Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 12
GLÆTAN
Er hér komin rokkregnhlífin Kamar-
orghestanna? Helgi Björnsson í
Grafík var að minnsta kosti í miklu
stuði undir henni íTónabæ músiktil-
raunakvöldið26. apríl 1985. Myndirn-
ar þartókE.ÓI.
Dúó þeirra Asgeirs (t.h.) og Boggles ienti í neðsta sæti (6.), jafnvel þótt gömlu brýnin Ásgeir og
Andrea mæti það helmingi ofar. Það er misjafn smekkur manna, eins og hin margfræga kerling
sagði.
Dómnefndarfólk lætur álit sitt í Ijós hvert við annað: Rafn Jónsson trommari í Grafík og innanbúð-
armaður hjá Paul Bernburg, Jens Ólafsson blaðamaður Morgunblaðinu, Andrea Jónsdóttir
prófarkalesari, poppskríbent og þáttagerðarmaður á Rás 2, Ásgeir Tómasson Rás 2 og Samúel,
Sigurður Sverrisson, formaður dómnefndar, Rás 2 og víðskrifandi blaðamaður.
Reykvíska þungarokksveitin
Gypsy sigraði með glæsibrag
á úrslitakvöldi í Músiktil-
raunum ’85 í Tónabæ sl.
föstudagskvöld. Þeiráttu auð-
heyrilega salinn, eins og sagt
er, en hljómleikagestirfengu
kjörseðil með aðgöngumið-
anum, og giltu atkvæði þeirra
50% gegn jafn mörgum prós-
entum 5 manna dómnefndar.
í öðru sæti varð Special treat-
ment frá Húsavík, því þriðja Fá-
sinna frá Egilsstöðum, fjórða No
time frá Reykjavík, fimmta Jónas
frá Hveragerði og í því sjötta Dúó
frá Reykjavík. Þrjár efstu
sveitirnar fá í verðlaun 20 upp-
tckutíma hver í hljóðverunum
Hljóðrita, Stemmu og Mjöt.
Þetta er í 3. sinn sem Músiktil-
raunir eru haldnar og sigurvegar-
ar ’83 voru DRON (Danshljóm-
sveit Reykjavíkur og nágrennis)
og ’84 Dúkkuiísur. Alls tóku 18
hljómsveitir þátt í keppninni nú
og komust færri að en vildu.
Til gamans má geta þess að í
dómnefndinni var Gypsy aðeins
einu atkvæði fyrir ofan Fásinnu,
sem lenti í öðru sæti. Hins vegar
voru hljómleikagestir á öðru máli
og settu Fásinnu í 5. sæti þannig
að 3. sætið varð þeirra við svo
búið. Og til enn meira gamans
greinist frá því að Ásgeir Tómas-
son og undirrituð höfðu ná-
kvæmlega sama álit á hljómsveit-
unum nema hvað Ásgeir kaus
Gypsy númer 1 og Fásinnu tvö,
en A öfugt; að öðru leyti Dúó nr.
3, Special treatment 4, Jónas 5 og
No time 6.
Gypsy var vel að sigrinum
komin, sérstaklega er Jóhannes
Eiðsson söngvari góður („litli”
bróðir Eiðs í Fist, áður Þrumu-
vagni o.fl.). Mér fannst hins veg-
ar skorta á vandvirkni í gítar-
leiknum á stundum, en kannski
bitnaði á honum afskaplega
kraftmikil sviðsframkoma litla
gítaristans. Hins vegar virðast
þeir tataradrengir eiga bjarta
framtíð fyrir sér á rokksviðinu.
Fásinna fannst mér þó frumleg-
asta sveitin, spilar e.k. sambland
af framúrstefnumúsik á la B 52’s
og þungu rokki.
Músiktilraunir þessar tókust
mjög vel og verður vonandi langt
framhald á. Hins vegar mættu
verða sterkari tengsl milli þeirra
og fjölmiðla, lifandi tónlist til
frekari framdráttar.
A
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir 1. (~) We are the world - USA for Africa 2. (~) Things can only get better- Howard Jones 3. (~) We close our eyes - Go West 4. (~) One more night - Phil Collins 5. ( 2) Mislead - Cool and the Gang 6. ( 4) Discoband — Scotch 7. ( 3) Material girl — Madonna 8. ( 8) You spin me around like a record - Dead or Alive 9. (~) This is not America - David Bowie 10.(~) Solid- Ashford and Simpson Rás 2 1. ( 1) We are the World- USA for Africa 2. ( 2) Wide Boy - Nick Kershaw 3. ( 8) Behind the Mask — Greg Phillinganes 4. ( 4) Some like it hot — Powerstation 5. ( 5) Welcome to the Pleasure Dome - Frankie goes to Hollywood 6. ( 3) You spin me round (like a Record) Dead or alive 7(~) The Beast in me - Bonnie Pointer 8. (14) Kiss me (with your Mouth) -Stephen Tintin Duffy 9. (19) Look Mama - Howard Jones 10.(11) Crazy for you - Madonna Grammid 1. ( 1) Meat is Murder - The Smiths 2. ( 3) First Circle - Pat Methany Group 3. (~) Stella - Yello 4. ( 5)Nighttime- KillingJoke 5. ( 2) Treasure - Cocteau Twins 6. ( 4) It will end in Tears- This mortal Coil 7. (—) Power Station - Power Station 8. (~) A distant Shore - Tracey Thorne 9. (~) The Smiths - The Smiths 10.( 9) Hringurinn - Lárus Grímsson
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föatudagur 3. maí 1985