Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 5
....byggingar kostnað opinberra bygg- inga Kristín S. Kvaran hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráð- herra svohljóðandi: Hver er byggingarkostnaður opinberra bygginga á vegum ríkisins miðað við fullbúið húsnæði, reiknaður á rúmmetra eða fermetra hverju sinni? Óskað er eftir skriflegu svari, sundurliðuðu eftir verkefn- um. ....byggingar framhaldsskóla Kristín S. Kvaran hefur lagt fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra um endurskoðun reglna um byggingar framhaldsskóla. Kristín spyr hvað líði endur- skoðun þessara reglna. ....bankaþóknun vegna erlendra lána Kolbrún Jónsdóttir hefur lagt fram fyrirspum til viðskiptaráð- herra um þóknun til banka fyrir að hafa milligöngu um erlendar lántökur og breytingar á óhag- stæðum erlendum lánum. Kol- brún spyr um heildarþóknun bankanna vegna þessa s.l. þrjú ár og einnig hve útgerðin hafí greitt bönkunum mikið á því tímabili, sundurliðað á hvert fiskiskip. Pá spyr hún um hvaða reglur gildi um þóknun sem þessa og hvort reynt hafi verið að breyta óhag- kvæmum erlendum lánum í hag- kvæmari bæði hvað varðar gjald- miðil og vexti. ....löggjöf um samvinnufélög Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn til viðskipta- ráðherra svohljóðandi: Hvað líð- ur undirbýningi að nýrri löggjöf um samvinnufélög og samvinnu- sambönd sem ákveðin var með ályktun Alþingis 29. maí 1980? ....val gjaldmiðla i erlendum lánum Kjartan Jóhannsson hefur lagt fram fyrirspurn til viðskiptaráð- herra svohljóðandi: Er rétt að út- flutningsframleiðendur, sem fá erlend lán, geti ekki tekið þau í þeim gjaldmiðli sem þeir óska eftir og þá t.d. ekki í þeim gjald- miðli sem gildir við sölu á fram- leiðslunni? Telur ráðherra, ef rétt reynist, að þetta sé eðlilegt eða hefur hann í hyggju að beita sér fyrir breytingum á því? ....ávöxtun gjaldeyrisforða Kjartan Jóhannsson hefur lagt fram fyrirspurn til viðskiptaráð- herra um ávöxtun gjaldeyrisforð- ans. Kjartan spyr hvernig Seðla- banki og viðskiptabankarnir ávaxti gjaldeyriseign íslendinga og hver meðalávöxtun hafi verið s.l. þrjú ár. Til samanburðar spyr hann um hverjir meðalvextir á skuldum landsmanna hafi verið á sömu árum. Frá 1982 hafa útflytjendur aukið sinn hlut í verðmætinu um fjórðung og hirða 10% hagnað meðan prjónastofur tapa 1% og saumastofur tapa 3%. _ Ullariðnaðurinn Utflytjendursvelta framleiðendur Hirða 10% hagnað meðan prjóna- og saumastofur tapa 1-3% Verð til framleiðenda hefur lœkkað um fjórðung á fjórum árum Útflytjendur í ullariðnaði, með Álafoss í broddi fylkingar, hafa nú tæp 10% tekna sinna í hreinan hagnað á sama tíma og tap saumastofanna er tæp 3% og tap prjónastofanna rúmlega 1%. Frá 1981 hefur hallað verulega á framleiðend- ur í ullariðnaði og á síðasta ári fengu þeir aðeins 34% af út- flutningsandvirðinu í sinn hlut í stað 50% 1981. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Þjóðhags- stofnunar á ullariðnaðinum. „Þetta er öfugþróun“, sagði Ragnar Arnalds á alþingi sl. þriðjudag, „og tryggja verður að forystuafl útflytjenda, Álafoss, sæki ekki ávinning sinn af slíku ofurkappi að framleiðendur verði skildir óvígir eftir“. Ragnar benti á að prjóna- og saumastofur væru mikilvægir staðir í atvinnu- lífinu víða um land og ef þær legð- ust niður vegna taps, meðan út- flytjendur hefðu umtalsverðan hagnað, myndu byggðarlögin veikjast verulega. Tilefni umræðnanna var fyrir- spurn sem Þórður Skúlason, varamaður Ragnars, lagði fyrir iðnaðarráðherra í byrjun febrú- ar. Hann spurði m.a. um þessa þróun, hvort iðnaðarráðherra þætti hún eðlileg og hvað ráðu- neytið hygðist gera. Sverrir Hermannsson sagði í svari sínu að þessi þróun gæti ekki talist eðlileg. Hins vegar yrði að hafa í huga sívaxandi alþjóð- lega samkeppni í ullariðnaði bæði hér heima og erlendis. Fram- leiðendur yrðu að huga að lang- tímaþróun þessarar iðngreinar og haga aðgerðum sínum eftir því. Þá sagðist ráðherra nýlega hafa látið gera athugun á stöðu ullar- iðnaðarins sl. 10 ár og á því tíma- bili hefði verðmæti útfluttra ullarvara aukist um 288% í doll- urum meðan heildarverðmæti út- flutningsins hefði aukist um 127%. Þá benti hann á að ísland væri eina landið þar sem störfum í ullariðnaði hefði fjölgað eða um 13% á þessu sama tímabili. Ekki væri við því að búast að sú þróun héldi áfram nema samkeppnis- hæfnin yrði aukin verulega. Ráðuneytið vildi stuðla að því og hefði nýlega ákveðið að veita Landssamtökum prjóna- og saumastofa 300 þúsund króna styrk til hagræðingarátaks. Ráð- herra tók að lokum undir orð Ragnars um mikilvægi þessarar iðngreinar fyrir atvinnulífið úti um land. Ragnar þakkaði svör ráðherra, en sagði þörf á snarpari við- brögðum til að koma í veg fyrir að ullariðnaðurinn yrði að velli lagður. Hvatti hann ráðherra til Á s.l. 10 árum hefur verðmæti útfluttra ullarvara aukist um 288% í dollurum meðan heildarútflutningsverðmæti iðnaðarins hefur aukist um 127% að láta þessi mál frekar til sín taka. Guðrún Helgadóttir spurði af þessu tilefni hvað orðið hefði af ályktun alþingis 1982 um að skipa nefnd til að bæta listhönnun m.a. á innlendum iðnaðarvörum, en ekkert hefði frá nefndarskipan- inni heyrst. Sverrir Hermannsson sagði að sú ályktun hefði eflaust verið send menntamálaráðuneyti á sínum tíma og það væri því fyrr- verandi ráðherra, Ingvar Gísla- son, sem ætti sómann af fram- kvæmdum í því efni. -ÁI Föstudagur 8. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.