Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 17

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 17
LEtÐARAOPNA -HVERS ER AÐ VæNTA? Magnús Torfi Ólafsson Fulltrúi umbóta- afla Gorbatsjof stendur afar vel að vígi að setja með tiltölulega skjótum hætti mark sitt á sovéska stjórnkerfið, þrátt fyrir rót- gróin þyngsli þess og tregðu. Hann var hægri hönd Andrópofs við val á yngri mönnum í stað gömlu jaxlanna sem verið- höfðu óhreyfanlegir á undanförnum kyrrstöðutíma, hvað sem leið hæfileikum og frammistöðu. Nú á Gorbatsjof þess kost að taka til á ný þar sem Andrópof varð frá að hverfa", sagði Magnús Torfi Ólafsson fréttaskýrandi og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Á þingi kommúnistaflokksins síðar á þessu ári verður stefna flokksins næstu Árni Bergmann Hvorki bjartsýnn né svartsýnn Sá sovéskur leiðtogi, sem mest hefur komið mönnum á óvart og lengst hefur gengið í stefnubreytingu frá því sem áður taldist óhagganlegur sannleikur, var Krú- sjof. Hann tók við þegar Stalín varð úr heimi allur 1953, en framan af var um einskonar þríveldi að ræða. Það tók svo Krúsjof um það bil þrjú ár að ná þeirri stöðu í valdastofnunum Kommúnista- flokksins að hann hefði tök á því að byrja t.d. á sínu takmarkaða uppgjöri við Stal- ínstímann - og síðar að víkja þeim úr for- ystu sem snerust gegn honum. Setjum svo að Gorbatsjof hyggi á meiri- háttar breytingar - sem hljóta þá að verða að einhverju leyti óhagstæðar, a.m.k. hluta þeirra sem í stjórnkerfinu sitja. Það er ekki ólíklegt af því dæmi sem áður var rakið, að hann þyrfti 2-3 ár til að festa sig í sessi, áður en byrjað væri á slíkri tilraun- astarfsemi. Hitt er svo óvíst, hvort nokkuð slíkt sé á seyði. Það er til að mynda ólíklegt að nokkuð verði uppi haft sem breyti ein- hverju sem máli skiptir um valdaeinokun Kommúnistaflokksins. Mestar líkur eru á því, að breytingar verði gerðar á stjórn og stöðu fyrirtækja og þá líka á mjög mið- stýrðri yfirstjórn efnahagsmála. Það er Björn Bjarnason Morgunblaðinu „Vœnti \ ekki skjótra breytinga“ árin mótuð og þar verður valin ný mið- stjórn og síðan ný stjórnmálanefnd. Þessi tímasetning færir Gorbatsjof upp í hendur einstætt tækifæri til þess að láta til sín taka svo um munar snemma á valdaferli. Hann fær strax úrslitaáhrif á stefnumótun flokksins. Landsbúa þyrstir í mikihæfari og skeleggari forustu en landið hefur búið við undanfarna áratugi. Gorbatsjoff er álitinn fulltrúi slíkra umbótaafla, þeirra sem vænta þess að möguleikar hins mikla ríkis Rússa til að búa þegnum sínum bæri- leg kjör nýtist betur en raun hefur á orð- ið“, segir Magnús Torfi. lg Með valdatöku Mikhails Gorbatsjofs hefur orðið sú breyting á stjórnkerfi So- vétríkjanna að nýr og tiltölulega ungur maður hefur tekið sér sæti efst á pýramíd- anum. Ekki er að vænta neinna skjótra breytinga á þessu stjórnkerfi sem sækir mátt sinn til harðskeyttrar öryggislög- reglu heima fyrir og öflug hers út á við. Gorbatsjof hefur ekki komist í núverandi stöðu nema með samþykki þeirra þriggja greina sem mynda sovéska valda- pýramídann, flokksins, hersins og KGB. Stöðugleiki í sovéska stjórnkerfinu bygg- ist á því, að jafnvægi sé á milli þessara greina. Gorbatsjof þarf að hafa styrkt sig mjög í sessi, áður en hann getur raskað þessu jafnvægi. Hinn nýi leiðtogi hefur lýst yfir friðar- vilja sínum. En hinn sovéski friður er sér- stæður. Ólíklegt er að nokkurt lát verði á útþenslu sovéska hersins. Til þess að sannfærast um að hinn nýi valdhafi fylgi breyttri stefnu þarf að huga að öðru en fagurgala. Ef Mikhail Gorbat- sjof beitti sér fyrir því að Andrei Sakharov og kona hans Elene Bonner fengju að fara frjáls ferða sinna, sæjum við dæmi um breytta stefnu. Ég kýs að bíða eftir slíkum atburðum, áður en ég felli dóm um breytingar á stefnu Kremlverja. Þórarinn Þórarinson fyrrverandi ritstjóri Framtíðin felur í sér breytingar Ég spái litlum breytingum í Sovétríkj- unum við valdatöku Gorbatsjofs. Ég tel að hann muni fylgja stefnu Andropovs í innanríkismálum og að Andrej Gromyko verði áfram áhrifamestur um mótun utan- ríkisstefnunnar. Það er alltaf erfitt að sjá langt fram í tímann í þessum efnum. Hins vegar hefur framtíðin alltaf breytingar í för með sér, og það gildir einnig um So- vétríkin að þar munu verða verulegar breytingar í framtíðinni. Það er kannski erfitt að segja til um í hverju þær verða fólgnar, en ég tel að þar verði dregið úr miðstýringu jafnframt því sem sjálfstæði fyrirtækja verði aukið. Þá tel ég að Sovét- menn muni í framtíðinni leggja meiri áherslu á bætta sambúð við Vestur- Evrópu. Það má reyndar þegar sjá af fyrirhugaðri heimsókn Gorbatsjofs til V- Þýskalands á þessu ári. Þá mun einnig áicveðið að hann heimsæki Frakkland á þessu ári, en það verður þó ekki fyrr en Mitterrand Frakklandsforseti hefur lokið þeirri opinberu heimsókn sinni til Sovét- ríkjanna sem fyrirhuguð er í sumar. Ekki er gott að spá um það hvort Gor- batsjof muni þiggja boð Ronalds Reagan um fund þeirra á milli, en ekki er óhugs- anlegt að af slíkum fundi gæti orðið í tengslum við það að í sumar eru 10 ár liðin frá undirritun Helsinki-sáttmálans um bætta sambúð austurs og vesturs. ólg. ekki nýtt að talað sé um nauðsyn slíkra breytinga - nauðsyn þess að gera fyrirtæki sjálfstæðari, hraða tækniframförum, bæta skipulagið, draga úr skriffinnsku, koma á skynsamlegra verðmyndunarkerfi. Til dæmis var mikið um þetta talað á dögum Andropofs í hitteðfyrra. Gorbatsj of tekur svo í sama streng í fyrstu ræðu sinni. En það er enn ekki víst hvernig hann hyggst fara að, hve langt slíkar breytingar ganga. Enn sem komið er velta menn mest fyrir sér útliti, aldri og framkomu Gorbat- sjofs í vestrænum fjölmiðlum. Það stafar að hluta til af því, að menn vita svo fátt um sérstöðu hans í sovéskum leiðtogahópi. Það stafar líka af því, að fjölmiðlafárið leggur undir sig pólitíska umræðu - menn eru orðnir svo vanir því að skoða meira hið sýnilega, ytra borðið, „sjónvarpspers- ónuna“, en það sem viðkomandi hefur í raun fram að færa. Að lokum þetta: ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn á upphafi valdaferils Mikha- fls Gorbatsjofs. Ég vona bara, eins og fyrr, að það sem gerist sé til nokkurra hagsbóta fólki sem ég hefi haft allmikil kynni af og á allt gott skilið. Meira hefi ég ekki um það að segja. ->g Laugardagur 16. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.