Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 24

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 8. mars 1985 56. tölublað 50. órgangur DJOÐVIUINN Smárafhlöður 20 ungböm á sjúkrahús Stórhœttulegt að gleypa litlar rafhlöður. Fjöldi slíkra dœma á síðustu mánuðum. Um 20 ungabörn hafa verið flutt á sjúkrahús hérlendis á síðustu mánuðum eftir að hafa gleypt smárafhlöður. í öllum til- fellum hefur farið betur en á horfðist. Þetta kemur fram í grein eftir Þröst Laxdal barnalækni í nýjasta tölublaði Heilbrigðis- mála. Hér er fyrst og fremst um að ræða rafhlöður úr myndavélum, úrum og heyrnartækjum en í sí- auknu mæli úr alls kyns tölvuspil- um sem hvarvetna ryðja sér til rúms, ekki síst meðal barna og unglinga. I rafhlöðunum eru ýmis kvik- asilfursambönd, einkum kvika- silfuroxíð sem auk eiturverkun- arhættu eru mjög ætandi. Einnig innihalda sumar rafhlöðurnar kvikasilfurklóríð sem er mun eitraðra. Mest er hættan ef rafhlaðan sit- ur einhvers staðar föst og efni þessi komast í beina snertingu við slímhúð. Getur sáramyndun í vé- linda orðið á mjög skömmum tíma vegna þrýstings, segir í grein Þrastar. Hann segir að tilgangslaust sé að gefa uppsölulyf og jafnvel ó- æskilegt. Þó lítil hætta sé á fylgi- kvillum eftir að rafhlaðan hefur skilað sér geti þeir verið mjög al- varlegir og því fyllsta ástæða til að fylgjast með þessum börnum. Því er brýnt að almenningur geri sér grein fyrir því hvaða hætta er hér á ferð fyrir óvita. - lg. Skák Helgi-Larsen aftur í bið / 5. umferð tapaði Helgifyrir Lars Karlsson og Jóhann á lakari stöðu í biðskák gegn Pinter Helgi Ólafsson og Bent Larsen tóku í gær til við biðskák þeirra úr 4. umferð skákmótsins í Kaup- mannahöfn. Eftir harða baráttu beggja fór skákin aftur í bið og hefur Helgi peð meira en samt telja menn skákina jafnteflislega. Og síðan fór Helgi beint úr bið- skákinni í 5. umferð og tefldi við Svíann Lars Karlsson og þá tap- aði Helgi. Jóhann Hjartarson tefldi í 5. umferð gegn efsta manni mótsins, Ungverjanum Pinter og fór skák þeirra í bið. Hefur Jóhann lakari stöðu. Aðeins tveimur skákum lauk í 5. umferð, Karlsson vann Helga og Plastett vann de Firmian. Aðr- ar skákir fóru í bið. Úrslit 4. umferðar urðu þau að Smyslov sigraði Karlsson, Plast- ett sigraði Mortensen, Jóhann Hjartarson sigraði de Firmian, Pinter og Carsten Hoi gerðu jafn- tefli og skák Helga og Larsen og Christiansen og Hoi fóru aftur í bið. Pinter frá Ungverjalandi er efstur með 3.5 vinninga en annars er staðan mjög óljós vegna fjölda biðskáka. - S.dór Eggjabœndur Kópavogur Opið skolpræsi í íbúðahverfi íbúðareigandi trúlega tengt skólp- lögn við regnvatnslögn Það hefur einhverjum hús- byggjanda orðið á mistök og hann tengt skolplögn við regnvatnslögn, sagði Stefán Stef- ánsson tæknifræðingur hjá Kóp- avogsbæ til skýringar á opinni skolplögn skammt austan við Snælandsskóla. Við höfum verið að leita að þessu undanfarið og notum til þess útilokunaraðferð. Við setj- um litarefni í brunna en það er lengi á leiðinni. Það getur líka komið fyrir að við verðum að fara inn í hús og setja litarefni í kló- settin. Það er greinilegt að í þessu tilfelli hefur skolp úr húsi verið tengt við regnvatnslögn. Slíkt gerist oft í nýbyggingar- hverfum en hér getur eins verið um viðgerð á gömlu húsi að ræða. Leitin hefur borið okkur langt upp á Álfhólfsveg og það segir sig sjálft að litarefnið er lengi að ber- ast þaðan og niður í Snæland. En við vonumst til að málið leysist á næstu vikum, sagði Stefán Stef- ánsson. _ aró Eggjadreifingastöðin og Holtabúið hœkka og lœkka á víxl Eyþór Elíasson framkvæmda- stjóri íseggs sagði í gær að ákveð- ið hefði verið að gefa kaup- mönnum afslátt frá fyrri hækkun fyrst Holtabúið hækkaði ekki til jafns við þá, en það er rétt að þessi hækkun okkar hefur ekki gengið yfir hjá öðrum.“ Ég held að það sé ekki tímabært að kalla þetta verðstríð, en við skulum bíða og sjá til hvað gerist í næstu viku”. - |g. Aðeins örfáum metrum austan við Snælandssskóla í Kópavogi opnast þetta klóakrör út í skurð. Leið barna úr hverfinu í baksýn liggur um þetta svæði. Ljósm. E.ÓI. Mikil samkeppni er nú meðal stærstu eggjaframleiðenda í landinu. Eggjadreifíngastöðin ísegg hækkaði á dögunum kg. verðið um 30% en hefur nú gefíð kaupmönnum afslátt af þeirri hækkun þar til jafns við Holtabú- ið á Hellu sem hækkaði sín egg um 20%. Ljóst er hins vegar að egg munu hækka frekar í verði á næstunni. „Þeir báðu okkur að fara með eggjaverðið uppí það sama og þeir hækkuðu en við sáum ekki ástæðu til að hækka þau um þetta mikið í einu stökki. Eg á hins veg- ar ekki von á því að verðið lækki frá því sem nú er heldur hækki eitthvað á næstunni“, sagði Gunnar Jóhannsson hjá Holta- búinu sem er stærsti söluaðili sem stendur utan við eggjadreifinga- stöðina ísegg. Kennarar Aftur (■ dag) A fundi framhaldsskólakenn- ara og samninganefndar ríkisins f gær var ákveðið að hlutar bcggja samninganefndanna hittust aftur í dag til að ræða hina nýju skýrslu frá endurmatsnefnd og gildi hennar í samningaviðræðunum. Ekki er rætt um hið almenna tilboð ríkisins til BHM-félaganna (5%-boðið), heldur eingöngu sérmál kennara og vilyrði ríkis- manna um að semja betur við þá en aðra í BHM-hópnum. „Við erum að reyna að breyta þessum orðum í fé“ sagði Kristján Thorl- acius formaður HÍK við Þjóðvilj- ann eftir fundinn í gær. — m Veröstríð hafið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.