Þjóðviljinn - 08.03.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Síða 8
GLCTAN Hl Starfslaun 'SÍflf handa listamönnum áriö 1985 Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa ís- lenskum listamönnum árið 1985. Umsóknirskulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 10. apríl n.k. Umsóknirskulu auðkennd- ar: Starfslaun listamanna: í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grund- vallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1984. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1984 gilda ekki í ár. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1985. flAUSAR STÖÐUR HJÁ I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Skrifstofumenn hjá Innkaupastofnun. Vélritunar- og málakunnátta áskilin. • Skrifstofumaður hjá Innkaupastofnun. Starfiö er m.a. fólgið í sendiferöum. Upplýsingar veita Sigfús Jónsson og Sævar Fr. Sveinsson í síma 25800. • Rafmagnseftirlitsmaöur í innlagningadeild Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Iðnfræðingsmenntun áskiiin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 686222. • Bókasafnsfræðingur (deildarstjóri) óskast viö nýtt útibú í efra Breiðholti. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borgarbóka- safns í síma 27155. Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. mars 1985. Sjúkraþjálfarar Þroskahjálp á Suðurnesjum óskar að ráða 2 sjúkra- þjálfara við endurhæfingarstöð félagsins að Suður- völlum 9 í Keflavík. Laun skv. kjarasamningum BHM. Viðkomandi þurfa helst að geta hafið störf 15. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar veita Margrét Garðarsdóttir sjúkraþjálfari í síma 92-3330 eða Sigríður Þórarins- dóttir yfirsjúkraþjálfari í síma 92-2781. Stjórnin. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða YFIRUMSJÓNARMENN M/SÍMRITUN til starfa í Neskaupstað og á Höfn. Nánari upplýsingar verða veittar hjá stöðvarstjórum í Neskaupstað og á Höfn. LAUSAR STÖÐUR Viftureimar, platínur, kveikjuhamar og þéttir, bremsuvökvi, varahiólbaröi, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum á neyöarstundum. UMFERÐAR RÁÐ Meistarakeppni í diskódansi Nú um helgina verða undan- - Tónabær í Reykjavík föstu- rásir í íslandsmeistarakeppninni í daginn 8. mars kl: 20.00-01.00 diskódansi um land allt. Keppt - Dynheimar á Akureyri föstu- verður á eftirtöldum stöðum: daginn 8. mars kl: 20.00-01.00 - íþróttahúsið á Egilsstöðum laugardaginn 9. mars kl: 20.00 - Kiwanishúsið í Vestmanna- eyjum laugardaginn 9. mars kl: 20.00 Úrslitakeppnin verður síðan haldin laugardaginn 16. mars í Tónabæ. Glæsileg verðlaun verða veitt og sem dæmi má nefna: 1. Sólarlandsferð til Rhodos m/ Samvinnuverðum & Landsýn 2. 20.000 kr. fataúttekt frá tísku- vöruversluninni Goldie. 3. Aðgöngumiðar á „Litlu Hryll- ingsbúðina“ Auk þessa verða veittir bikarar og verðlaunapeningar fyrir verð- launasæti bæði fyrir einstaklings- og hópdans. Þessi íslandsmeistarakeppni er nú haldin 4. árið í röð og mun úrslitakeppnin fara fram í Tóna- bæ eins og venjulega. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda á undnaförnum árum og oft hafa færri áhorfendur komist að en vildu. í ár mun sjónvarpið taka keppnina upp og sýna hana í sér- stökum dansþætti einni vikur eftir úrslitakeppnina. Æskulýðsráð Reykjavíkur og Tónabær standa fyrir þessari keppni í samvinnu við Danskenn- arasamband íslands. Allar upplýsingar varðandi keppnina eru veittar í Tónabæ í síma 35935. Lukku Láki hættur að reykja! Lukki Láki: strá í stað sígarettu. Það voru ánægjulegar fréttir sem birtust nýlega í tímariti Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar, „World Health", þess efnis að teiknimyndahetjan Lukku Láki væri hættur að reykja. „Það var ekki svo auðvelt að breyta þessu“ er haft eftir Maurice de Bevere sem teiknar Lukku Láka undir nafninu „Morris“. „Sjáðu til, Lukku Láki er gerð- ur eftir hinni dæmigerðu vestra- ímynd sem við höfum séð í bíó þar sem hetjurnar vöfðu sínar eigin sígarettur og reyktu þær. Lukku Láki ferðast um vestrið, berst m.a. við ræningja og óald- arlýð, alltaf með sígarettu ding- landi í munnvikinu. „Það var slæmt fordæmi fyrir unga fólkið að fyrirmynd þess, hetjan, var síf- ellt reykjandi. Mér fannst betra að Lukku Láki reykti ekki fram- ar“. Lukku Láki, sem er þekktastur evrópskra kúreka, er „fæddur" á fimmta áratugnum þegar fínt þótti að reykja og áður en sam- hengið á milli reykinga og sjúk- dóma var uppgötvað. En sígarettan, sem hefur allan þennan tíma verið eins og hluti af Láka, er nú farin og í hennar stað er komið strá. Það er ósennilegt að hin nýja ímynd kúrekans komi til með að valda aðdáendum hans vonbrigðum og hafa neikvæð áhrif á bóksöluna. „Þvert á móti kann svo að fara að hún aukist“, segir listamaðurinn, „vegna þess að sumir foreldrar munu telja það gott að hann reykir ekki lengur, þá sé hann betri hetja. Ég býst ekki við að missa lesendur - alls ekki“. Það er aldrei of seint að hætta! Nágrannar Hér á eftir fara nokkrar heimspekilegar hugleiðingar Pét- urs frá Holti um nágranna. Eitt af hryllilegustu fyrirbær- um plánetu jarðar eru tvímæla- laust nágrannarnir (því miður). Þessi skolpræsiskvikindi stunda bókstaflega persónunjósnir og það af miklu kappi. Sem dæmi get ég tekið kvikindi sem býr héma við hliðina á mér. Það hef- ur sett á braut umhverfis jörðu gervihnetti sem skipta tugum, í Ijósi þess að geta fylgst með hverju fótspori allra nágrann- anna hér í hverfinu. Þessi tegund kvikinda nefnist „sníkjudýr“ og Hér er fjörið Friðarviku félagsmiðstöðv- anna lýkur nú í kvöld með dansiböllum og uppákomum: FÖSTUDAGUR 8. mars: í Árseli treður hljómsveitin NT eða No Times upp með frum- samda tóniist frá kl. 8 til 11.30. í Bústöðum verður hátíðaball í tilefni friðarvikunnar með dans- og tískusýningu frá kl. 8 til 12. er mjög útbreidd í Suður- og Vestur-Evrópu. Hún varð til á endurreisnartímabilinu, eða endurfæddist réttara sagt, því að þessi tegund grófst undir ís á ís- öldinni en varð síðan aftur út- breidd þegar prófessor Dúrgen fann síðustu frumuna af þessu tagi í Suður-Evrópu af tilviljun, og byrjaði að fjölga þessum kvik- indum á ný. Þau hafa fjölgað sér svo ört að allt að 65% jarðarbúa teljast „sníkjudýr“. „Snýkjudýr- in“ svokölluðu þekkjast á því að þau em með grængulan gröft á vinstri handlegg og einnig á því að þau egnast mjög er þau heyra orðið ííígghhíííí. Hið hreinræktaða mannkyn er nú að gera ráðstafanir um það hvemig eigi að eyða „sníkjudýr- unum“ og það kemur sem fyrst og fremst til greina er að hið hreinræktaða mannkyn verði flutt á plánetum Gopplas og látið bíða þar uns plánetan jörð verður sprengd með geislavirku efni er kallast x,13M en þetta efni eyðir aðeins „sníkjudýmnum". Dýr gróður, byggingar og vatn hald- ast óskert og mannkynið getur snúið aftur og verið hamingju- samt. Pétur frá Holti Óvæntur glaðningur við dyrnar. í Fellahelli er friðarvikuball frá kl. 8 tU 12. Tónabær verður lagður undir forkeppni meistarakeppni ung- linga í diskódansi frá kl. 8 til 11. í Þróttheimum verða á dagskrá ýmis skemmtiatriði frá hinum fé- lagsmiðstöðvunum kl. 8 tU 12. LAUGARDAGUR 9. mars: í Agnarögn dansiball og diskótek frá kl. 9 til 1. í Traffic er dansiball á föstudags- kvöld kl. 9 tU 2. Á laugardags- kvöld er dansiball og seinni hluti dagskrár um tískuna ’85. Nú fer hver að verða síðastur að sjá Draugasónötuna í MS. Sýning sunnudagskvöld kl. 20.30. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.