Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUBANDALAGHE)
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn laugar- •
daginn 1. júní að Hverfisgötu 105. Hefst fundurinn kl. 10.00 árdegis
og er stefnt að því að Ijúka aðalfundarstörfum fyrir hádegi.
Dagskrá:
Kl. 10-12 1. Skýrsla stjórnar ABR fyrir starfsárið 1984-1985.
Erlingur Vigfússon formaður ABR.
2. Reikningar ársins 1984 og tillaga stjórnar um flokks-
og félagsgjöld ársins 1985.
Steinar Harðarson gjaldkeri ABR.
3. Tillögurkjörnefndarumstjórnogendurskoðendurfyrir '
starfsárið 1985-1986.
4. Tillaga kjörnefndar um stefnuskrárnefnd vegna kom-
andi borgarstjórnarkosninga.
5. Kosning formanns, stjórnar, endurskoðenda og stefn-
uskrárnefndar.
6. Önnur mál.
Kl. 14-17 Vinnufundur um flokksstarfið. Reynsla síðasta starfs-
árs og starfið framundan.
Tillögur kjörnefndar um stjórn, endurskoðendur og stefnuskrár-
nefnd ásamt endurskoðuðum reikningum félagsins liggja frammi á
skrifstofu flokksins frá og með 30. maí.
Félagsmenn í ABR eru eindregið hvattir til að fjölmenna á aðal-
fundinn og á vinnuráðstefnuna eftir hádegið.
Stjórn ABR
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar
í sumar mun ÆFAB starfrækja skrifstofu að Hverfisgötu 105, 4.
hæð. Hún verður opin alla virka daga milli klukkan 15-18. Allir sem
hafa áhuga á að kynna sér starfsemi ÆFAB eru hjartanlega vel-
komnir í kaffi og spjall. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á því að
starfa á skrifstofunni e-n tírna eru beðnir um að hafa samband við
okkur. Síminn er 17 500.
Stjórnin.
Nú er komið að því
Föstudaginn 24. maí leggjum við land undir fót og er ferðinni heitið
eins og allir vita að Úlfljótsvatni.
Þar verður dvalið í skátaskála við grillveislur. Þjóðkunnir menn reifa
bjórmálið. Náttúran skoðuð o.fl.
Rúta okkar fer f rá H. 105 kl. 21 og skal brýnt fyrir fólki að gleyma eigi
svefnpoka, nesti og öðru er til nauðsynja í sveitaferð getur talist,
auk 600 kr. farareyris.
Skráið ykkur strax í dag í síma 17500.
Sovétríkin
Herferð gegn
áfengisbölinu
ÁSTARBIRNIR
GARPURINN
FOLDA
Samtök bygginga
verkamanna,
góðan daginn.
I
j_B
C3
Góðan daginn. Geturðu^
sagt hvort þiö eruð í >
verkfalli núna. —
iff
5
ANDSKOTANS.
Þá neyðist ég til að leysa,
þetta reikningsdæmi fyrir ^
morgundaginn.
© Bulls
Ef 1 múrari múrar 100
tígulsteina á tímann, hvað
marga múrar hann þá
.á 2 og Vz tíma?'
I BLIÐU OG STRIÐU
Hafin er herferð gegn drykkju-
skap í Sovétríkjunum. Meðal
ráðstafana sem nú eru gerðar er
sú helst, að ekkert áfengi verður
selt í verslunum fyrir klukkan 14
á daginn og er þar með reynt að
draga úr mikilli áfengisneyslu á
vinnustöðum. Þá verður það
beinlínis refsivert að vera ölvaður
á almannafæri og hörð viðurlög
verða við að aka ölvaður eða að
veita unglingum vín.
Auk þess á að draga beinlínis
úr framleiðslu áfengis frá og með
næsta ári. En miklar verðhækk-
anir á áfengi eða jafnvel áfengis-
skömmtun, sem sumir höfðu bú-
ist við, koma ekki til fram-
kvæmda.
Sovésk blöð hafa sýnt vaxandi
áhyggjur valdamanna af mis-
notkun áfengis, sem á sök á mik-
lum fjölda dauðaslysa og of-
beldisverka og hefur ef til vill
beinlínis lækkað meðalaldur í
landinu. Sovétmenn birta ekki
opinberar tölur um áfengisn-
eyslu, en talið er að hún nemi nú
um 17 lítrum af hreinum spíra á
hvern þann sem fimmtán ára er
eða eldri og hafi neysla þrefaldast
síðan 1955. Þetta er svipuð neysla
og í Frakklandi en munurinn er sá
að í Sovétríkjunum er um 60%
þess sem drukkið er brenndir
drylckir eins og vodka.
Aður hafa í Sovétríkjunum
verið gerða tilraunir til að breyta
drykkjusiðum Rússa, en það hef-
ur ekki borið mikinn árangur til
þessa.
KROSSGÁTA
NR. 35
Lárétt: 1 innyfli 4 tóbak 6 tré 7 tignari
9 kvenmannsnafn 12 vanhirða 14
angan 15 beita 16 fæddur 19 hnoss
20 svell 21 hreyfðist
Lóðrétt: 2 land 3 vopn 4 tafl 5 bók 7
þjálfun 8 lofaði 10 stöðvi 11 ella 13
fæða 17 hópur 18 óhróður
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 kvef 4 ótti 6 oss 7 skor 9 árla
12 smári 14 rót 15 tól 16 rotna 19 laut
20 áðan 21 rauði
Lóðrétt: 2 vík 3 form 4 ósár 5 tel 7
skræla 8 ostur 10 ritaði 11 aflinn 13
átt 17 ota 18 náð
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. maí 1985