Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 6
ÚTBOÐ Tilboð óskast í lokafrágang nýbyggingar við Sundlaug Reykjavíkur í Laugardal, böð- búningsherbergi fyrir byggingardeild. Helstu verk- þættir eru: Steypuvirki, múrverk, hitaloftsbandstrik og hreinlætis- lagnir ásamt raflögnum og innréttingasmíði. Útboðsgögn afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 20. júní n.k. kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Matráðskona Óskast að sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sem fyrst. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 97-1386. Heilsugæslustöðin Lagarási 22 700 Egilsstaðir Blaðberar! Blaðberar! óskast strax við Háteigsveg, Skipholt- Stór- holt. Takið daginn snemma og berið út í góða veðrinu! DJÖÐVIUINN Síðumúla 6, Reykjavík. Sími: 81333. Vorhappdrætti ABR 'Aiþýóuban-r.lolfi^ið i Rcykjavík. Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happdrættismiðum í vorhappdrætti ABR hið fyrsta, svo unnt verði að birta vinningsnúmer. Alþýðubandalagið í Reykjavík Hérognú ÞJÓDMÁL Jón Sigurðsson forstjóri Þjóbhagsstofnunar Um þjóðhagsáætlun og þjóðhagsspár Athugasemd viðforsíðufréttÞjóðviljansfrá22. maíl985 Kolvitlausar spár! S> uvar (ir\t\son. Sparnar fra hjoðha^ssiofnun \ern notaðar cru nl að keyra kau/nð ntður hafa rngan 'veginn slaðist Á forsíðu Þjóðviljans 22. maí 1985 er fjallað um spár Þjóð- hagsstofnunar um framvindu íslenskra efnahagsmála undir fyrirsögninni „Kolvitlausar spár“, með tilvitnunum í orð Svavars Gestssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, á Alþingi fyrr í vikunni. En Svav- ar hafði fyrir sitt leyti vitnað til síðustu ársskýrslu Vinnu- veitendasambands þar ís- lands, sem gerður er saman- burður á tölum þjóðhagsáætl- unar fyrir árið 1984, sem fram var lögð í október 1983, og nýj- ustu tölum um raunverulega framvindu á árinu 1984. Frá- sögn Þjóðviljans gefur tilefni til athugasemda. í fyrsta lagi er rétt að vekja athygli á því, að þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar er í grundvall- aratriðum frábrugðin venju- legum spám, sem ætlað er að spá eða giska á, hvað gerast muni á árinu, sem í hönd fer, þ.e. hver sé líkleg framvinda. Þjóðhagsáætl- un er lögð fram á Alþingi af ríkis- stjórninni og hún er beinlínis - og lögum samkvæmt - reist á ákveðnum pólitískum markmið- um og ákveðinni efnahagsstefnu og aðgerðum á sviði ríkisfjár- mála, gengis- og peningamála, launamála og atvinnumála. Þessi stefnumótun er auðvitað hverju sinni byggð á ákveðnum forsend- um um ytri skilyrði þjóðarbúsins, t.d. hvað varðar ástand fiskstofna og viðskiptakjör, en niðurstaðan á að vera efnahagsáætlun, þar sem hin stjórnmálalegu markmið og leiðir og forsendur um ytri skilyrði mynda eina heild og sýna niðurstöðu, sem ríkisstjórnin tel- ur æskilegt að stefna að, miðað við aðstæður. Eitt meginmarkmið þjóðhags- áætlunar 1984 var að stefnt skyldi áð sem næst hallalausum við- skiptum við önnur lönd til þess að unnt yrði að stöðva söfnun skulda erlendis. Þar sem verulegur halli var á utanríkisviðskiptum 1983 og ekki voru taldar horfur á mikilli aukningu útflutningsfram- leiðslu, varð þessu marki ekki náð nema með lækkun þjóðarút- gjalda. Lækkun þjóðarútgjalda hugðist ríkisstjórnin m.a. ná með aðhaldssamri stefnu í ríkisfjár- málum, peningamálum og launa- málum. Þessi stefna skyldi einnig stuðla að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Þjóðhagsáætlunin stefndi þess vegna að samdrætti í öllum þáttum þjóðarútgjald- anna. En eins og yfirlitið í mynd- ritinu á forsíðu Þjóðviljans sýnir varð niðurstaðan önnur, því í stað þess að dragast saman um Framhald á bls. 9 KOBRA „slangan góða‘ SN JÓBRÆÐSLU KERFI Pípulagnir sf. eru brautryðjendur að lögn snjóbræðslukerfa hérlendis. Fyrstu kerfin lögðum við 1973. KÓBRÁ snjóbræðslurörin eru íslensk, framleidd úr völdu polyeten hráefni frá Unifos Kemi AB I Svíþjóð. KÓBRA snjóbræðslurörin er auðvelt að leggja. Þau eru þjál, sveigjanleg og frostþolin. KÓBRA snjóbræðslurör má leggja undir malbik, steinsteypu, hellur o. fl. Þau má einnig nota I gólfhitakerfi. Hjá okkur geturðu fengið KÓBRA snjóbræðslu- rörin, vinnu við útlögn og tæknilega ráðgjöf. Við komum á staðinn, mælum upp svæðið og gefum þértilboð. Þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við okkur og við gefum þér samstundis hugmynd um hvað snjóbræðslukerfi kostar. PÍPULAGNIR SF. Skemmuvegur 26 L — Kópavogur — Sími 77400 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.