Þjóðviljinn - 08.03.1985, Page 15
Ábyrgðin á bömunum
og byltingunni
Gladys Baez segirfrá byltingunni íNicaragua, starfi sínu og
lífi sem skœruliði og móðir fjögurra barna
Þetta er smávaxin en saman-
rekin kona með glampa í augum
sem gefur til kynna einbeittan
vilja og kraft, sem mótast hefur af
mikilli lífsreynslu. Andlitið er
kringluleitt og glaðbeitt og kol-
svart hárið myndar umgjörð um
andlitið með tveim síðum fléttum
sem falla niður á bringuna. Um
hálsinn hefur hún band með
stórri og klunnalegri stjörnu úr
harðviði þar sem á er máluð and-
litsmynd af Che Guevara og ham-
ri og sigð. Stjarnan er gjöf sem
hún fékk frá félögum sínum úr
þjóðfrelsisher Sandínista 1978,
árið fyrir fall harðstjórans
Somoza. Þeir höfðu mótað þessa
stjörnu með höndunum í sömu
fangabúðunum og hún hafði sjálf
verið pyntuð 11 árum áður. Hún
er kona um fertugt, fjögurra
barna móðir og naut þess
heiðurs, eins og hún sagði sjálf,
að verða fyrsta konan í Nicaragua
til þess að halda til fjalla og taka
sér vopn í hönd með þjóðfrelsis-
her Sandínista. Það var árið 1967,
tólf árum fyrir fall harðstjórans
Somoza. Hún á nú sæti á þjóð-
þingi Nicaragua fyrir flokk Sand-
ínista og er í stjórn kvennasamt-
akanna í Nicaragua og héraðs-
stjórn fyrir León/Chinandega-
Íérað í norðvesturhluta landsins.
[ún er mótuð af skóla stríðsins
og hinni ósérhlífnu baráttu skær-
uliðans, en grunnskólaprófi lauk
hún fyrst fyrir ári síðan. Lífshlaup
hennar hefur verið ævintýraleg
saga hetjudáða og fórna, sigra og
ósigra.
Þegar leið á samtal okkar var
eins og smám saman opnaðist
fyrir okkur heimur rísandi þjóðar
sem staðráðin væri í að varpa af
sér aldalangri kúgun. Hún talaði
af öryggi og staðfestu og við fund-
um að á bak við orðin bjó þján-
ingarfull barátta heillar
heimsálfu sem er að losa sig úr
fjötrum. Gladys Baez er vissu-
lega verðugur fulltrúi sinnar
þjóðar og orð hennar eiga erindi
til okkar allra:
Framhald af bls. 16
Föstudagur 8. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 15