Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 15
Víkingar Meistaramir malaðir! Víkingar í banaformifyrir Barcelonaleikina. Sigruðu FH 30-19 íHöllinni. Evrópukeppni Rummenigge ekki með Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V. Þýska- landi: Karl-Heinz Rummenigge, vestur-þýska knattspyrnustjarn- an, mun ekki leika með liði sínu, Inter Milanó frá Italíu, gegn Köln í UEFA-bikarnum í kvöld. Rum- menigge féll og meiddist illa eftir að hafa skorað fyrir Inter gegn AC Milano í ítölsku 1. deildinni á sunnudaginn. Þetta ætti að auka sigurlíkur Kölnarbúa sem töpuðu fyrri leiknum í Milano, 0-1. Blak ís orðið meistari ÍS tryggði sér íslandsmeistara- titilinn í blaki kvenna um helgina með tveimur sigrum, 3-0 gegn KA á föstudagskvöldið og 3-1 gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Þá vann Breiðablik sigur á Þrótti, 3- 1, og Þróttur vann KA 3-0. Stað- an í I. deild kvenna: IS 15 14 1 44-9 28 Breiðablik 14 11 3 36-17 22 Þróftur 14 5 9 24-28 10 Víkingur 13 5 8 18-30 10 KA 14 0 14 4-42 0 Staðan í 1. deilc I karla eftir síðustu leik i: Þróttur R 15 14 1 44-14 28 Is 15 11 4 38-18 22 HK 15 7 8 28-34 14 Fram 15 3 12 19-39 6 Vikingur 14 2 12 15-39 4 Staðan í úrslitakeppni I. deildar karla í hand- knattleik eftir leikina i gær: FH.......9 6 2 1 228-208 14 Víkingur.9 4 1 4 190-182 9 Valur....9 3 3 3 164-177 9 KR.......9 1 2 6 189-204 4 Markahæstir Kristján Arason, FH.................57 Jakob Jónsson, KR...................53 Hans Guðmundsson, FH................52 Viggó Sigurðsson, Víkingi...........50 Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi....47 Watford vann Watford vann Luton 3-0 í I. deild ensku knattapyrnunnar í gærkvöldi. Arsenal og Ipswich gerðu jafntefli, 1- 1, og Birmingham og Man. City skildu jöfn í 2. deild, 0-0. íslandsmeistarar FH fengu háðulega útreið frá Víking er lið- in áttust við í Höllinni í gær- kvöldi. Leikurinn sem var loka- leikur liðanna í I. umferð keppn- innar, var allan tímann eign Vík- inga sem fóru á kostum, í hálfleik var níu marka munur, 18-9, of lokatölur leiksins 30-19. Úrslitin breyta því þó ekki að FH stendur Það var heitt í koiunum þegar Vals- menn náðu að sigra KR 19-18 í Höll- inni í gærkvöldi og komast þar með í 9 stig. I lokin fauk auglýsingaspjald langar leiðir af fæti KR-ings og Vals- maður mölvaði hurð í Höliinni - já það gekk mikið á, innan vallar sem utan. Þetta var baráttuleikur og hnífjafn, en mikið af mistökum. Jafnt á öllum tölum nánast þar til Valur komst í 11-8 með þremur mörkum í röð og leiddi 12-11 í hléi. Valur hélt síðan forystunni allan síðari hálfleik, eitt til þrjú enn best að vígi í kcppninni, hafa hlotið 14 stig, Víkingar 9. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking, ÍCristján Arason jafnaði fyrir FH og var það í eina skiptið í leiknum að tölur voru jafnar, Víkingar höfðu töglin og hagld- irnar og sýndu oft stórkostlegan mörk. Haukur Geirmundsson skoraði fyrir KR, 19-18, þegar 26 sek. voru eftir en Valsmönnum tókst að halda boltanum út leik- tímann og sigurinn var þeirra. Markverðir liðanna, Einar Þorvarðarson hjá Val og Jens Einarsson hjá KR, voru þeir einu sem héldu virkilega haus í leiknum. Hjá Val lék Valdimar Grímsson vel, Júlíus Jónasson sömuleiðis í fyrri hálfleik og Ing- var Guðmundsson vakti athygli, ungur og efnilegur hornamaður. handknattleik, fallegar leikflétt- ur þeirra gáfu góðan árangur og strax eftir aðeins nokkurra mín- útna leik munaði fimm mörkum, 7-2, litlu síðar höfðu Víkingar skorað tíu mörk gegn aðeins þremur mörkum Hafnfirðinga. í leikhléi var 18-9 og víst er að FH er ekki vant slíkri markasúpu eftir hálftíma leik. Jakob Jónsson byrjaði vel hjá KR, skoraði fjögur af fimm fyrstu mörkunum, en var með hræði- lega skotnýtingu eftir það. Mörk Vals: Valdimar 5, Júlíus 4, Ingvar 3, Jón Pétur 3(3v), Þorbjörn Guömunds- son 2, Þorbjörn Jensson 1 og Geir Sveins- son 1. Mörk KR: Jakob 7, Haukur G. 6(2), Haukur Ottesen 2, Páll Björgvinsson 1, Friðrik Þorbjörnsson 1 og Jóhannes Stef- ánsson 1. Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Ólsen dæmdu ekki vel og var það í samræmi við leikinn. hs/VS Allar efasemdir um úrslit bráðnuðu á fyrstu mínútum seinni hálfleiks er Víkingar náðu 11 marka forskoti 22-11. Munur- inn varð mestur 13 mörk, 28-15 en Víkingar leyfðu sér að setja varamenn inn á í lokin, nokkuð sem ekki er algengur hlutur hjá Víking sem notað hafa sama átta manna kjarnann í allan vetur, Iokatölur 30-19. Liðsheildin var óumdeilanlega ofur einstaklingsframtakinu hjá Víkingum, jafnvel þegar Viggó Sigurðsson og Þorbergur fengu á sig yfirfrakka þá virtist það ekki breyta neinu fyrir Víkinga. Guð- mundur Þ. Guðmundsson og Hilmar Sigurgíslason léku nær því óaðfinnanlega í gærkvöldi og víst er að Carl Lewis hefði ekki haft roð í Guðmund, svo ótrúlega fljótur var hann í hraðaupphlaup- unum. Það er sama hvar komið er niður í Víkingsliðinu, allir leik- menn þess stóðu sig vel, Kristján Sigmundsson lokaði markinu heilu kaflana og múrveggurinn fyrir framan hann var breiður. Einar Jóhannesson á hrós skilið fyrir varnarleikinn, hann var mjög hreyfanlegur. Þetta var „generalprufa" liðsins fyrir Evr- ópuslaginn á sunnudaginn þar sem þeir mæta Barcelona og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi staðist hana vel. Þó að FH-ingar hefðu náð toppleik þá er mjög vafasamt að þeir hefðu náð að velgja Víking- unum undir uggum, það er ekki hægt að rökræða það en tvær ástæður eru líklegar fyrir því að skellurinn varð svo stór er raun ber vitni. í fyrsta lagi kann stór- sigur þeirra í fyrrakvöld gegn Val hafa skapað einhvern ofmetnað í herbúðum þeirra og í öðru lagi kann þreyta að hafa skipt sköpum, leikmenn liðsins eru flestir ungir og kannski ekki alveg tilbúnir ennþá til að standa heilt keppnistímabil í þeirri erfiðu bar- áttu sem íslandsmótið er. Engin ástæða er þó fyrir Hafnfirðinga að örvænta, einn tapleikur á keppnistímabili flokkast ekki undir slæman árangur, liðið hefur sýnt það í vetur að þeir eru titils- ins verðugir og því er um að gera að halda haus. Mörk Vikings: Viggó 7/3, Guömundur Þ. og Steinar Birgisson 5, Þorbergur 4, Hilmar og Karl Þráinsson 3, Einar Jóhann- esson, Siguröur Ragnarsson og Guð- mundur G. Guðmundsson 1. Mörk FH: Kristján Arason 8/2, Hans Guðmundsson 4, Guðjón Guðmundsson og Sigþór Jóhannesson 2, Óskar Ár- mannsson, Sveinn Bragason og Þorgils Óttar 1. -Frosti Hilmar Sigurgíslason línumaður hjá Víkingi í ströggli gegn vörn FH. Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason eru til varnar, en þeir fengu í heildina ekki rönd við reist góöum leik Víkinga, frekar en aðrir FH-ingar.Mynd: E.Ól. Handbolti Hurðir og spjöld fuku Valur vann KR 19-18 í miklum baráttuleik Þórsarar Vinnubrögum HSÍ mótmælt ✓ Urslit4. flokks flutt suður með litlumfyrirvara Úrslitakeppni í 4. flokki karla á ís- landsmótinu í handknattleik átti að fara fram á Akureyri um síðustu helgi. Á miðvikudag ákvað hins vegar stjórn HSÍ að keppnin skyldi haldin í Reykjavík og telja Þórsarar að sú ákvörðun hafi verið tekin án þeirra samþykkis. Þórsarar fóru framá að fá 75 þúsund krónur uppí ferðakostnað ef mótið yrði flutt suður, en sú greiðsla nam síðan 40 þúsund krón- um. Þórsarar hafa sent frá sér langa greinargerð um málið sem því miður er ekki hægt að birta í heilu lagi. Þar átelja þeir mjög framkomu HSÍ í þessu máli og segja meðal annars: „Hvers eigum við að gjalda? Allir yngri flokkar Þórs eru í úrslitum fs- landsmótsins, en enginn á heimavelli. Meistaraflokkur karla þarf að fara í tvær turneringar til Reykjavíkur. Sem sagt, eintómur kostnaður. Svona ósanngirni í niðurröðun er hroðaleg aðför að handknattleiksíþróttinni úti á landsbyggðinni og þeir háu herrar sem við stjórnvölinn standa hjá HSÍ ættu að gjamma minna um þörfina á að byggja upp handknattleiksíþrótt- ina í landinu þegar þeir bókstaflega ganga framhjá landsbyggðinni í að- gerðum sínum með hjálp Reykjavík- urfélaga, sem eru jú ekkert annað en HSÍ... Við Þórsarar mótmælum harð- lega vinnubrögðum HSÍ í þessu máli. Við gáfum aldrei samþykki okkar fyrir því að flytja keppnina suður. Við vorum tilbúnir til að flytja hana gegn hærri greiðslu, því að 40 þúsund króna greiðsla er nánast hlægileg þeg- ar litið er á heildarkostnað í þessu dæmi. Ég held að HSÍ ætti að sjá sóma sinn í því að greiða íþróttafé- laginu Þór þann mismun sem um er rætt, 35 þúsund krónur, vegna þess virðingarleysis sem HSÍ sýnir okkur með því að taka mótið frá okkur...“ Þórsarar benda einnig á tekjutap íþróttahallarinnar á Akureyri sem stóð auð yfir helgina vegna tilfærsl- unnar, kostnað foreldra sem margir eiga 2-3 börn í yngri flokkum Þórs og segja síðan: „Á næsta HSÍ-þingi verður að ganga frá satneiginlegri kostnaðar- hlutdeild allra félaga sem þátt taka í úrslitum íslandsmótsins, og þá kemur það af sjálfu sér að öll mót verða í Reykjavík sem ekkert er athugavert við, svo framarlega að kostnaðinum við að komast til Reykjavíkur verði deilt milli félaga.“ Undir greinargerðina ritar Páll Stefánsson, formaður handknatt- ieiksdeildar Þórs. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 V. Þýskaland Tekur Csemai við Stuttgart? Líklegasti eftirmaður Benthaus Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans I V. Þýska- landi: Eins og fram hefur komið, hættir Helmut Benthaus störfum hjá (fráfarandi) meisturum Stutt- gart í vor og gerist að nýju þjálf- ari hjá svissneska I. deildarfé- laginu Basel. Því eru hafnar vangaveltur um eftirmann Benthaus og í ljós hef- ur komið að Ungverjinn Pal Csernai er efstur á óskalistanum. Csernai hver? Jú, einmitt sá Csernai sem var þjálfari Bayern Múnchen þegar Ásgeir Sigur- vinsson lék með félaginu, sá Csernai sem hafði ekki pláss fyrir Ásgeir í sínu liði og orsakaði þannig sölu Ásgeirs til Stuttgarts en hún hefur verið grátin æ síðan í herbúðum Bayern. Nú er Ásgeir samningsbundinn Stuttgart til ársins 1987 og er þar í aðalhlut- verki (að vísu ekki sem stendur vegna meiðslanna). Mjög athygl- isvert, ekki satt? Willibert Kremer, þjálfari Dússeldorf, er einnig tilnefndur en hann hættir Iíklega hjá Dúss- eldorf í vor. Kremer er virtur þjálfari sem nokkur félög í Bund- esligunni hafa augastað á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.