Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Lfldð heldur áfram að deyja Upplausnin sem mistækar aögeröir liöónýtr- ar ríkisstjórnar hefur skapaö í þjóöfélaginu er nú farin að sækja inná taugakerfi stjórnarliðanna. Síðustu daga hafa þeir boöiö þjóöinni upp á ókeyis skemmtiatriöi í fjölmiðlum, þar sem þeir keppast viö aö varpa köpuryröum hverjir á aöra og hafa uppi þungar ásakanir um óheilindi í stjórnarsamstarfinu. „Sjálfstæöisflokkurinn bíöur færis á að rjúfa stjómina," segir Haraldur Ólafsson þingmaöur Framsóknarflokksins í DV og bætir viö: „Þaö á ekki aö láta braskaraliðið í Sjálfstæðisflokknum vera þar meö fingur í spilum", þegar spurt er um atvinnuuppbyggingu. Degi síöar svarar Friörik Sophusson, varaformaöur Sjálfstæöisflokks- ins, fullum hálsi: „Haraldur ætti aö líta sjálfum sér nær þegar hann leitar aö einhverjum sem vili stjórnarsamstarfiö feigt". Þannig er stjórnarsamstarfið að snúast upp í eins konar götustrákaat, þar sem hver kennir öörum um, og enginn treystir neinum. Báöum stjórnarflokkunum er auðvitaö fullljóst aö ríkis- stjórnin hefur algerlega rúið sig fylgi og að hrak- fallasaga hennar er síst á enda. Þaö er einsog í fótboltanum: meistaraheppnin er horfin og hér eftir bíöur ekkert nema fallið niöur í 2. deild. Dómarinn, í gervi síendurtekinna skoöana- kannana hefur kveöiö upp úrskurðinn: fylgið er fariö, - heillir horfnar. Almenningnum í gjánni hefur auðvitað veriö Ijóst um alllanga hríö aö blóðið í kú ríkisstjórnar- innar er löngu þorriö. Stjórnin hefur engu varan- legu jákvæöu komiö til leiðar. Hins vegar skilur hún eftir í slóö sinni meiri ringulreiö og óham- ingju en dæmi eru til um áöur. Saga hennar er einfaldlega ein samfelld slysasaga. Það er meira aö segja farð að renna upp Ijós fyrir Steingrími Hermannssyni forsætisráöherra, sem hingað til hefur lifaö í myrkri skilnings- leysisins. Honum er loksins aö skiljast aö þaö er ekki allt með felldu. Um helgina fékk hann nefnilega vitrun í Fram- sóknarhúsinu viö Rauðarárstíg, lyfti höndum frammi fyrir lýðnum og lýsti yfir aö nú heföi hann loksins séö aö þaö voru „meiriháttar pólitísk mistök" aö stööva verötryggingu launa en leyfa lánum aö klifra á bökkum snarvitlausrar verö- tryggingar upp í stjarnfræðilegar hæöir. Það | sem aö tók Steingrím tvö ár aö skilja var honum sagt af stjórnarandstööunni þegar á fyrsta degi. Hann hefði heldur ekki þurft aö fara í Framsókn- arhúsið til aö fá vitrun um þaö, - hann heföi einungis þurft að fletta Lögbirtingablaöinu og lesa nöfn þeirra þúsunda sem stefna hans og stjórnarinnar er aö knýja undir hamarinn. Staöreyndin er auövitaö sú, aö þaö er ríkis- stjórnin sjálf sem meö réttu á skiliö merkimiða Steingríms: „meiriháttar pólitísk rnistök". Þetta hefur báðum stjórnarflokkunum loksins skilist og þess vegna standa þeir nú í opinberum skatt- KLIPPT OG SKORIÐ yrðum í fjölmiölum. Þeir vita aö vandamálin hrannast upp án þess aö stjórnin fái nokkra rönd viö reist. Þeir hafa klúðrað vaxtamálunum algerlega og Framsókn er nú loks fariö að skiljast að hún hefur ekki einu sinni, heldur í tvígang, látið Sjálfstæöisflokkinn reka snarvitlausar vaxtaá- kvarðanir niðrum kokið á sér. Þeir hafa klúöraö kennaradeilunni og ekkert bitvopn er í augsýn til að höggva á þann Gordíonshnút. Þeir hafa klúöraö málum húsnæðiskaupenda á ótrúleg- asta hátt. Þeir hafa klúðrað trausti verkalýðs- hreyfingarinnar frá toppi og niöur í tána sem kitlar grasrótina. Máliö er einfaldlega þaö, aö ríkisstjórnin hefur klúöraö stefnunni og hún hef- ur klúðrað trausti fólksins. Stjórnin er lifandi lík sem heldur áfram aö deyja. Hún á sér ekki viðreisnar von meö þjóð- inni og þetta hafa stjórnarliðar látiö sér skiljast aö lokum. Þess vegna leita þeir færis, bíða eftir því aö geta slitið stjórnina í sundur á „heppi- legu“ máli. Þess vegna ganga á milli þeirra í fjölmiölum endurteknar ásakanir um óheilindi. Þeir eru einfaldlega hættir aö treysta hverjir öörum. En ef stjórnarflokkarnir treysta ekki lengur hvor öðrum, hvers vegna í ósköpun- um skyldu þá aðrir treysta þeim? ÖS í NT-dálkinum „í tíma og ó- tíma” er í gær fjallað um þann skollaleik sem uppi er hafður í kennaradeilunni: Albert vísar á samninganefnd ríkisins, en allir vita að sú nefnd semur ekki um annað en það sem hún fær umboð til frá stjórnvöldum og þá fjármálaráðherra í þessu dæmi. Það er rifjað upp, að fjármála- ráðherra hefur fyrr lýst hug sín- um til kennara og menntamála: „honum er ósárt þótt skólar loki í nokkrar vikur, hann opin- beraði skilningsleysi sitt og þekk- ingarskort á skólastarfi í frægri þingrœðu í haust”. Dálkahöfundur telur þó ýmis- legt enn verra hanga á spýtunni: „Og þá er fjármálaráðherra það sársaukalaust þótt kennara- deilan nú verði til þess að binda enda á stjórnmájlaferil Ragnhildar Helgadóttur. Ymsu má fórna til að bregða fœti fyrir keppinaula í komandi prófkjörsslag, þar á meðal hagsmunum nemenda framhaldsskólanna... Pað er ömurlegur vitnisburður um sið- ferðilegt ástand Sjálfstœðisflokks- ins, að menntakerfi þjóðarinnar skuli vera orðið skiptimynt í fram- apoti prófkjarariddara og skóla- nemendur fórnarlömb valdhroka og hégómaskapar. ” Upp úr hægindum Eins og menn vita er dagblaðið NT samkvæmt skilgreiningu óháð Framsóknarflokknum. Það kemur vitanlega ekki í veg fyrir að blaðið skrifi hreinræktaða Framsóknarleiðara eins og þann sem í gær hvatti Framsóknarfor- ystuna til þess að „standa upp úr hægindum sinum og byrja að pré- dika” - og fylgdi sú uppörvun með, að það væri svosem ekki mikill vandi, því að „málefna- staða flokksins er góð. ” Ojæja. Litlu verður Vöggur feginn, stendur þar. Leiðarinn er annars eitt dæmi af mörgum um ókyrrð undir ríkis- stjórnarsænginni. Þar segir á þá leið að nú sé bæði bændafylgi Framsóknar og fylgi hennar með- al launafólks í hættu - vegna þess að ekki sé rekin nægilega öflug byggðastefna og vegna þess að „skilningsleysi” Sjálfstæðis- flokksins á málum launafólks hafi ráðið samskiptum stjórnarinnar við alþýðu manna. Þessu fylgir þessi fróðlega játn- ing hér: „Sjálfstœðisflokkurinn þolir það þótt rikisstjórnin sýni óbil- girni í samningum. Framsóknar- flokkurinn ekki, vegna þess að launafólk gerir meiri kröfur til hans”. Þetta eru reyndar gömul og ný sannindi um þá sem lenda í sam- steypustjórnum með íhaldinu. Það er búist við allt öðru af flokk- um, sem hafa fyrr eða siðar borið nokkurn vinstrikeim. Meðan sá stóri Sjálfstæðisflokkur sýnist eins og stikkfrí í mörgum málum í vitund almennings. Kvikmyndir og fámenni Menn hafa á undanförnum misserum spjallað margt um ís- lenska kvikmyndagerð og fram- vindu hennar. Þar skiptast á bjartsýnishrinur í hvert skipti sem eitthvað jákvætt hefur verið sagt um íslenska kvikmynd er- lendis og svartsýni, sem gerir ráð fyrir að ævintýrið sé senn búið og að íslenskir kvikmyndastjórar muni ekki eiga von á nema auglýsingaverkefnum innantíðar. Fróðlegt var að heyra Andrei Tarkovskí, hinn ágæta rússneska kvikmyndastjóra, lýsa skoðun sinni á þessu máli á blaðamanna- fundi á dögunum. Hann tók það fram í upphafi, að vissulega þekkti hann ekki ís- lenskar aðstæður, hann gæti að- eins getið sér til um þær. Það lægi vitanlega í augum uppi að ís- lenskir kvikmyndamenn hlytu að eiga erfitt uppdráttar meðan hugsanlegir áhorfendur heima fyrir væru ekki fleiri en raun ber vitni. Aftur á móti væri fátt með svo öllu illt að ekki boðaði nokk- uð gott. Þetta fámenni, sagði Tarkovskí, gerir það að verkum að það er borin von að græða á kvikmyndum hér. Það ætti þá að draga úr þeirri freistingu að ís- lendingar legðu fyrst og fremst stund á léttar skemmtimyndir. Vegna þess að þær geta ekki borgað sig heima fyrir og þær komast ekki á erlendan markað - allt er fullt hvort sem er af slíkri framleiðslu og ekki á bætandi. (Hér kemur það vissulega fram að gesturinn vissi ekki að það er hægt að láta fjárhagsdæmi „léttra skemmtimynda” ganga upp á ís- landi - en þá má líka spyrja: hve lengi stendur það?) Fær leið? Tarkovskí taldi að eina færa leiðin fyrir íslenska kvikmynda- menn væri sú að þeir legðu áherslu á vandaðar myndir, sem bæru sterkan persónulegan svip höfunda. Og um leið ættu þær sér forsendur í þjóðlegri menningu, í því sem sérstætt væri fyrir ísland. Því, sagði hann, það dugar ekki heldur að reyna að búa til gæða- myndir, sem byggja á þeirri hjátrú, að eitthvað sé til sem heitir heimsmenning. Þá eiga menn á hættu að lenda í stæling- um á því sem Frakkar eru að gera eða Þjóðverjar og þar fram eftir götum. Til að það skipti máli, sem menn eru að gera, verða þeir helst að sameina þetta tvennt: að sýna ræktarsemi eigin rótum og geta komist í kallfæri við það fólk um víðan heim sem lætur sig vel- ferð kvikmyndalistar varða. Meðal annars til þess að eiga síð- ar meir möguleika á samstarfi um kvikmyndagerð sem gerir bæði hin fjárhagslegu og listrænu dæmi auðleystari en ella. Við eigum eftir að segja nánar frá heimsókn Tarkovskís og við- horfum hans hér í blaðinu. En það þótti ekki úr vegi að minnast sérstaklega í þessum dálki á um- mæli hans um mál er varða beint íslénska menningarstefnu á veigamiklu sviði - eða kannski öllu heldur: skort á slíkri stefnu. ÁB DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiöslustjórl: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bdstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 20. mars 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.