Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 16
8. MARS 50 þúsund mannslíf Þjóðfrelsisbaráttan stóð í 20 ár og kostaði okkur 50 þúsund mannslíf. Eftir sigurinn 1979 tókum við við landi í rústum. Somoza og samstarfsmenn hans skildu við tómar fjárhirslur ríkis- ins og fjallháar erlendar skuldir. Endurreisnin eftir jarðskjálftana var ekki hafin og þjóðin Ieið fyrir aldalanga kúgun. Fyrsta verkefni okkar eftir sigurinn var lestrar- kennsluherferðin. í sumum hér- uðum var ólæsið 100%, en 50- 60% að meðaltali. Þessi herferð sýndi hinn mannúðlega anda byltingarinnar, og hún skilaði undraverðum árangri. Nú er ólæsið um 12,7% Allt frá árinu 1981 hefur það verið opinber og yfirlýst stefna stjórnar Bandaríkjanna að kæfa þessa byltingu. í því skyni hefur hún skipulagt, fjármagnað og vopnað gagnbyltingaröflin og hafið sameiginlegar heræfingar með Honduras sem beinast gegn Nicaragua. Þessar heræfingar hófust 1982 með þátttöku 300 bandarískra hermanna. 1983 voru svo fyrstu Pino Alto- heræfingarnar, þar sem voru 1600 bandarískir hermenn og 4000 manna herlið Honduras. Síðan komu Pino Alto II- æfingarnar með 5000 manna bandarísku herliði og á síðasta ári voru svo þriðju æfingarnar af þessu tagi, þar sem í fyrsta skipti var beitt brynvörðum vögnum auk herflugvéla og herskipa. Hernaður gegn þjóðinni Á þessum rúmu þrem árum hefur ríkt styrjaldarástand í landinu, og hernaður Bandaríkj- anna gegn Nicaragua á þessum tíma hefur kostað 8000 mannslíf og valdið tjóni á mannvirkjum sem metið er á einn miljarð bandaríkjadala. Meðal annars hafa á þessum tíma fallið 3500 börn, þar af 134 undir 6 ára aldri, og 6239 börn hafa misst foreldra sína. Þetta sýnir okkur að þessi hernaður beinist gegn óbreyttum borgurum og þess vegna hefur fólkið komið og látið skrá sig í herinn. Öll þjóðin hefur snúist til varnar vegna þess að fólkið hefur séð að þessu stríði er beint gegn þjóðinni allri. Meðal annars hafa 43 einkabýli verið eyðilögð, þar sem meðal- stórir sjálfseignarbændur, sem töldu sig standa utan þessara átaka voru fórnarlömbin. í síð- asta mánuði komu þessar fjöl- skyldur á fund Tomasar Borge innanríkisráðherra og skýrðu frá því hvernig hús þeirra höfðu ver- ið brennd, fólki verið rænt, sumum misþyrmt og aðrir drepn- ir. Stjórnin ákvað að hjálpa þessu fólki að endurreisn fram- leiðslunnar, sem nú er stýrt undir vopnaðri vernd. Á þessum sama fundi var kynntur 9 ára gamall drengur sem hafði horft á móður sína drepna og sjálfur misst báða fætur. Við það tækifæri sagði Tomas Borge: Stjórnin getur að- stoðað ykkur við enduruppbygg- inguna, en hver getur gefið þessu barni móðir sína aftur? Smánarlegt hlutverk Á þessu ári hefur vakningin meðal fólksins meðal annars lýst sér í því að 60% ríkisstarfsmanna í ráðuneytum hafa yfirgefið skrif- stofur sínar til þess að vinna við kaffiuppskeruna. Víða þurfa menn að ganga vopnaðir til starfa, en þrátt fyrir mikil skemmdarverk sem unnin hafa verið í framleiðslunni hefur nú tekist að ná inn um 53% af eðli- legri uppskeru. Hlutverk Bandaríkjanna í þessu stríði gegn þjóð okkar er smánarlegt. Þeir hafa eyðilagt friðinn og sáð stríði um gjörvallt landið. Þeir slitu viðræðum um frið fyrir um 2 mánuðum síðan. Þeir hafa neitað að hlíta úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag. Þeir hafa hafnað hugmyndum Contadora-ríkjanna um frið í Mið-Ameríku, og nú hefur stjórnin opinskátt sótt um 14 miljón dollara framlag þingsins til hernaðarins í Nicaragua. Það væri bandaríska þinginu til ævar- andi smánar ef það samþykkti slíka fjárveitingu til hernaðar gegn smáþjóð. En jafnvel þótt svo verði ekki, þá hefur stjórnin og leyniþjónustan aðrar leiðir til að fjármagna þetta stríð. Friðarviðleitni Ríkisstjórn Sandínista hefur gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að varðveita friðinn í landinu. í miðju stríðinu gekkst hún fyrir fyrstu frjálsu kosning- unum, sem haldnar hafa verið í Nicaragua. Mikill meirihluti kjósenda mætti á kjörstað og staðfesti þar stuðning sinn við stjórn Sandínista með atkvæði sínu. Stjórnskipun okkar byggir á fjórum meginreglum. í fyrsta lagi byggir hún á lýðræði með virkri þátttöku fólksins. í öðru lagi byggir hún á blönduðu hagkerfi. í þriðja lagi byggir það á félaga- frelsi og fjölflokkakerfi. í fjórða lagi stöndum við utan við hernað- arbandalaga og höfum óháða utanríkisstefnu. Til þess að koma á sáttum hef- ur Daníel Ortega, forseti lands- ins, nýlega lýst því yfir að 100 kúbanskir hernaðarráðgjafar sem starfað hafa í Nicaragua verði sendir heim. Jafnframt bauð hann bæði bandarískum þingmönnum og heimspressunni að koma og fylgjast með að þetta loforð yrði efnt. Árangur þessa frumkvæðis urðu þær viðræður sem nú eru hafnar við Shultz, utanríkisráðherra Bandríkjanna. Ríkisstjórnin hefur boðist til að undirrita friðarsáttmála byggðan á tillögum Contadora ríkjanna. Samkvæmt þeim verða Banda- ríkin að skuldbinda sig til að hætta heræfingunum í Honduras. Hvorki banana- lýðveldi né bakgarður Þrátt fyrir alla þessa viðleitni þá höfum við alltaf gert okkur ljóst að friður verður ekki tryggð- ur í Nicaragua nema með alþjóð- legum stuðningi. Því eina stríðið sem við getum unnið á þessum vettvangi er það stríð sem ekki verður háð. Þess vegna beinum við þeim tilmælum til um- Iieimsins, til ríkisstjórna og fé- agasamtaka, að þau beiti áhrif- um sínum gagnvart bandaríska þinginu og stjórnvöldum Banda- ríkjanna. Frá og með 19. júlí 1979 er Nic- aragua ekki lengur bananalýð- veldi. Það er ekki heldur bak- garður eins eða neins. Ekki hluti af neinni hernaðarblokk. Nicar- agua er nú hluti þess mannkyns sem á tímum efnahagskreppu og kjarnorkuógna leitast við að leysa sín sameiginlegu vandamál. Við erum hluti þess mannkyns sem berst fyrir því að breyta þeim samskiptareglum þjóðanna, sem skipta því í herraþjóðir og þjóna. Við viljum að samskipti þjóð- anna byggi á gagnkvæmri virð- ingu, samvinnu og samstöðu, baráttu gegn vanþróun og fyrir varðveislu frelsis. Þetta stríð stendur ekki bara um Nicaragua. Það stendur líka um Mið-Ameríku, gjörvalla Suður-Ameríku og síðast en ekki síst um sjálfsvirðingu Bandaríkj- anna. Það er ekki tilviljun að árið í ár hefur verið kallað ár friðar- ins. í því felst meðal annars að öllum friðelskandi mönnum ber að sameinast gegn hernaðarí- hlutun og innrás í Nicaragua. Af bændafólki komin Þegar hér var komið sögu í samtali okkar vaknaði forvitnin fyrir persónulegri sögu og upp- runa þessarar konu, sem talaði máli þjóðar sinnar af slíkri sannfæringu og krafti. Eftir nokkra umleitun kom sú saga einnig fram og gerði ekki annað en að undirstrika áhrifamátt fyrri orða: Ég er af bændafólki komin, fædd í Juigalpa í Chontales- héraði. Ég hlaut ekki nema þriggja ára skólagöngu í bernsku. Ég giftist árið 1956 manni sem var virkur í verkalýðshreyfingunni. Árið 1958 tók ég þátt í að skipu- leggja félag verkamanna og bænda í Juigalpa. Árið 1963 tók ég þátt í að skipuleggja samtök lýðræðissinnaðra kvenna í Nicar- agua. Um svipað leyti byrjaði ég að starfa í sósíalistaflokknum. Árið 1963 var ég útnefnd sem fulltrúi Nicaragua á alþjóðaþingi kvenna í Moskvu. Sú ferð var mér lærdómsrík. Þetta voru tímar mikilla hörmunga og kúgunar í Nicaragua. Bændur voru ofsóttir, búgarðar brenndir og félagar okkar fangelsaðir. Árið 1965 tók ég þátt í að skipuleggja fjölda- göngu bænda frá fleiri héruðum til Managua til þess að mótmæla mannránum, pyntingum og mannréttindabrotum. Við sett- umst að í húsi verkalýðssamtak- anna og stóðum í mótmælum frammi fyrir þinghúsinu. Að lok- um vorum við rekin burt, en for- ingjarnir voru fangelsaðir. Ég hafði þá þegar nokkra reynslu af fangelsum, því ég hafði verið tekin föst og fangelsuð 25 sinn- um. Það var vegna brota sem tal- in voru minniháttar. í þetta sinn vorum við látin laus eftir 6 daga vegna ákafra mótmæla um allt land. Fyrsta konan meðal skæruliða Árið 1967 naut ég þess heiðurs að verða fyrsta konan í Nicaragua til þess að ganga í lið með vopn- uðum sveitum skæruliða úr sam- tökum Sandínista sem höfðust við í fjalllendinu. Sama árið átti ég þátt í stofnun Samtaka lýðræð- issinnaðra kvenna í Nícaragua. Það gerðist einnig þetta sama ár, að ég var handtekin í húsi Sandín- ista í Managua ásamt með 5 öðr- um félögum, 4 karlmönnum og einni konu. Konan var látin laus vegna þess að hún gaf yfirvöldum upplýsingar. Karlmennirnir voru drepnir, en ég sat eftir í fangels- inu og var pyntuð. Fangelsisl- æknarnir úrskurðuðu mig dauðvona af völdum pynting- anna og mér var sleppt með 6 mánaða skilorðsbundinn dóm, þyí þeir vildu ekki að ég dæi í fangelsinu. Ég var lömuð að hluta til í 3 ár af völdum pynting- anna og óstarfhæf af þeim sökum. Þegar ég kom úr fangels- inu varð indíánakona sem stund- aði matsölu á götum úti mér til bjargar. Þessi kona starfaði líka á laun sem sendiboði fyrir Sandín- istana. Hún er nú fulltrúi á þjóð-' þinginu í Managua. Þegar ég hafði náð mér eftir pyntingarnar fór ég að vinna með samtökum mæðra pólitískra fanga. Smám saman gat ég farið að starfa með skæruliðum á ný. Þar fékk ég viðurnefnið Adelita. Lokauppreisnin Síðustu árin fyrir fall Somoza voru ár mikilla ofsókna. En árið 1978 tókst okkur samt sem áður að stofna kvennasamtökin, AM- PRONAC, pólitísk kvenna- samtök sem náðu til kvenna úr mörgum þjóðfélagshópum. Somoza gat ekki brotið þau á bak aftur. Ég var fangelsuð í síðasta skiptið 1979, en það varaði stutt, og ég náði að vera með í lokaá- tökunum. Ég var þá á svæðinu sem liggur á milli borgarinnar León og sykurræktarbúsins San Antonio. Allt bændafólkið á svæðinu tók þátt í uppreisninni. Landeigendurnir voru flúnir og bændumir skipulögðu sig í sam- vinnubúum. Þótt stríðið væri í há- marki reyndum við að kappkosta að halda framleiðslunni gang- andi. Við urðum fyrir loftárásum og þurftum að skipuleggja vopn- aflutninga við mjög erfiðar að- stæður. Bændurnir gengu vopn- aðir til vinnu, konurnar tóku þátt í baráttunni meðal annars með því að sjá hermönnunum fyrir mat og börnin vom oft í hlutverki sendiboða. Fjórum mánuðum eftir sigurinn vomm við farin að njóta uppskerunnar sem sáð hafði verið til meðan á lokasókn- inni stóð. Á þjóðþingið Eftir sigurinn varð ég yfirmað- ur alþýðuhersins í León og ná- grenni og skipulagði varnirnar þar. Eftir að landinu hafði verið skipt í fylki var ég tilnefnd í fylkis- stjórn með varnarmál að sérsviði. Ég sá þar um að skipuleggja varn- ir bændanna á tveim svæðum við landamæri Honduras. Síðan var ég kosin í landsstjórn kvenna- samtakanna og í þingkosningun- um í fyrra var ég kjörin á þjóð- þingið. Til þess að geta sinnt þingstörfum var ég losuð undan því að skipuleggja varnirnar á landamærasvæðunum við Hond- uras, en var í þess í stað kjörin í öryggismálanefnd þingsins. Að lokum spurði ég Gladys Baez hvort hún ætti börn. Það kom glampi í augun og hún sagði stolt að hún ætti 4 börn og 2 barnabörn. Börnin hafði hún átt í tveim hjónaböndum. Hvernig er að vera móðir og skæruliði og að ala börn sín upp í stríði? Að ala börn í stríði Tvö eldri börnin eru alin upp af móður minni. Ég sendi þeim bréf reglulega svo að mamma gæti sagt þeim hvað ég væri að gera, að ég væri að vinna til þess að geta verið með þeim í friði. Svo sendi ég peninga þegar ég get. Óvinur- inn notfærði sér þennan veikleika sem var samband mitt við börnin. Þar sem þeir náðu ekki í mig beindu þeir spjótum sínum að börnunum. Þeim var sagt að ég væri verri en dýrin, að ég væri mella og að ég hefði yfirgefið þau og hafnað þeim vegna þess að þau væru svört. Þrátt fyrir þetta voru alltaf einhverjir sem sögðu þeim hina hliðina á málinu og þess vegna var ég þrátt fyrir allt fyrirmynd barna minna og þeim þykir vænt um mig. Þau byrjuðu að vinna fyrir hreyfinguna sem sendiboðar þegar þau voru orðin 9 ára og eru enn í dag virkir þátt- takendur í byltingunni. Yngri börnin Þegar yngri börnin mín tvö voru að alast upp var móðir mín dáin. Á meðan á stríðinu stóð voru þau af öryggisástæðum á stöðugum flutningi á milli fjöl- skyldna. Það voru félagar í Sand- ínistahreyfingunni sem skiptust á að hafa þau hjá sér. Ég sá hins vegar alltaf um að koma þeim á milli, og þau vissu að ég var að berjast fyrir að fá að vera með þeim. Þau eru nú 8 og 10 ára og h'ða ennþá fyrir það sem þau upp- lifðu af styrjöldinni. Stundum þegar þau koma á staði þar sem þau voru á þeim tíma segja þau: „Manstu þegar við vorum hérna í stríðsleik?“. Eftir sigurinn feng- um við hús þar sem við búum saman. Við höfum líka konu sem ég get treyst. Ég er störfum hlað- in, en bömin eru alltaf á mínu vinnuplani. Eiginmaður minn er bóndi og hann tekur ábyrgð á heimilinu til jafns við mig. Ég held að ég hafi lært að sameina ábyrgðina á byltingunni og börn- unum. Lífið hefur kennt okkur það. -ólg- Gladys Baez talar á fundi í Félagsstofnun stúdenta síðastliðinn miðvikudag. Einar Hjörleifsson er túlkur. Ljósm. eik. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN i Föstudagur 8. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.