Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 12
TILBOÐ Óskast í eftirtaldar bifreiöar, sem veröa til sýnis, þriöjudaginn 19. mars 1985 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Buick Electra fólksbifr. árg. 1981 Saab 900 GLI fólksbifr. árg. 1982 Chevrolet yfirbyggður 4x4 árg. 1978 International Scout 4x4 árg. 1978 9 stk. Lada Sport 4x4 árg. 1980-82 Mercedes Benz pallbifr. árg. 1974 Subaru station 4x4 árg. 1981 2. stk. Subaru station 4x4 árg. 1980 Ford Bronco 4x4 árg. 1978 2 stk. Daihatsu Taft 4x4 árg. 1982 UAZ 452 4x4 árg. 1981 Ford F250 pick up 4x4 árg. 1979 5 stk. Ford Econoline sendif.bifr. árg. 1978-80 Toyota Hi Ace sendif.bif. árg. 1980 13. stk. Mazda 323 fólksbifr. árg. 1980 3 stk. Volkswagen Golf Suzuki fólksbifr. bifhjól árg. 1978 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík: Mercedes Benz LP911 B Zetor 5718 dráttarvél vörubifr. árg. 1973 með ámoksturstækjum árg. 1977 Til sýnis hjá Birgðastöð RARIK, Súðarvogi 2, Reykjavik: Scania Vabis LS110 S 50 Mercedes Benz 2632 AK/38 vörubifr. árg. 1974 dráttarbr. m/skífu árg. 1980 Volvo N1025 vörubifr. árg. 1982 Tilboð verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPÁSTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Á markaðssviði eru lausar til umrsóknar tvær stöður: Farþegaþjónusta. Til að hafa umsjón með allri þjónustu Arnarflugs hf. við farþega í flugi félagsins. í starfinu felst umsjón með veitingum og sölu um borð í vélum félagsins, ásamt eftirliti með þjónustu á flugvöllum og öðru því sem almennt tilheyrir farþegaþjónustu. Fragtdeild. Til starfa við sölu, viðskiptaþjónustu, gjaldskrármál og daglega stjórnun fragtdeildar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldgóða reynslu við störf á sviði vöruflutninga og við sölustörf, auk tungumálakunnáttu. Umsóknir um ofangreind störf skulu sendar Arnarflugi hf., Lágmúla 7, Reykjavík, fyrir23. mars nk. á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1985 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1985 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða fleiri styrki, en heildarupphæð er kr. 50.000.00 Um- sóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 40.000.00 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k.'tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin 5 ár ganga öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræði- störf og náttúrufræðirannsóknir. Heildarstyrkupphæð kr. 80.000.00 Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði Skálholtsstíg 7 í Reykjavík fyrir 10. apríl 1985. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík. ÆTTFRÆÐ! Ættfrœðigetraun 10 Þá er komið að síðustu ætt- fræðigetrauninni í bili. Nú á að finna út afa og ömmur 6 ein- staklinga. Á myndum 1 -6 eru afar og ein amma en á mynd- um 7-12 eru barnabörnin. Svo er bara spurningin hver er afi eða ammahvers. Ert.d. Jón- as frá Hriflu afi Margrétar Hermanndóttur eða einhvers annars? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, merktar Ættfræðigetraun 6, og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum nk. föstudag og rétt svör birtast í næsta sunnudagsblaði. Ef blaðið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. Verðlaunabókin Ritsafn Jóhanns Sigurjóns- sonar Verðlaun íÆttfræðigetraun- inni eru óvenjulega vegleg að þessu sinni. Það stafar meðal annars af því að þetta er síð- asta getraunin af þessu tagi í bili. En komatímarog koma ráð. 1. Árni Kristjánsson píanóleikari. 3. Guðrún Lárus- dóttiralþingis- maður. 2. Ársæll Sigurðs- son trésmlður. 4. Halldór Stefáns- 5. Jón Auðunn son rithöfundur. Jónsson alþingis- maður. 6. JónasfráHrlflu ráðherra. 7. Áskell Másson tónskáld. 8. Gerður Steinþórs- dóttir borgarfull- trúi. 9. HalldórGuð- mundsson út- gáfustjóri Máls og menningar. 10. Haukur Halldórs- son myndlistar- maður. 11. Magnea Matthfas- dóttir rithöfundur. 12. MargrétHer- mannsdóttlrforn- lelfafræðlngur. Verðlaunin eru Ritsafn Jó- hanns skálds Sigurjónssonar í þrem bindum, Mál og menning gefur út. Hér eru öll leikrit Jó- hanns að sjálfsögðu, kvæði hans, ýmsir smámunir í lausu máli og svo bréf og fylgir öllu ýtarleg um- fjöllun Gunnars Gunnarssonar. Jóhann hefur lengi verið flestum skáldum hugstæðari þjóð sinni - undramaður sem ætlaði að leggja undir sig heiminn, fjölhæfur, mis- tækur, lífsþyrstur og snjall. Lausn á œttfrœðigetraun 9 Dregið hefur verið úr réttum lausnum á ættfræðigetraun 9 og kom upp nafn Hólmfríðar Gísladóttur, Unufelli 9,111 Rvík. Verðlaunin eru bókin Heygðu mitt hjarta við Undað Hné. Rétt svör voru þessi: 1. Björn Friðfinnsson fjár- málastj. og Jón Baldvin Hanni- balsson eru börn systkinanna Friðfinns Ólafssonar forstjóra Háskólabíós og Sólveigar Ólafs- dóttur. 2. Einar Ólafsson formaður SFR og Tryggvi Gíslason skóla- meistari eru börn systranna Guðnýjar Bjargar og Fannýjar Kristínar Ingvarsdætra ’ alþm. Pálmasonar. 3. Guðrún Jónsdóttir arkitekt og Hulda Valtýsdóttir eru dætur systkinanna Huldu Stefánsdóttur fv. skólastjóra og Valtýs Stefáns- sonar ritstjóra. 4. Halldór Jónatansson for- stjóri og Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri eru synir bræðranna Jónatans hæsta réttardómara og Einvarðs starfsmannastjóra Landsbankans Hallvarðssonar. 5. Jórunn Viðar píanóleikari og Þuríður Pálsdóttir söngkona eru dætur systranna Katrínar og Kristínar Norðmann. 6. Ólafur Ólafsson landlæknir og Þórhallur Vilmundarson pró- fessor eru synir systranna Ástu í Brautarholti og Kristínar læknis Ólafsdætra. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.