Þjóðviljinn - 15.03.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663.
Föstudagur 15. mars 1985 62. tölublað 50. örgangur
Skák
Helgi stórmeistari
Hann sigraði Englendinginn Plaskett ígœrkveldi og hlautþar með 7 vinninga
Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður og manni líður ósköp
vel. Það er ckkert leyndarmál og
það hefur verið ákveðin pressa á
manni eftir að 2. áfanga var náð
og hún hefur án nokkurs vafa
komið niður á taflmennskunni.
Friðrik Ólafsson sagði við mig að
,J)rjúgur verður síðasti áfang-
inn“ og það voru orð að sönnu,
sagði Helgi Ólafsson í samtali við
Þjóðviljann seint í gærkveldi eftir
að hann hafði tryggt sér stór-
meistaratitil í skák með því að
sigra Englendinginn Plaskett í 32
leikjum.
Helgi sagðist hafa verið mjög
taugaspenntur fyrir skákina og
pressan hefði raunar enst alla
skákina. Það var ekki fyrr en
hann gaf skákina að maður gat
andað léttar, sagði Helgi.
Helgi Ólafsson er 3ji Islending-
urinn sem nær stórmeistaratitli í
skák, hinir eru sem kunnugt er
Friðrik Ólafsson og Guðmundur
Sigurjónsson.
Ungverjinn Pinter sigraði á
mótinu í Kaupmannahöfn, hlaut
8,5 vinninga, en í 2. til 4. sæti
urðu Helgi, Larsen og Curt
Hansen, sem einnig náði stór-
meistaratitli á mótinu. Hann er
fyrsti Daninn sem nær þeim titli
síðan Bent Larsen varð stór-
meistari 1956. Jóhann Hjartar-
son varð í 6. sæti til 7. sæti ásamt
deFirmian með 5 vinninga.
Helgi sagði að næsta verkefni
hjá sér væri að tefla á alþjóðlegu
skákmóti sem hefst á Húsavík
innan skamms, síðan ætlaði hann
að hvfla sig vel eftir törnina und-
anfarið. -S.dór
í gærdag hóf Hjörleifur Guttormsson umræður utan dagskrár á Alþingi
um kennaradeiluna. Eins og sjá má, fjölmenntu kennarar á þingpall- Sjá bls. 2
ana. Mynd E.ÓI.
Skólastjórafundur
Engar nýráðningar
Örnólfur Thorlacius: Það þarfað leysa málið ogfá
kennarana inn aftur
Dollaralánin
Bátar á
uppboði
Vandinn ekki minni
hjá nýlega
endurbœttum bátum
en togaraútgerð
Hœkkun dollaralána
orsökin
Fjöldi bátaútgerða býr við
mjög erfiða greiðslustöðu og Ijóst
er að einhverjir bátar munu lenda
á uppboði og eru jafnvel þegar
komnar fram beiðnir um slíkt frá
lánadrottnum.
Hér er eingöngu um að ræða
báta sem hafa verið yfirbyggðir
og endurbættir á síðustu árum og
eru því margir hverjir með best
búnu bátum í fiskiskipaflotanum.
Ástæðan fyrir miklum greiðslu-
erfiðleikum er stórhækkun þeirra
dollaralána sem tekin voru vegna
endurbótanna.
„Það er erfitt hjá fjölmörgum
bátum ekki síður en togurum.
Vandamálin hjá einstaka bátum
eru alls ekki minni hlutfallslega
en hjá togurunum“, sagði Ágúst
Einarsson hjá LÍÚ í gær.
Ágúst sagði að ástæða þessa
vanda væri fyrst og fremst doll-
aralánin sem tekin voru til endur-
byggingar og viðhalds þessara
báta. Utgerðum þessara báta hef-
ur verið gefinn kostur á skuld-
breytingum með sömu skilyrðum
og togaraútgerðum en þrátt fyrir
það er ljóst að einhverjir bátar
munu ienda á uppboði innan tíð-
ar. -lg.
Skólastjórar framhaldsskóla á
suðvesturhorninu héldu í gær
fund í Menntaskólanum í Hamra-
hlíð. Eftir fundinn sagði Örnólfur
Thorlacius rektor MH við Þjóð-
viljann að ekki hefðu verið gerfi-
ar ályktanir á fundinum. - „Við
höfum lýst okkar vilja áður við
ríkisstjórnina“ -, en niðurstaða
umræðna hefði meðal annars
verið að leita yrði annarra lausna
en að ráða forfallakennara í stað
þeirra sem upp hafa sagt.
„Það þarf að leysa málið og fá
kennarana inn aftur“, sagði Órn-
ólfur. Nýráðningar væru ekki
lausn, þótt upp gæti komið sú
staða að grípa þyrfti til einhverra
ráða af því tagi, - það væri ein-
faldlega ekki völ á hæfum kenn-
urum sem gætu komið inní skóla-
starfið núna.
Skólastjórarnir voru sammála
um að héðanaf yrði önninni ekki
lokið á eðlilegan hátt og voru
ræddir ýmsir aðrir möguleikar,
páskakennsla, kennsla á laugar-
dögum, framlenging á skólaár-
inu, en ekkert ákveðið.
„Þetta stefnir í algert óefni“,
sagði Örnólfur, „og er reyndar
þegar komið í algert óefni“.
-m
Byggung
Afhendir sjálfum
sér raðhúsalóðir
Byggung í Mosfellssveit stopp. Framkvœmdastjórifélagsins sem sjálfur er
byggingarverktaki fœr lóðirnar án þess að þœr séu auglýstar.
yggingarsamvinnufélagið
Byggung hefur hætt við fyrir-
hugaðar byggingarframkvæmdir
raðhúsalengju í Mosfellssveit.
Lóðum þeim sem félaginu hafði
verið úthlutað hcfur verið ráð-
stafað til framkvæmdastjóra fé-
lagsins sem jafnframt rekur bygg-
ingarfyrirtækið Álftarós og
hyggst hann reisa hús eftir nýjum
teikningum á lóðunum.
Páll Guðjónsson sveitarstjóri í
Mosfellssveit sagði í gær að Bygg-
ung væri stopp og ákveðið hafi
verið að gefa Álftarósi kost á lóð-
unum. Þær yrðu ekki auglýstar.
Á síðasta sveitarstjórnarfundi
Mosfellshrepps var þetta mál
tekið upp utan dagskrár og sam-
þykkti meirihlutinn að heimila
Erni Kærnested framkvæmda-
stjóra Álftaróss framkvæmdir á
lóðunum, að því tilskyldu að
hann kæmi fyrst með bréf til
sveitarstjórnar þar sem hann í
nafni Byggungar sem
framkvæmdastjóri þess félags
skilaði sömu lóðum.
„Við auglýstum þessar lóðir á
sínum tíma undir raðhús og það
gekk ekki og það er ekkert sem
bendir til þess að það gangi í dag.
Þess vegna verða þær ekki
auglýstar", sagði Páll Guðjóns-
son sveitarstjóri í gær. -lg.
Tarkofskí-hátíðin
Tarkofskí
kemur í dag
Sovéski kvikmyndaleikstjórinn
Andrej Tarkofskí er væntaniegur
hingað til lands í dag og verður
hann viðstaddur frumsýningu á
kvikmynd sinni, Nostalgia, í
Háskólabíói í kvöld kl. 21. Mun
hann ávarpa sýningargesti í upp-
hafl myndarinnar.
í fyrramálið efnir Tarkofskí-
nefndin til málþings með
leikstjóranum þar sem hann segir
frá lífshlaupi sínu og störfum.
Einnig svarar hann fyrirspurnum
fundargesta og í lokin verða úm-
ræður eins og tíminn leyfir en
málþingið stendur til kl. 13.
Ta^ofskí verður hér á landi
fram á mánudag og mun hann
hitta að máli blaðamenn, kollega
sína og ráðamenn, þ.á.m. utan-
ríkisráðherra, menntamálaráð-
herra og borgarstjóra. -ÞH
Útlönd
Þjóðviljinn
í heims-
pressuna
Úrdráttur úr
Gorbatsjof-
leiðaranum á
fjarritum Reuters
í fyrradag sendi Reuter frétta-
stofan úrdrátt úr leiðara Þjóðvilj-
ans um allan heim.
í skeytinu var greint frá því að í
leiðaranum hefði staðið að „Gor-
bachev (hinn nýi leiðtogi Sovét-
ríkjanna) verður að ...koma á
meira lýðræði og frelsi í
Sovétríkjunum". Janframt var
frá því greint að í honum hefði
staðið þessu gullvægu orð: „Það
hlýtur að vera skylda sérhvers
sósíalista að gagnrýna skort á lýð-
ræði í Sovétríkjunum“.
Fréttaritari Reuters á íslandi
hefur greinilega verið illa vakn-
aður þegar hann skrifaði skeytið,
því í því er Þjóðviljinn ýmist kall-
aður málgagn Kommúnista-
flokksins á íslandi eða
Alþýðubandalagsins. Jafnframt
er því haldið fram að Þjóðviljinn
hafi „aldrei áður gagnrýnt Mos-
kvu“!
Síðasta staðhæfingin er þeim
mun undarlegri sem fréttaritari
Reuters á íslandi mun vera sagn-
fræðingurinn Þorsteinn Thorar-
ensen, sem greinilega þarf að
kynna sér söguna eilítið betur.
-ÖS