar átu). Kaldlynd ráðsmennska Menntamálaráðherrar þeirra ríkisstjórna sem sátu að völdum fram að valdatöku núverandi stjórnar gættu þess mjög í störf- um sínum að húmanismi nyti sín á alla lund. Mildi þessara ráðherra verður enn auðsærri þegar sam- anburður er gerður við þá ráðs- mennsku sem nú þykir fín. í umræðu á alþingi orðaði Hjörleifur Guttormsson breyt- inguna í viðhorfum til skólanna svo: „Sú bjartsýni sem einkenndi störf í skólunum fyrir nokkrum árum hefur eðlilega farið dvín- andi í Ijósi þeirra sérkennilegu viðhorfa sem komið hafa frá ráð- herrum þessarar ríkisstjórnar og skýrast komu fram í ummœlum hjá hœstvirtum fjármálaráðherra á síðasta hausti og landsfleyg urðu“. Tilboð ríkisvaldsins í fyrradag um 5%-kauphækkun til BHM- ara er dæmigert fyrir þessi sér- kennilegu kaldlyndu viðhorf ríkisstjórnarinnar til menntamála og afhjúpa svo ekki verður um villst viðhorf til kennara og menntamála. Hið virta fréttablað Hið virta fréttablað Morgun- blaðið gleymdi að segja frá til- boði ríkisvaldsins til BHM- manna í gær. Það sætir þannig ekki tíðindum á því bóli, að kenn- urum, sem fram að þessu hafa notið sérstaklega árvekni menntamálaráðherrans og ríkis- stjórnarinnar allrar samkvæmt túlkunum Morgunblaðsins, skuli vera pakkað inní heildarsamn- ingaviðræður við rúmlega 20 að- ildarfélög BHM. Það er nú for- gangurinn og flýtirinn á málinu í menntamáia- og fjármálaráðun- eytunum. 5%-tilboðið er ekki síður at- hyglisvert fyrir þá sök, að marg- sinnis hefur komið fram viður- kenning ríkisvaldsins á því að launamismunur ríkisstarfsmanna og þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði er gífurlegur. Gunnar Schram benti ráðherrum sínum á þetta í umræðu á alþingi: „Ef laun framhaldsskólakennara eru borin saman við meðaltal launa háskólamanna sem vinna hjá einkafyrirtækjum kemur í ljós að laun framhaldsskólakenn- ara eru 81% lægri en það meðalt- al sem er í einkageiranum. Og munurinn á launum háskóla- menntaðra manna hjá ríkinu og á frjálsa markaðnum er í dag 61% Tilboð ríkisstjómarinnar var ekki 81%, ekki 61% - það var 5%. Hurðarásinn Kunningi klippara, sem er framhaldsskólakennari, leit við þegar verið er að hamra þessar línur á blað. „Ég hefþað sjálfsagt mun skárra en ýmsir aðrir, - en hjá mér gengur dæmið samt sem áður ekki upp“. Hann er með 22 þúsund króna grunnlaun, en með yfirvinnu yfir vetrarmánuðina getur hann haft uppí 30 þúsund króna mánaðar- laun. Þetta er karl giftur og þau hjón eiga tvö börn. Eiginkonan vinnur í einkageiranum, sem skrifstofumaður og hefur ögn skárri laun, er með um það bil 18 þúsund króna mánaðarlaun fyrir 60% vinnu. Og hvernig gengur að lifa? „Petta er allt einn hurðar- ás,“ segir hann. „Ég á ekki annað orð yfir þá ríkisstjórn sem nú situr að völd- um, heldur en að þar séu saman komnir ótíndir rœningjar". Heyrðu vinur, svona fullyrðingar verðurðu að rökstyðja í virtu dag- blaði, segi ég við hann. „Fyrst rœnir þessi ríkisstjórn af launa- fólki jafnt og þétt laununum. Pað er ekki annað en rán, að afnema með lögum verðbætur á laun. Og þegar ránskjaravísitalan og fjár- magnsránið bætist við, þá er nafngiftin komin á hreint. Égskal segja þér dæmi um litlu íbúðina okkar“ Miljona- ævintýrið „Þegar við keyptum íbúðina okkar fyrir fjórum árum, var ætl- unin að gæta hófs, enda töldum við okkur geta ráðið við litla þrig- gja herbergja íbúð, 80 fermetra að stærð" „Lánin á íbúðinni þóttu viðráð- anleg á sínum tíma, um áramótin 1980181. Pá tókum við lífeyris- sjóðslán að upphæð 90 þúsund krónur. Afþví höfum við borgað um 100 þúsund krónur þessi fjögur ár. Um síðustu áramót var þetta 90 þúsund króna lán komið uppí með öllu 360 þúsund krón- ur“. „Þá tókum við lítið G-lán hjá Húsnæðisstofnun uppá 40 þús- und krónur. Það lán er núna komið uppí 111 þúsund krónur. Þetta miljónaævintýri er ekki komið til vegna þess að við höfum reist okkur hurðarás um öxl, heldur vegna þess í fyrsta lagi að ríkisstjórnin kippti launavísitölu- nni úr sambandi og í öðru lagi hefur hú tekið upp geggjaða frjálshyggjupeningastefnu. Við gjöldum þess og nú segi égstopp". Engu að tapa Pessi framhaldsskólakennari í fjögurra manna fjölskyldu kvaðst engu hafa að tapa lengur. „/ fyrsta skipti í okkar heimilisrekst- ri þurftum við að taka lán einfald- lega fyrir nauðþurftum heimil- isins, nú eftir áramótin, launin duga okkur einfaldlega ekki til framfærslu“. Kennarinn tók fram, að að- stæður hans væru alls ekki verri en margra annarra kollega hans. Þetta væri það sem háskólamenn byggju almennt við í dag - og margt annað launafólk í landinu. Hann benti á að afleiðingarnar af kaupráninu væru mun skugga- legri en atvinnulausir kennarar: grunnskólakennarar hafa þegar flúið tugum saman, virtir skóla- menn í framhaldsskólunum væru að hætta endanlega, nemendurn- ir væru að glata öryggi og menntun. „Þetta er árið sem ríkis- stjórnin stal frá nemendum, “ sagði hann, með tilvísun til áranna sem engispretturnar átu. -«g DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Otllt og hónnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, augiýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Askriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.