Þjóðviljinn - 15.03.1985, Page 5
Alþingi
Vaxtalækkun - stöðvun uppboða!
Alþýðubandalagið leggurfram þingsályktunartillöguþar sem þess er krafist að vextir
verði lækkaðir og að nauðungaruppboðin verði tafarlaust stöðvuð
Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefur lagt fram svo-
fellda þingsályktunartillögu
um tafarlausa lækkun vaxta og
stöðvun nauðungaruppboða.
„Alþingi álytkar að fela ríkis-
stjórninni að fyrirskipa tafarlausa
lækkun vaxta og endurmat á
hækkun einstakra húsnæðislána
vegna verðtryggingarákvæða
eftir að bannað var að greiða vísi-
tölubætur á laun frá 1. júní 1983.
Ríkisstjórnin skal beita sér
fyrir eftirfarandi ráðstöfunum:
1. Að fram fari rannsókn á efna-
hagslegum áhrifum lánskjara-
vísitölunnar, sérstaklega áhrif-
um hennar á fjárhagsafkomu
húsnæðiskaupenda og hús-
byggjenda eftir að vísitölubæt-
ur á laun voru bannaðar með
lögum frá 1. júní 1983.
2. Að gerð verði áætlun um
endurgreiðslu á þeim upphæð-
um af húsnæðislánum, sem eru
umfram hækkanir á
kaupgjaldsvísitölu og hafa ver-
ið inntar af hendi á árinu 1983
og síðar. Mismunurinn bætist
við höfuðstól lánanna og komi
fyrst til greiðslu þegar lánin
eru greidd upp að öðru leyti.
Höfuðstóll lánamanna verði
lækkaður sem nemur minni
hækkun byggingarvísitölu en
lánskjaravísitölu frá 1980.
Kannað verði hve mikinn
kostnað þessi aðgerð hefði í
för með sér og gerðar tillögur
um fjáröflun í þessu skyni.
3. Að settar verði reglur um
endurgreiðslu fasteignaveð-
lána til einstaklinga þannig að
misgengi vísitalna og raun-
vaxtabreytingar valdi ekki
þyngri greiðslubyrði en upp-
haflega var til stofnað.
4. Að ákvörðun um hámarks-
vexti inn- og útlána verði tekin
úr höndum Seðlabanka og
lánastofnana.
5. Að skammtímaveðlánum og
lausaskuldum, sem stofnað
hefur verið til vegna íbúða-
kaupa og húsbygginga sl. 5 ár,
Spurt um...
... innheimtu
erfðafjárskatts
Helgi Seljan hefur lagt fram
fyrirspurn til fjármálaráðherra
svohljóðandi: Hver var heildar-
upphæð innheimts erfðafjár-
skatts á árinu 1984?
... auglýsinga-
kostnað banka
Kjartan Jóhannsson hefur lagt
fram fyrirspurn til viðskiptaráð-
herra um auglýsingar banka og
sparisjóða. Kjartan spyr hvernig
auglýsingakostnaður banka og
sparisjóða á síðasta ári hafi skipst
milli fjölmiðlanna, ríkisútvarps/-
sjónvarps, Alþýðublaðsins, DV,
NT, Morgunblaðsins og Þjóðvilj-
ans. Hann óskar eftir sundurlið-
un miðað við ársfjórðunga.
„Hreint neyðarástand er ríkjandi á heimilum, gluggaumslögin bera daglega
boð um gjaldfallnar kröfur sem eru óviðráðanlegar", segir m.a. í greinargerð
með tillögu Alþýðubandalagsins til lausnar húsnæðisvandanum.
verði breytt í lengri lán sem
verði ekki til skemmri tíma en
átta ára.
Meðan rannsókn sú stendur
yfir, sem kveðið er á um í þingsá-
lyktun þessari, er óheimilt að láta
fara fram nauðungaruppboð á
íbúðum, enda sé um einu íbúð
viðkomandi að ræða.
Rannsókn og tillögugerð sam-
kvæmt þessari þingsályktun skal
lokið fyrir 30. apríl nk. Þangað til
skal viðskiptabönkum og Hús-
næðisstofnun gert kleift að fresta
afborgunum lána. Seðlabankinn
endurkaupi lán í þessum tilgangi
uns annað hefur verið ákveðið."
í greinargerð með tillögunni
segir meðal annars:
„Alþýðubandalagið hefur
lengi varað við afleiðingum hárra
vaxta og verðtryggingu fjárskuld-
bindinga án samhengis við launa-
Iðnaðarráðherra
þróun. Þegar bannað var að
greiða vísitölubætur á laun
hrundi fjárhagur þúsunda hús-
byggjenda og íbúðareigenda í
landinu, auk allra þeirra sem nú
verða að una okurkjörum á
leigumarkaði. Nú getur fólk
hvorki byggt né borgað skuldir.
Hreint neyðarástand er ríkjandi á
heimilum, gluggaumslögin bera
daglega boð um stórfelld félags-
leg vandamál fyrir fjölskyldurn-
ar, ekki síst börnin sem alast upp í
ægilegri óvissu og öryggisleysi.
Þá er hætt við að skapist ný
vandamál sem aldrei verða leyst
með peningum, hversu há sem
lánin eru.
Þannig hefur harðstjórn pen-
ingaaflanna leikið alþýðuheimil-
in. Ríkisstjórnin gefur út Lög-
birtingarblaðið nær daglega til
þess að tilkynna um eignasvipt-
ingu fólksins; áratugastrit er að
engu gert með tilflutningi fjár-
magns frá fólkinu til milliliðanna
og undirheimahagskerfisins.
Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar
í fyrra um „frelsi“ í vaxtamálum
hófst stórfelldur tilflutningur
fjármuna - milljörðum saman -
út úr bankakerfinu í neðanjarð-
arhagkerfið. Þar neyðist fólk til
að skrifa undir afföll af verð-
tryggðum skuldabréfum - jafnvel
25%. Þeir sem kaupa bréfin eru í
undirheimunum; bréfin eru á
handhafa og engin skattayfirvöld
ná til þeirra.“
Fullgilding
Afnám misréttis
gagnvart konum
Ríkisstjórnin hefur lagt fram
þingsályktunartillögu um
fullgildingu samnings um af-
nám alls misréttis gagnvart
konum, en ísland undirritaði
samninginn á kvennaráð-
stefnu SÞ í Kaupmannahöfn
1980 með fyrirvara um
fullgildingu.
Misrétti gagnvart konum er í
samningnum skilgreint sem hvers
kyns aðgreining, útilokun eða
takmörkun sem byggð er á kyn-
ferði, sem hefur þau áhrif eða
markmið að takmarka eða gera
að engu að konur geti notið eða
framfylgt mannréttindum og
grundvallarfrelsi á sviði stjórn-
mála, efnahagsmála, félagsmála,
menningarmála eða á sérhverju
öðru sviði.
Aðildarríki skulu skila skýrslu
til sérstakrar nefndar sem fylgist
með framkvæmd samningsins,
um ráðstafanir sem þau hafa gert
til að framfylgja ákvæðum hans,
Samkvæmt greinargerð með
þingsályktunartillögunni er ekki
talin þörf neinnar lagasetningar
né annarra ráðstafana hér á landi
til að geta framfylgt samningn-
um.
Virðir þingið að vettugi
„Herra forseti. Fyrirspurn-
inni er fljótsvarað. Samstarfs-
nefnd um framkvæmd iðnað-
arstefnu hefur ekki starfað í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Þeim
hlutverkum sem henni voru
ætluð hefur verið sinnt ræki-
lega með öðrum hætti.“
Þannig svaraði iðnaðarráð-
herra, Sverrir Hermannssin, fyr-
irspurn frá Hjörleifi Guttorms-
syni um störf samstarfsnefndar
um iðnaðarstefnu sem samþykkt
var á Alþingi 1982. Rakti Hjör-
leifur í ræðu hvernig menn hefðu
leitast við að ná víðtækri sam-
stöðu á Alþingi, á árinu 1982, um
mótun og framkvæmd iðnaðar-
stefnu. Spurði Hjörleifur ráð-
herra síðan hvaða sinnaskipti
hefðu orðið hjá honum, þannig
að hann virti nú að vettugi sam-
hljóða samþykkt Alþingis um
framkvæmd iðnaðarstefnu.
Iðnaðarráðherra ræddi frekar
málið og greindi meðal annars frá
því, að hann hefði sér til fu ltingis
þriggja manna Táðgjafarnefnd,
sem varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins ætti meðal annars sæti í.
Taldi iðnaðarráðherrann að mál-
um þessum hafi nú verið sinnt
betur en nokkru sinni áður. Þyrfti
hvorki meira né minna en heilan
eldhúsdag til að fara yfir það allt í
þinginu. Ráðherrann var hinn
hressasti að vanda, og taldi sig í
HjörleifurGuttormsson.
stakk búinn hvenær sem væri til
að fara í slíkan eldhúsdag.
Þessi svör iðnaðarráðherra eru
dæmigerð fyrir viðbrögð ýmissa
ráðherra í ríkisstjórninni nú í vet-
ur, harla rýr.
Ráðherrann hefur að engu
samhljóða samþykkt þingsins í
tilteknu máli. í stað fjölmennrar
fulltrúanefndar, sem í eiga sæti
fulltrúar ýmissa samtaka, sem
ætlað er að tryggja víðtæka sam-
stöðu um þýðingarmikið
hagsmunamál, þá unir hann við
þriggja manna „ráðgjafanefnd"
og upplýsir ekki einu sinni hverjir
séu ráðgjafarnir.
Núverandi iðnaðarráðherra
varðar með öðrum orðum ekki
mikið um það, hvaða skoðanir til
að mynda samtök launafólks hafa
á framkvæmd iðnaðarstefnu.
Honum nægir ráðgjöf varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins og
einhverra huldumanna með hon-
um.
Hjörleifur Guttormsson vitn-
aði til umræðna í þinginu á sínum
tíma, meðal annars ummæla nú-
verandi iðnaðarráðherra, sem
hefði sagt meðal annars: „Að
fengnu samþykki Alþingis á
framkvæmdavaldið engra ann-
arra kosta völ en að hlýða og
framkvæma eða að leita ásjár Al-
þingis á nýjan leik um breytingu
og niðurfellingu mála“.
Átali Hjörleifur Guttormsson
vinnubrögð eftirmanns síns í iðn-
aðarráðuneytinu harðlega og
taldi að „innanhússnefnd" gæti
aldrei komið í staðinn fyrir þá
víðtæku samráðsnefnd, sem til
hefði verið ætlast, og spurði í lok-
in, hverjir hinir tveir nefndar-
mennirnir væru og hvar væri að
finna fulltrúa frá launþegasam-
tökunum.
hágé.
Myndbönd
Leigurnar
skráðar og
leyfisskyldar
Viðskiptaráðherra hefur
mælt fyrir frumvarpi um
breytingu á lögum um verslun-
aratvinnu, þannig að þeir, sem
stunda útleigu á myndbönd-
um, bílum og áhöldum, verði
að hafa verslunarleyfi.
Gerir frumvarpið ráð fyrir að
leigusalar verði að hafa aflað sér
verslunarleyfis innan þriggja
mánaða frá gildistöku laganna. í
greinargerð segir að eðlilegt sé að
gera sömu kröfur til þeirra sem
stunda leigu lausafjármuna í
atvinnuskyni og annarra sem
reka verslun, enda svipi þessari
starfsemi mjög saman. Leyfis-
bindingin stuðlar að því að lög og
reglur séu virtar, ella kunna
menn að missa leyfin. Þá hefur
frumvarpið í för með sér að
skylda verður að skrá slík fyrir-
tæki, ef það verður að lögum, en
eins og málum er nú háttað er það
ekki skylt.
Föstudagur 15. mars 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5