Þjóðviljinn - 15.03.1985, Qupperneq 2
FRETTIR
Kennaradeilan á Alþingi
Kattaþvottur stjómarinnar
Menntamálaráðherra ber kennurum á brýn svik við nemendur og ábyrgð
á siðferðislegri upplausn í skólunum
Pað verður erfitt í framtíðinni
að halda uppi aga og reglu í
skólunum þegar kennarar haga
sér eins og raun ber vitni og fara
ekki að lögum, sagði Ragnhildur
Helgadóttir menntamálaráð-
herra í umræðum utan dagskrár í
sameinuðu Alþingi í gær. Bar hún
kennurum sem yfirgefið hafa
skólana það á brýn að þeir hefðu
svikið nemendur sína og þær
skuldbindingar sem þeir hefðu
gengist undir þegar þeir hófu
kennslu í haust.
Ragnhildur sagði að ríkis-
stjórnin hefði gert allt sem hægt
væri til að leysa kjaradeilu kenn-
ara, og sagði að ekki væri við
ríkisstjórnina að sakast þar sem
málið væri komið fyrir Kjara-
dóm, sem væri óháður aðili.
Það var Hjörleifur Guttorms-
son sem hóf umræðuna utan dag-
skrár með fyrirspurn til forsætis-
ráðherra, menntamálaráðherra
og fjármálaráðherra. Vitnaði
hann fyrst til viljayfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar um að komið
skyldi til móts við sanngjarnar
kröfur kennara og að tekið skyldi
tillit til röksemda í skýrslu endur-
matsnefndar í því sambandi. í
ljósi þessa varpaði hann þeirri
spurningu til ríkisstjórnarinnar,
hvers vegna hún hefði vísað mál-
inu í Kjaradóm, úr því að hún
lýsti sig jafnframt viljuga til að
koma til móts við kennara. Taldi
Hjörleifur að sá tvískinnungs-
háttur, sem kæmi fram í þessari
afstöðu, hefði ráðið miklu um
niðurstöðu kennarafundarins í
fyrrakvöld, þar sem meirihluti
þeirra kennara sem hætt hafa
störfum samþykkti að snúa ekki
aftur til vinnu að svo stöddu.
Þá spurði Hjörleifur forsætis-
ráðherra að því hvað ríkisstjórnin
hygðist gera til lausnar deilunni.
Steingrímur Hermannsson
taldi mál þessi svo flókin að eðli-
legast væri að vísa þeim til Kjara-
dóms. Lýsti hann því jafnframt
yfir að mál þetta snerti ekki bara
kennara, heldur væri allur vinnu-
markaðurinn undirlagður í kjara-
deilum sem hann vildi rekja til
þess jafnvægisleysis sem stafaði
frá verðbólgutímabilinu mikla.
Hjörleifur spurði Ragnhildi
Helgadóttur um afleiðingar upp-
sagna kennara í starfi framhalds-
skólanna og jafnframt hvað
hennar ráðuneyti hygðist gera til
að leysa vandann.
Ragnhildur sagði að alvarleg-
ustu afleiðingar forfalla kennara
kæmu fram í andanum og siðferð-
inu í skólanum og þeim áhrifum
sem fjarvistir kennaranna hefðu
á þá virðingu og traust sem kenn-
arastéttin þyrfti að njóta til þess
að valda sínu vandasama verk-
efni.
Ragnhildur sagði að það væri
ekki í verkahring fagráðuneytis
eins og menntamála-
ráðuneytisins að hafa afskipti af
meðferð Kjaradóms á málinu.
Hins vegar hefði verið unnið
meira að málefnum kennara í
sínu ráðuneyti en í tíð flestra
forvera sinna í ráðherraembætti.
Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra neitaði að svara
fyrirspurnum Hjörleifs, og tóku
Steingrímur og Ragnhildur upp
varnir fyrir hann og töldu málið á
of viðkvæmu stigi til þess að fjár-
málaráðherra sem aðila að
deilunni bæri að svara fyrir sig.
Ríkisstjórnin þvó þannig hend-
ur sínar af þessu máli og höfðaði
til samvisku og siðferðiskenndar
kennara sem sagt hefðu upp
störfum.
Þau Guðmundur Einarsson,
Jón Baldvin Hannibalsson og
Guðrún Agnarsdóttir tóku einnig
til máls og lýstu því öll yfir að sú
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
vísa málinu til Kjaradóms í stað
þess að leysa það lýsti bæði
stefnuleysi og ábyrgðarleysi ríkis-
stjórnarinnar í menntamálum.
-ólg.
Á Alþingi í gær. Við utandagskrárumræður fór Ragnhildur hörðum orðum um kennara (sjá forsíðufrétt) en Albert sat hins
vegar sem fastast og neitaði að svara fyrirspurnum. Mynd E.ÓI.
BHM-deilan
Fer í dóm á mánudag
Úrslit ekki í mars. Kennaramálum ekki hraðað
itari Kjaradóms hefur beðið
ríki og BHM-félög að leggja
fram kröfur sínar, greinargerðir
og gögn öll á mánudag og hefur
Menntamálaráðuneyti
Ekkert ákveðið
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar í menntamála-
ráðuneytinu um það stand sem nú
er á skólastarfi.
Sólrún Jensdóttir skrifstofu-
stjóri sagði við Þjóðviljann í gær
að skólastjórar hefðu fulla heim-
ild til að ráða í lausar stöður, en
slíkt gerðist að frumkvæði stjórn-
enda skólanna. „Menntamála-
ráðuneytið ræður ekki stunda-
kennara“. Sólrún sagði engar á-
kvarðanir hafa verið teknar um
að hætta kennslu eða breyta
starfsháttum í skólunum.
dómurinn þá umfjöllun um sér-
kjarasamninga BHM-ara. Jón
Finnsson, varaformaður Kjara-
dóms, telur víst að dómurinn nýti
sér heimild framlengingar fram í
aprfl.
Framundan er svo munnlegur
málflutningur fulltrúa fjármála-
ráðherra og 23 BHM-félaga. Jón
bjóst í gær ekki við að mál kenn-
ara yrðu afgreidd undan hinum,
„þetta tengist allt saman“. For-
maður dómsins, Benedikt'
Blöndai, er utan landsteina,
væntanlegur heim um helgina.
-m
Uppsagnir SS
Lúalegar aðfarir eigenda
Magnús L. Sveinsson: Ekki stórmannlegt að segja upp
elsta starfsfólkinu. Löglegt athœfi en siðlaust.
Pað eru ill tíðindi ef verslunar-
eigendur ætla að liggja á því
lúalagi að segja fyrst upp starfs-
fólki sem hefur lengstan starfsald-
urinn eins og mér skilst að hafi átt
sér stað í verslun Sláturfélags
Suðurlands í Glæsibæ. Hins veg-
ar er það svo að í þessu tilviki
mun SS hafa lagalegan rétt til
þessara aðgerða en í siðferðiiegu
tflliti er verslunin komin út á áka-
flega hálan ís, sagði Magnús L.
Sveinsson formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur.
Fréttir Þjóðviljans í fyrradag
um uppsagnir starfsmanna í
verslun SS í Giæsibæ vöktu mikla
athygli. Magnús L. Sveinsson
hélt strax fund með starfsfólkinu
og kvað hann þar hafa komið
fram að á meðal þeirra sem feng-
ið hafa uppsagnarbréf væru elstu
starfsmenn fyrirtækisins. „Mér er
ekki kunnugt um annað en að
þetta fólk hafi skilað góðu verki
þau ár sem það hefur þjónað Slát-
urfélagi Suðurlands og það er
ekki stórmannlegt að segja því
upp störfum þegar aldurinn færist
yfir og möguleikar til að fá at-
vinnu annars staðar minnka",
sagði Magnús.
„Því hefur verið haldið fram í
fréttum að trúnaðarmönnum hafi
verið sagt upp. Þar er einhver
smámisskilningur á ferðinni því
einn þeirra sem fékk uppsagnar-
bréf er í trúnaðarmannaráði en
ekki trúnaðarmaður félagsins",
sagði Magnús L. Sveinsson að
lokum.
-v.
Svo Albert neitar að svara á
Alþingi! Ætli kennarar þurfi þá
ekki að taka hann í aukatíma í
almennum mannasiðum?!
Kennarar
Þveröfug
áhríf
Formaður HÍK um
rœðu Ragnhildar:
virkar öfugt við það
sem ætlastertil
Við erum hætt að kippa okkur
upp við svonalagað, sagði Krist-
ján Thorlacius formaður HIK
eftir að hafa hlýtt á ræðu mennta-
málaráðherra á þingi í gaer. „í
hópnum hafa svona orð hinsvegar
þveröfug áhrif, virka öfugt við
það sem ætlast er til.“
Kristján sagði að kennarar
biðu nú Kjaradóms, „ef
stjórnvöld koma ekki til móts við
okkur. En það þarf ekki að bíða
eftir Kjaradómi. Það er enn hægt
að semja þótt málið sé komið
fyrir dóminn."
Eitthundrað og tveir greiddu at-
kvœði í fyrrakvöld gegn ályktun
um að halda áfram baráttu. Býstu
við að þeir taki aftur upp störf?
- Ég hef ekki orðið var við
slíkt, býst ekki við því og vona að
svo verði ekki.
- Eru kennarar komnir í aðra
vinnu?
- Ýmsir þeirra eru komnir í
vinnu, en þeir líta fæstir á það
sem lausn til frambúðar.
-m
HP
Nýrritstjóri
Halldór Halldórsson hefur ver-
ið ráðinn ristjóri Helgarpóstsins
og mun starfa við hlið núverandi
ristjóra, Ingólfs Margeirssonar.
Halldór hefur starfað með hléum
við blaðamennsku frá því sumar-
ið 1967. Hann hefur komið víða
við, verið á Alþýðublaðinu, við
útVarp og sjónvarp, skrifað reglu-
lega greinar í Morgunblaðið, Vísi
gamla og Dagblaðið. Árin 1983
og 1984 var hann ritstjóri íslend-
ings á Akureyri.
Halldór er magister í fjölmiðla-
fræði frá bandarískum háskóla.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. mars 1985