Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 16
LEIÐARAOPNA NÝR LEIÐTOGI f SOVÉT Klippt og skorið um Gorbatsjof Varað við vonum „Embættismaður í Ungverja- landi segir að það sé hlægilegt, að halda að Gorbatsjof muni koma á umbótum í ungverskum stíl. Skrifstofuveldið í Sovétríkjunum sé þannig að ekki sé hægt að framkvæma breytingar líkt og gert sé í smærri löndum eins og Ungverjalandi. Gömlu mennirn- ir munu halda áfram - og Gorbat- sjof hefur þegar varað íbúa So- vétríkjanna við að búast við of miklum breytingum“. (Financial Times 13. mars) Klár nánungi „Þessi náungi er klár“, sagði embættismaður ríkisstjórnarinn- ar í Washington. „Hann mun reyna að vinna hug og hjörtu íbúa á Vesturlöndum. Hann er svaka- legur auglýsingamaður og gæti jafnvel selt Vesturlandamönnum þvottaefni. Það fara hættulegir tímar í hönd þegar Gorbatsjof tekur við“. (New York Times 13. mars) Góð byrjun Ef Gorbatsjof æskir í raun og veru friðar ætti hann að ljúka stríðinu í Afganistan og kalla hernámsliðið heim. Þá væri tími til þess kominn að koma til móts við Sovétmenn. (The Times, 12. mars) Sömu menn Haft eftir Ronald Reagan: í Sovétríkjunum er samvirk for- ysta um 12 manna sem ákveða stefnuna. Þótt þeir velji einhvern einn úr sínum hópi og hann geti vissulega haft áhrif á stefnuna, þá er ríkisstjórnin samt sem áður í höndum sömu manna. (Washington Post 12. mars) Þeir veiku „Ekkert er mikilvægara en að vita að það sé einhver í Kreml sem getur tekið ákvarðanir og tímabil hinna gömlu, veiku manna sé liðinn", sagði embætt- ismaður í Austur-Þýskalandi. (Internationala Herald Tribune 12. mars) Engar efasemdir f þetta sinn voru engar tafir, engar efasemdir, engin valdabar- átta eða persónulegur metingur einkennandi fyrir ástandið í Kreml eins og þegar þeir Brésnjéf og Andropof yfirgáfu sviðið. Nýr maður hefur tekið forystuna og breytingin hefur gengið hljóðlega og mjúklega fyrir sig. (Neues Deutschland, málgangSED, íAustur- Pýskalandi 12. mars). Eins og hinir? Öðruvísi en hinir? Varfaerinn eða áræðinn? Partur af hópi eða forystumaður? LEIÐARI Vandi og verkefni Gorbatsjofs Öll blöö eru þessa daga full af vanga- veltum um þaö hvaö mannaskipti í æösta valdastóli í Sovétríkjunum muni þýða fyrir sovéskt þjóðfélag og fyrir umheiminn. Óvissan sem þessum vangaveltum fylgir er vel þekkt. Hún stafar bæöi af því aö helstu valdamenn þar í landi koma jafnan út á við sem samstilltur hópur og kann því aö vera erfitt að vita hvers er von af hverj- um og einum þeirra. í annan stað er það svo, að þótt embætti aðalritara Kommún- istaflokks Sovétríkjanna fylgi mikil völd þá er ekkert gefið fyrirfram um það, hve langan tíma það tekur fyrir hann að komast í þá stöðu að hann geti fylgt eftir einhverj- um nýmælum. Að þessu sögðu er kannski rétt að minna á það, að hins nýja leiðtoga bíða mikil verkefni og flókin. Það eru að hefjast afvopnunarviðræður í Genf, og þeir sem sitja hinummegin við borðið, fulltrúar Re- agans, hafa bersýnilega fullan hug á því að tala eins og sá sem valdið hefur. Fyrri reynsla sýnir, að slík viðleitni er ekki líkleg til að skapa góðar forsendur fyrir samkomulagi við Sovétmenn um þau mál sem menn um víðan heim hafa nú mestar áhyggjur af. Hitt er svo betra en ekki, að sovéskir og bandarískir ráðamenn eru ósparir á það þessa daga, að gefa í skyn að nú sé lag, nú sé hægt að ná árangri í að semja um takmarkanir á vígbúnaði. í alþjóðamálum er staða Sovétmanna um margt erfið. Stríðið í Afganistan er þeim dýrt í fleiri skilningi en einum: ekki síst þó vegna þess, að það dregur úr möguleikum þeirra til áhrifa á gang mála í þriðja heimin- um. Nú er alllangt síðan að Sovétmenn misstu tvö af fjölmennustu og áhrifamestu ríkjum þriðja heimsins úr tölu banda- mannasinna - eða a.m.k. úr tölu fremur vinveittra ríkja - Egyptaland og Indónesíu, og nýir bandamenn, til dæmis í Eþíópíu, eru hæpin uppbót fyrir þann missi. Alvar- legast fyrir Sovétmenn, sé til lengri tíma litið er þó það, að fjölmennasta ríki heims, Kína, stendur nær Bandaríkjunum í heimstaflinu en þeim. Hér við bætast hin ýmsu austurevrópsku vandamál - þar hafa Sovétríkin tögl og hagldir sem fyrr, en undir kraumar óánægja með ríkjandi ástand og hvenær sem er má þar búast við tilraunum til að fara aðrar leiðir en sovéskri forystu finnast æskilegar. Það er þó á heimavelli sem alvarlegasta prófið verður lagt fyrir Gorbatsjof og samráðamenn hans. Stjórnarfarið og efnahagskerfið hafa lítið breyst í Sovétríkj- unum um lengri tíma, en þjóðfélagið sjálft hefur breyst mikið. Þetta misræmi kallar á margvíslegar breytingar, ekki síst á áætl- unarbúskapnum og á yfirstjórn einstakra fyrirtækja. Þörfin er ótvíræð: þarf ekki ann- að en að skoða sovésk blöð til að sjá, hve víða skórinn kreppir með vöruskorti, sóun, lítilli framleiðni og minnkandi hagvexti. Og sovéskir leiðtogar hafa hvað eftir annað talað um nauðsyn þess að taka stórt stökk fram á við í tækni og framleiðni. Hitt kann að reynast erfiðara að samræma slíkar tilraunir óskertu valdi Kommúnistaflokks- ins og núverandi miðstýringarfyrirkomu- lagi. A seinni árum hafa orðið verulegar breytingar á stjórn efnahagsmála í Ung- verjalandi. Einkaframtaki undir ríkiseftirliti hefur verið gefið nokkurt svigrúm, agi markaðsaðstæðna hefur að ýmsu leyti tekiðviðaftilskipanastjórn. Enn hefurekk- ert heyrst frá Moskvu um að þar geti menn hugsað sér að ganga jafnlangt og Ung- verjar í þessum efnum - engu að síður er líkleg að Gorbatsjof og hans menn muni taka nokkuð mið af reynslu þeirra. Gleymum því ekki heldur, að þegar til lengdar lætur eru allar meiriháttar umbæt- ur óhugsandi án pólitískra breytinga - ef sovéskum ráðamönnum tekst ekki að stíga þau skref sem þeim hafa hingað til reynst erfiðust - til rýmkunar á málfrelsi og til annarra mannréttinda, þá getur umbóta- viðleitni í efnahagsmálum strandað á miðri leið, hlaupið í baklás.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.