Þjóðviljinn - 17.03.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Side 4
„Pá er þetto búið “ HalldórBlöndal tekinn ó belnið um húsnœðismól Halldór Blöndal þing- maður Sjálfstœðis- flokksins í Norðurlands- kjördœmi eystra hefur um nokkurt skeið verið helsti talsmaður Sjálf- stœðisflokksins íhús- nœðismálum. Hann er á beininu f dag og upp- lýsir okkur meðal ann- ars um það að það muni kosta stjórnarslitef skattheimta til húsnœð- ismála verði aukin í lík- ingu við það sem félagsmálaráðherra hefur nefnt. Stjórnarflokkarnir lofuðu úrbótum í húsnæðismálum, m.a. 80% lánum. Þúsundir manna eru nú í erfiðleikum, fjöldahreyflng í uppsiglingu. Hvað veldur þessu misræmi milli orða og athafna? Erfiðleikar þessa fólks, sem nú eru hvað mestir, eiga rætur sínar að rekja til framkvæmda og kaupa á íbúðum sem mestan part eru til komin fyrir stjórnar- skiptin. Við erum að glíma við arf frá fyrri stjórn. Þetta fólk fékk ónóga fyrirgreiðslu á sínum tíma. Lánskjaravísitalan óð upp sér- staklega á árunum 1982-83. Á ár- inu 1984 þegar verðbólgan minnkaði snerist þetta við. Þá var lánskjaravísitalan lægri heldur en kauptaxtavísitala. Vandi þessa fólks á rætur sínar að rekja til verðbólgunnar og lífskjaraskerð- ingarinnar sem varð á þessum árum. Vandinn er að menn geta ekki borgað af þeim lánum sem þeir fengu. Með hærri lánum væri vandinn væntanlega ennþá meiri? Þessi vandi er af tvennum toga að mínu viti. Annars vegar af því að lausaskuldirnar eru of miklar og til of skamms tíma og sumir hafa byggt en ekki getað selt sínar gömlu íbúðir vegna þess að það hefur verið lögð of mikil áhersla á nýbyggingar í húsnæðiskerfinu. Það eigum við að geta leyst. Þið hafíð þó ekki lagt til að stórhækka lán til kaupa á eldri íbúðum? Við Sjálfstæðismenn höfum alltaf viljað fara aðra leið en aðrir flokkar í húsnæðismálunum og það væri ekki vafi á því að ás'tand- ið væri miklu betra ef þær hefðu verið farnar. Við munum kynna okkar skoðanir fyrir félags- málaráðherra, jafnvel í næstu viku. Lánskjaravísitalan hefur mjög verið til umræðu. Brennivínið hækkar og þá hækka skuldirnar. Telurðu að vísitala af þessu tagi sé réttlátur mælikvarði? Þessi mál eru svo viðkvæm og lánskjaravísitalan er orðin svo al- gengur viðmiðunarpunktur í samningum manna á meðal þannig að það er mjög erfitt að breyta henni. Við sitjum þarna uppi með ákvörðun sem tekin var af síðustu ríkisstjórn hvort sem hún er góð eða vond. Ég geri mér vonir um að lífskjör fari batn- andi. Lánin munu lækka á móti þeim hækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. Um leið og Iífs- kjörin versnuðu á sl. árum þá töpuðu skuldarar mjög ört af því að lánskjaravísitalan miðaðist við framfærslukostnað og byggingar- kostnað. Launþegarnir myndu endanlega tapa því sem þeir eru búnir að tapa ef nú yrði tekin upp kaupgjaldsvísitala á lán og að því vil ég ekki standa. Þetta er Ijóst, en hverskonar lánskjaravísitölu myndu Sjálf- stæðismenn taka upp í stað þeirrar sem er að mati margra manna allt of viðkvæm fyrir skammtímabreytingum? Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að verðtryggja lán til skamms tíma. Lán í þrjú til fimm ár eiga að vera óverðtryggð. Ef við myndum binda vísitölutrygg- ingu lána við lán til langs tíma er ekkert á móti því að hafa viðmið- unartímabilin lengri. Og grunnurinn gæti verið ann- ar? Ég sé ekki að annar grunnur sé endilega betri. Við erum að tala um að peningar haldi sínu verð- gildi og miðast verðgildið ekki við notkun þeirra? Eðli þessarar vísitölu er að hún breytir skuldum með verð- breytingum á fyrirbærum sem ekkert koma húsnæðislánum við. Við erum ekki að tala um það, við erum að tala um lánskjara- vísitölu sem tryggir verðgildi pen- inga almennt. Ef verðtrygging peninga er rétt í sjálfu sér, er þá ekki verðtrygg- ing á verðgildi vinnuafls einnig rétt? Við vorum með verðtryggð laun, kaupgjaldsvísitölu sem átti að mæla hækkun á launum á þriggja tungla fresti. Það hefur komið í ljós að stjórnvöld hafa orðið að skerða þessa vísitölu meira og minna allan tímann. Ef við lítum á síðasta tímabil sem þessi vísitala var að fullu í gildi þá held ég að ég muni það rétt að lánskjaravísitalan hafi hækkað (frá 1. júní 1982-83) um 120% meira en kaupgjaldsvísitalan. Árið 1984 hækkaði kauptaxta- vísitalan meira en lánskjaravísit- alan. Það vita allir að á þeim tíma sem liðinn er frá valdatöku nú- verandi ríkisstjórnar hefur sigið svo rækilega á ógæfuhliðina að fjöldi manns er að sligast undir lánunum. Aðalbreytingin var á árunum 1982 og 1983. Þá höfðu menn þó verðtrygg- ingu launa að verulegu leyti? Lánskjaravísitalan mælir hærra en kaupgjaldsvísitalan á árunum 1980, ’82 og ’83 og kauptaxtavísitala mælir hærra árin 1981 og ’84. Ef þeir menn í verkalýðs- hreyfingunni sem skilja að lækk- andi verðbólga bætir lífskjörin og stjórnmálamenn sem eru sömu skoðunar ná saman þá batna lífskjörin, það þýðir að skuldir verða léttvægari. Eftir stendur sú staðreynd að það þarf að borga þá hækkun sem hefur orðið á tímabilinu. Ef lífskjörin batna þá kemur þetta til baka. Finnst þér eðlilegt að menn verði að eyða verulegum hluta af hugsanlegum lífskjarabata sínum til þess að borga skuldir sem eru tilkomnar eingöngu vegna þess að rangur mælikvarði var notaður til að mæla verðmætabreytingar? Það á að spyrja þann mann sem lögfesti núverandi fyrirkomulag á lánskjaravísitölu að þessari spurningu. Þeir sem nú hafa peninga til umráða virðast eiga mjög auðvelda leið tU að þéna á þessu ástandi t.d. á skuldabréfamark- aði. Jú, jú með okrinu hlýtur að vera að myndast þarna mikið fé sem er í lánsveltunni. Sá markað- ur hlýtur fljótt að mettast. Það er ekki grundvöllur fyrir afskaplega marga menn að lifa á okurlánum hér á landi, ef við getum komið húsnæðislánunum í lag. Fram hafa komið hugmyndir um stóreignaskatt og skyldu- sparnað á háar tekjur til styrktar húsnæðiskerfinu. Ertu sammála þeim? Forsætisráðherra var í þessum frægu minnispunktum sínum eitthvað að tala um stóreigna- skatta og skyldusparnað. Jón Baldvin Hannibalsson talar um stóreignaskatta. Ég held að allir þessir menn hafi alveg sleppt því að tala um það hvernig á að taka þetta fé. Á hverja eiga þeir að leggjast?, ég hef ekki séð neinar hugmyndir um það. Hefur þú einhverjar hugmynd- ir? Eins og eignaskattarnir eru núna leggjast þeir fyrst og fremst á íbúðarhúsnæði. Ég hef verið þeirrar skoðunar að fasteignir eigi að vera tekjustofnar fyrir sveitarfélög. Mér hefur þó fund- ist að sum sveitarfélög gangi þar full langt. Ég held því að ríkið eigi að fara varlega í skattlagningu fasteigna. Eignir gefa ekki arð af sjálfu sér. Það væri þá miklu betra að endurskoða tekjuskatt- ana, held ég. Ég held að það muni hefna sín ef við leggjum þunga skatta á fyrirtækin, ég held að það muni ekki koma fram í bættum lífskjörum. Hvað um skyldusparnaðinn? Ég hefi ekki séð neinar hug- myndir útfærðar um skyldu- sparnað. Á að leggja hann á hjón eða einstaklinga? Þú veist vel að það er enginn vandi að finna út háar tekjur í skattakerfmu, það er tæknilegt úrlausnarefni. Ertu með eða á móti skyldusparnaðinum? Hvað er átt við með háum tekj- um? Það þýðir ekki að koma til mín með skattuppástungur og segja mér ekki hvað í þeim felst. Mér finnst skattheimtan of mikil í landinu, það á að draga úr henni. Þess vegna er ég á móti skyldu- sparnaði. Ef félagsmálaráðherra reyndi að fylgja eftir hugmyndum sínum um stóreignaskatt og skyldu- sparnað með atbeina stjórnar- andstöðunnar og Framsóknar- flokksins líkt og Sjálfstæðisflokk- urinn virðist ætla að gera núna með útvarpslagafrumvarpi, springur þá ríkisstjórnin? Þá hefur hann valið sér aðra vini. Ef hann fer að leggja á nýja skatta með atbeina stjórnarand- stöðunnar þá er þetta búið. Ég held hann ætti þá að fara að flytja frumvarpið blessaður. Þarf meiri peninga í húsnæð- iskerfið? Ég geri mér ekki grein fyrir hve mikið fé þarf en það er ljóst að það eru bullandi þarfir óleystar og ég held að það sé hægt að draga úr lánsþörf ef við stöndum öðruvísi að verkum. Til dæmis með skattfríðindum eða beinum greiðslum úr ríkissjóði. Þannig verði örvaður sjálfssparnaður svo fólk geti búið sig undir að eignast eigin íbúð. Við getum hugsað okkur að hjón mættu eiga skatt- frjálst eins og 20% af verði staðalíbúðar, það gæti verið 5 ára sparnaður, bankinn lánaði síðan annað eins eftir tiltekinn tíma til 10 ára, þá er þetta komið í 40% af verðinu. Eru nokkrar líkur á slíkum sparnaði með þeim hraklegu launum sem nú eru greidd í þjóðfélaginu? Menn hafa mjög mismunandi laun. Ef maður sem er að byrja búskap hefur ekki efni á að leggja fyrir þrjú þúsund og fimm hundr- uð krónur á mánuði hefur hann ekki efni á að eignast íbúð. Þið Sjálfstæðismenn hafið ekki haft mikinn áhuga á Búseta. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að það dæmi geti gengið upp. Við viljum að fólk eigi sínar íbúðir. hágé. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.