Þjóðviljinn - 29.03.1985, Qupperneq 5
Alþingi
Sementsverksmiðjan
Iðnaðarráðherra leggur til að stofnað verði hlutafélag um Sementsverksmiðju ríkisins
Iðnaðarráðherra Sverrir Her-
mannsson, hefur mælt fyrir
stjórnarfrumvarpi um stofnun
hlutafélags, um sementsverk-
smiðju ríkisins. Þetta gerði hann í
fyrradag, í efri deild Alþingis.
Sami ráðherra lagði á sl. þingi
fram frumvarp til laga um sem-
entsverksmiðju ríkisins.
Séu þessi frumvörp borin sam-
an, kemur í ljós að iðnaðarráð-
herranum hefur heldur betur
snúist hugur á þessu eina ári.
Fyrstu greinar frumvarpanna
skýra þennan mun betur en löng
útlegging, en þær eru þannig:
Lagt fram á þinginu 1983-84:
!• gr-:
Sementsverksmiðja ríkisins
hefur heimili sitt og varnarþing á
Akranesi. Hún getur haft rekstur
annarsstaðar eftir ákvörðun
stjórnar verksmiðjunnar.
Verksmiðjan er í eigu ríkis-
sjóðs en starfar sem sjálfstæð
stofnun innan ríkisheildarinnar.
Hún lýtur sérstakri stjórn eftir
lögum þessum, undir yfirstjórn
iðnaðarráðherra.
Og þannig er svo 1. greinin 1 ári
síðar:
1. gr.:
Ríkisstjórnin skal beita sér
fyrir stofnun hlutafélags um Sem-
entsverksmiðju ríkisins á Akra-
nesi. Heiti hlutafélagsins verði:
Semtentsverksmiðjan hf. f því
skyni er ríkisstjórninni heimilt:
a) Að leggja Sementsverksmiðju
ríkisins, þ.e. verksmiðjuna
sjálfa ásamt öllu fylgifé henn-
ar, til hins nýja félags.
b) Að láta fara fram nákvæmt
mat á eignum Sementsverk- ■
smiðju ríkisins til viðmiðunar
við ákvörðun um heildarhlut-
afjárhæð í hinu nýja hlutafé-
lagi.
c) Að ákveða fjárhæð hlutabréfa
með það í huga að almenning-
ur geti keypt hlut í félaginu.
d) Að selja allt að 20% að hlut-
afjáreign ríkissjóðs í Sements-
verksmiðjunni á almennum
markaði, á því verði sem á-
kveðst skv. b- og c-lið hér að
framan. Skulu öll hlutabréf
sem seld verða vera skráð á
nafn. Til frekari sölu á hluta-
fjáreign ríkissjóðs þarf sam-
þykki Alþingis.
Þegar ráðherrann mælti fyrir
hinu síðara frumvarpi sínu á dög-
unum þá var á honum að skilja að
fyrra frumvarpið hefði verið lagt
fram til kynningar, með fyrirheiti
um að það yrði lagt fram aftur á
næsta þingi. Þykir sumum bregða
nokkuð kynlega við, að eitt árið
Hreinsibúnaður við Sementsverksmiðjuna á Akranesi.
skuli ríkisstjórn, með fagráð-
herra sinn í broddi fylkingar,
leggja fram frumvarp um starf-
semi tiltekins fyrirtækis í ríkis
eigu, að því er virðist til þess að
skýra betur stöðu þess en áður
hefur verið gert, en kúvenda svo
gersamlega ári síðar. Leggja þá
fram annað frumvarp (væntan-
lega í fúlustu alvöru) sem gerir
beinlínis ráð fyrir að fyrirtækið
verði selt, að hluta, um leið og því
verði breytt í hlutafélag. Það má
hafa til marks um hve víðtækar
efasemdir eru uppi um ágæti
þessarar tillögugerðar, að við
umræðuna í efri deild lýstu þing-
menn allra flokka, sem til máls
tóku, annað hvort beinni and-
stöðu við hið nýja frumvarp eða
þá efasemdum sínum um gagn-
semina.
Skúli Alexandersson þingmað-
ur Alþýðubandalagsins á Vestur-
landi sagði meðal annars í sinni
ræðu:
Þau eru ekki mörg fyrirtækin á
íslandi í dag sem geta státað sig af
jafngóðri eignarfjárstöðu og
Sementsverksmiðj an.
Sementsverksmiðjan hefur á
undanförnum fjárfest mjög
mikið. Það voru kostnaðarsamar
breytingar í sambandi við að
skipta um orkugjafa við gjall-
brennsluna frá olíu í kol.
| Hér er þó um að ræða fram-
kvæmdir sem eru ef svo má að
orði komast það arðbærar að þær
standa vel undir því sem þær
kostuðu og ekki nóg með það -
heldur er verksmiðjan eftir þess-
ar og aðrar breytingar sem gerðar
hafa verið á undanförnum árum
mun betur búin til að standa við
það hlutverk sitt að sjá lands-
mönnum fyrir góðu sementi á
sanngjörnu og samkeppnisfæru
verði.
Á 26 ára starfstíma verksmiðj-
unnar hafa komið tímabil sem
rekstur hennar hefur verið erf-
iður. Starfsfólki og stjórnendum
hefur þó jafnan tekist að yfir-
vinna þá erfiðleika. Ekki veit ég
annað en að það sé samdóma álit
starfsfólks, stjórnar og stjórn-
enda, að nú standi fyrirtækið
mjög vel eignalega og verksmiðj-
an í tiltölulega góðu á-
sigkomulagi og að allir séu bjart-
sýnir með framtíðarrekstur henn-
ar.
Hugleiðingar um að því sé á
annan veg háttað, m.a. þær hug-
leiðingar um það sem fram kom í
athugasemdum við þetta frum-
varp eru því ekki í tengslum við
raunveruleikann og ekki byggðar
á niðurstöðu reikninga verk-
smiðjunnar.
Síðari hluti athugasemdanna
eru hugleiðingar um hið breytta
eignarform sem frv. gerir ráð
fynr.
Ég nefndi það hér fyrr í ræðu
minni að með því er verið að gefa
framkvæmdavaldinu eftir það
vald Alþingis að kjósa stjórnar-
menn Sementsverksmiðjunnar
og jafnvel verið að breyta hreinu
ríkisfyrirtæki í hlutafélag. Ég er
mótfallinn hvoru tveggju. Enda
hef ég ekki enn heyrt nein rök
sem mæla með því að þessi
breyting eigi sér stað.
Allar þær upplýsingar sem ég
þekki mæla gegn því og þá fyrst
og fremst saga fyrirtækisins, nú-
verandi staða og framtíðarmögu-
leikar.
Frumvarpinu verður nú vísað
til nefndar. Þar veit ég að það
verður skoðað rækilega og leitað
umsagna ýmissa aðila. Mér finnst
athugandi að skoða nú það frum-
varp sem hæstvirtur ráðherra
lagði hér fram fyrir ári síðan. Ég
tel að tíma iðnaðarnefndar hátt-
virtrar deildar væri þá vel varið -
ef ofan á yrði að út frá því frum-
varpi með ýmsum breytingum að
vísu - yrðu samþykkt heildarlög
fyrir Sementsverksmiðju ríkisins
á Akranesi.
„Nú get ég”
Hvar var einkaframtakið
þegar sementsverksmiðjan var stofnuð?
Nú þegar postular frjálshyggjunnar sitja á valdastóli og reyna að nota tæki-
færið til að krækja í ýmsar áhugaverðar eigur ríkisins, getur verið fróðlegt að
rifja upp aðdraganda þess að atvinnustarfsemi sveitarfélags og ríkis komst á
sínum tíma á.
Ingi R. Helgason flutti erindi á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands um einka-
rekstur og opinberan rekstur hinn 9. maí 1984.
(erindi sínu segir Ingi R. Helgason meðal annars:
... þetta minnti mig á annað dæmi, sem nú liggur fyrir sem óumdeilanleg
saga:
Á Alþingi 1935 fluttu tveir þingmenn, Bergur Jónsson og Bjarni Ásgeirsson,
þingsályktun um innlenda sementsgerð. Meðal annars komu fram þau rök fyrir
málinu að bæta þyrfti úr því neyðarástandi, sem þá ríkti varðandi mannvirkja-
gerð í landinu og atvinnuöryggi, en af efnahagsástæðum varð árið 1935 að
skera niður innflutning á sementi óg allar horfur á að auka þyrfti þann niður-
skurð enn meira á næsta ári.
Hvar var einkaframtakið?
Nú liðu árin eitt af öðru og byggingarframkvæmdir jukust í landinu og nokkrir
heildsalar fluttu inn sement. Þrettán árum seinna, 1948, er samþykkt stjórnar-
frumvarp um stofnun Sementsverksmiðju ríkisins, flutt af Bjarna Ásgeirssyni,
þá ráðherra. Síðari framvindu mála þekkið þið. 1956 ' handa um
byggingu verksmiðjunnar og starfsemi hófst 1958 og hun neu upp á 25 ára
afmæli sitt 1983.
Ef einkareksturinn kæmi nú og segði: „Nú get ég, seljið mér Sementsverk-
smiöjuna”, þá myndi ég segja: „Nei, snúðu þér að einhverju öðru."
-hágé
Föstudagur 29. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5