Þjóðviljinn - 03.05.1985, Side 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudaour 3. ma( 1985 98. tölublað 50. örganour
DJÓÐVIUINN
Kópavogshœli
Eldhúsið lagt niður
Gengið til samninga við tvo verktaka um matargerðina. 14
manns sem vinna í eldhúsinufá vinnu annars staðar á
spítölunum
Stjórnarnefnd rfldsspítalanna
hefur ákveðið að leggja eldhús
Kópavogshælis niður frá og með
1. september nk. og verður
gengið til samninga við tvo verk-
taka um að annast matargerð
fyrir vistmenn hælisins. Þessi
ákvörðun var kynnt á fundi með
starfsfólki eldhússins í gær.
Símon Steingrímsson forstjóri
ríkisspítalanna sagði í samtali við
Þjóðviljann að ákveðið hefði ver-
ið að ganga til samninga við
Veitingamanninn og Matstofu
Miðfells um að annast fram-
leiðslu matar fyrir Kópavogshæli.
Meginástæða þessarar ákvörðun-
ar væri sú að nú stæði fyrir dyrum
endurnýjun qldhússins og með
þessari ráðstöfun væri hægt að
draga þá fjárfestingu á langinn.
Rekstur með nýju sniði hæfist í
haust og yrði samningur aðeins
gerður til eins árs. Öllum starfs-
mönnum eldhússins yrði gefinn
kostur á vinnu innan ríkisspítal-
anna.
Sigurður Þorgrímsson formað-
ur starfsmannaráðs Kópa-
vogshælis sagði í gær að
ráðið mundi ekki setja
sig upp á móti útboði meðan
eldhús hælisins væri í núverandi
ástandi. Þó hefði ráðið sett þau
skilyrði að öllu starfsfólki yrði
gefinn kostur á vinnu á ríkisspít-
ölunum áfram og að nýtt eldhús
yrði byggt við hælið svo starf-
ræksla þar gæti hafist á ný þegar
samningurinn við verktakana
rynni út.
Símon Steingrímsson forstjóri
kvað 14 manns vinna í eldhúsi
Kópavogshælis, sumir í hluta-
störfum. Ekki væri hægt að
tryggja þeim öllum vinnu á Kópa-
vogshæli en það yrði reynt eftir
föngum.
-v./-m.
Aðaldalur
Tvíkynja
rauðönd
Fyrirbœri sem kemur
síöku sinnum fyrir hjá
öndum
Tveir bræður frá bænum Mið-
hvammi í Aðaidal sáu fyrir
nokkru fugl sem þeir báru ekki
kennsl á. Þeir lýstu fuglinum fyrir
Ævari Petersen fuglafræðingi og
telur hann að um tvíkynja
rauðönd sé að ræða, því sam-
kvæmt lýsingunni ber fuglinn ein-
kenni bæði kven- og karlfugls af
rauðandartegund.
„Þetta kemur stundum fyrir
hjá öndum og við vitum dæmi
bæði af stokkönd og urtönd og
eigum til að mynda hér á Náttúr-
ugripasafninu ham af tvíkynja
urtönd,” sagði Ævar Petersen í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Ævar sagðist hafa hvatt bræð-
urna til að reyna að ná fuglinum
og láta Náttúrufræðistofnunina
hafa hann, sem yrði þá væntan-
lega stoppaður upp. Það er að
vísu ólöglegt að skjóta öndina en
Náttúrufræðistofnunin getur þó
gefið leyfi gegn því að fá fuglinn.
Ekki taldi Ævar að þarna væri
um verðmætan fugl að ræða.
Sjálfsagt væri hægt að fá ein-
hverja peninga fyrir hann hér
heima, en það væri ekki stórfé.
Þá benti hann á að ólöglegt væri
að flytja fuglinn uppstoppaðan úr
landi eins og alla aðra fugla nema
rjúpu. Það eru gömul lög sem
leyfa útflutning á rjúpu, frá þeim
tíma að nær allar rjúpur sem
skotnar voru á haustin voru seld-
ar til Danmerkur. Allar aðrar
tegundir er bannað að selja úr
landi- -S.dór.
ILfff og fjör hjá ABR. Alþýðubandalagið í Reykjavík bauð til kaffis á 1. maí að loknum útifundum og komu hundruð
manna í flokksmiðstöðina að Hverfisgötu 105. Sigrún Edda Björnsdóttir hafði ofan af fyrir yngri kynslóðinni og er
myndin tekin við það tækifæri. Ljósm. E.ÓI.
Háskólinn
Rektor skatlleggur nema
500 krónapappírsgjald á hvern nemanda. Kom stúdentaráði íopna skjöldu.
Fulltrúar stúdenta í Háskóla-
ráði gerðu á háskólaráðsfundi í
gær athugasemdir við þá ákvörð-
un háskólarektors og háskólarit-
ara að innheimta sérstakt 500
króna pappírsgjald með inn-
ritunargjöldum stúdenta. Tillaga
um að innheimta þetta gjald var
aldrei lögð fyrir háskólaráð og
stúdcntar vissu fyrst af því er þeir
fengu senda gíróseðla fyrir
innritunargjaldi.
„Við erum mjög ósátt við það
hvemig þetta mál hefur borið að.
Við emm hvorki spurð álits um
þetta gjald né látin á nokkurn
hátt vita að það stæði til að inn-
heimta það. Háskólarektor baðst
afsökunar á því að láta ekki vita
af þessu fyrirfram en hann telur
sig og háskólaritara hafa fullan
rétt til að innheimta þessi gjöld
og þetta þurfi ekki að bera undir
háskólaráð,” sagði Guðmundur
Jóhannsson formaður Stúdenta-
ráðs í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Innritunargjöld í háskólann í
ár eru 1800 krónur og renna þau
til Stúdentaráðs og Félagsstofn-
unar stúdenta. Samkomulag varð
í ráðinu að hækka gjöldin sem
allra minnst en þau voru 1600 kr.
í fyrra. Kom því á óvart að lagt
skyldi sérstakt pappírsgjald á
stúdenta. Tekjur af því sem verða
líklega á þriðju miljón munu
renna beint til skrifstofu Há-
skólans. -lg
Verkalýðs hreyfingin
Viðræðna
við VSi óskað
Benedikt Davíðsson ■'
kanna hver- viðbrögð VSÍ
eru við endurskoðun
kaupliðs strax í vor
,,Ég á von á því að viðræðna við
VSI verði óskað öðru hvoru
megin við helgina til að kanna
viðbrögð VSÍ við endurskoðun á
kauplið kjarasamninganna því
um þau viðbrögð verðum við að
vita þegar ráðstefna sérsam-
banda innan ASÍ hefst um miðjan
maí,” sagði Benedikt Davíðsson
formaður Sambands bygginga-
manna í gær.
Á miðstjórnarfundi ASÍ í síð-
ustu viku var ákveðið að senda út
bréf og boða til ráðstefnu sér-
sambandanna um miðjan maí.
Þar var einnig ákveðið að fá fram
viðræður við VSÍ um málið og
hefur VSÍ svarað í fjölmiðlum að
sambandið sé tilbúið til við-
ræðna.
„Ég tel að þær viðræður verði
að hefjast mjög fljótlega til þess
að við vitum hvar við stöndum
þegar ráðstefnan hefst um miðj-
an mánuðinn,” sagði Benedikt,
„og þess vegna á ég von á því að
þeirra verði óskað um helgina”.
-S.dór.
Skák
Jafntefli
nægir Karli
Karl Þorsteins og Jansa gerðu
jafntefli í 9. umferð alþjóðlega
skákmótsins í Borgarnesi í gær.
Karl er með SVi vinning og þarf
aðeins eitt jafntefli úr tveimur
síðustu umferðunum til að ná lok-
aáfanganum að alþjóðlegum
meistaratitli. Hann á eftir að tefla
við Sævar Bjarnason og Mokry.
Allar aðrar skákir úr níundu
umferð fóru í bið og átti að halda
þeim áfram seint í gærkvöldi.
Lein þykir hafa örlítið betra gegn
Hansen, sömuleiðis Sævar gegn
Margeiri. Tvísýnt er um úrslit í
skák Lombardy við Dan og skák
Magnúsar við Guðmund.
Haukur er skiptamun undir gegn
Mokry en vegna peðaflækju þótti
tíðindamanni blaðsins best að
segja sem minnst.
Jansa er efstur með 6Vi vinn-
ing, þá Hansen með 6 og biðskák,
þriðji Karl með 5Vz.
-m.