Þjóðviljinn - 17.03.1985, Page 10

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Page 10
HREIN TÆKNIHYGGJA ER VARHUGAVERÐ íslensk sérþekking hefur tryggt góðan órangur í þróunaraðstoð íslendinga ó Grœnhöfðaeyjum Rœtt við mannfrœðingana Gísla Pólsson og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur um rannsóknir þeirra ó Sao Vicente Lending í San Pedro. Aflanum skipt. íslendingar og Grænhöfðingar yfirfara net. Frá San Pedro. Steinabreiðurnar sem líkjast stakkstæðunum eru notaðar til að þurrka þvott. Þróunaraðstoð hefur verið nokkuð til umræðu að undan- förnu. Veldur því ekki síst hungursneyðin í Eþíópíu sem hefur vakið margar spurningar um hvernig best sé að haga aðstoð við íbúa þróunarríkj- anna. Auk þess að senda pen- inga og mat til Eþíópíu stunda íslendingar þróunaraðstoð á nokkrum stöðum í Afríku. Um- fangsmesta aðstoðin er við Grænhöfðaeyjar, lítinn eyja- klasa úti fyrir strönd Vestur- Afríku sem telur um 330 þús- und íbúa. Þar hefur Þróunar- samvinnustofnun íslands að- stoðað íbúana við eflingu fisk- veiða undanfarin fimm ár. í fyrravor var lokið smíði á 140 lesta bát sem hlaut nafnið Fengur. íslendingar leggja til 3 menn í áhöfn bátsins og eru þeir 6 mánuði i senn um borð. í fyrrasumar dvöldust tveir mannfræðingar, þau Gísli Pálsson lektor við Háskóla ís- lands og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingis- maður, við mannfræðirann- sóknir á eynni Sao Vicente en þaðan er Fengur gerður út. Dvölin stóð í tvo mánuði og viðfangsefni þeirra var að rannsaka íslensku þróunarað- stoðina og áhrif hennar á mannlíf eyjarinnar. Þjóðviljinn tók þau Gísla og Sigríði Dúnu tali á dögunum og innti eftir rannsókninni, niðurstöðum hennar og lærdómi sem af henni má draga, en fyrst var þó spurt um aðdragandann að för þeirra til Grænhöfðaeyja. - Ákveðið var að gera þessa rannsókn þremur árum áður en af ferðinni varð. Við vorum upp- haflega þrjú sem hugðumst gera þessa rannsókn, við tvö og Hall- dór Stefánsson en hann fékk í millitíðinni tilboð um starf í Jap- an sem hann gat ekki hafnað. Þessi þrjú ár fóru í margs konar undirbúning, leita upplýsinga um eyjarnar, sækja um styrki ofl. - Hvert var markmiðið með þessari rannsókn? - Hugmyndin tengdist frá upp- hafi ísiensku þróunaraðstoðinni. Okkur finnst það skipta miklu máli að íslensk mannfræði verði samstiga þróunaraðstoð íslend- inga og að mannfræðiþekking nýtist sem best í þágu aðstoðar- innar. Rannsókn af þessu tagi efl- ir einnig íslenska mannfræði og nýtist í kennslu hér heima. I mannfræði Háskóla íslands eru td. kennd námskeið um þriðja heiminn, fiskveiðar, trúarbrögð ofl. og það er mikilvægt að ís- lenskir mannfræðingar stundi rannsóknir, sem skila sér jafnóð- um inní kennsluna. Ástæðan fyrir því að við völd- um Grænhöfðaeyjar er líka sú að þar eru íslendingar fyrir og því að mörgu leyti auðveldara um að- gang. Oft er erfitt fyrir mann- fræðinga að fá leyfi til rannsókna og það tók okkur heilt ár að fá dvalar- og rannsóknarleyfi. Reyndar gekk það ekki fyrr en íslenska utanríkisráðuneytið beitti sér fyrir því. - Hvernig hafið þið nýtt þessa rannsókn í starfi ykkar? - Fyrir utan kennslu Gísla í Háskólanum höfum við haldið erindi um rannsóknina á nokkr- um stöðum og sýnt litskyggnur frá eyjunum. Á Alþingi hefur Sigríði nýst reynslan vel í umfjöll- un um þróunaraðstoð íslendinga. Einnig erum við að vinna að ví- deómynd í samvinnu við Náms- gagnastofnun. Þetta starf gæti hvatt fólk til að líta á þróunarað- stoð í víðara samhengi en oft er gert. Það er alltaf hætta á að hún einskorðist við neyðaraðstoð eins og í Eþíópíu eða endi í hreinni tæknihyggju. Tœknihyggja varasöm - Hvað eigið þið við með því? - Það var td. sagt frá því í frétt- um fyrir skömmu að einhver ís- lensk samsteypa hygðist leggja út í mikla tækniaðstoð við fisk- veiðar víða í þriðja heiminum. Okkur grunar að ekkert hafi ver- ið hugað að aðstæðum á þeim stöðum sem aðstoðin fer fram á. Annað dæmi er viðtal sem út- varpið átti við íslending sem starfar í Eþíópíu. Hann sagði eitthvað í þá veru að það sem þyrfti að gera væri að senda öflug veiðarfæri til landsins og kenna landsmönnum að nota þau. Ef farið væri að ráðum hans þyrfti fyrst að athuga hvaða þýð- ingu hinn nýfengni afli hefði í landi. Það má benda á hliðstæðu frá Grænhöfðaeyjum. Ef afli Fengs færi beint á innanlands- markað myndi hann kippa grund- vellinum undan fjölmörgum fjöl- skyldum, sem byggja afkomu sína á handfæraveiðum. Það er einmitt þarna sem mannfræðin kemur til skjalanna. Hún tengir aðstoðina við það samfélag sem er fyrir hendi og gerir tillögur um það hvernig þróunaraðstoðin nýtist best, bendir á hvers konar áhrif tæknin hefur á það samfélag sem hún kemur inn í. í kjölfar „Grænu byltingarinnar" í þriðja heiminum fyrir tveimur ára- tugum eða svo hafa menn farið að endurskoða þróunaraðstoð og ráðið mannfræðinga til að rann- saka samfélögin sem njóta henn- ar til að sjá hvað betur megi fara. Það væri varhugavert ef þróunar- aðstoð fslendinga yrði hreinni tæknihyggju að bráð. íslensk vinnubrögð - En svo við snúum okkur að rannsókninni sjálfri, hvernigþyk- ir ykkur íslenska aðstoðin hafa tekist? - Hún hefur heppnast mjög vel og má þakka það bæði íslenskri sérþekkingu og nokkurri heppni. íslendingar kunna vel til verka í skipasmíðum og fiskveiðum og svo voru þeir svo heppnir að finna botnfiskmið sem aðrir höfðu leitað að en ekki fundið og afskrifað. Jakob Magnússon og fleiri fiskifræðingar stunduðu fiskileit á landgrunni eyjanna og fundu þar töluverð botnfiskmið sem öðrum hafði yfirsést. Þar var mjög skynsamlega að verki stað- ið. Það er margt jákvætt við þessa aðstoð. íslendingar geta miðlað eyjarskeggjum af þekkingu sinni Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. (Mynd: eik). Gísli Pálsson. (Mynd: eik). hafa verið stanslausir þurrkar á annan áratug. Þetta hefur valdið því að mikil hreyfing er á íbúun- um, bæði innan eyjanna og til og frá útlandinu. Og það eru fyrst og fremst karlarnir sem fara, því þeir eiga meiri von á launavinnu. Konurnar sitja eftir með börnin. Undanfarin ár hefur ástandið farið versnandi, konurnar eiga sífellt erfiðara með að tryggja lífsafkomu barna sinna. Karlarn- ir sækja sjóinn og lengst af hafa þeir verið háðir konunum um að koma aflanum í verð. Nú er það að breytast, ríkisfyrirtækið selur aflann. Okkur sýnist að þetta hafi gert fjölskylduböndin óstöðugri. Það er því miður allt of algengt að þróunaraðstoð taki ekki mið af konunum. Til dæmis má nefna landbúnaðaraðstoð á meginlandi Afríku. Þar hafa konur víða haft það verkefni að plægja akurinn. Svo koma traktorar, karlamir setjast upp á þá en konurnar mis- sa vinnuna. Þetta er dæmigerð vestræn aðstoð sem tekur ekki mið af því að víða í þróunarlönd- unum em konurnar jafn mikil- vægt vinnuafl og karlarnir. Á þessari öld hefur það verið svo á Vesturlöndum að litið hefur ver- ið á konur sem varavinnuafl og aðstoðin hefur markast af því við- horfi. Þetta er líka dæmi um þá þröngsýnu tæknihyggju sem við nefndum í upphafi. Þróunarað- stoðin miðast við að bæta afkom- una, laga markaðsmálin oþh. en hún er grundvölluð á hugmynd- um um verkaskiptingu kynjanna sem ekki passa inn í þjóðfélögin sem verið er að aðstoða. í Afríku ríkja víða aðrar hugmyndir en hér norðurfrá um þátttöku kynj- anna í atvinnulífi. Þeir álíta Feng vera hreint töfra- skip. Enda var smíði þess vel undirbúin og ma. hugsað til þess að hafa alla varahluti með. Það hefur heldur ekkert bilað. Það á líka sinn þátt að skipinu er alltaf haldið vel við, það er alltaf jafn- glæsilegt. Þetta skapar ákveðið hugarfar. - Og hvernig tóku íbúarnir ykkur? - Mjög vel. Það gætti engrar tortryggni þótt vitaskuld sé alltaf erfitt að byrja á svona verkefni. Maður þarf að útskýra vel fyrir fólki hvað ætlunin er að gera. Við nutum góðrar fyrirgreiðslu og ís- lendingarnir í Mindelo vom okk- ur mjög hjálplegir. Það var gam- an að ganga eftir götu á Sao Vic- ente og verða þess áskynja að all- ir vita hvað og hvar ísland er. Samt er þetta allt annar heimur, allt önnur menning. Ef við færum aftur myndum við leggja áherslu á að læra tungumálið, í sumar unnum við með túlkum. En það er ekki auðhlaupið að því að læra mál innfæddra. Þeir tala mál sem nefist kreól og er bræðingur úr portúgölsku og bantúmálum. Það er ekki til skráð, þe. ritmálið er ekki til og þá heldur ekki málfræði- eða orðabækur. - Ætlið þið aftur? - Það er ekki víst að aðstæður okkar leyfi það. Þessi rannsókn sem við gerðum er bara for- könnun. Æskilegast væri að fara aftur og vera í Vz-1 ár. Þá gætum við dregið upp skýrari mynd af samfélaginu. Slík kortlagning myndi nýtast vel í þróunaraðstoð í framtíðinni. Auk þess væri hægt að vinna þarna að fjölda hefð- bundinna mannfræðiverkefna sem ekki tengjast aðstoðinni beint, en eru hins vegar hrein vís- indi. og reynslu af sj ósókn, einkum við togveiðar sem ekki hafa verið stundaðar við eyjarnar. Fengur er vandað skip sem gæti orðið innfæddum fyrirmynd að fram- tíðarskipum ef þeir vilja nýta botnfiskinn. Annað sem íslendingar hafa gefið innfæddum er ákveðið for- dæmi, einkum um vinnubrögð. íslendingar ganga að veiðunum með það fyrir augum að veiða sem mest, setja fiskinn á markað og afla tekna sem hægt er að nota til annarra verkefna. Þess vegna hafa íslendingar komið á því hug- arfari á meðal bæjarbúa að fisk- veiðar séu hörkuvinna og að skipin sigli þegar þau eigi að sigla. - Brá mönnum ekki í brún? - Fyrst var þetta vitaskuld nokkuð erfitt en þegar fram í sótti féll það vel í kramið. Öfug þróunaraðstoð - Eitthvað hljótið þið þó að hafa út á aðstoðina að setja. - Já, það eru fyrst og fremst túnfiskveiðarnar. Samkvæmt samningum um aðstoðina átti Fengur að stunda túnfiskveiðar stóran hluta úr árinu. Túnfiskur er veiddur á stöng og innfæddir kunna þá veiðiaðferð til hlítar. íslendingum er hún hins vegar framandi og því má segja að þeir hafi verið í læri hjá innfæddum, þróunaraðstoðin snerist eigin- lega við. Auk þess hafa þeir ör- uggan markað fyrir túnfiskinn. Hlutverk Fengs var því einungis að veiða fyrir þennan markað í stað þess að leggja til nýja þekk- ingu. Svona aðstoð er ekki skyn- samleg, þá er eins gott að gefa bara peninga. Annað sem okkur fannst ábót- avant var undirbúningurinn hér heima. Hjá öðrum þjóðum tíðk- ast það að menn sem sendir eru í þróunaraðstoð fari á undirbún- ingsnámskeið og læri tungu innfæddra. Fræðslan hér var mjög lítil og tungumálanám svo til ekkert. Þeir geta því ekki talað við heimamenn þegar út er kom- ið. íslendingarnir sem voru úti brugðust við þessum vanda á snjallan hátt. Þeir komu sér upp flautumáli, einskonar merkja- kerfi, því annars hefðu þeir ekki getað sagt fyrir um til dæmis hve- nær ætti að hífa og hvenær slaka. Tengt þessu er hve samnings- tíminn er fastur í skorðum. Menn eru ráðnir til sex mánaða og verða síðan að fara heim þótt þeir séu kannski þá fyrst að komast inn í málin. Þetta þyrfti að vera sveigjanlegra, bæði þannig að menn geti verið lengur ef þeir óska og eins að þeir geti hætt fyrr ef þeir halda dvölina ekki út. Það ætti líka að skipta um einn mann í áhöfninni í einu í stað þess að skipta henni allri út á hálfs árs fresti eins og nú er gert. Stjórnunar- vandi Samskiptin milli verkefnis- stjórnarinnar úti og aðalstöðv- anna hér heima mættu líka vera betri. Stundum þarf að taka skjótar ákvarðanir sem ekki eru á valdi áhafnarinnar að taka og þá vill brenna við að erfitt sé að ná sambandi við þann sem ákvörð- unarvaldið hefur. Stundum er þetta aðeins tæknilegt atriði, td. var telextækið sem verkefnisst- jórnin hafði bilað í lengri tíma meðan við vorum úti í fyrra- sumar. Loks þurfa íslendingarnir að glíma við ákveðinn stjórnunar- vanda hjá heimamönnum. Á Grænhöfðaeyjum er einsflokks- kerfi og skrifræðið heldur stirt. Það veldur því að erfitt er að sam- hæfa og fá yfirsýn yfir alla þá að- stoð sem þeir njóta í fiskveiðum, en hún er geysimikil og kemur frá einum tíu löndum. Til dæmis veitti arabískur sjóður fé til smíði á 10 fiskiskipum til Grænhöfða- eyja. Þau voru hönnuð í hvelli fyrir túnfiskveiðar á sama tíma og Islendingar voru að sýna fram á möguleika botnfiskveiðanna. Þessum skipum er ekki hægt að breyta svo þau nýtist til togveiða. Þama er að verki ákveðið tregðu- lögmál í kerfinu sem ma. birtist í því að íslenska verkefnisstjómin hefur án árangurs reynt að koma á föstu sambandi við stjórnvöld, helst í gegnum ákveðinn tengilið. Það hefur ekki gengið. Sömu sögu sagði maður frá FAO, Mat- vælastofnun SÞ, sem við hittum. Þetta hefur þær afleiðingar að þekkingin nýtist ekki sem skyldi milli þróunarverkefna. Að efla útflutníng og draga úr barnadauða - Þið hafið gert skýrslu um rannsóknir ykkar á sl. sumri og sent hana ýmsum aðilum, þám. yfirvöldum hér heima og ytra. Hvað leggið þið til? - Fyrir utan lagfæringar á því sem við höfum þegar nefnt vörum við eindregið við því að botnfiskurinn fari á innlendan markað. Það þarf að flytja hann út og við leggjum til að Islending- ar bjóði fram sérfræðikunnáttu sína á sviði markaðsleitar. Við bendum á ákveðnar leiðir, td. að Fengur sigli með aflann til Kan- aríeyja sem eru ekki svo langt í burtu, eða að honum verði landað um borð í flugvélar sem gætu flogið með fiskinn á markað í Suður-Evrópu. Eins mætti þurrka fiskinn og salta og setja á markað í Vestur-Afríku. Að þessu leyti gæti stafað enn meiri hætta af makrílveiðum í nót. Ef sá afli færi allur á innanlands- markað myndi það stokka upp allt verðlag hjá smábátasjó- mönnum og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Vinnsla aflans fyrir erlendan markað væri góður kostur því það myndi hamla gegn því mikla atvinnuleysi sem ríkir á eyjunum, ekki síst meðal kvenna. - Af hverju stafar það? - Það er að sumu leyti nýtil- komið og má að nokkru rekja til innlends þróunarstarfs. Eyjarnar fengu sjálfstæði frá Portúgal árið 1975 og þá hófust heimamenn handa við uppbygginguna. Árið 1977 var sett á stofn ríkisfyrirtæki sem annast sölu og dreifingu á afla smábátanna auk þess sem það aðstoðar sjómennina við kaup á veiðarfærum og búnaði. Meginmarkmiðið var jákvætt í sjálfu sér, það átti að jafna tekjur sjómanna, sem áður sveifluðust miög mikið eftir aflabrögðum og framboði á fiski. En á þessu var einn hængur og hann sneri að konunum. Aðal- starf þeirra, eins og víðar í Vestur-Afríku, hefur um aldir verið að selja fiskinn sem karl- arnir afla. Þetta ríkisfyrirtæki stendur því í beinni samkeppni við konurnar, einkum í þorpun- um. Sumsstaðar standa þær uppi atvinnulausar, annars staðar berjast þær í samkeppninni, oft einstæðar mæður með allt upp í 11 börn á framfæri. Ef aflinn væri unninn í landi til útflutnings væri hægt að skapa þeim atvinnu á ný. Með því móti væri afkoma barn- anna tryggari en nú er, því barna- dauði er gífurlegur. Ef Islending- ar legðu af mörkum slíka aðstoð væri engin hætta á öðru en að hún skilaði sér beint til þeirra sem á þurfa að halda. Aflinn sem Feng- ur landar nú skilar arði í ríkis- kassann en það er undir hælinn lagt hvernig sá peningur skilar sér aftur til fólksins. Þetta er ekki spurning um mikið fjármagn, þurrkhjallar kosta ekki mikið fé, heldur fyrst og fremst útsjónar- semi. Ef íslenska verkefnið gæti seilst inn á þetta svið væri það fljótvirk leið til að draga úr barn- adauðanum. Einnig mætti að- stoða smábátasjómenn, svosem með því að útvega þeim betri veiðarfæri og lengingarbúnað. Fjölskyldubönd í upplausn - Hvernig stendur á öllum þessum einstœðu mceðrum? Hvar eru feðurnir? - Fjölskyldutengslin eru í greinilegri upplausn, en okkur skortir samanburð við fyrri tíma til að segja nákvæmlega fyrir um orsakirnar. Margt bendir þó til þess að langvarandi þurrkar hafi ráðið miklu. Á Grænhöfðaeyjum ríkir svipað loftslag og á Sahel- svæðinu í Vestur-Afríku. Þarna Fengur er töfraskip - En hvernig fannst ykkur við- horf innfæddra vera til íslensku þróunaraðstoðarinnar? - Þeir eru afskaplega hrifnir og virðast ekki hafa minnstu efa- semdir um hana. Það á jafnt við um stjómvöld sem staðarbúa. - Hvernig var rannsóknin fjár- mögnuð? - Við fengum styrk frá Nor- rænu Afríkustofnuninni sem veitir styrki til rannsókna og fer- ða í Afríku. Þetta er fyrsti styrk- urinn sem veittur er íslendingum. Auk þess fengum við styrki frá Háskóla íslands og Vísindasjóði. - ÞH 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985 Sunnudagur 17. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.