Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 9
MENNING Leiklist Grimmur heimur Herranótt M.R. sýnir NÁÐARSKOTIÐ Eftir Ray Herman, byggt á sögu Horace McCoy Leikstjórn: Viðar Eggertsson Þýðing Karl Ágúst Ulfsson f bók sinni Er hrossum ekki lógað notar Horace McCoy eina af hinum alræmdu Maraþondans- keppnum sem bakgrunn biturrar afhjúpunar á bandarísku þjóðfé- lagi kreppuáranna. Vonlaust fólk er fengið til að leggja á sig ofurm- annlegar þrautir í von um verð- laun, það er dregið niður á dýrs- legt og villimannlegt stig í sam- keppninni um þessi verðlaun, og um leið eru óprúttnir spekúlantar að hafa það að drjúgri féþúfu. Inn í þessa danskeppni sogast tvær ungar manneskjur, Róbert og Gloria, sem hafa komið til Hollywood í leit að fé og frama einsog þúsundir annarra. Róbert dreymir enn um að verða frægur kvikmyndaleikstjóri, en Gloria er búin að sjá í gegnum svindlið og svínaríið, hún hefur enga von lengur. Þegar maraþondansinum lýkur er hún útbrunnin, búin að vera, og óskar þess eins að deyja. Róbert veitir henni náðarskotið. Leikritið er sett upp innan ramma yfirheyrslu yfir Róbert og gerir það leikgerðarhöfundi auðveldara að koma ýmsu um hann og Gloriu til skila, en leikverkið er býsna þungt í vöfum og brotakennt. Það er erfitt í upp- færslu, ekki síst fyrir hóp af nær óreyndum ungmennum. Þó að Broadway virðist við fyrstu sýn kjörinn staður til að setja verkið upp, sviðsmyndin gefín fyrir- fram, þótti mér staðurinn verka truflandi og fannst leikararnir eiga erfitt með að komast í sam- band við áhorfendur. Sýningin varð því býsna gloppótt, en víða voru góðir sprettir og sýnilegt að Viðar Eggertsson hefur unnið vel með þessum stóra hóp. Margir þessir ungu leikarar áttu í erfiðleikum með framsögn- ina, að koma textanum nægilega vel til skila, og bætti ekki úr skák að eitthvert undarlegt magnara- kerfi var í gangi á sviðinu sem stundum magnaði raddir og stundum ekki. Sumir leikaranna voru þó prýðilegir í þessu tilliti, og ber þar fremst að nefna Hall- dóru Björnsdóttur í hlutverki Gloriu, sem einnig bar af að öðru leyti. Halldóru tókst á stundum, einni leikendanna, að miðla raunverulegum tilfinningum, og túlkun hennar á beiskju og von- leysi Gloriu var einlæg og sönn. Þá átti Hilmar Jónsson góðan leik í hlutverki dansstjórans Rocky, hann náði vel hinum hávaðasama glamurhljómi innantómrar aug- lýsingamennsku og hélt honum uppi allan tímann. Sæmundur Norðfjörð átti í erfiðleikum með framsögn, en kom að öðru leyti vel til skila sakleysi og einlægni Róberts, ekki síst í yfirheyrslu- atriðunum, þar sem Kjartan Guðjónsson var kröftugur og valdsmannslegur varðstjóri. Ekki er ástæða til að telja upp alla þá mörgu sem fram koma í sýn- ingunni, en ég vil nefna sérlega skoplegan leik Helgu Ágústs- dóttur í hlutverki forseta Mæðr- asamtakanna og mjög skemmti- lega persónu sem Brynhildur Ól- afsdóttir skapar úr þeirri einföldu og ljóshærðu Mary. Sum hópatriðin eru prýðilega sviðsett, einkum varð hið grátbroslega brúðkaup átakan- lega skoplegt. Lokaatriðinu þótti mér verulega spillt af alltof há- væru öldugljáfri gegnum hátalara sem varð til þess að varla heyrðist í leikurunum. Hvernig væri að skrúfa niður í þessu? Hljómsveitin stóð sig með prýði, en töluvert vantaði uppá að söngvararnir væru vanda sín- um vaxnir og hefði ég talið rétt að sleppa söngvunum alveg, einkum af því að þeir verka bara truflandi á gang leiksins og lengja sýning- una óþarflega. Islenska hljómsveitin Kona heldur á sprota Tólftu tónleikar (slensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári verða í Bústaðakirkju í dag, miðvikudag, kl. 20.30. Bera þeir yfirskriftina M AE- STRA. Sérstakurgestur hljómsveitarinnar er banda- ríski stjórnandinn Margaret Hillis, einn þekktasti kven- stjórnandi heimsins, sem með því starfi sínu hefur rutt úr vegi mörgum fordómum og þröngsýni. Er það ánægju- legt, nú ílokkvennaáratugar- ins, að fá konu hingað sem hljómsveitarstjóra. Margaret Hillis er einkum þekkt fyrir stjórn sína á viðamikl- um kór- og hljómsveitarverkum. Mozart samdi ekki færri en sex píanókonserta fyrir kvenleikara og oftar en ekki urðu þau tónverk íburðarmeiri en endranær. Mun þó varla hafa hvarflað að honum að kona ætti eftir að stjórna kons- ertum hans. Margaret Hillis vakti alþjóð- lega athygli haustið 1977 er hún stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Chicago í Lincoln Center í New York, við flutning á 8. sinfóníu Mahlers, sem hún gerði fyrir- varalaust í forföllum Georgs Solti. Hún hefur fengist við kór- og hljómsveitarstjórn í þrjá ára- tugi og stjórnað mörgum helstu hljómsveitum Bandaríkjanna í sinfónískum verkum, kórverkum og óperum, tekið upp fjölda hljómplatna og fimm sinnum hlotið „Grammy“-verðlaunin fyrir kórstjórn. Hún er nú fastur stjórnandi Chicago Symphony Chorus og tónlistarstjóri banda- rísku kórasamtakanna. Hljóm- sveitarstjórn hennar byggist á festu og yfirvegun og hún fylgir fyrirmælum tónskáldanna til hins ítrasta. Efnisskrá hljómleikanna er þessi: Bohuslav Martinu: Svítan úr Gleðileiknum á brúnni, fyrir kammerhljómsveit. Hróðmar I. Sigurbjörnsson: Skref, fyrir kammerhljómsveit, frumflutningur. Hróðmar samdi þetta verk í haust að tilhlutan ís- lensku hljómsveitarinnar. Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert í C dúr, K 415, ein- leikari er Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Joseph Háydn: Sinfónía nr. 63 í C dúr - „La Roxolane”. Anna Guðný Guðmundsdóttir hefur verið atkvæðamikil í ís- lensku tónlistarlífi. Hún hefur starfað með Söngsveitinni Fíl- harmoníu, íslensku óperunni, ís- lensku hljómsveitinni og er auk þess á kafi í kammermúsik og ljóðaflutningi. Hróðmar I. Sigurbjörnsson nam gítarleik og tónsmíðar hér heima en stundar nú nám við tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi, hjá Jósep Straesser. Hann hefur samið verk fyrir ým- iss konar hljóðfæraskipan auk út- setninga og leikhústónlistar. -mhg Margaret Hillis stjórnar leik ls- lensku hljómsveitarinnar í Bú- staðakirkju í kvöld. Hvítur úlfur í Safari Annaö kvöld, fimmtudag, efn- ir hljómplötuútgáfan Grammið til rokkhátíðar í Saf- ari og hefst hún stundvíslega kl. 21.30 (svo?). Þar koma fram þrjár íslenskar hljóm- sveitir ásamt frönsku sveitinni Etron Fou Leloublan sem á íslensku mun útleggjast „hvít- urúlfur". Erþettaeinkunn- asta rokksveit Frakka ífram- sækna poppinu að því ersegir ífréttfráGramminu íslensku sveitirnar sem fram koma á hátíðinni eru Oxsmá sem er nýkomin úr velheppnaðri Hol- landsför, Dá sem hefur verið hlaðin lofi bæði í þessu blaði og öðrum sem ein skærasta vonin og dúettinn Björk Guðmundsdóttir og Sigtryggur Baldursson sem glöggir lesendur kannast við sem burðarstoðir Kuklsins. - ÞH Ekki vitum við hvað þessi mynd á að fyrirstilla en hún fylgdi af einhverjum ástæðum fréttatilkynningu frá Gramminu. Miðvikudagur 20. mars 1984 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Sinfónían og Pólýfón Flytia h-moll messu Bachs Á morgun, fimmtudag, verða liðin 300 ár frá fæðingu Jó- hanns Sebastians Bachs. Af því tilefni var haldin kynning á h-moll messu Bachs í Nor- ræna húsinu sl. sunnudag og annað kvöld verður sú sama messaflutt í Háskólabíói. Flytjendur verksins verða Sin- fóníuhljómsveit íslands, Pólý- fónkórinn og fjórir erlendir ein- söngvarar. Stjórnandi verður Ingólfur Guðbrandsson en Pólý- fónkórinn hefur áður flutt h-moll messuna undir hans stjórn sem og ýmis stórverk tónlistarsögunnar. Tónleikarnir verða endurfluttir á sama stað á laugardaginn kl. 14. Einsöngvararnir sem koma fram á hljómleikunum eru sópr- ansöngkonan Jacquelyn Fugelle sem lærði við Guildhall í London og síðar í Róm og Vín. Hún hefur sungið í flestum helstu tónleika- húsum og kirkjum Englands og víða annars staðar. Altsöngkon- an Manca di Nissa er frá Sardiníu en hún lærði í Salzburg og hefur síðan komið víða fram í óperum og á tónleikum, svo sem í Fen- eyjum, Róm, Berlín og Köln. Hún þykir frábær túlkandi barokk-tónlistar, en syngur einn- ig nútímatónlist. Tenórsöngvar- inn Renzo Casellato er frá Italíu og nam í Feneyjum. Síðan hefur hann starfað mikið við Scalaóp- eruna í Mflanó en einnig komið fram víða um lönd, svo sem í Vín, París, London, Berlín, Kaup- mannahöfn og Rio de Janeiro. Bassasöngvarinn Carlo de Bort- oli hefur sungið í mörgum þek- ktustu óperuhúsum Ítalíu og er með ein 50 óperuhlutverk á verk- efnaskránni. Hann tók þátt í flutningi Sinfóníunnar og Pólý- fónkórsins á Stabat Mater eftir Rossini í fyrra. - ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.