Þjóðviljinn - 08.03.1985, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Qupperneq 21
Kvikmyndaviðburður Tarkofskí-hcrtíðin hefet á morgun Tarkofskí-kvikmyndahátíð- in sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu hefst í Háskólabíói kl. 17ámorgun, laugardag, með sýningu myndarinnar Bernska ívans. Á sunnudaginn er svo röðin komin að Andre Rúbléf, en hún verður sýnd kl. 21. Á mánudaginn eru tónleikar í bíóinu, en þráöurinn verður tek- inn upp aftur á þriðjudag kl. 21 með myndinni Solaris. Á miðvik- udag kl. 21 verður Spegillinn sýndur, fimmtudag kl. 21 Stalker og á föstudagskvöldið kl. 21 fáum við að sjá nýjustu mynd meistar- ans, Nostalgía. Allar þessar sýningar verða í Háskólabíó, en síðan er ætlunin að sýna hverja mynd kl. 17 dag- inn eftir í Regnboganum, E-sal. Hátíðinni lýkur um næstu helgi þegar Tarkofskí kemur hingað til lands. Glöggir lesendur munu taka eftir því að hér að ofan hefur hvergi verið minnst á sjöundu myndina sem Tarkofskí hefur gert, lokaverkefni hans frá kvik- myndaskólanum í Moskvu. Ástæðan er sú að hún fékkst ekki, Tarkofskí er lítið gefinn fyrir að fólk sjái þessa skólamynd og sá sem hafði með útleigu Fræg sena úr Bernsku fvans hennar að gera beygði sig fyrir þeim vilja leikstjórans. En hvað sem því líður er hér um sanna veislu að ræða fyrir kvikmyndaunnendur. Það er ekki á hverjum degi sem kostur gefst að sjá svo til allar myndir eins og sama leikstjórans hér á landi. Fólk ætti því að setja rauðan hring utan um næstu viku í almanakinu. -ÞH Félagsstofnun stúdenta Þankar um draumleik Mdlþing um Ágúst Strindberg d morgun Á morgun, laugardag, kl. 13 hefst í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut málþingsem Stúdentaleikhúsið og Félag bókmenntafræðinema efna til. Þankar um draumleik, er yfirskrift málþingsins, en það snýstumsænska leikritaskáldið August Strindberg, líf hans og list. í frétt af þessu málþingi er að finna eftirfarandi þanka um þetta umdeilda skáld sem á síðustu árum hefur komist í tísku meðal leiklistarfólks: „Var Strindberg alviturt séní eða geðveikur, getulaus, hrædd- ur kvenhatari? Svartsýnn og þungur? Jafnvel djöfull í manns- mynd? Stóttheitur „persónuníð- ingur af guðsnáð“? Hvað segir hann okkur, þessari hamingju- sömustu þjóð veraldar? Eitthvað sem við vildum síður heyra?“ Á málþinginu verða þessar spurningar eflaust til umræðu, en þar munu taka til máls sr. Gunnar Kristjánsson, Halldór Björn Runólfsson, Keld Gall Jörgensen bókmenntafræðingur, Thor Vil- hjálmsson og Þórður Kristinsson heimspekingur. Eins og yfirskrift málþingsins bendir til verður verk Strindbergs, Draumleikur, í miðpunkti umræðunnar, en ástæðan fyrir því er að Stúdenta- leikhúsið hyggst flytja það verk á sumri komanda. Aðgangur að málþinginu er öllum frjáls og veitingar verða á boðstólum. Kannski ekki van- þörf á því þar sem málþingið stendur fram undir kvöldmat ef að líkum lætur. -ÞH Alviturt sóní eða geðveikur, getlaus, hræddur kvenhatari? Fláskólabíó Tónleikar RudolfSerkin Mánudaginn 11. mars nk. verða haldnir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 21.00. Þar leikur Rudolf Serkin, píanóleikari verk eftir Beethoven, Sónötu op. 13 „Pathetique", Sónötu op. 8la „Das Lebewohl" og Diabelli- tilbrigðin. Tónleikar þessir eru helgaðir minningu Ragnars Jónssonar í Smára, sem var einn af stofnend- um Tónlistarfélagsins, formaður og líf þess og sál um margra ára skeið. Nýlistasafnið Georg Guðni sýnir í dag, föstudag, opnar ungur myndlistarmaður, Georg Guðni Hauksson, fyrstu einkasýningu sína í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. Þar sýnir hann málverk, en hann hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýning- in verður opin alla daga kl. 16-20 fram til 17. mars. -ÞH Sjón Á laugardaginn var birtist hér í blaðinu mynd og frásögn af f ram lag i sú rreal istans Sjón tilfundarumíslenska Ijóðagerð. Sjón er ekki við eina fjölina felldur í kúnstinni, og á morgun, laugardag, kl. 14,opnar hann sýnungu á brúðum í Gallerí Langbrók. Sýninguna nefnir Sjón „Nobo- dy’s Baby Dolls“ og gefur þar að líta brúður sem þiggja nöfn sín af frægum konum úr sögunni, þeirra á meðal Gertrude Stein, Emily Bronté, Flora Tristan og Billy Holliday. Sýningin verður opin virka daga kl. 12-18, en kl. 14-18 um helgar fram til 24. mars. -ÞH Gallerí Langbrók í brúðuleik Brúður Sjón eru örlítið frábrugðnar þeim sem venjulega sjást í Leikbrúðulandi. Ár œskunnar og tónlistarinnar Sinfónía œskunnar Áriðíár, 1985, ertileinkað æskunni og tónlistinni. Þetta tvennt sameinast í tónleikum sem haldnirverðaannað kvöld, laugardag, kl. 19 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þáverðafyrstu tónleikar nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar. Það voru skólastjórar tón- listarskóla landsins sem ákváðu nú í janúar að stofna svona hljómsveit og eru nemendur þeirra í sveitinni, alls yfir 80 tals- ins. Eru tónleikamir á morgun árangur námskeiðs sem ung- mennin sóttu um hálfsmánaðar skeið undir stjóm Paul Zukof- sky. Hefur verið æft þrjá tíma á dag og sjö tíma um helgar. Á tónleikunum verða fluttir þrír þættir úr Wozzeck eftir Al- ban Berg og Sinfónía nr. 1 í c- moll eftir Johannes Brahms. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- Ul. -ÞH Föstudagur 8. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.