Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 12
VETRARÍÞRÓTTIR I hengiflugi í Heinabergsfjöllum Ari T rausti Guðmundsson segir frá ævintýralegri vetrarferð Alpaklúbbsins í Heinabergsfjöll á páskum 1984 íslenski Alpaklúbburinn er félagsskapur vaskra manna í Reykjavík og nágrenni sem hafa sérhæft sig í fjallgöngum og klifri við erfiðar aðstæður. Einn úr þessum hópi er Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur og menntaskóla- kennari. Við fengum hann til að segja okkur frá ævintýra- legri ferð sem þeir félagar fóru um páskana í fyrra, en þeir eru vanir að nota páskana til þess að fara í meiri háttar leiðangra. í þetta sinn var ferðinni heitið að klettadrangi sem heitir Humarklóin og er í Heina- bergsfjöllum vestan undir Fiá- ajökli fyrir ofan Mýrar í A- Skaftafellssýslu. Humarklóin er í 1255 metra hæð og hefur aldrei verið klifin af mönnum svo vitað sé. Það hefur löngum freistað okk- ar að kanna óþekktar slóðir, sagði Ari, og drangur þessi er eins og tvíodda nál og því eggj- andi viðfangasefni. Við undir- bjuggum okkur vel og spáðum í hugsanlegar leiðir eftir kortum, sem reyndar eru ekki nægilega nákvæm til af þessu svæði. Við ákváðum samkvæmt því að fara inn Heinabergsdalinn sem skerst inn í Breiðabungujökulinn og fara síðan í austur yfír fjöllin upp að Klónni. Annar hugsanlegur möguleiki var að fara sjálfan Fláajökulinn, og það sýndi sig reyndar að sú leið myndi vera auðveldari. Sigurður Guðjóns- son bóndi á Borg ók okkur inn að Heinabergi og við fluttum far- angur okkar þaðan að dalkjaftin- um. Þaðan ætluðum við síðan inn í dalbotn, en þangað reyndist nánast ófært vegna gilja. Við urð- um því að breyta um áætlun, fór- um yfír ána og gengum þaðan austur á fjallsrana sem heitir Geitakinn til að fá útsýni. Ekki sáum við Humarklóna þaðan og fórum að halda að hún væri ekki til. Landslagið þarna er tignar- legt, há og brött fjöll með skrið- jöklum í hlíðunum og líktist meira Alpalandslagi en nokkru öðru. Við sáum hins vegar að fært myndi inn dalinn að vestanverðu og ákváðum að fara þá leiðina búnir klifurgræjum og viðlegu- búnaði til að liggja á jökli. Þetta voru fjallþungar klyfjar. Um þetta leyti skall á norðan- stormur með brunagaddi, en veður var heiðskírt, og við ákváð- um að fara í skjóli utan í hlíðinni og síðan upp á fjallshrygg sem liggur upp að Bakkatindi sem er í yfir 1000 m hæð. Þetta reyndist vera klifurleið með hvössum hnífseggjum þannig að við urðum að klifra utan í hlíðinni. Fyrir neðan okkur voru djúp og snar- brött gil og af og til komu ísfláar þar sem hægt var að fóta sig í hliðarhallanum. Einn okkar fór þó flatt á því og datt, - flaug niður fláann en gat stöðvað sig með ís- exinni eftir um 200 m fall. Við slíkar aðstæður er ekki rétt að beita fótunum í mótspymu, því b þá eiga menn á hættu að steypast heljarstökk, réttara er að fara á bringunni og beita fyrir sig ísex- í inni eins og í þessu tilfelli. Hann t hélt áfram ferðinni þótt hann fyndi til eymsla, en eftirá uppgö- tvaðist að hann var rifbeinsbrot- i inn. r Þessi ganga okkar endaði upp á i Bakkatindi. Þaðan sáum við inn á l Vatnajökul og niður á Fláajökul- i inn, - en ekki sást Humarklóin. Við ákváðum því að fara inn á næsta tind fyrir innan. Sums stað- t ar þurftum við að síga eða klifra í utan í þverhníptum hamraveggj- unum, en við komumst engu að t síður upp á Vörðutind örþreyttir j og kaldir og höfðum þá verið 8 i klukkustunndir á göngunni. Frá Vörðutindi er óviðjafnan- a legt útsýni, en inn af honum var einn tindurinn enn, og ekki sást sjálf Klóin. Við þurftum þarna að i gera það upp við okkur hvort við vildum liggja úti um nóttina til að ii komast á innsta tindinn, sem i heitir Múlatindur, eða hvort við. í ættum að snúa við. t Við tókum síðari kostinn og i töldum sjálfum okkur trú um að i Humarklóin væri ókleif. Við á- r kváðum að leita okkur leiðar nið- ur eftir gilhryggjunum niður í r Heinabergsdaíinn, enduðum í í miklum giljum og komumst loks- r ins út dalinn eftir að hafa verið 14 r klukkustundir á göngu. Þessi ferð var ekki til einskis 5 þótt Humarklóin væri óunnin, 3 því við teljum að Bakkatindur 'í hafi aldrei verið klifínn áður og trúlega Vörðurtindur ekki held- ur. En við ákváðum semsagt að geyma Humarklóna til betri tíma og fórum vestur í Kálfafellsdal daginn eftir, þar sem við áttum eftir tvo óklifna tinda. Við réðum þó ekki við þá fyrir hvassviðri og sandroki, það var ekki stætt þeg- ar kom upp í hlíðarnar inni í daln- um. Þegar ég spurði Ara Trausta í hvaða tilgangi hættuferðir sem þessar væru farnar sagði hann að það væri þeim bæði skemmtun, hvatning og áeggjan að kanna áður ókannaðar slóðir og ekki síður að reyna sig gagnvart nátt- úrunni. Þessi ferð okkar í Heinabergs- fjöllin er dæmi um ferð þar sem reynsla og þjálfun í fjallaferðir er skilyrði, sagði Ari. En allir geta notið þess að fara í fjallgöngur á veturna. Aðalatriðið er að vera vel búinn og skóaður og með mannbrodda ef harðfenni er. Þá eiga menn að varast mikinn bratta og snjóflóðahættu. Fjöllin og náttúran tekur á sig nýjan bún- ing á veturna sem er ekki síður heillandi en sumarskrúðinn. Hvernig æfið þið ykur á milli stærri leiðangra? Þegar við höfum dagsstund á vetri til æfinga leitum við gjarnan uppi frosna fossa til að klifra í. Það er nóg af slíku, t.d. í Esjunni. Svo heldur Alpaklúbburinn nám- skeið fyrir alla og fer í misjafn- lega erfiðar ferðir eftir því sem tilefni gefast. ólg. Þátttakendur í ferðinni voru Ol- geir Sigmarsson, jarðfræðingur, Höskuldur Gylfason, myndlistar- nemi, Hreinn Magnússon, af- greiðslumaður, Árni Árnason, slökkviliðsmaður, og Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ferðafélag íslands Ferðafélagið gefur út árbók, sem er innifalin í árgjaldinu. Árbækurnareru ítarlegasta lýsing á Islandi, sem til er. Ferðafélagið gefur út kort af íslandi í mælikvarða 1:750.000 / vegakort í mælikvarða 1:600.000. Ferðafélagið skipuleggur ferðir um ísland. Ferðafélagið og deildir þess eiga nú 28 sæluhús í óbyggðum. Ferðafélag íslands er félag allra lands- manna. Gangið í Ferðafélagið og takið virkan þátt í störfum þess. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur SKÍÐA- BOGAR í ÚRVALI frá kr. 995,-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.