Þjóðviljinn - 26.05.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 26.05.1985, Page 5
Myndin um Ronju ræningjadóttur var frumsýnd á Kvikmyndahátíð og verður væntanlega sýnd í Gamla bíó í sumar. Tvö þúsund stelpur sóttu um að fá að leika Ronju. Sú heppna heitir Hanna Zetterberg og þykir valið hafa tekist ótrúlega vel. Hér sést hún ásamt leikstjóranum, Tage Danielsson. á því að hinu illa er tortímt eins og vera ber í ævintýrum. Ofurmenni í ástum Einmitt ævintýrabækurnar hafa fengið innilegar viðtökur lesenda. Astrid segist fá firn af bréfum frá lesendum sínum en langflest hafi hún fengið um Bræðurna Ljónshjarta, Elsku Míó minn og Ronju ræningja- dóttur, sem reyndar er um annars konar átök en jafnmannleg. Af hverju skyldu viðbrögðin vera svona sterk við þessum sögum? „f>að virðist koma til af því,” segir hún, „að andstæðurnar og virðingu. Ástríkir foreldrar skapa ástrík börn. Fólk verður að muna að börn skipta meira máli en allt annað af því þau standa við uppsprettu lífsins. I veröld barns- ins má ekki fyrirfinnast ofbeldi, ef við komum í veg fyrir það leggjum við grundvöll að veröld án ofbeldis.” Hvað þurfa börn? Eitt af því sem Astrid Lindgren kann svo vel í bókum sínum er að sýna okkur raunverulegar þarfir barna og hvernig á að uppfylla þær. Þegar hún vill gera persón- um sínum gott fer hún ekki með þær í Tívolí, leigir ekki handa þeim videó eða gefur þeim sæl- gæti og leikföng. Þess í stað leyfir hún þeim að una sér með dýrum úti í náttúrunni, leika sér við önnur börn eða eiga rólegar sam- verustundir með fullorðnu fólki. „Foreldrar eiga að reyna að lifa með börnum sínum þannig að þau eigi minningar um það á fuil- orðinsárum sínum. Ég fór fyrir skömmu í leigubfl í Stokkhólmi með bflstjóra - sem byrjaði reyndar á að stökkva út úr bflnum þegar hann sá mig og faðmá mig að sér! - en sem lýsti svo fyrir mér á leiðinni með litríku orðalagi hvernig bernskuheimili hans hafði verið. Fjölskylda hans hafði verið músíkölsk, ég hef alltaf öfundað fjölskyldur sem geta spilað saman á hljóðfæri, heima hjá mér var bara sungið. Alltaf á sunnudögum höfðu þau spilað saman og fengið vöfflur á eftir. Svo höfðu börnin farið út að ar. Þar sat hún lengi dags snakill (”og ég hugsaði eins og strákur- inn í sögunni þegar enginn kom að sækja mig: En kötturinn - hann fékk að vera!”) en ákvað loks að gefast upp og flytja heim aftur. Þegar þangað kom höfðu hinir krakkarnir fengið kara- mellu sem henni bauðst ekki og gremja hennar fékk endurnýjað- an kraft. Þegar mamma hennar gekk framhjá henni næst spark- Astrid horfir á mig og er ráð- villt. Kannski finnst henni að hún sé orðin tvísaga: að predika yfir mér um bann við ofbeldi en segja svo svona skemmtilega frá því þegar hún var flengd. Svo segir hún: „Nei, þetta var til siðs þá og mér fannst það ekki óréttlátt.” Stœrsta hamingjan Franska blaðið Liberation spurði marga rithöfunda nýlega lengi ákveðin í að verða ekki rit- höfundur vegna þess að þegar ég var í skóla var sífellt verið að spá því fyrir mér, jafnvel að ég yrði önnur Selma Lagerlöf, og það skelfdi mig. Ég var viss um að ég gæti ekki skrifað nógu vel og ætl- aði ekki að reyna það. Svo bjó dóttir mín til persónuna Línu Iangsokk einu sinni þegar hún var lítil og lasin - „Segðu mér sögu,” bað hún. „Hvaða sögu?” spurði „Nei, ég trúi ekki á ofurmenni" Astrid Lindgren í spjalli við þýðanda sinn og forleggjara, Silju Aðalsteinsdóttur átökin milli þeirra kalla fram í lesendum tilfinningar sem börn og fullorðnir bæla yfirleitt. Fólk gengur með alls konar tilfinning- ar í brjóstinu sem það þarf að fá útrás fyrir og það er gott þegar það finnur þær í bókum, hver svo sem hefur skrifað þær bækur. f bréfunum um þessar bækur mfn- ar verð ég fyrst og fremst vör við átakanlega þrá eftir ástúð - ást - vegna þess að það er kærleiksþrá sem liggur á bak við ferðalög Mfós og Snúðs Ljónshjarta inn í hugarheima, það finna börn - og fullorðnir.” Lína langsokkur hefur á seinni árum verið sökuð um að vera of- urmenni sem ekkert barn gæti þekkt sig í. Þess vegna myndi fordæmi hennar ekki losa lesend- ur úr yiðjum aga og vana heldur myndi hún lama athafnaþörf þeirra. Ég spurði Astrid hvort hún tryði á ofurmenni. „Nei, ég trúi ekki á ofur- menni,” svarar hún og hryllir sig. „Ofurmenni Nietzsches finnst mér hryllilegt. Ef hins vegar er átt við persónu sem er ofurmenni að því leyti að hún sameinar í sér alla hina bestu mannlegu eiginleika þá má hún eiga rétt á sér.” Hvaða eiginleikar eru það? „Umburðarlyndi og ástúð. Ástin skiptir mestu máli í sam- skiptum fólks. Börn læra ekki það sem þeim er sagt, þau læra af fordæminu. Virðing elur af sér ganga með pabba meðan mamma eldaði. Svoleiðis var það auðvit- að þá. Nú lifa börn sínu Iífi og fullorðnir sínu, og auk þess hefur orðið sú breyting á með öllum „græjunum” að ábyrgðin á börn- unum er ekki lengur í höndum foreldranna. Tæknin er látin um að hafa ofan af fyrir börnum og það er rangt. Börn þurfa og eiga að leika sér.” En eiga ekki börnin að fá að gera það sem þau vilja? „Börn vilja ekkert gera það sem þau langar til að gera. Þau vilja gera foreldrum sínum til geðs og til þess verða þau að fá að vita álit þeirra. Annars geta þau heldur ekki verið óhlýðin eins og er bráðnauðsynlegt fyrir þau. Blind hlýðni er vond, og líka það að þurfa aldrei að hlýða af því enginn skiptir sér af manni. Ef börn eru alin upp við skoðanir og hóflega afskiptasemi þá læra þau að spyrja spurninga - og það er nauðsynlegast af öllu.” Astrid hefur eindregnar skoð- anir á ofbeldi gegn börnum sem henni finnst hræðilegt, en samt rifjar hún upp með mikilli ánægju öll fjögur skiptin sem hún var flengd í æsku - „eða ég man að minnsta kosti eftir því að hafa verið flengd fjórum sinnum, kannski var það oftar án þess að ég muni eftir því.” í eitt skiptið hafði hún reiðst foreldrum sínum og flutt að heiman - út á útikam- aði stelpan í áttina til hennar. „Ég sparkaði ekki í hana, það hefði ég aldrei þorað, ég bara slæmdi löppinni svona” (Astrid sýnir mér) „í áttina til hennar. En það var nóg. Ég var flengd duglega.” Fannst henni það ekkert órétt- látt? hvers vegna þeir skrifa. Mér fannst gáfulegt að stela spurning- unni. „Það er einfalt,” ansar hún, „ég get ekki látið það vera. Síðan ég byrjaði loksins að skrifa á fer- tugsaldri hefur það verið stærsta hamingjan í lífi mínu. Ég var ég þreytt. „Segðu mér frá Línu langsokk!” Ég spurði ekki hvaða kona það væri, fór bara að segja frá. Seinna vann bókin verðlaun hjá forlagi og þá bauð ég dóttur minni upp á hálfan heiðurinn fyrir nafnið og hugmyndina. En þegar hér var komið sögu var hún líklega vaxin upp úr Línu því hún kerrti hnakkann og sagði: Góða vertu ekki að blanda mér í þessa vitleysu. Þegar ég byrjaði að skrifa var eins og stórfljót bryti sér braut eftir nýjum farvegi og síðan hef ég ekki getað hætt - fyrr en núna að ég hef engan tíma til að skrifa. Engan tíma til að „liggja á”. Þó að það sé yndislegt að fara í ferðalög og heimsækja fólk sem tekur manni eins vel og þið þá verð ég að verja mig og neita alltof mörgum heimboðum. Ef ég hefði tíu líf þá færi ég fleiri svona ferðir eins og til íslands.' Það er alveg ótrúlegt að koma hingað og finna hlýjuna streyma til sín. Fólk þekkir bækurnar mínar - það er eins og allir hafi lesið þær.” Pú ert líka lifandi goðsögn, Ast- rid Lindgren, og verður að sœtta þig við það. „Goðsögn. - Þegar fólk segir svona við mig þá finnst mér það ekki vera ég sem við er átt - held- ur einhver önnur. Ég er bara venjuleg sveitastelpa frá Smá- .löndum - ekki hún sem allir elska.” Sunnudagur 26. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.