Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 6
ÞJÓÐMÁL Fjörugur fundur Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld Hreyfiaflið er frelsi einkagróðans Þinghólsfundur AB: spurt um ránskjaravísitölu, skattamál, hús- nœðismál, skoðanakannanir, kaup þingmanna, vinstri viðrœður, mál- efni fatlaðra, atvinnumál, vexti. Frelsi einkagróðans er hreyfiaflið í íslensku samfélagi um þessar mundir og þeir sem ekki dansa eftir þeim takti hreyfast ekki úr stað. Hver otar sínum tota og andskotinn er látinn um að hirða þann aft- asta. Undirstöðuatvinnuveg- irnir hafa stöðvast enda Seðla- bankinn ráðgjafinn varðandi lántökur í dollurum. Viðskipta- hallinn er 4800 miljónir eða sem svarar 100.000 krónum á hverja 5 manna fjölskyldu. Skattfrjáls skuldabréfakaup eru látin viðgangast og stór- gróðamenn aðstoðaðir eftir föngum við að hirða eignir af almenningi. Lögbirtingarblað- ið er órækasta sönnun þess. Á hinn bóginn stofnar ríkis- stjórnin ráðgjafarþjónustu við Húsnæðisstofnun til að leiðbeina fólki við að hagræða snörunni um hálsinn. Á þessa leið mæltist Geir Gunnarssyni alþingismanni á fjörugum fundi Alþýðubanda- lagsins í Þinghóli í Kópavogi í fyrrakvöld. Tæplega 100 manns héldu upp stemmningu með stöð- ugum fyrirspurnum og ábending- um til alþingismannanna Geirs, Svavars, Ragnars, Helga, Stein- gríms og Guðrúnar Hallgríms- dóttur. Fundurinn var enda- punktur yfirferðar forystu Alþýðubandalagsins um Kópa- vog, en fyrr um daginn höfðu menn heimsótt yfir 50 vinnustaði í bænum og rætt við hundruð starfsmanna um stjórnmálin í landinu. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins hélt einnig ræðu á fundinum. Hann kvað Bókamarkaður Máls og Menningar Líkamsrækt - Jane Fonda ásamt kassettu eða plötu. á aðeins kr. 598.- Bókaveisla fjölskyldunnar Bókabúð LMÁLS & MENNINGAR J LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Um 100 manns komu á fundinn í Kópavogi en fyrr um daginn hafði forystusveit Alþýðubandalagsins heimsótt um 50 vinnustaði í bænum. Ljósm. E.ól. og atvinnuveganna, 2) auka framleiðslu og framleiðni og nefndi hann sem dæmi að full nýt- ing sjávarafla gæfi þjóðarbúinu 5- 6 miljarða króna í tekjur á ári 3) skera yrði niður yfirbygginguna í einkageiranum og gróða millilið- anna en kaffibaunamál SÍS væri gott dæmi um falinn gróða afæt- uaflanna í þjóðarbúinu. Á fundinum kom fram fjöldi fyrirspurna. Spurt var um tillögur Álþýðubandalagsins varðandi málefni fatlaðra og rakti Helgi Seljan tillögur og framkvæmdir í þeim efnum undir stjórn Alþýðu- bandalagsins í síðustu nkisstjórn. Spurt var hvort kaupmáttar- trygging ylli óðaverðbólgu. Ragnar Arnalds taldi slíka trygg- ingu nauðsynlega en hliðarráð- stafanir yrði jafnframt að gera eins og að lækka vexti og auka tekjur ríkisins með harðari skatt- heimtu og tilfærslu einkagróðans til samneyslunnar. Spurt var um álit forystu flokksins á fylgisaukningu Jóns Baldvins samkvæmt skoðana- könnunum. Svavar taldi ástæð- urnar margar en ein þeirra væri eftirspum fólks eftir galdra- mönnum, manni sem gæti töfrað hvítar kanínur upp úr hatti sín- um. Önnur skýring væri sú að Jón Baldvin væri ákaflega eftirlátur íhaldinu og auglýstur upp af málgögnum þess. Eða í hvaða málum væri hann andsnúinn Sjálfstæðisflokknum? Þá taldi Svavar að Jón Baldvin hefði haft frítt spil á síðustu mánuðum og hann hefði komist upp með að styðja ránsvextina, verslunarf- relsið og að hann hefði setið hjá í álmálinu án þess að vera spurður grimmilega út í þá hluti. Fyrirspurnirnar á þessum fundi forystumanna Alþýðubandalags- ins með félögum sínum í Kópa- vogi skiptu tugum og enginn kostur hér og nú að rekja þær allar. En víst er að margur fór af fundi fróðari um stefnu flokksins í landsmálum. —v. Svavar Gestsson: Lágmarks- tekjutryggingin er 14.075 krónur í dag en ætti að vera 21.000 krónur miðað við kaupmátt áranna 1980-82. Ljósm. E.ÓI. ríkisstjórnina vera aðal efnahags- vandamálið á íslandi í dag. Eina varanlega lausnin á efnahags- vandanum væri að koma stjórn- inni frá. Frelsi fjármagnsins væri að kollkeyra þjóðarskútuna sem sæist best á því að sjávarútvegur- inn væri að líða undir lok vegna vaxtaokurs banka og sjóða undir verndarvæng ríkisstjórnarinnar. Svavar nefndi sem dæmi að ef vextir sjávarútvegs væru lækkað- ir um helming mætti hækka kaup fólksins þar um 30-35% án þess að tilkostnaður ykist. Þá vék hann að húsnæðismálunum og sagði að í þeim geira væru að eiga sér stað mestu tilfærslur á fjár- magni sem um getur í sögu lýð- veldisins. Neðanjarðarhagkerfið blómstraði á kostnað alþýðu- heimilanna sem væru í hundraða vís að missa eigur sínar í kjaftinn á veðmöngurum. Nefndi Svavar sem dæmi mann sem tók lífeyris- sjóðslán upp á 50.000 krónur 1979 og greiddi 15% af launum sínum í afborganir og vexti árið eftir en á síðasta ári hefði afborg- unin numið 31% af launum! Þama sæju menn ránskjaravísi- töluna í verki og engar áætlanir væru uppi um það hjá stórnvöld- um að stöðva þann leik. Annað dæmi um fáránleika ránskjaravís- itölunnar væri sú staðreynd að brennivínshækkanir stjórnvalda á síðasta ári hefðu orsakað 27.000 króna hækkun á verði íbúðar í verkamannabústöðum! Svavar ræddi ýtarlega um til- lögur Alþýðubandalagsins til lausnar þeim vanda sem við væri að etja. Um leið og tækist að koma ríkisstjórninni frá yrði að hafa það að markmiði að 1) flytja fjármagn frá milliliðum og neð- anjarðarhagkerfi til almennings ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Aðalfundur ÆF Reykjavík verður haldinn laugardaginn 9. mars nk. Fundurinn hefst kl. 10.00 fyrir f ' degi og er ætlunin að Ijúka venju- legum aðalfundarstörfum þá yrir hádegið, meðtaka og ræða skýrslu fráfarandi stjórnar og jósa nýja. - skipulagsmál ÆFR - fjármál/fjáröflun - útgáfumal - fræðsluefni og námskeið - léttmeti (ferðalög, skemmtikvöld...) Bráðnauðsynlegt er, að sem flestir mæti á þennan fund. Athygli vakin á leiklistarnámskeiði! Þann 12. mars hefst 3ja vikna öðru vísi leiklistarnámskeið, þ.e. óvenju skemmtilegt. Námskeiðið verður haldið á þriðjudagskvöld- um og á laugardögum að Hverfisgötu 105. Aðaláhersla verður lögð á framsögn og leikræna tjáningu. Leiðbeinandi er Margrét Óskars- dóttir. Þátttökugjaldi verður stillt mjög í hóf svo missið ekki af þessu einstæða tækifæri. Skráning á flokksskrifstofunni, sími 17500. Hressi hópurinn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.