Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Selfoss - bœjarstjórinn Fallinn á eigin bragði? Uppsögn bæjarstjóra átti að vera hótun. Meirihluti bœjarfulltrúa stendur með veitustjóranum. Þorvarður Hjaltason bœjarfulltrúi: Mun leggja til að staða bœjarstjóra verði auglýst M milli meirihlutaflokkanna í bæj- arstjórn Selfoss, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, vegna deilu bæjarstjórans Stefáns Ómars- sonar við veitustjórann í bænum Jón Örn Arnarson. Bæjarstjór- inn hefur sagt upp starfi sínu frá og með 1. sept. n.k. og ber við erfiðu samstarfi við veitustjór- ann. „Ég mun leggja það til á næsta bæjarráðsfundi eftir helgina, að staða bæjarstjóra verði auglýst. Ég held að það sé langskynsam- legast. Það er búið að staðfesta uppsögn bæjarstjóra bæði í bæjarráði og í bæjarstjórn og ég get því ekki séð að eftir neinu sé að bíða með því að auglýsa stöð- una lausa“, sagði Þorvarður Hjaltason bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Selfossi í samtali við Þjóðviljann í gær. Ekki er talið víst að bæjarfull- trúar Framsóknarflokksins verði ánægðir með slíka tillögu né held- ur bæjarstjórinn. Uppsögn hans er að áliti kunnugra krafa um að veitustjórinn verði látinn hætta. Nú virðist hins vegar sem bæjar- stjórinn sé að falla á eigin bragði og verði sjálfur að víkja en veitustjórinn muni sitja áfram enda nýtur hann trausts og stuðn- ings stjórnar veitustofnana og mikill meirihluti bæjarfulltrúa hefur ekkert út á störf hans að setja. Síðasta örþrifaráð Fram- sóknarmanna til að halda í bæjar- stjórann er undirskriftasöfnun meðal bæjarbúa þar sem farið er fram á við bæjarstjórann að hann dragi uppsögn sína til baka. Það er hins vegar orðið nokkuð seint að flestra mati. -Ig- Kjarnorkuvopn Ótvíræður vilji Stefna íslands í afvopnunarmálum samþykkt einróma á alþingi ígær. Alþingi samþykkti í gær ein- róma „stefnu íslendinga í af- vopnunarmálum“. Þar er af- dráttarlaust tekið fram að á Is- landi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn. í umræðunum á þing- inu í gær kom fram að í utanríkis- málanefnd hefði komið beiðni um sérstakan fyrirvara um að þyrfti leyfi stjórnvalda til að staðsetja hér kjarnorkuvopn, en þessari beiðni var hafnað í meðförum utanríkismálanefndar. Nokkur blæbrigðamunur hefur verið á því hvernig menn hafa túlkað eftirfarandi orðalag til- lögunnar: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn“... og hefur Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra m.a. haldið því fram að hana mætti lesa á þann veg að leyfi stjórnvalda væri áskilið. í um- ræðum á alþingi í gær var þeirri túlkun Hjörleifs Guttormssonar og Páls Péturssonar hins vegar ekki mótmælt að áður en ákvörð- un yrði tekin um slíkt verði meiri- hlutasamþykki alþingis að koma til. „Annað væri í ósamræmi við efni tillögunnar“, sagði Hjör- leifur. Páll Pétursson sagði óþarft að deila um þetta mál. í fyrsta lagi væri skýrt að á íslandi væru ekki kjarnorkuvopn, - í öðru lagi væri það stefna íslenskra stjórnvalda að hér væru ekki kjarnorkuvopn, í þriðja lagi þá væri alþingi nú að árétta þá stefnu og ákvarða form- lega að hér verði ekki kjarnorku- vopn, í fimmta lagi þá starfaði ríkisstjórnin á ábyrgð alþingis og loks hlyti meirihlutavilji alþingis að þurfa að koma til ef breyta ætti þessari stefnu eftir samþykkt til- lögunnar. Páll hafði síðasta orðið í þess- ari umræðu. Allir þingmenn sem til máls tóku töldu samþykktina og undirbúning hennar einstakan atburð í sögu alþingis enda fátítt að samstaða náist í þeim herbúð- um um utanríkismál. _ÁI Fagmenn skjóta örmerkjum í laxaseiðin í Elliðaánum. Mynd - E.ÓIason. Elliðaárnar Örmerkí sett í þúsund seiði u unnið að seiðamerkingum í Eilliðaánum á vegum Veiðimála- stofnunar. Gönguseiðin eru tekin í gildrur og síðan merkt með svokölluðum örmerkjum sem skotið er meö þartilgerðri byssu í höfuð seiðanna og er ætlunin að merkja að þessu sinni eitt þúsund seiði. Seiðin sem um er að ræða eru náttúruleg seiði úr ánum, ekki aðkeypt gönguseiði. Hér er fyrst og fremst verið að kanna endurheimtur og ratvísi laxins. Síðast voru seiði merkt í Elliðaánum árið 1974 og voru endurheimtur þá mjög góðar eða um 20%, þá var einnig um að ræða náttúruleg seiði úr ánum. BHMR Bjami Bragi oddamaður Oddamaður hefur nú fundist í úrskurðarnefnd BHMR og fjármálaráðherra um túlkun kjararannsóknargagna. Það er Hvítasunna Ferð unga fóiksins í kvöld kl. 21.00 verður lagt af stað í hvítasunnuferð Æskulýðs- fylkingarinnar og er ferðinni heitið að Úlfljótsvatni. Að sögn Hrannars Bjarnar for- manns ÆFR mun hópurinn gista í veglegum skátaskála yfir helg- ina. Á laugardaginn verður mál- fundur um bjórinn og náttúrulífs- skoðun og útivera. Um kvöldið verður menningarvaka. Á sunnu- daginn verður grillveisla og fleira verður til gamans gjört. Á annan í hvítasunnu verður gamninu fram haldið og lagt af stað til Reykjavíkur seinni hluta dagsins. Fólk getur enn látið skrá sig í síma 17500. „Og það fyrr en seinna“, sagði Hrannar grimmur. -ÖS Bjarni Bragi Jónsson aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka og var send út fréttatilkynning um nefndarskipunina í gær. Frá ráðuneyti er í nefndinni Indriði H. Þorláksson en frá BHMR Stef- án Ólafsson formaður launa- málaráðs. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um gögn frá Hagstofu ís- lands um kjör háskólamanna á almennum vinnumarkaði og bera þau saman við kjör háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. BHMR-félögum þykir síðasti Kjaradómur hafa tekið lítið tillit til munar á launum frá ríki og á almennum markaði, og binda vonir við að þessi úrskurðarnefnd treysti sér til að leggja útaf gögnum um þennan launamun. Sá skilningur kom fram á fjölda- fundi BHMR á Hótel Sögu eftir kjaradómsúrskurð að niðurstöð- ur úrskurðarnefndarinnar hlytu að leiða til nýrra samningavið- ræðna við ríkið. Margir áhrifa- manna BHMR lýstu á þeim fundi yfir að störf nefndarinnar réðu úrslitum um form og innihald í kjarabaráttu háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna í framtíðinni. -m FÖSTUDAGSKVÖLD ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 IJI5HUSINU11JIIHUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD GLÆSILEGT Kynning á fiskróttum ÚRVAL kl. 15-19. HÚSGAGNA Fiskréttir, tilbúnir i Á TVEIMUR HÆÐUM ofninn, á tilboðsverði. OPIÐ LAUGARDAG KL. 9-16 Munið okkar hagstœðu greiðslu- skilmála E /A A A A A A - z: c- zi - - - J'JfiÓJ lijjx Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 iiiaiiuiiuiiuiil iikn. Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.