Þjóðviljinn - 29.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Þjóðhátíðargjöfin ’74 Ominn liggur undir skemmdum Stefán Jónsson: Borgin ber alla skömm af þessari meðferð. Hrafninum vel við haldið á Húsavík Það er borgin sem ber ábyrgð á þessu og á alla skömm af með- ferðinni, sagði Stefán Jónsson, fyrrverandi þingmaður í samtali við Þjóðviljann um teinæringinn Örn, sem Reykjavíkurborg þáði 1974 af Norðmönnum. Báturinn liggur undir skemmdum undir segli við Korpúlfsstaði. Það var sumarið 1974, á ellefu alda afmæli byggðar á íslandi að tvær þriggja manna áhafnir sigldu Erninum og Hrafninum hingað til lands. Bátamir voru smíðaðir í Árdal í Noregi með sama lagi og bátar hafa verið smíðaðir þar í þúsund ár. Eina vélin sem var um borð var eldavél, segir í frétt Þjóðviljans um þennan atburð 1974. Reykjavíkurborg þáði Örninn af Oslóarborg, Bergen og Þránd- heimi, en Sjómannafélag Húsa- víkur og Landeigendafélag Þing- eyinga þáðu Hrafninn af æsku- lýðssamtökunum sem börðust gegn inngöngu Noregs í EBE. Hrafninum hefur verið vel við haldið á Húsavík en hið sama er ekki hægt að segja um Örninn. „Borgin þáði bátinn með sem- ingi,“ sagði Stefán Jónsson, sem fylgdist grannt með þessari sigl- ingu hingað á sínum tíma. „Seinna var hann sendur með fraktskipi vestur um haf en í flugvél voru sendir á eftir honum ljóshærðir menn sem stóðu keikir með hyrnda plasthjálma meðan bátnum var siglt eftir einhverju fljótinu þar vestra. Á botninn hafði þá verið sagað gat og settur í bátinn utanborðsmótor. Síðan var báturinn fluttur til baka og gert við gatið, en hann verður auðvitað aldrei samur eftir það.“ Við þetta má bæta að með í vesturfarahópnum 1978 voru þeir Markús Örn Antonsson og Sig- urður A. Magnússon en förin var farin í tilefni 200 ára afmælis Bandaríkja N-Ameríku. Síðan mun báturinn ekki hafa verið sjó- settur. -ÁI Vopnafjörður Móbnæla ratsjárstöð Friðarhópur: Undirlœgjuháttur íslenskra stjórnvalda einsdœmi Vér fordæmum það að ísland sé látið hýsa „augu og eyru“ hinnar amerísku vígvéiar og vitn- um til staðhæfingar bandarískra og breskra herfræðinga, að ef til átaka komi muni fyrsta verk and- stæðingsins vera að svipta þessa Húsa- leiga hækkar Húsaleiga hækkar nú 1. apríl um 6% samkvæmt ákvæðum laga frá árinu 1984. Hér er um að ræða íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í marsmánuði og gildir til júníloka. Miðstjórnar- fundur Miðstjórn Alþýðubandalags- ins er boðið til fundar föstudag- inn 29. mars kl. 20.00. Aðalefni fundarins er Kjarabaráttan 1985, aðferðir og áherslur. Fund- inum verður fram haldið laugar- daginn 30. mars. Ranghermi í viðtali í viðtali í blaðinu á laugardag- inn var, er það ranghermt að Ragnar Kjartansson sé formaður Myndhöggvarafélagsins. Ragnar er og hefur lengi verið í stjórn þess félags, en formaður þess er Helgi Gíslason. Eru hlutað- eigendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. vél „sjón og heyrn“, segir meðal annars í opnu bréfí Friðarhóps í byggðum Vopnafjarðar til for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra íslands. í bréfinu eru ráðherrarnir beðnir að beita sér gegn áformum um hernaðaruppbyggingu á ís- landi og mótmælt þeim ummæl- um forsætisráðherra að Vopn- firðingar vilji ratsjárstöð á Dýja- fjall fái þeir veg yfir Hellisheiði í staðinn. Ennfremur segir í bréfi friðarhópsins að engin stjórnvöld um gjörvöll Vesturlönd hafi lotið lægra en þau íslensku með því að láta óátaldar áætlanir um að flytja hingað 48 kjarnorkus- prengjur án samráðs við íslensk stjórnvöld. - aró. Undir þessu segli að húsabaki að Korpúlfsstöðum er þjóðhátíðargjöf Oslóar, Bergen og Þrándheims til Reykjavíkurborg- ar: teinæringurinn „Örn" sem þrír menn sigldu hingað frá Noregi 1974. Ljósm. EÓI. Mjólkurauglýsingar Textanum verður breytt Gunnar Steinn í Auglýsingaþjónustunni: Við munum breyta textanum í auglýsingunum. Manneldisráð birtir athugasemdir sínar Eg held að þetta mál leysist far- sællega, málið hefur ekki ver- ið kært og við munum gera þær breytingar á texta auglýsinganna sem farið verður fram á, sagði Gunnar Steinn Pálsson forstjóri Auglýsingaþjónustunnar í gær um mjólkurauglýsingamálið. Þjóðviljanum barst í gær greinargerð Manneldisráðs um auglýsingarnar. Þar segir að helstu rangfærslur í auglýsing- unni séu þessar: Birt er tafla yfir ráðlagða dags- skammta (RDS) af kalki, þar sem gefnar eru rangar og of háar tölur bæði fyrir eldri konur og mjólk- andi mæður. í auglýsingunni er ráðlagður dagsskammtur jafnframt talinn jafngilda lágmarksþörf, en í rauninni er RDS samkvæmt skil- greiningu verulega fyrir ofan lág- marksþörf alls þorra heilbrigðra einstaklinga. í samræmi við þessa ýktu þörf fyrir kalk, er ráðlögð mjólkur- neysla langt umfram það sem hollt getur talist, einkum fyrir þessa tvo hópa kvenna. í auglýsingunum er því haldið fram að í mjólk sé D vítamín í hæfilegu magni og þar af leiðandi nýtist kalk mjólkurinnar betur en úr öðrum fæðutegundum. f raun- inni er afar lítið D vítamín í mjólk. Því er haldið fram að alvarlegir hrörnunarsjúkdómar hljótist af minni mjólkurneyslu og sérstak- lega að hægt sé að koma í veg fyrir beinþynningu á efri árum með því að drekka næga mjólk alla ævi. Að dómi sérfræðinga er beinþynning hrörnunarsjúkdóm- ur, sem ekki er hægt að rekja beinlínis til kalkskorts, enda þótt nægilega kalkrík fæða sé tvímæla- laust mikilvæg fyrir heilbrigði beina og tanna. Rannsóknir hafa þó enn ekki sýnt að mikil mjólk- urneysla geti komið í veg fyrir beinþynningu. -S.dór Föstudagur 29. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 3 Skólasafnverðir Verðlauna bamabækur Félag norrænna skóla- safnvarða ákvað á fundi sín- um í júní sl. að efna til árlegra barnabókaverðlauna. Hefur Fé- lag skólasafnvarða á íslandi til- nefnt til verðlauna bækurnar Sitji Guðs engar eftir Guðrúnu Helga- dóttur og Húsdýrin okkar eftir Stefán Aðaisteinsson. 3ja manna dómnefnd velur verðlaunahafann og er hún í ár skipuð fulltrúum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Verða verðlaunin veitt í fyrsta sinn á ráðstefnu norrænna skóla- safnvarða í Finnlandi í sumar. -HG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.