Þjóðviljinn - 08.03.1985, Síða 7
Jk
sumrin. Mest eru það Svíar sem
koma en líka Þjóðverjar. Á vet-
uma liggur svo bæjarlífið niðri að
mörgu leyti og flestir að heiman í
námi. Súsanna er í enskunámi í
Ábo í Finnlandi en ég, sagði In-
ger, flutti upp í sveit og stunda nú
búskap.
Við á Álandseyjum eru afskap-
lega stolt yfir að á eyjunum er
enginn her og herskylda þaraf-
leiðandi engin. Álandseyjar sem
eru um 6500 talsins tilheyra Finn-
landi en hafa heimastjórn og
eigin fána. Þó við tilheyrum Finn-
landi er sænska okkar móðurmál
en við verðum að læra finnsku til
að geta lokið stúdentsprófi.
Eiginlega höfum við verið alltof
löt við að læra finnsku, þar er
kannski um að kenna sterkum
áhrifum frá Svíþjóð enda stutt
þangað. Það er heldur enginn
finnskur skóli á eyjunum og alla
bóklega framhaldsmenntun
verðum við að sækja út fyrir
landsteinana. Þeir sem velja
verknám hafa hins vegar meiri
möguleika á eyjunum sjálfum.
Ætli það sé ekki nokkuð jöfn
skipting milli þeirra sem fara í
framhaldsnám í Svíþjóð og Finn-
landi.
Nei, við höfum ekki kynnst
mörgum íslendingum. Þeir voru
líka fámennir á æskulýðsþinginu.
Við höfum bara enn sem komið
er skoðað borgina hér, farið í
búðir og þess háttar. Um síðustu
helgi fórum við svo í Hollywood
og vorum mest hissa á þeim sið að
stelpumar dönsuðu bara við
stelpur og strákarnir við stráka.
Það var bara einn sem bauð mér
upp, segir Susanna, en þegar
hann heyrði að ég var útlending-
ur var hann horfinn á augabragði,
segir hún og hlær. Vinur okkar
einn sem fór með reyndi líka ár-
angurslaust að bjóða upp íslensk-
um dömum en þær fúlsuðu allar
við útlendingum, segja þær
stöllur og glotta.
- Nei, segja þær stöllur og líta
hvor á aðra, okkur fannst ekki
mikil ölvun þarna. Það
skemmtilegasta við þennan stað
að okkar mati var klæðaburður-
inn. Unglingar hér virðast klæða
sig persónulegar en til dæmis í
Svíþjóð. í Stokkhólmi eru allir 17
ára unglingar með sams konar
hárgreiðslu og í eins fötum. Ung-
lingar hérna virðast þora meira
að klæða sig sem einstaklingar,
sögðu þær Susanna og Inger að
lokum. -aró
Næstur á vegi Glætunnar varð
ungur maður, Ole Markussen,
einn af fulltrúum Grænlands á
æskulýðsþingi Norðurlandaráðs.
Glætan spurði hann um kynni
hans af íslendingum og um
Græniandi og svaraði hann
þessu:
Við grænlensku fulltrúarnir
höfum eiginlega ekki kynnst ís-
lendingum á þinginu. Fyrst og
fremst kannski vegna þess að
flugvélinni sem við komum með
seinkaði og við misstum af kynn-
ingunni í upphafi þingsins. Og
það hefur verið nóg að gera. En
við gáfum okkur samt tíma til að
fara á 3 skemmtistaði, Holly-
wood, Safarí og Óðal. Mér fannst
vera afslöppuð og góð
stemmning á Óðali. Það sem
stakk mig í augun á hinum stöð-
um var þetta hræðilega smink á
stúlkunum. Þær voru einhvern
veginn svo óeðlilegar og minntu
helst á útstillingargínur.
Ég hef ekkert komist út fyrir
borgarmörkin en var hérna í eina
viku fyrir nokkrum árum og fór
þá og skoðaði Geysi og hvera-
svæði. Ég var nefnilega veður-
tepptur hérna, það var svo vont
veður á Grænlandi að það var
ekki hægt að fljúga þangað.
- Ég er frá Narsaq, það er 2
þúsund manna bær á Suður-
Grænlandi, en er í menntaskóla í
Nuuk. Eftir stúdentspróf ætla ég í
Ole Markussen. Ljósm. - E.ÓI.
Af Álandseyjum og Grænlandi
Um síðustu helgi var haldið á
Hótel Loftleiðum Æskulýðsþing
Norðurlandaráðs. Þar kom sam-
an ungt fólk frá öllum Norður-
löndunum og reifað ýmis mál.
Eftir þingið hefur sumt af þessu
unga fólki setið í Þjóðleikhúsinu
og fylgst með gangi mála þar.
Glætan náði í 3 fulltrúa af æsku-
lýðsþinginu, tvær stúlkur frá Á-
landseyjum og einn pilt frá Græn-
landi og hafði við þau ör-örstutt
viðtöl.
Efst á svölum Þjóðleikhússins
hitti Glætan tvo fulltrúa Álands-
eyja, þær stöllur Súsönnu Skog-
berg og Inger Andersson. Þær
tóku sér hlé frá áheyrninni til að
segja nokkur orð um lífið á Á-
landseyjum.
- Við erum báðar fæddar og
uppaldar í Mariehamn, höfuð-
borg Álandseyja. Mariehamn
getur þó varla talist annað en
bær, þar búa um 10 þúsund
manns og við þekkjum svo að
segja hvern einasta kjaft á okkar
aldri. Lífið þar er mjög árstíða-
bundið, þetta er ferðamannabær
og mikill ferðamannastraumur á
Susanna Skogberg og Inger Andersson
háskóla í Danmörku. Á Græn-
landi er enga framhaldsmenntun
að fá. Allt námsefni er á dönsku
og við tölum dönsku í öllum tím-
um nema auðvitað í grænlensku-
tímum en þeir eru 3 í viku.
Ætli það sé ekki svipað að vera
ungur hér og á Grænlandi. Nema
kannski að atvinnuleysi er þar
mikið. Þar er líka erfitt að koma
sér upp þaki yfir höfuðið, í Nuuk
til dæmis þurfa menn að bíða upp
undir 10 ár eftir íbúð. Eru sumir
að spá miklum landflótta vegna
þessa. Atvinnuleysi er ekki þann-
ig til komið að Danir taki vinnu
frá okkur.- Grænlendingar hafa
forgangsrétt í starf fram yfir Dani
ef merintun þeirra er sambærileg.
Hins vegar hefur menntunar-
skortur hamlað okkur og þess
vegna eru margir Danir í störfum
sem krefjast háskólamenntunar.
En ég hef engar áhyggjur af fram-
tíð landsins. Það hefur átt sér stað
hugarfarsbreyiing hjá ungum
Grænlendingum, þeir afla sér
menntunar og ætla sér að búa í
sínu landi, Grænlandi, sagði Ole.
aró
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir ( 3) 1. Method of modern love - Hall & Oates ( 5) 2. Solid - Ashford and Simpson ( -) 3. Love and prlde - King ( -) 4. Kao Bang - Indochina ( 8) 5. Invlslble - Alison Moyet ( 2) 6. This Is not America - David Bowie ( 6) 7.1 want to know what love is - Foreigner ( 9) 8. Don’t look any further - Dennis Edwards ( 1) 9. Forever young - Alphaville ( -) 10. You are spinning around like a record - Dead or alive Rás 2 1(1) Save a Prayer - Duran Duran 2 (2) Love and Pride - King 3 (4) Solid - Ashford og Simpson 4 (3) Moment of Truth - Survivor 5 (10) This is not America - David Bowie og Pat Metheny Group 6 (12) Kao-Bang - Indochine 7 ( 8) 1 know hlm so well - Elaine Paige og Barbara Dickson 8(5) Forever Young - Alphaville 9 (5) Shout - Tears for Fears 10 (-) You Spin me Round (Like a Record) Dead or Alive Grammid ( -) 1. Meat is murder - The Smiths ( 1) 2. Hateful of hollow -The Smiths ( 8) 3. She’s the boss - Mick Jagger ( -) 4. Treasure - Coucteau Twins ( -) 5. First circle - Pat Methany Group ( -) 6. High land, hard rain - Aztec Camera ( 2) 7. Dreamtime - Cult ( 6) 8. Pop - Tones on Tail ( 4) 9. Aura - King Sunny Adé and African Beats ( 3) 10. The waking hour - Dali's Car