Þjóðviljinn - 17.03.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Qupperneq 14
Sófinn bœldur Fundur um menntamál fatlaðra Félag íslenskra sérkennara heldur fund um menntamál fatlaðra, mánudaginn 18. mars 1985 kl. 20.30 í Borgartúni 6, 4, hæð. 1. Kynnt drög að stefnuskrá í menntamálum fatl- aðra. 2. Rætt verður um greiningar- og athugunarstöð. ALLIR VELKOMNIR. Stjórn F.Í.S. laugardagskvöldið 16. mars kl.22 hefst <dsmo^£. MÍ/ i Félagsstofnun stúdenta Hringbraut SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844 Laus staða Staða yfirverkfræðings við Siglingamálastofnun ríkis- ins er laus til umsóknar. Æskileg menntun umsækjenda er skipaverkfræði. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samgönguráðuneyti eða Siglingamálastofnun fyrir 29. mars nk. Rafvirkjar Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða rafvirkja til starfa. Grunnlaun skv. 16 launaflokki. Umsóknum um starfið skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir 23. mars nk. til rafveitustjóra sem veitir nánari upplýsing- ar. Rafveita Hafnarfjarðar. i Eg er belri en Karpoff Helgi Ólafsson er nú orðinn opinbert hálfgoð á íslandi. Við á Þjóðviljanum erum afskaplega hreykin, - Helgi var einusinni blaðamaður á Blaðinu Okkar og er það eiginlega ennþá þótt NT hafí tekist að stela honum frá okkur, sem enn er óhefnt. Svo koma hinir strákarnir á eftir og bráðum eigum við fimm sex sjö stórmeistara og erum þá komin uppí heilt handboltalið af þessari manntegund. Þá verður enginn flóðhestadans á Reykja- víkurmótunum. Pá rúllum við öllum öðrum upp á ólympíu- mótunum. Þá ráðumst við að Kremlarveldinu í heimsmeistara- einvígjunum: „Nýjustu fréttir úr Laugardals- höll. Fyrsta skák heimsmeistar- ans Jóhanns Hjartarsonar og á- skorandans Margeirs Pétursson- ar fór í bið í dag og er staðan talin jafnteflisleg..." Sá sem hér leyfir sér að reisa íslenskar skýjaborgir í sófanum nær því reyndar ekki einusinni að geta kallast flóðhestur í heimi manntaflsins. Hann lenti í því á viðkvæmasta aldri að flækjast inní óþyrmilegan kunningjahóp sterkra skákmanna og fékk aldrei að vera með nema í gríni af ein- skærri náð og útblásinni vor- kunnsemi. Drottning mótherjans var oftar en ekki numin á brott áður taflið hófst en eftir hefð- bundin mistök í þriðja eða fjórða leik fóru ýmsar gerðir trékalla af röngum lit að hafa heldur náin kynni af peðafylkingum sem undirritaður hafði eytt löngum stundum til að raða í fagurleg ge- ómetrísk form. Að lok um er kóng- urinn alltíeinu kominn stuðn- ingslaus útí eitthvert hornið og andstæðingurinn farinn að lesa dagblað með mjög illa dulinni fyrirlitningarvipru. Þannig að eiginleg þátttaka á hinum svarthvíta vígvelli lagðist af nema gegn ungum börnum sem meta taflmennina á borðinu eftir umfangi og glæsileik. En hinir miskunnarlausu skákkunningjar halda manni við efnið með sífelldum speglasjón- um um styrk, sálarstand og einkalíf hinna ýmislegu afreks- manna, að ógleymdum löngum ræðum um eigið ágæti og glæstar framtíðarhorfur í kaffitíma- fimmurum og hvítvínskortérs- einvígjum. Síðan má skemmta sér við afar villimannlegan sál- fræðihernað kunningjanna hvers gegn öðrum yfir tafli: lúðulaki, jafnteflispulsa, lufsa, bógómíla- skítur, leiðindamaðurinn Jó- hannes, sjálfsmontari, trúvill- ingaböllur, afturkreistingur, hundaklyfberi, heillakarl. Síð- asta orðið er notað um andstæð- ing með gjörtapað tafl. Þegar minnimáttarkenndin í skáklíffærinu gerir harðasta hríð að annars óbilandi sjálfstrausti undirritaðs er þó alltaf ein hugg- un vís: ég er betri en Karpoff. í afskaplega syfjulegri skák slysað- ist ég einusinni til að aka drottn- ingunni uppí borð hjá Guðmundi Þorsteinssyni bókaútgefahda sem við það missti sjálfumglatt andlitið. Guðmundur hefur með- al annars unnið Magnús Ólafsson NT-ritstjóra, en Magnús hefur unnið Benóný Benediktsson sem hefur unnið IngvarÁsmundsson. Ingvar hefur hinsvegar unnið Helga Ólafsson sem hefur unnið Friðrik sem hefur unnið Karpoff. Og ef þessi heimsmeistara- drusla vill uppá dekk, - þá er mér að mæta. martes ALÞYÐUBANDALAGHE) Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur 29. og 30. mars Kjarabaráttan 1985 Aðferðir og áherslur Föstudag 29. mars kl. 20.00. 1. Verkalýðssamtökin sem baráttuafl. Samvinna ASI, BSRB og annarra samtaka launafólks. Frummælandi: Guðmundur Árna- son varaformaður Kennarasambands fslands. Laugardag 30. mars kl. 10.00 2. Kjarbaráttan og kröfugerð 1985 Launakerfi - launajöfnuður - kaupmáttartrygging - skatta- breytingar - velferðarþjónusta. Frummælandi: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks. Laugardag 30. mars kl. 13.00 3. Tengsl verkalýðsbaráttu og flokksstarfs. Samvinna Alþýðubandalagsmanna í verkalýðshreyfingunni - störf verkalýðsmálaráðs. Frummælandi: Bjarnfríður Leósdóttir formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins. Almennar umræður frá kl. 15 til 17. Kvennafylkingin - AB konur Laugardagsrabb Hittumst i morgunkaffi laugardaginn 16. mars kl. 11-14.00 að Hverfisqötu 105. Rætt verður um starf í framhaldi Kvennastefnu. Miðstöð kvenna Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar í Skálanum, Strandgötu 41, mánudaginn 18. mars kl. 20.30. Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Allir fulltrúar ráðsins hvattir til að mæta. Munið að fundurinn er opinn öllum félögum. Stjórn bæjarmálaráðs. Akranes Opinn þingflokks- fundur Abl. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins heldur op- inn fund í Rein á Akranesi mánudaginn 18. mars nk. kl. 20.30. Þingmennirnir Skúli Alex- andersson, Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Guðmund- ur J. Guðmundsson og Jóhann Ársælsson vara- þingmaður sitja fyrir svörum. Skúll Alþýðubandalagið Guðmundur Svavar Jóhann Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð: Fundur verður haldinn í Rein sunnudag 17. mars kl. 14.00. Fundarefni fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar. Stjórnin ÆSKULÝÐS- FYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Opinn stjórnarfundur Opinn stjórnarfundur verður haldinn á sunnudaginn kl. 17.00. Allir velkomnir. Stjórnin Verkalýðsmálanefnd Æ.F.R. Fundur verður haldinn í verka- lýðsmálanefnd Æ.F.R. fimmtu- daginn 21. mars, kl. 20.30. Ungt verkafólk er sérstaklega boðað á fundinn. Rætt verður urp starfið framundan, útgáfustarf- semi og tengsl AB og Æ.F.A.B. við ungt fólk á vinnumarkaðnum. Formaðurinn. Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur í Lárusarhúsi sunnudagskvöld 17. mars kl. 20.30. Fundarefni: 1. fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar, 2. Við- ræður um nýtt landsstjórnarafl. Fjölmennið. Stjórnin 14 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.