Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 5
Fyrsta maí gangan kemur niður Bakarabrekkuna. Sól skín á lofti, logn svo tæpast blaktir á höfði hár, og allir í baráttuhug. Mynd Valdís
Úr ræðu Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ í Stykkishólmi
Verum viðbúin hörðum átökum
„Verkalýðsfélögin hafa alla tíð
tekið virkan þátt í þjóðmálabar-
áttunni og verið í fararbroddi
fyrir félagslegri framfarasókn,
sókn til bættra lífskjara, aukins
jafnaðar og réttlætis. Stundum
vill brenna við að baráttusagan
gleymist. Réttindi dagsins eru
tekin sem sjálfsagður hluti hins
daglega lffs, sem enginn þurfi um
að hugsa. Ekkert hefur áunnist af
sjálfu sér og allt þarf að verja fyrir
ásókn þeirra sem vilja hverfa aft-
ur til liðins tíma. Enn þarf að
sækja fram og gera betur. Frum-
kvöðlar hreyfingarinnar hafa
skilað okkur bættu þjóðfélagi.
Það er okkar að slá skjaldborg
um árangurinn og sækja lengra.
í markaðsþjóðfélagi nútímans
er sterk tilhneiging til verkaskipt-
ingar. Sú verkaskipting nær í dag
í hættulegum mæli inn í félags-
legar stofnanir þjóðfélagsins. Við
kjósum menn í sveitarstjórn til að
stjórna sveitarfélaginu og menn á
þing til að stjórna þjóðfélaginu.
Kjósendur hafa ekki annað verk-
efni en bíða næstu kosninga. Sá
hugsunarháttur sýnist einnig
verða almennari að forusta
verkalýðsfélaganna sé kosin til
þess að sjá um verkefnin og hinn
almenni félagi geti látið nægja að
fylgjast með álengdar. Þau við-
horf eru verkalýðshreyfingunni
hættuleg. Hún þarf á hverjum fé-
lagsmanni að halda í hinu daglega
starfi. Styrkur hreyfingarinnar er
undir því kominn að félagsfólkið
fylki sér um þær kröfur sem fram
eru bornar og sé tilbúið til þess að
fylgja þeim eftir af fullum þunga.
Verkalýðshreyfingin stefnir að
bættum kjörum vinnandi fólks,
en baráttan snýst ekki bara um
kjör þeirra sem eru í starfi. Mál-
efni æskunnar sem mun axla
ábyrgð á framtíðinni og þeirra
öldruðu sem hafa skilað okkur
því sem við búum að, skipta ekki
síður máli. Við berum öll ábyrgð
gagnvart sjúkum, öryrkjum og
öllum þeim sem aðstoðar þarfn-
ast. Veikindaréttur, sjúkrasjóð-
ir, lífeyrissjóðir, barnaheimili,
elliheimili, almannatryggingar.
Allt eru þetta þættir sem verka-
lýðsfélögin láta sig skipta.”
„Öflug atvinnuuppbygging er í
senn forsenda bættra kjara og at-
vinnuöryggis. Á síðari árum hef-
ur stefnuleysi í atvinnumálum og
mikil verðbólga ruglað ákvarðan-
ir í fjárfestingum og rekstri og
óráðsía vaðið uppi. Stjórnvöld
hafa ekki treyst sér til að takast á
við þann skipulagsvanda sem við
er að etja heldur hent sér í fang
hinna einföldu lausna ójafnað-
arsinna sem ætla kjaraskerðingu
að bæta úr öllu böli, jafnt við-
skiptahalla sem verðbólgu, um
leið og hún treysti atvinnu og
tryggi nýsköpun í atvinnulífi. Þeir
þröngsýnismenn sem telja
atvinnuiífi það helst til hjálpar að
auka á vaxtaokrið og tekjulitlu
fólki helst til bjargar að efna-
menn fái meira fyrir snúð sinn,
skilja lítið í samhengi þjóðfélags-
ins. Misskipting í atvinnulífinu
milli útflutningsgreina og þeirra
greina sem öllu geta velt af sér á
aðra verður seint hornsteinn
bættra lífskjara. Misskiptingin í
afkomu einstakiinga er óþolandi.
Það koma engar einfaldar
lausnir í stað samræmdrar stefnu-
mótunar og skipulegrar fram-
kvæmdar. Forsenda árangurs er
skýr stefna þar sem lykilorðin
eru: atvinnuöryggi, traustur
kaupmáttur, réttlát skipting, fé-
lagslegt öryggi og áhrif hvers og
eins á sitt umhverfi. Á þeim for-
sendum einum er framtíðin okk-
ar. Að öðrum kosti kann hvort
tveggja að blasa við efnahagsleg
stöðnun og atvinnuleysi jafnvel
alvarlegra en í nálægum löndum.
Kaupgeta hefur farið þverr-
andi síðustu misserin. Þegar við
förum með budduna út í búð
reynist hún þurrausin fyrr en var-
ir. Á stuttum tíma hefur fjórð-
ungi verið kippt burtu með
snörpum viðbrögðum stjórn-
valda. Snerpan er ekki sú sama til
að taka til hendi á öðrum sviðum.
Eignamenn maka krókinn og
skattur lækkar hjá þeim sem
græða. Skipulagsleysi einkennir
framkvæmdir og rekstur. Óvissa í
atvinnumálum fer vaxandi og
lítið miðar að þoka framleiðslu
þjóðfélagsins fram.
Við verðum að snúa vörn í
sókn. Við verðum að tryggja
aukinn kaupmátt og örugga at-
vinnu.
Á liðnum vetri var samið um
sæmilega kauphækkun en allir
endar opnir sem snéru að
kauptryggingum. Kaupgeta jókst
um stund, en stóð ekki lengi. f
dag hefur verðbólgan eytt því
sem ávannst og kaupmáttur fallið
í það sama og var fyrir samninga.
Staðan í maí verður svipuð og í
október í fyrra. Framundan er
frekari skerðing því verðbólgan
æðir fram, þó nokkuð hafi dregið
úr, frá því sem mest var. Gengi
hefur lækkað töluvert að undan-
förnu og hækkun landbúnaðar-
vara er í undirbúningi. Þegar
kemur fram í ágúst/september
verður kaupmáttur 3-4% lakari
en nú. Það getur orðið erfitt að
komast upp úr þeirri djúpu lægð
sem við erum að síga í dýpra og
dýpra. Okkur ógnar sú sýn og við
viijum því láta á það reyna hvort
hægt er að ná kauphækkunum
fram strax í vor.
Á liðnu hausti var rætt um ýms-
ar leiðir til þess að tryggja kaup-
mátt. Fyrir forgöngu VMSÍ og LI
var sérstaklega fjallað um svo-
nefnda skattalækkunarleið. Þær
hugmyndir fengu sums staðar
óblíðar móttökur og e.t.v. er rétt
að rifja upp hvað í þeim fólst. í
fyrsta lagi var stefnt að því að
auka það sem fólk hefði til ráð-
stöfunar með lækkun skatta. Af
því dró leiðin nafnið, en það var
hins vegar engan veginn eina at-
riðið sem um var rætt. Meginefn-
ið fólst í öðrum atriðum. Fyrst og
fremst því að stefnt var að því að
gera ráðstafanir til þess að hamla
gegn verðhækkunum. Það var
rætt um fastar viðmiðanir í geng-
ismálum, þannig að samningar
yrðu lausir ef gengisbreyting færi
yfir fyrirfram ákveðið mark. Eins
og allir vita ræður gengið miklu
um verðlagið í landinu ekki að-
eins á innfluttum vörum heldur
einnig innlendum. Það var rætt
um verðstöðvun á opinberri
þjónustu, þannig að hún hækkaði
ekki, jafnframt því sem rætt var
um takmarkanir á hækkunum
landbúnaðarvara. Kaupmáttur-
inn ákvarðast annars vegar af
kaupinu og hins vegar af verð-
laginu, sem sker úr um það, hvað
fæst fyrir kaupið. Það er því ekki
síður mikilvægt að hindra verð-
hækkanir en hækka kaupið. Auk
þessa var rætt um félagsleg atriði
eins og húsnæðismál, sem þá eins
og nú voru mörgum þung í skauti.
í stuttu máli var verið að ræða
um samning um lífskjör, ekki að-
eins samning um kaup. Það er
rétt að kauphækkanir í þeirri um-
ræðu voru lægri en endanlega var
um samið, en með því er ekki sagt
að kaupmátturinn væri lægri en
er í dag, cf sú leið hefði verið
valin. Reynslan sýnir að trygg-
ingar skipta meira máli en krónu-
tölur.
Á fyrsta maí horfum við fram á
við og lítum til næstu verkefna.
Við spyrjum okkur sjálf, hvernig
eigum við að takast á við vanda
dagsins og að hverju eigum við að
stefna til lengri framtíðar.
Kjaraskerðing síðustu missera
brennur á fólki einkum þeim,
sem minnst bera úr býtum fyrir
vinnu sína svo og lífeyrisþegum.
Því aldraða fólki og öryrkjum
sem er gert að halda sér uppi eitt á
eigin vegum, jafnvel í leiguhús-
næði, fyrir tólf þúsund krónur á
mánuði, raunar rúmar þrettán
eftir boðaða hækkun, er ekki bú-
inn lífvænlegur kostur. Fyrir
fullvinnandi fólk eru fjórtán þús-
und knappur framfærslueyrir.
Við sækjum fram til bættra kjara
og í þeirri sókn eigum við að láta
þetta fólk hafa forgang.
Það er hljótt um fátæktina á
íslandi í dag. Við nefnum
naumast fátækt nema vera að tala
um ástand í öðrum löndum. Við
Framhald á bls. 6
Föstudagur 3. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5