Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudagur 24. maí 1985 116. tölublað 50. örgangur
DJÓÐVILJINN
Kennaraúrsögn
Vilja nýja atkvæðagreiðslu
Stjórn BSRB beinirþeim tilmœlum til stjórnar
Kennarasambandsins að gengið verði á ný til
allsherjaratkvæðagreiðslu. BSRB-þinginufrestaðfram í október.
r
Isambandi við úrslit allsherjar-
atkvæðagreiðslu um úrsögn
Kennarasambandsins úr BSRB,
samþykkti stjórn BSRB ályktun í
Reykjavíkurstarfsmenn
Endurskoðun
á samningum
Laun háskólamanna innan félagsins hœkka
um 9,3% eftir Kjaradóm
Nýlega var lokið við að raða um
280 háskólamönnum innan
Starfsmannafélags Reykjavíkur í
launaflokka til samræmis við kjör
BHMR-manna. Að meðaltali
hækkuðu laun háskólamanna
innan félagsins um 9,31% frá
BSRB-samningunum í haust.
Stjórn og fulltrúaráð félagsins
samþykktu í gær að óska eftir
endurskoðun á þcim samningum í
Ijósi úrslita í kjaramálum
BHMR.
- Við erum ekki ánægð með
þennan launamun, sagði Harald-
ur Hannesson formaður Starfs-
mannafélgs Reykjavíkurborgar í
gær. Fyrir launamuninum væru
ekki forsendur, þótt hann væri
ekki þarmeð að halda því fram að
BHMR-menn fengju of há laun.
Samning Starfsmannafélagsins
við borgina má endurskoða 1.
júní hafi orðið almennar launa-
breytingar. Samningarnirgilda til
áramóta og má segja þeim upp 1.
september.
í Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar eru um 2800 félagar.
Frystihús
Danir komnir framúr
okkur
Vinnuaðstaða og tœknivœðing dönsku
frystihúsanna betri og meiri en hér á landi
Eins og Jón Kjartansson for-
maður Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja skýrði frá í sam-
tali við Þjóðviljann í gær er kaup
fólks í fiskvinnslu í Danmörku
meira en helmingi hærra en kaup
fiskvinnslufólks á Islandi. Jón
sagði einnig að í þeim fjórum
frystihúsum sem hann skoðaði í
Danmerkurferðinni hefði aðbún-
aður verkafólks, bæði hvað varð-
ar matsali og vinnusali, verið til
muna betri og glæsilegri en í ís-
lenskum frystihúsum.
„Matsalir í þessum frystihúsum
eru eins og glæsilegustu veitinga-
hús og vinnuaðstaða fólksins er
mun betri en hér þekkist", sagði
Jón Kjartansson. Hann nefndi
sem dæmi að allar vinnslulínur
frystihúsanna eru sér afmarkað-
ar, þannig að hávaði á vinnustað
er mun minni en í íslenskum
frystihúsum. Eins notuðu Danir
lyftubúnað hverskonar meira en
þekkist á íslandi, sem verður til
þess að líkamlegt erfiði er minna í
dönskum frystihúsum en ís-
lensku.
Jón sagði að Danir væru komn-
ir framúr okkur hvað allt þetta
varðar og ljóst væri að við gætum
mikið af þeim lært.
- S.dór.
Bjóriim í efri deild
Bjórandstæðingum bættust,
tveir nýir liðsmenn í neðri
deild í gær þegar frumvarpið um-
deilda var afgreitt þaðan til efri
deildar gegn 16 mótatkvæðum.
Nú tóku þau Ragnhildur Helga-
dóttir og Kjartan Jóhannsson
þátt í atkvæðagreiðslunni og
sögðu bæði nei, en við atkvæða-
greiðslu eftir aðra umræðu var
Ragnhildur fjarstödd og vara-
maður Kjartans, Kristín H.
Tryggvadóttir, greiddi atkvæði
með bjórnum.
Tillaga Hjörleifs Guttorms-
sonar um að dómsmálaráðherra
geti aðeins veitt undanþágu frá
einkaleyfi ÁTVR til framleiðslu
bjórs en ekki sterkra vína líka var
samþykkt með 17 atkvæðum
gegn 15. Tillaga hans um að tekj-
um ríkissjóðs af bjórsölu skyldi
varið til Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra fékk hins vegar aðeins 6 at-
kvæði og var því felld.
Bjórinn verður á dagskrá efri
deildar strax í dag og er búist við
því að honum verði vísað til alls-
herjarnefndar.
- ÁI
gær, þar sem m.a. er hvatt til
endurtekningar á atkvæða-
greiðslu Kennarasambandsins
um úrsögnina. Allir stjórnar-
menn greiddu ályktuninni at-
kvæði sitt.
Ályktunin er svohljóðandi:
„Vegna ágreinings sem upp er
kominn innan Kennarasambands
íslands um úrslit allsherjarat-
kvæðagreiðslu um úrsögn KÍ úr
BSRB beinir stjórn bandalagsins
þeim tilmælum til stjórnar KÍ að
hún láti fara fram allsherjarat-
kvæðagreiðslu á ný um úrsagn-
artillöguna. Stjórn BSRB leggur
áherslu á að þannig verði haldið á
þessu máli, að enginn vafi leiki á
um lögmæti ákvörðunar Kenn-
arasambands íslands varðandi
tillöguna um úrsögn úr heildar-
samtökunum."
í gær samþykkti stjórn BSRB
einnig að fresta þingi BSRB með
hliðsjón af þeim aðstæðum sem
skapast hafa vegna allsherjarat-
kvæðagreiðslu Kennarasam-
bandsins. Þingið sem halda átti í
byrjun júní verður haldið 22. okt-
óber. Samninganefnd BSRB
mun taka ákvarðanir um kjara-
mál og samninga á næstu vikum
og mánuðum.
Segir í frétt frá BSRB að undir-
búningsviðræður hafi farið fram í
samræmi við gildandi samninga,
m.a. með hliðsjón af launaskriði
og hækkun launa félagsmanna
BHM. Á næstu dögum er von á
útreikningum sem BSRB og
fjármálaráðuneytið hafa látið
gera í þessu sambandi. Þegar þeir
liggja fyrir verður boðað til fund-
ar í samninganefnd um framhald-
ið. -óg.
Myndlista- og handíðaskólinn útskrifar 54 nemendur í vor sem hafa stundað nám í 8 mismunandi deildum skólans sl.
fjóra vetur. Af þvítilefni efna þeirtil sýningar á verkum sínum sem verður opnuð á morgun, laugardaginn 25. maí kl. 14 í
skólanum að Skipholti 1. Verður sýningin opin um hvítasunnuna frá kl. 14 - 22. Þessi mynd var tekin í gær þegar
nemendur voru að undirbúa sýninguna. Ljósm.: Valdís.