Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 14
;ypu$TOí* VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR Erla Einarsdóttir er ritstjóri bókarinnar. Örn og Örlygur Orðabókagetraun Á síðasta ári efndi Bókaútgáf- an Örn og Örlygur til verðlaunag- etraunar í tengslum við væntan- lega útgáfu hinnar ensk-íslensku orðabókar. Getraunin varfólgin í því að þátttakendur áttu að svara fjórum spurningum sem reyndu á þekkingu þeirra í ensku og öðr- um sviðum en svörin var að finna í hinni væntanlegu orðabók. Til verðlauna var heitið tíu orðabók- um, einni í hverjum vinningi. Þátttaka í getrauninni var mjög mikil og nú hefur verið dregið í henni að viðstöddum fulltrúa frá borgarfógeta. Þeir sem fengu verðlaun voru: Dröfn Vilhjálms- dóttir, Seljubraut 22, Rvk., Hjördís Gunnarsdóttir, Vestur- brún 16, Rvk., Ágústa Hugrún Ingólfsdóttir, Skúlagarði, N- Þing., Guðrún Emilsdóttir, Hólmgarði 29, Rvk., Baldur Steingrímsson, Austurgerði 11, Rvk., Kristín Sigurðardóttir, Giljalandi 6, Rvk, Erling Aðal- steinsson, Framnesvegi 88, Rvk., Sigríður Pétursdóttir, Giljalandi 23, Rvk., Erla Gissurardóttir, Furugrund 30, Rvk., Sigríður Gunnarsdóttir, Meistaravöllum 33, Rvk. (Fréttatilkynning) K-gler frá Glerborg í kjölfar nýrrar byggingareglu- gerðar á íslandi, sem gerir meiri kröfur til einangrunargildis glers en áður hefur tíðkast, hefur Gler- borg h.f. nú hafið framleiðslu nýrrar tegundar einangrunar- glers sem kynnt verður undir samheitinu K-gler. K-glerið eykur einangrunargildi tvöfalds glers verulega. Með þessari nýju glertegund er komið í veg fyrir að íslenskir húsbyggjendur neyðist til þess að glerja hús sín með þre- földu gleri til þess að uppfylla hinar nýju kröfur byggingayfir- valda um einangrunargildi glers. í tvöföldu K-gleri er önnur glerskífan húðuð sérstöku ein- angrandi efni sem hleypir sól- arljósi og yl inn en kemur í veg fyrir að hitinn streymi út. Tvöfalt K-gler gefur meiri einangrun en þrefalt venjulegt gler og eru því miklar vonir bundnar við þennan möguleika í framleiðslu einang- runarglers á íslandi. Einangrunargildi K-glers er unnt að auka enn frekar með því að fylla loftrúmið á milli glerja með argon-gasi. Til þess að hægt sé að bjóða húsbyggjendum argon- fyllt einangrunargler verður glerið að vera samsett með „tvöfaldri límingu“, en Glerborg h.f. er eini fram- leiðandinn á fslandi sem býður upp á það. „Tvöföld líming" er sú samsetningaraðferð sem er sú langútbreiddasta í heiminum í dag og hefur Glerborg h.f. fram- leitt einangrunargler með þeim hætti síðan í september 1978. Verð á K-glerinu er ívið lægra en á þreföldu gleri, en kostir K- glersins umfram þrefalt gler eru ótvíræðir, þar sem ekki þarf að gera ráðstafanir með dýpra fals, ekki er þörf á efnismeiri gluggum, glerið er léttara í með- förum, auðveldara í flutningi og ekki er þörf á að styrkja hurðir og opnanleg fög sérstaklega vegna aukinnar þyngdar sem þrefalt gler hefur augljóslega í för með sér. íslensk fyrirtæki 1985 Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina „íslensk fyrirtæki 1985“ en bókin er uppsláttarrit yfir fyrirtæki, félög og stofnanir. Er þetta í fimmtánda sinn sem Frjálst framtak gefur slíka fyrir- tækjabók út. Bókin skiptist í fjóra megin- kafla: Fyrirtækjaskrá; Vöru- og þjónustuskrá; Umboðaskrá og Skipaskrá. í fyrirtækjaskránni er að finna nafn, heimilisfang og símanúmer allra starfræktra fyr- irtækja á íslandi og auk þess eru fýllri upplýsingar um starfssvið fyrirtækjanna. í vöru- og þjón- ustuskránni er að finna upplýs- ingar um hvaða aðilar hafa á boð- stólum tiltekna vöru eða þjón- ustu. Eru um tvö þúsund flokkar vörutegunda og þjónustu í skránni. í umboðaskránni eru skráð erlend umboð og upplýs- ingar um hver er umboðsmaður á íslandi. í skipaskránni er að finna upplýsingar um íslensk skip, ein- kennisstafi þeirra, eigenda eða útgerðarmanna og fl. I bókinni er sérkafli á ensku þar sem fram koma upplýsingar um ísland og viðskiptalíf á íslandi auk þess sem skýrt er hvernig unnt er að nota bókina. Ritstjóri „íslenskra fyrirtækja 1985“ er Erla Einarsdóttir og er þetta annað árið sem hún gegnir því starfi. Lyftingar/kraftlyftingar Ekkert sameiginlegt nema útbúnaðurinn Nú í nokkur ár hefur verið að koma í Ijós, að lyftingar og kraftlyftingar eiga ekki heima í sama sérsambandi. Ástæða tilvistar þeirra beggja í L.S.Í. hefur sennilega verið sú, að báðar íþróttir eru jafngamlar hér á landi, en eiga þó ekkcrt annað sameiginlegt en útbúnaðinn, sem notaður er, lyftinga- stöngina. Á sömu forsendum mætti hugsa sér eitt boltasamband fyrir boltaíþróttir. Á ársþingi L.S.I. 1983 átti að leysa þennan vanda með tveimur nefndum fyrir íþróttirnar, sem var til bóta en gallað þó. Upp úr sauð svo á fundi hjá lyfingasambandinu 28. febrúars.l. og ákvað stjórn sambandsins með rök- stuðningi til Í.S.f. að hætta afskiptum af kraftlyftingum á íslandi. Ekki heyrðist stuna frá Í.S.f. eftir þá til- kynningu. Úr vöndu var að ráða fyrir kraftlyftingamenn, öll stærstu mótin á næsta leyti m.a. fyrsta íslands- meistaramótið í bekkpressu 2. mars. Þann dag var því ákveðið að stofna sérstakt kraftlyftingasamband utan Í.S.f. til að byrja með, þar sem ekki var von snöggra viðbragða úr þeirri átt, þegar heill kraftlyftinga er annars vegar, en f.S.f. forystan hefur jafnan drepið á dreif allri umræðu um sér- stakt kraftlyfingasamband. Á stofnþingið mættu yfir 30 manns víða að af landinu, þar sem íslands- mót fór í hönd. Þar voru samþykkt lög fyrir sambandið og lagt fram bréf frá lyftingasambandinu til alþjóða kraftlyftingasambandsins (IPF), þar sem það samband afsalaði sér aðild- inni til Kraftlyftingasambands ís- lands. Viðbrögð f.S.f. voru engin í rúma viku, en 11. mars hafði framkvæmda- stjóri Í.S.Í. samband við mig, er orð- inn var formaður nýstofnaðs kraftlyftingasambands, og bað mig boða kraftlyftingamann til lyfjapróf- unar. Þessu neitaði ég og tjáði fram- kvæmdastjóranum, að enginn kraft- lyftingamaður mætti til lyfjaprófunar •hjá Í.S.Í. fyrr en stofnað hefði verið sérstakt kraftlyftingasamband innan Í.S.Í.. Framkvæmdastjórinn sagði mér þá í föðurlegum umvöndunar- tón, eins og hann notar jafnan við heilalausa vöðvaræktendur, að mitt samband væri ólöglegt og að hætta væri á að beitt yrði keppnisbanni, ef ég yrði ekki við hans tilmælum. Næsta dag fékk ég skeyti frá Í.S.Í., þar sem ég var titlaður formaður kraftlyftinganefndar L.S.f. og tilmæl- in ítrekuð. Skeyti var setn um hæl og f.S.Í. tilkynntar staðreyndir málsins, og aðallega það, að kraftlyftinga- nefnd L.S.Í. væri ekki lengur til. Sá íþróttamaður sem þannig varð bitbein milli mín og f .S.í. forystunnar hefur heitið félögum sínum að bregð- ast ekki sínu sambandi. Hann er drengur góður og maður til að taka því skítkasti, sem oft fylgir því að taka einarðlega afstöðu. Að lokum vil ég taka fram, að sam- kvæmt 73. grein stjórnarskrár íslands er félagafrelsi hér á landi og ekkert félag verður leyst upp nema með dómi. íþróttalögin íslensku eru rammalög um afskipti hins opinbera af íþróttum í formi fjárveitinga. styrkja og fyrirgreiðslu. Samþykkja þarf íþróttir inn á ríkisjötuna (Í.S.f.). en ekki út úr. Þess vegna standa ýmis landsambönd utan I.S.Í., eins og Skáksambandið, Bridgesambandð og Landssamband vaxtarræktarmanna. Yfirstjórn f.S.Í. nær einungis til eirra íþrótta, sem eru aðilar aé .S.Í., sem þýðir að Í.S.f. getur ekk tekið lyfjapróf af skákmanni. Alþjóða kraftlyftingasambandic samþykkir eingungis eitt samband frí hverju landi og að fenginni aðilc L.S.Í. að IPF eru fulltrúai Kraftlyfingasambands íslands einii hlutgengnir á erlend mót. Bréf fr: Í.S.L forustunni um annað yrði ein ungis notað í cndurvinnslu á pappír aðseturslandi IPF. Þá varðar ekker um pólitískar deilur í aðildarríkjun um- Ólafur Sigurgeirssoi FH-ingar reyndust sterkastir þegar upp, var staðið í úrslitakeppni 3. flokks karla á íslandsmótinu í handknattleik. Úrslitakeppnin fór fram I Hafnarfirði og FH sigraði Gróttu 9-8 í úrslitaleiknum, KR varð í þriðja sæti eftir 15-6 sigur á Þór A. Á mynd E.ÓI eru meistararnir ásamt þjálfara sínum, Guðjóni Guðmyndssyni. Afturelding úr Mosfellssveit eignaðist sína fyrstu íslandsmeistara um helg- ina þegar 5. flokkur félagsins sigraði í úrslitakeppni sem fram fór að Varmá. Afturelding vann Val 6-5 í úrslitaleik og sjást sigurvegararnir á mynd E.ÓI. hér að ofan. Fylkir sigraði Fram 5-4 í úrslitaleik um þriðja sætið á mótinu. I4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. mars 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.